Vísir - 04.02.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 04.02.1967, Blaðsíða 8
.5 Utgetandl: BlaOaðtgáfan VISIK Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson ASstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Ber^þór Úlfarsson. Auglýsingan Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Siml 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 100.00 ð mánuOi innanlands. t lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda hi. Ofstæki og hunzka (^reinar ameríska rithöfundarins Johns Steinbecks um styrjöldina í Vietnam vekja mikla athygli bæði hér á landi og annars staðar. Þar er á hlutlausan hátt reynt að lýsa þessum harmleik. Hann lýsir því, sem hann hefur sjálfur verið sjónarvottur að, eða hefur ör- uggar heimildir um, og hvergi í greinum hans verður þess vart, að hann vilji segja annað en það, sem hann veit sannast og réttast. Það mætti því ætla að meira mark væri takandi á orðum hans en þeirra, sem aldrei hafa til Vietnam komið, vita lítið eða ekkert um hinar raunverulegu orsakir þess, sem þar er að gerast, og eru í þokkabót blindaðir af pólitísku of- stæki, eins og Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóð- viljans. Magnús var að harma það í blaði sínu nýlega, að John Steinbeck, sem einu sinni hefði verið svo ágæt- ur maður, skyldi nú vera lentur á þeim villigötum, sem greinar hans frá Vietnam bæru vitni um. Það er óhæfa, að dómi þessa ritstjóra, að sjá, hvað þá heldur að segja frá, villimennsku kommúnistanna í Vietnam. Það má aðeins segja frá ávi'rðingum hins styrjaldarað- ilans og ýkja þær sem mest. Þannig hafa skrif Þjóð- viljans verið frá upphafi og verða eflaust framvegis. Ritstjóri Þjóðviljans virðist ekki telja það ámælis- vert, þótt kommúnistar taki menn, færi þá á torg og parti þá í sundur lim fyri'r lim, hægt og gætilega, til þess að kvelja þá sem mest og lengst. Þetta er að á- liti Magnúsar Kjartanssonar sjálfsagður þáttur í „frelsisstríðinu“ og tóm hótfyndni af Steinbeck að vera að hneykslast á því! Þá er svo að sjá, að Magnús Kjartansson láti sér fátt finnast um líknarsta'rf það, sem unnið er í Viet- nam til þess að hjálpa þeim, sem hljóta örkuml af völdum styrjaldarinnar. Hann skrifar af mikilli „hunzku“ um stofnun þá, sem John Wells veitir for- stöðu, en þar eru smíðaðir gervilimir í stórum stíl. Slík skrif eru smánarblettur á hverjum, sem lætur þau frá sér fara, og þar er sannarlega engum skemmti- legheitum blandað saman við hunzkuna, enda ef- laust erfitt að „vera útsmoginn og skemmtilega neyð- arlegur í illkvittni sinni“ um þessi mál, eins og Magn- ús Kjartansson kemst sjálfur að orði og dáir Mal- colm Muggeridge svo mjög fýrir. „Styrjöldin í Vietnam ruglar skynsömustu menn í ríminu," segir John Steinbeck og á þar eflaust við þá, sem ekki láta ruglast viljandi. Hvað skyldi hann segja um skrifin í Þjóðviljanum? Slíkt ofstæki, vísvitandi blekkingar og „hunzku“ mun óvíða hægt að finna. Lesendur ættu því fremur að trúa John Steinbeck en Magnúsi Kjartanssyni, ef þeir vilja heldur hafa það sem sannara reynist. iS-H |V 1 S I R . Laugarúagur 4, tebmar 1967. ÍÉfliaai«Ba^ÍMU»it«i»l«ÉMir t^nni mV -u, ,.i - . ------- 4. Mestu brúarfram- (( kvæmdir á einu ári Úr skýrslu samgöngumálaráðherra um framkvæmd vegaáætlunar 1966 í umræðum á Alþingi í fyrra- dag um framkvæmd vegaáætlun ar 1966 skýrði Ingólfur Jónsson samgöngumðlaráðherra frá því, að samkvæmt umferðarmæling- um, sem haldið hefði verið á- fram frá fyrra ári hefði umferð- in á síðasta ári aukizt um 10-20% frá fyrra ári, sem væri meiri aukning hlutfallslega, en varö á innflutnlngi bifreiða. Tekjur vegasjóðs urðu meiri en áætlað var, eða alls 311 millj. kr. Tekjur af benzínskatti fóru 4% fram úr áætlun og tekjur af gúmmígjaldi 7%. Tekjur af vega gjaldi á Reykjanesbraut voru á- ætlaðar 13 millj. sem stóð helma Nokkrir gjaldliðir fóru einnig fram úr á;qtlun. Vegna flóða sl. haust hækkuðu útgjöld um 3 millj. kr. og 17 millj. kr. var variö til snjómoksturs, sem er 10 millj. kr. hærra en árið áður. Þannig var varið 125 millj. kr. til vegaviðhalds í stáð 100 millj. kr. árið 1965. Föst lán til hrað- brauta námu 238 millj. kr., þar af lán til Reykjanesbrautar 232 millj. kr. Samtals nema útgjöld vegasjóðs að meðtöldum lánurn 340 millj. kr. Samanlögö lengd brúa, sem byggöar voru á árinu var 601 m. en það eru mestu brúarfram- kvæmdir, sem verið hafa á einu ári. Árið 1965 var lengd brúa 493 m. Lengd þjóðvega er nú 10 þús. km. og lengd sýsluvega um 2 þús. km. Á árinu voru keyptar vélar tll vegageröarinnar fyrir 18 millj. kr. Tilraunir voru gerðar meö olíumöl á 2 km. kafla Álftames vegar og undirbúnar tilraunlr með slitlög úr asfalti. Einnig vom undirbúnar rannsóknir á buröarþoll vega. „Kaupmáttur launa hef ur ekki íækkaði4 — •.\L-'iyb Öe & Lfi9fi£ nnsri illfi v 1 sagði Olafur Björnsson, prófessor, a fundi i sameinuðu Albingi Á fundi sameinaðs þings f gær haföi Þórarinn Þórarinsson framsögu fyrir þingsályktunar- tillðgu, sem þeir Einar Ágústs son flytja. Efni hennar var á þá leið, að Alþingi skori á rfkis- stjórnina að fela kjararann- sóknarnefnd að rannsaka, hvers vegna kaupmáttur tfmakaups hefur ekki aukizt, heldur í sum um tilfellum minbkað þrátt fyrir auknar þjóöartekjur. Héit Þór- arinn því fram að þrátt fyrir að þjóðartekjumar væru 40% meiri en árið 1959, hefði kaup- máttur tfmakaups minnkað. Ólafur Bjömsson sté í ræðu- stólinn og mælti gegn tillögunni Sagðist hann mundu styðja hverja þá skynsamlegu tillögu, sem fram kæmi um rannsókn efnahagslífsins, en þessari gæti hann ekki fylgt nema þá f ger- breyttri mynd. Vakti hann at- hygli á þvf, að þjóðartekjurnar hefðu ekki aukizt um 40% eins og fram hefði komið f ræðu Þór arins, heldur 30%. Bar hann fram þá fyrirspurn til framsókn armanna, hvað þeir héldu að orð ið hefði af tekjuaukningunni ef þeir héldu, að hún hefði ekki far í>><5 ■>«'> M 1 (IB ■- ið til verkamanna, ekki til at- vinnuveganna og ekki til hins opinbera.. Hvemig þeir fengju eiginlega dæmið til að ganga upp? Þá leiðrétti Ólafur þá blekk ingu, sem fram kom f ræöu Þór arins, þegar hann bar saman fast kaup og grundvöll vísitölu framfærslukostnaðar. Benti hann á að vísitalan væri aðeins til viðmiðunar, meðaltal, sem byggt væri á upplýsingum fengn um frá öllum stéttum og væri því ekki mælikvarði á minnstu hugsanlegu eyðslu. Sfðan bar Ó! afur á móti þvf, að kaupmáttur heföi lækkað og vitnaði f bréf frá Efnahagsstofnuninni og benti á að niöurstaða þess væri sú aö tímakaup f dagvinnu heföi hækkað svo til jafnmikið frá 1959 og samvegnir taxtar. f t í \ 7 Borgarstjórn ítrekar fyrri sam- þykkt um auknar veiðiheimild ir togaranna Fulltrúar Framsóknarflokks- ins í borgarstjóm fluttu tillögu þess efnis á borgarstjórnar- fundi í fyrradag, að borgar- stjóm Reykjavíkur fagnaði þeirri yfirlýsingu sjávarútvegs- málaráðherra að ríkisstjómin skuli vera horfin frá þeirri fyr- irætlun að hleypa togurum til veiða innan núverandi land- helgi. Þessari tillögu Framsóknar- manna var svarað með tillögu frá þremur borgarfulltrúum hinna flokkanna (Birgir ísl. Gunnarsson, Guðmundur Vigfús son og Páll Sigurðsson) sem hljóðaði svo: Borgarstjóm telur ekki efni til gagnstæðrar yfirlýs ingar viö samþykkt sína frá 20. októbef 1966 um aukin veiðirétt indi togaranna. Hins vegar tel- ur borgarstjórn nauðsynlegt að geröar verði af hálfu ríkisvalds ins ráðstafanir til að tryggja togaraútgerð íslendinga rekstr- argrundvöll og skilyröi til endur nýjunar togaraflotans og beinir því til rfkisstjórnar og Alþingis að gera hið allra fyrsta ráöstaf anir f því skyni. Með skfrskot- un til þess, er að framan grein- ir, er tillögú borgarfulltrúa Framsóknarflokksins vfsað frá. Engar frekari umræður urðu um þessar tillögur, nema Krist ján Benediktsson (F) flutnings maður tillögu Framsóknarflokks ins stóð upp aftur og lýsti yfir furðu sinni, að borgarstjórn Reykjavíkur' skyldi ekki vilja samþykkja samhljóða ályktanir við allan þann fjölda ályktana bæjar- og sveitarstjórna um land allt, sem gerðar hefðu ver ið undanfarið gegn auknum veiðiheimildum togaranna. Hin- ir borgarfulltrúarnir sáu ekki á- stæðu til að svara þessu frekar og var frávisunartillagan sam- þykkt með 11 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Framsóknarflokksins 2 fulltrúar Alj>ýðubandalagsins Sátu hjá. «M»»ja«Maramr;riTTMfflMwiirr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.