Vísir - 04.02.1967, Blaðsíða 13

Vísir - 04.02.1967, Blaðsíða 13
1 V1 SIR . Laugardagur 4. febrúar 1967, 13 Skrifstofuvinna Vanur skrifstofumaður óskar efti'r vinnu, hálf an eða allan daginn. Einnig kæmi til greina aukavinna við bókhald t.d. fyrir einkaaðila. Þeir, sem vildu sinni þéssu gjöri svo vel og leggi tilboð inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 9. . þessa mánaðar merkt: „3191“ TIMBURIÐJAN H.F. auglýsir Ný gerð af útihurðum komin á markaðínn, fallégar en ódýrar. Góðir greiðsluskilmálar, stuttur afgreiðslufrestur. Timburiðjan h.f., við Miklubraut, sími 36710. Þorsteihn — Framh. af bls. 9 1965). Og síðast en ekki sízt kom svo út mesta ritverk hans, Landið þitt, rit um íslenzka stað fræði, laust fyrir síðustu jól. Er þar lagður grundvöliur hand- bókar, sem mikil þörf var á. Laust fyrir 1940 var Þorsteinn ráðinn blaðamaður og Ijósmynd- ari hjá Vísi, en 'hann var þá þegar orðinn kunnur sem snjall og hugkvæmur ljósmyndari. Starfaði hann hjá blaðinu ávallt síðan, en mörg seinni árin að- eins sem blaðamaöur. Var meg- instarf hans öflun frétta fyrir blaðið, en jafnhliða skrifaði hann greinar um ýmis áhuga- mál sln, s. s. ferðalög og útilíf og íslenzka bókfræöi. Þorsteinn hafði skamma hríð verið búsettur I Reykjavík, er hann hóf söfnun íslenzkra bóka og erlendra bóka Varðandi ís- land og íslenzkt efni af hvílíku kappi og atorku, að einstætt má telja. Tókst honum á tæpum aldarfjórðungí að koma upp bókasafni, sem án alls efa er dýr mætasta bókasafn, er nokkru sinni hefur verið í eigu ein- staklings hér á landi. Sparaði hann hvorki tíma né fjármuni í söfnunarstarf; sínu og aflaði bókanna jöfnum höndum innan lands og utan, Sýndi hann í þessu frábæra elju og atorku og nutu ýmsir góðs af, því að margoft skolaði á fjörur hans Fyrir SPRENGIDAGINN bókum, sem hann hafði ekki sjálfur þörf fyrir. Kom þar fram eins og ávallt alkunn góðvild hans og hjálpsemi. Má óhætt fullyrða, að nafn bókasafnarans Þorsteins Jósepssonar muni verða lengi uppi. Árið 1947 kvæntist Þorsteinn Jósefínu Gísladóttur. Varð heim- ili þeirra hjóna brátt annálað fyrir rausn og höfðingsskap, enda mála sannast, að fátíð, er jafn einlæg og sönn gestrisni og ríkti á heimili þeirra. Gerð- ist þar brátt géstkvæmt mjög, bæði af innlendum mönnum ög erlendum. Og ávállt var géstufh' ' jafn vel og einlæglega fagnað, hvenær'sem var og hvernig sem á stóð. Munu hinum fjölmenna hópi vina og góðkunningja þeirra hjóna lengi veröa minni- stæðar margar fagnaöarstundir á heimili þeirra. Jósefína átti við mikla van- heilsu að stríða síðustu ár æv- innar, en hún lézt árið 1962. Þau hjónin eignuðust eina dótt- ur, Ástríði að nafni, efnisstúlku, sem enn er viö nám. Árið 1964 kvæntist Þorsteinn Edith Vischatta frá Innsbruck í Austurríki. Stóð heimilið áfram að Bollagötu 9 og mjög með sama brag og áður. Gestrisnin var óbreytt og myndarbragur- inn hinn sami. Glaðværð og góðvild mætti gestum og gang- andi, og Edith annaöist mann og heimili með mikilli prýði. Þes's er áður getið, að Þor- s E N D U M H E I M Saltkjöt Baunir Gulrófur Saltað og reykf svínaflesk GÓÐ BBLASTÆÐI Kjörbúð Laugarness Dalbraut 3 — S'imar 33722 & 35870 steinn hafði þegar á unga aldri mikla ánægju af útivist og ferðalögum, Og þessi hugðarefni rækti hann af kostgæfni alla ævi. Auk þriggja ára dvalar og ferðalaga erlendis á unga aldri fór hann margoft utan síðar á ævinni. Og þær ferðir voru ekki farnar til að sækja skemmti- staði eða gera innkaup (bækur þó undanskildar), heldur til þess að kynnast löndum og þjóðum, ferðast um forvitnilegar slóðir og skoða fagurt og stórbrotið landslag. Og fjarri fór því, að Þorsteinn léti undir höfuð leggj- ast að skoða sitt eigið land. Hann ferðaðist meira og ræki- legar um ísland en flestir menn aðrir, jafnt bvggðir sem óbyggð- ir. Voru sum þeirra ferðalaga verulegar þrekraunir, en Þor- steinn var duglegur ferðamaður og ódeigur. Munu allir þeir, er áttú því láni að fagna að ferð- ' ast með honum, ljúka upp ein- um munni um það, að jafngóð- ur ferðafélagi sé. vandfundinn. Hann var manna ósérhlífnastur, úrræðagóður og ávallt glaður og léttur í lund. Þorsteinn var virkur félagi í Ferðafélagi Islands, enda skorti hann ekki áhugann á málefnum og markmiði félagsins. Hann átti sæti í stjórn félagsins frá árinu 1942 og til dánardægurs. Alloft var hann fararstjóri í ferðum félagsins, og mikill fjöldi ljósmynda hans prýðir ár- bækur þess. Mun ekki ofmælt, þótt sagt sé, aö nú sé tilfinnan- legt skarð höggvið í raðir for- ystumanna Ferðafélags íslands. Margar ferðir fór Þorsteinn í þeim höfuðtilgangi að festa á filmu íjósmyndavélarinnar unað og dásemdir íslenzkrar náttúru HHPPDRIEUI SIBS ó húdetji n.k. mánudag Nýir viðskipta vinir geta enn fengið keypta miða hjá umboðsmönnum um land allt. Aðalumboðið er að Austurstræti 6 - Sími 23130 EnDURnvjun lvkur jfl HflDECI DRflnnRDIIGSl og landslags. Og það fórst hon- um með þeim ágætum, sem al- kunna er. Mun ekki fjarri lagi að ætla, að sumar sínar beztu stundir hafi hann átt, er hann var einn á ferð með myndavél sína í leit að góðum „motivum". Er þar skemmst af að segja, að starfs Þorsteins sem ljósmynd- ara sér mikinn stað og góðan. I meira en þrjátíu ár hafa mynd- ir hans — fleiri en tölu verði á komið — prýtt bækur, blöð og tímarit bæði innanlands og ut- an. Segja má, að andlát Þorsteins Jósepssonar hafi ekki með öllu komið á óvart. Stríð hans við óvæginn sjúkdóm stóð allmarga mánuði. Og í þeirri glímu sýndi hann sömu þrautseigjurta og þol- gæðið og ávallt endranær. En áður hafði Þorsteinn alltaf ver- ið maður heilsugóður og fullur lífsorku. Hann hafði á nýjan leik eignazt góða konu og á- hugamálum sínum sinnti hann af sama kappi og kostgæfni og áður. Manni fannst, að Þor- steinn ætti — og hlyti — að ná háum aldri. En þetta fór á annan veg, og þess vegna finnst manni hann hrifinn brott að ó- vörum, andlátið sviplegt. Margir sakna Þorsteins Jós- epssonar af heilum hug. Hann gleymist ekki okkur, sem þekkt um hann. Og minning hans lif- irir löngu eftir okkar dag. Mynd- ir hans geyma nafn hans. Og minningin um bókamanninn og bókasafnarann Þorstein Jóseps- son lifir lengi í hópi þeirra manna, er tryggð taka við bæk- ur. Það verður ávallt bjart yfir minningunni um Þorstein vegna mannkosta hans og skapgerðar, en ekki síður vegna þess, hve áhugamál hans voru heilbrigð, lífræn og menningarleg. Ástvinum Þorstems votta ég einlæga samúð og bið þeim allra heilla. Valdimar Jóhannsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.