Vísir - 04.02.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 04.02.1967, Blaðsíða 10
10 V1 SIR . Laugardagur 4. febrúar 1967. Benz'm- og hjólbarða- bjónustan — Vitatorgi— ViÖ veitum góða þjón- ustu Til dæmis Bridgestone snjó- og sumardekk meö eöa án snjó- nagla einnig munstrum við slitna hjólbarða önnumst einnig hjólbaröaviðgerðir. Einnig höfum við BP-bensín. Alla þessa þjónustu fáið þiö virka daga frá kl. 8.00 til 24.00. Laugardaga frá kl. 8.00 til 0.01. Sunnudaga frá kl. 14.00 til 24.00 Benzin- og hjólbarða- bjónustan - VITATORGI - (Homi Lindargötu og Vitastígs) (Nýir eigendur) AffEnbrögð Framh. af bls. 1 1 tonn í lögn (tveggja nátta). Tvö frystihús og tvær fiskverk- unarstöðvar taka á móti fiski í Ólafsvík í vetur, en búizt er viö að þaðan rói að minnsta kosti 17 bátar. Síldarskip Akurnesinga fara á net. Heildarafli 8 línubáta frá Akranesi varö 597 tonn £ 115 róðrum í janúar. Aflahæsti bát- urinn var Rán meö 94 tonn í 14 róörum. Haförn fékk 90 tonn í 16 róörum. Nokkrir bátar eru að útbúa net sín og stærri bát- amir, síldarskipin, fara senni- lega á netaveiðar innan tíðar. Léleg vertíð hjá Reykjavíkur- og Hafnarfjarðarbátum. Tveir bátar hafa að staöaldri róið meö línu frá Reykjavík í janúar og afli verið tregur, en ekki er kunnugt um heildarafla þeirra. Sex bátar reru frá Hafnar- firöi með línu 1 janúar og auk þess einn með ýsulóð. Afli þeirra hefur verið lélegur, þetta 2 — 3 tonn í róðri. Nokkrir bát- ar eru að byrja netaveiðar frá þessum verstöövum. Hcildarafli Keflavíkurbáta 917 tonn. Heildarafli 20 báta frá Kefla- vík varð 917 tonn í 235 róörum í janúar. Þar af efu 13 stórir línubátar og 5 smáir, sem aðal- lega hafa róið með ýsulóð. Tog- bátar hafa lítið aflað, enda sjaldan komizt á sjó. Aflahæsti báturinn í mánuð- inum er Gísli lóðs, með 94 tonn í 17 róðrum. Sex bátar byrjaðir netaveiðar frá Grindavík. Heildarafli 20 Grindavíkur- báta í mánuöinum varð 450 lest- ir í .32 róðrum. Þar af eru 8 bátar með línu, 6 netabátar, sem byrjuðu seint í mánuðinum og 6 hafa róið með fiskitroll. Þorbjörn er hæstur línubáta með 71 tonn í 14 róðrum. Af línubátum er Hrafn Sveinbjarn- arson II aflahæstur, sem af er með tæp 50 tonn eftir 11 lagnir. Síldveiði enn við Vestmanna- eyjar. Nokkrir Vestmannaeyjabátar eru enn á sildveiðum við Vest- mannaeyjar og aflinn hefur ver- iö dágóður síöustu daga. Huginn ogl ísleifur ku hafa fengið um 100 tonn af síld í fyrrinótt. 15 bátar róa meö línu, sumir nýbyrjaðir. Aflahæstur þeirra er Sæbjörg með 103 tonn í 17 Sonur okkar, GUÐBJARTUR ÓLAFSSON, andaðist í Borgarsjúkrahúsinu fimmtudaginn 2. febr. Dóra Guðbjartsdóttir Ólafur Jóhannesson róörum. — Togbátar hafa lítið getað róið, en nokkrir stærri bátanna eru nú aö búast til neta veiða eins og víöar. og var býlið upphaflega stofnað af Gunnlaugi Ormstungu, gefiö honum af Illuga svarta á Giln- bakka og er bæjarheitiö frá Gunnlaugi komið. rrrrTHT Reykjavíkurmót á skíðum í Skólufelli Skiðamót Reykjavíkur verður haldið á morgun og hefst kl. 11 með keppni í C-flokki og unglinga- flokkum, en kl. 14 hefst keppni í A- og B-flokkum karla og kvenna- flokki. Skráðir eru 70 keppendur í mót- ið, sem er með mesta móti. Flestir koma frá Ármanni 24, en frá ÍR og KR koma 22 keppendur, 2 frá Víking. Keppnin fer fram í Skálafelli, en þar eru aðstæður aliar góðar, en KR-ingar vonuðust eindregið til að fá snjóföl fyrir helgina til að tog- brautin yrði nothæf og vonandi hefur þeim orðið að ósk sinni. Lofftleíðir — Framh. af bls. 16 bankanum. Þarna munu starfa þau Sigríður Gestsdóttir, Gylfi Sigurlinnason og Þórir Björns- son. Aöspurður um þaö hvort Loft leiöir hygðust reisa stórhýsi á þessum staö síðar meir, sagöi Alfreð Elíasson: „Á skipulagi er gert ráð fyrir stórhýsi á þessum stað. Hins vegar höfum viö ekki rætt enn um það mál en sjáum hvað setur“. Loftleiðir ráöa þama yfir 1399 ferm. lóð sem nær að Tryggvagötu. Bofilur — Framhald af bls. 3. aspargus eða humarjafningi og gegna þá hlutverki tartaletta. Hveitibollur með lyftidufti. 250 gr. hveiti 3 tesk. lyftiduft 50 gr. smjörlíki 40 gr. sykur (eða 3 tsk. sykur) 1 egg 1 dl. mjólk. Hveitinu og lyftiduftinu er sáldrað saman og smjörlíkiö mulið í. Sykrinum bætt við með eggi og mjólk. Búnar til bollur og settar á plötuna og smurðar með eggi. Ef vill má fylla bollurnar meö rúsínum, eöa setja í þær sykur, möndlur, og rúsínur eða smáskorin epli. Einnig er hægt að fylla þær með rjóma og sultu eða eggja kremi eftir að búið er aö baka þær. Fylling í bollur 50 gr. smjör 50 gr. sykur 1 tsk. vanilludropar 1 tsk. rifið sítrónuhýði eða pommeranhýði 30 gr. rúsínur 30 gr. kúrenur 30 gr. möndlur 30 gr. súkkat. Smjörið og sykurinn er hrært saman og hinu blandað saman við. Bolludeiginu er vafið utan um eða stungin hola í bollurnar og fyllt. . Bridge — Komum soman — Framh. af bls. 16 koma saman hér f bænum og er allt útlit fyrir aö við munum gera það framvegis árlega. Þetta er eina ráðið til þess aö viö get um komið öll saman og viöhald- ið kynningunni, ég þekki t.d. ekki nú orðið öll systkinabörn mín. Viö höfum. einnig staöið fyr ir skógrækt og höfum komið saman til að rækta skóg á göml um leikstöðvum á holtunum í kringum bæinn heima. í byrjun héldum við kynningunni á þann veg, en nú þegar viö erum orð in svo mörg er það ekki mögu- legt og verðum við aö koma saman í samkomuhúsi, gamli bærinn hýsir ekki allan fjöld- ann. Gunnlaugsstaðir er gamall og rótgróinn bær í Borgarfirðinum Framh. af bls. 5 og spilaði laufaás. Enn kom lauf drepið á kónginn og nú spilaöi norður spaöa. Austur lét lágt, suð- ur drap á kónginn og spilaði laufa drottningu. Austur trompaöi en varð að gefa norðri síöasta slaginn á spaðadrottninguna. Það var hart fyrir austur aö fá ekki nema átta slagi á spilin, en vö.m n-s var ná- kvæm, þótt auövelt væri aö mis- stfga sig. Viö hitt borðiö var lokasamn- ingurinn sá sami, en norðri hafði tekizt aö skjóta inn í spaðasögn. Suður kom því út með spaðakóng og eftir þaö varö samningurinn von laus. Auglýsið í Vísi Vörður — éðinn — Hvöt — Heimdullur SPILAKVÖLD halda Sjálfstæðisf^lögin í Reykjavík þriðjudaginn 7. febr. kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu. Skemmtiatriði 1. Félagsvist. 2. Ávarp: Frú Geirþrúður Hildur Bernhöft. 3. Spilaverðlaun afhent. 4. Dregið í happdrættinu. 5. Kvikmyndasýning: „Alaska.“ Sætamiðar afhentir á skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins á venjulegur skrifstofutíma. Glæsileg spilaverðlaun og happdrættisvinningar. Skemmtinefndin. BELLA „Hvort ég sé farin að nota ró- andi pillur ? Nei, en bómull í eyr- un“. FUNDAHÖLD Ásprestakall. Aöalfundur kven- félags Ásprestakalls verður hald- inn í safnaðarheimilinu Sólheim- um 13, mánudagskvöldið kl. 8.30. Að loknum aðalfundarstörfum verður kvikmyndasýning. Stjomin. Æskulýðsfélag Bústaðasóknar, eldri deild. Fundur á mánudags- kvöld kl. 8. 30. Stjómin. VISIR 5(71 Jyrir arum Vestm.eyjum 2. feb. Mislingar eru nú komnir svo að segja í hvert einasta hús hér í Eyjum. Veikir eru nú sjálfsagt 3 —400 manns. 16 böm em veik í einu og sama húsi. Fiskinum hefir verið rnokað upp hér þrjá síðustu dagana, síð- an austanrokið lægði, og hefir líklega aldrei komið hér á land jafnmikill fiskur á einum degi og í gær. Títlit fyrir að gæftir verði næstu daga. 4. feb. 1917. TILKYNNINGAR Húsmæðrafélag Reykjavíkur. Afmælisfagnaðurinn verður haldinn í Þjóöleikhúskjallaranum á miðvikud. 8. feb. kl. 7. Sameig- inlegt borðhald, ræður, söngur og fleira. Aögöngumiöar afhentir í fé lagsheimilinu að Hallveigarstöð- um við Túngötu laugardaginn 4. febrúar kl. 2 — 5. Ef kaldur gustur um gluggann ' fiæöir, og grenjandi rigning á honum mæðir, flestir í gremju gluggann flýja, í grennd viö hann er ei nokkur hlýja. En þetta er oftást unnt að laga, svo ei það verði lengur.til baga. Þið símið þá beint í sérfræðing, hann sjá mun um rétta lagfæring. Sími: 34-1-44, helzt aö kvöldi. im

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.