Vísir - 04.02.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 04.02.1967, Blaðsíða 3
VÍSIR . Laugardagur 4. febrúar 1967, Bolludagur og nokkr- ir aðrir merkisdagar þjóðvísu megum við eiga von hversdagsdögum, að koma hans á illviðri á næstunni, því aö er boðuö með þó nokkrum fyr- á fimmtudaginn var skein sólin irvara eins og sést á bollusöl- í heiði og var hið bezta veður um hádegisbi'.ið. Ef í heiði sólin sést, á sjálfri kyndilmessu, snjóa vænta máttu mest maður upp frá þessu. essi vísa um kyndilmessu, sem var á fimmtudaginn var, markar byrjun nokkurra daga í upphafi lönguföstu, sem skera sig frá öðrum dögum hvað það snertir, að þeir hafa sín föstu nöfn og fastar siö- ver..ur bundnar þeim. Ekki er hægt að tala um þá sem eigin- lega hátíðisdaga, en skemmti- legc svip setja þeir á hvers- daginn og einnig þær siðvenj- ur, sem.bundnar eru þeim og sjálfsagt er að halda sem lengst í þótt ekki sé eins langt geng- iö í þvi og i gamla daga. Vísan um kyndilmessuna á sé, eflaust rætur í gamalli ís- lenzkri þjóötrú. Hefur veður- spámönnum fyrri tíma þá þótt ó- vænt um veðrahaginn, ef sólar varð vart þennan dag. Ef við eigum að taka mark á þessari Á heimili nokkru hefur þessi uppskrift, sem hér fer á eftir af bollum, veriö notuð í mörg ár og þykir heimilisfólkinu hið mesta hnossgæti að fá nýbak- aðar boilurnar á bolludaginn. Uppskriftin er fremur ódýr og auðveld og þótti Kvennasíð- unni hinn mesti fengur að grafa hana upp. Uppskriftin er fremur stór, en auðveldlega má minnka hana um helming. Úr þessari uppskrift fást um fimmtíú boll- ur. 1 kg. hveiti 3 egg 100 gr. sykur 250 gr. smjörlíki '/•> lítri mjölk 50 gr. pressuger eða 5 tesk. þurrger. Smjörlíkið er brætt og mjólk- in sett saman við. Þetta er hitað og hrært saman þangað til það er hæfilega volgt, eða um 37 gráðu heitt. Þá er tek- inn helmingur af hveitinu og hrært út í það pressugeriö, sem áður hefur verið hrært meö einnj teskeiö af sykri, eggin og sykurinn. Þetta er hrært vel saman og slegið með sleifinni. Þá er hinn helminguririn af hveitinu tekinn og hveitið sigt- að vel og blandað saman við og slegið. Er síðan deigið látið standa þangað til það hefur lyft sér vel eða allt um helm- ing og er lagður yfir það klút- ur á meðan. Þá er tekinn hæfi- legur skammtur í bollu með skeið og bollurnar mótaðar og settar á plötu þar sem þær eru látnar lyfta sér í 10—15 mínút- ur áður en þær eru settar inn í ofninn. Þær eru bakaðar við 1. Bolludagurinn Á morgun hefst svo langa- fasta, en á mánudag er bollu- dagurinn. Höfum við þegar séð, að hann er á næstu grösum með því að líta inn í bakaríin, sem við gerum sennilega allar daglega. Ýmsar bollutegundir eru þar til sölu og bolluvend- irnir skreyta þar gluggana. Ekki er hægt að rekja bollu- daginn til gamalla íslenzkra siðvenja. Eftir því sem við höf- um komizt næst munu dansk- ir bakarar hafa komið með þenn an siö, að borða bollur þennan sérstaka dag, skömmu fyrir sið- ustu aldamót. Er nú með bolludaginn eins og marga aöra daga, sem frá- brugðnir eru hinum venjulegu mikinn hita í 10—15 minútur þangað til þær eru orðnar ljós- gular. Bollurnar eru síðan skornar í tvennt, sett á milli helming- anna sulta og rjómi og pfan á má setja sigtaöan flórsykur eða glassúr búið til á venjulegan hátt úr kakói, flórsykri og heitu vatni, en hver getur haft skreyt ingarnar aö sínum smekk. Vatnsdeigsbollur. Hér kemur uppskrift að boll- um, sem hvorki er notað í ger eða lyftiduft. 65 gr. smjörlíki 2 y2 dl. vatn 125 gr. hveiti 3 egg örlítið salt og sykur. Smjörlíkið og vatnið er hitaö í potti þar til smjörið er bráðið og vatnið sýður. Þá er hitinn minnkaður og hveitið látiö út í og hrært stöðugt í þangað til það er orðið þykkt, jafnt og kekkjaláust. Látið í skál og breitt upp um barmana, salti \ og sykri stráð yfir. Deigiö lát- ið kólna svolítið, þá eru egg- in slegin og hrærð saman við deigiö (fjrst með sleif og síð- an í hrærivélinni). Hrært er um stund og þá er deigið látið á smurða plötu með teskeið eða sprautað á og bakað í 200 stiga heitum ofni í um 15 mín. Forð- izt að • opna ofninum fyrstu 10 mínúturnar. Bollurnar má fylla með eggja- kremi, aldinmauki og setja má súkkuiaðibráð ofan á. Vatns- deigsbollur eru\ ágætar þegar þær eru bornar fram með rækju, Framhald á bls. 10. unni, bæði fyrir og eftir bollu- daginn. Sennilega finnst mörg- um að takmarka mætti þessa sölu viþ daginn sjálfan og gera hann enn sérstæðari og tilbreyt ingaríkari með því en hann hefur veriö á undanförnum ár- um. Margir kaupa sínar bollur í brauðbúðunum og er það ó- neitanlega fyrirhafnarminnst. Þó finnst mörgum skemmtilegt að baka sínar eigin bolluteg- und og hafa hana með á kaffi- borðinu, fyrir utan það aö heimabakaðar bollur geta verið enn mei.a sælgæti en hinar — og ódýrari. Bollurnar þ. e. a. s. krem- bollurnar kosta núna 8.50 stk. í brauðriúðum en rúsínubollurn ar kr. 3.50. Munu þessi út- gjöld sem af bolludeginum leiða, vera þó nokkur fyrir mannmörg heimili. Því birtum við á öðrum stað á síðunni nokkrar bolluuppskriftir, sem væntanlega geta komið hús- mæðrum að gagni og gefiö skemmtilegt innlegg í bolluát- ið þennan bolludag. 2. Sprengikvöld Á þriðjudag heldur átið á- fram,. nú er röðin komin að sprengikvöldi. Rekja má sprengikvöldið allt til þess er kaþólsk trú var trú landsmanna allra. I kaþólskum löndum hef- ur tíðkazt að halda hátíðlega á veraldlegan máta dagana fyr- ir mguföstu og hófust há- tíðahöldin stundum á sunnudag- inn í föstuinngangi og stóðu yf- ir allt til miðvikudags.. Hér | landi skemmti fólk sér ekki mánudaginn en þriðjudaginn, sprengikvöld, var tekiö óspart til matar síns, enda síöustu for- vöð aö neyta kjöts, allt til páskadags er kjötát mátti hefj- ast að nýju. Fyrir þessa löngu föstu þótti sjálfsagt að gera’ sér og sínum til góða með því að borða eins mikið kjöt og hægt var í sig að troða og stund um meira, eins og getið er um í Þjóðháttum Jönasar Jónassonar í frá Hrafnagili. Var kallað að „sitja í föstunni“ tímabiliö, sem á eftir fylgdi. Ef brotiö var á móti þessum sið voru prelátar og biskupar ekki seinir á sér að hirða föstufé sitt eða sektar- bætur þær, sem hinn seki varð að láta af hendi sekt sinni til af- plánunar. Fara sagnir af því að þennan dag hafi þaö tíökazt á sumufn heimilum aö heimafólk sylti allt til kvölds er því voru borin fleytifull trog af hangi- kjöti, magálum og öðru góð- gæti, sem það gat svo gætt sér á að vild. Afganginn eða leif- arnar hengdi svo hver yfir rúm sitt og mátti ekki snerta fyrr en föstu var lokið. Var þetta mörgum ofviöa. Þessi ævagamli siður að borða vel þennan dag hefur haldizt; við og er enn iðkaöur í dag þó fastan sé ekki néma nafnið eitt og i „sitji varla rieinn i föst- unni“ lengur. Saltkjöt og baunir þykir sjálfsagður réttur þenn- an dag og munu húsmæður all- ar þekkja hann. Hinu skal svo stungið að þeim, sem ekki vita, að ágætt er að bragðbæta baun irnar með því að setja smátt- skoriö svínaflesk (bacon) út í þær og sjóða það með. Bitarnir eiga að vera það smáir að hægt sé að borða þá með skeiðinni ásamt súpunni, eða eins og allt það sem látið er út í súpur. 3. Öskudagurinn Öskudagurinn rekur lestina. Á hann rætur sínar að rekja til þess er menn settu yfir sig ösku í kaþólskri trú sem merki um iðrun og yfirbót. Síðar var það til siðs að stúlkur settu ösku í poka og hengdu aftan í pilta svo að lítið bærj á, en piltarnir aftur á móti smásteina í poka, sem þeir síðan hengdu aftan í stúlkur. Ekki stóð kven fólkinu á sama, ef það þurfti að bera steina langan veg. Ber á milli hvort nægilegt væri, að sá sem bæri öskuna eða stein- ana stigi þrjú skref eða að hann stigi yfir þrjú dvraþrep til þess að tekinn væri gildur btlrðurinn, og hefur ekki fengizt úr því skorið. Núna tíðkast enn að hengja öskupoka, i fólk, en aðallega munu það vera börn og ungling ar, sem hafa það sér til skemmt unar. Leiðbeiningar um boilubakstur Bezt er að hveitið hafi staðið um stund í eldhúsinu og sé ekki kalt svo fáist sem æskilegastur hlti fyrir gerfrumuna, þegar ger, (þurrger og pressuger) er notað í uppskriftinni. Þær húsmæður, er eiga hrærivél, sem fylgir deiðhnoðari ættu að nota hana við að hræra bolludeigið. Hveitið er sigtað í skálina og skilinn eftir y4 hluti þ ess sem er hnoðaður upp í deigið síðar. Sykri og salti er blandað saman við hveitið og síöan vætt í með vökvanum (vatni eða mjólk, bráðnu smjör- líki, eggjum og gerblöndunni). Þegar ger er notað f uppskriftina að boliunum á aö leysa þurrger ið upp í volgu vatni áður en það er blandað i. Samsvarar 1 tsk. af þurrgeri, sem nú fæst í flestum imatvörubúðum, 10 grömmum af pressugeri. Er gerið látið standa smástund sva að það lifni viö áður en það er sett út í deigið. Deigið er hnoðað vel svo að fáist gljái og seigja i það, en að þvf loknu látið standa í l/2 til 1 klst. i yl og er diskaþurrka breidd yfir skállna á meöan. Síðan er deigið hnoöaö aftur um stund og þá bætt í það hveitinu, sem eftir var þangað til deigið er oröið hæfilega þykkt. Þá eru bollurnar búnar til. Betra er að hafa deigið ltnt, verða þá bollurnar mýkri ísér, ef deiglð er hart þá á að hnoða það á milli handanna. BoIIurnar eru settar með skeið á plötuna og látnar bíöa þar í 10-15 min. Ef vill má spiyrja þær með eggi eða mjólk. Síðan eru bollurnar bakaðar við um 200 stiga hita í 10-15 mín. Það skal tekið fram að úr þessu deigi má búa tll kringlur, lengjur og annað og fylla meö sultu, rús- ínum og rifnum eplum, eggjakremi eða möndlumassa. Bolluuppskriftir [

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.