Vísir - 04.02.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 04.02.1967, Blaðsíða 7
V1 S IR . Laugardagur 4. febrúar 1967, Athvarfið Alvarlegasti tími kirkjuársins — fastan er að byrja. Vér fylgj- um Jesú á krossferli hans. Hann ber byrði svo þunga, að enginn hefur aðra borið slíka. Öll sál- arheill og velferð kynslóðanna hvílir á herðum hans — liggur honum þungt á hjarta. Ef við gætum fundið allan þann straum friðar og blessunar, sem frá honum streymir, sem ber heimsins synd, þá mundum við krjúpa í djúpri lotning viö fót- skör hans. — Til hafa þeir ver- ið á öllum tímum kristninnar — og þá ekki sízt á okkar gagnrýni — og rannsóknaröld — sem standa efagjarnir og spyrjandi frammi fyrir Jesú — guðslamb- inu, sem ber synd heimsins. Mönnunum finnst það fjarri sanni að einn líði £ stað fjöldans. Hver verði að bera sína byrði, i H i mmt%, m&i Hugvekja Kirkjusíðunnar um þessa helgi, sem er sunnudag- urinn í föstuinngangi, er eftir sr. Jósef Jónsson fyrrum pró- fast á Setbergi í Eyrarsveit. Það brauð hélt sr. Jósef 1 35 ár (1919-54) og sat hið fríða prest setur, Setberg, með mikilli prýði ásamt konu sinni frú Hólmfríði Halldórsdóttur ýr Reykjavík. Hún var organist'i i Setbergs- kirkju allan þann tfma, sem þau hjón dvöldust í Eyrarsveit. — Tvo áratugi var sr. Jósef pró- fastur Snæfellinga. Hann er Húnvetningur að ætt, f. á Öxl í Þingi 1888, stúdent 1912, cand. theol 1915 og settur prestur til Barðs í Fljótum sama vor. Síð »r var hann aðstoðarprestur á Sauðanesi og sóknarprestur í Staðarhólsþingum um tíma, áð- ur en hann flultist á Snæfells- nes. afplána sína sekt — annað sé í bága við réttlæti Guðs. Vig þekkjum þessar mótbárur — margir úr okkar eigin lífi. En við nánari athugun þurfum við ekki að undrast þetta. Er ekki eitt grundvallaratriði tilverunnar einmitt það, að einn líði fyrir annan? Rannsókrlir vísindanna í heimi efnis og anda sýna okkur hve órjúfanlegt samband er milli allra lifandi vera. Líf hvers ein- staklings er svo mjög komið und- ir lífi, starfi og fómum annarra. Og á sama hátt hvílir menning og framfarir okkar tíma á starfi og stríði, þjáningum og fórnum liöinna kynslóða. Þannig er þetta og á sviði trú- arbragðanna. Kristindómurinn væri ekki til, hefðu ekki rætur hans vökvazt blóði lausnarans og píslarvottanna. Þaö blóð rann vegna mín og þín. Viö höfum eignast hlutdeild í dýrð kristin- dómsins vegna þjáninga og fóma annarra. Nú finnst okkur eðlilegt að hver maöur eigi frelsi í trú- arefnum. En hversu mikið kost- aði það frelsi Martein Luther? Enginn er fær um að meta það og vega. Sagan, rejmsla kynslóð anna, kennir okkur, að einn þjá- igt í annars stað, verður að fórna sér fyrir annan. En — er þá líka mögulegt að einn geti.borið annars synd og sekt? Já, hversu mörg móðir hefur ekki gert þaö fyrir barnið sitt. Það hefur leiðzt afvega, sokkið í djúp spillingar og lasta. Móðurhjartanu svíður. Hún ber synd og smán bamsins síns. Hún er eitt með því. Neyð þess er hennar neyð í heitum móöurkærleika. Ekkert lætur hún ógert til aö bjarga því. Kærleik- urinn leggur sig allan fram. Sönn elska er ávallt eitt með þeim sem hún beinist að. 1 lífi og dauða Drottins vors Jesú Krists sjáum við þennan kærleika á hæsta stigi, fórnina í hennar fegurstu mynd. Synd og sekt mannanna hvilir á honum. Hann líður sálarkvalir vegna bræöra sjnna og systra. Eitt augnablik finnst honum þungi þeirra um megn og hann hrópar í hæstri neyð: Guö minn, Guð minn! Hvf hefur þú yfirgefið mig. En efinn hverfur, sigurinn vinnst. Hánn biöur fyrir óvinum sínum, syndugum mönnum, sem meg iðr un sinni eignast í faðmi hans frið og fyrirgefningu. Nú kann einhver að spyrja: Var ekki ranglátt að einn skyldi þann ig líða fyrir alla? Gleymum ekki hver Jesús var. Guð birtist mönn unum í syni sínum Jesú Kristi. í honum sló föðurhjarta Guös. Þegar Jesús líður, er Guö sjálfur að líða, því að hann og faðirinn eru eitt. Skynsemi okkar fær að vísu ekki gert sér grein fyrir þessu, en hitt er víst, að hug- ur vor og hjarta finna hvergi frið nema í þeirri trú á guðleg- an kærleika, sem líður og þjáist með öllum börnum sfnum á jörð- inni. Þjáning Jesú og kross var ekki það sem Guð lagði á hann til þess að fullnægja réttlæti sínu, heldur var það kærleikurinn sem knúöi hann til að taka á sig ok syndar og ávirðinga bræðra sinna og systra. Hann þína tötra tók á sig að tign Ghðs dýrðar skrýði þig. .-azúi . Úr Grundarfirði, Krossfestur og upprisinn er Jesús h'fgjafi vor mannanna, frelsari frá synd og dauða. Þess vegna hafa þúsundirnar kropið við krossins tré og leitað þar skjóls f stormum og hretviðrum lífsins. Þess vegna eru þeir ó- teljandi, sem hver á sfnu máli hafa tekið undir þessi orð Hall- gríms: Athvarf mitt jafnan er til sanns Undir purpurakápu hans, þar hyl ég misgjörð mína. Kæri lesandi! Hefur þú horft á Guðslambið sem ber synd heimsins? Lát þér ekki nægja frásögn eða reynslu annarra. Nem staöar frammi fyrir krossi Krists. Kom ekki þangaö meö' stærilæti og hroka, heldur auðmjúkur og beyg þig niður að fótskör frelsarans. Þú sérð ekki dýrð hins krossfesta nema þú horfir á hann í helgri lotningu. Læröu að beygja holdsins og hjartans kné. Þá sérðu meö innri augum þínum, að Iff hans, kross- dauði hans og upprisa er vegna mfn og þfn. Hann hefur borið mína og þfna synd af óumræðileg um kærleika. Takmörkuð skyn- semi vor mannanna skilur ekki þessi háleitu sannindi, en einlægt hjarta syndugs manns hefur á- vallt fundið þaö og glaözt yfir því f samfélagi viö drottinn sinn og frelsara. Sjáið Guöslambiö, sem ber synd heimsins. Þetta er boðskap- ur föstunnar. Þetta er, ásamt upprisunni kjarni kristinnar trú ar, hjartablað kristnidómsins. Kæri lesandi! Hugsaöu um þennan boöskap nú á föstunni. Lestu pfslarsöguna og Passíusálmana. Þar eru trúar- sannindin túlkuð. Þeear þú lest þessi rit með leitandi huga og auðmýkt hjartans, þá munt I«i reyna hiö sama og trúarskáldið: að hjartað nýjan fögnuð fær. Krisfur lifir Vor kynslóð stendur enn við opna gröf og enn sem fyr enn leiðsögn yfir harmsins trylltu höf hún hrædd og fáráð spyr. En ofar dauða og kvöl rís krossinn enn, sem'Kristur ber. Og sjá, hann knýr og kallar alla menn að koma og fylgja sér. Því Kristur lifir. Angist hans og ást fer alla tíð með frið og mildi hvar sem heiraslán brást og háð er banastríð. Og megi kirkjan koma og lýsa þeim að krossi hans sem þrá að líkna og leiða þjáða heim að lindum kærleikans. (T.G.: Úr hátíðaljóðum). Óskir Ingibjargar á Tjörnum Árin 1845-88 bjuggu þau Margrét Jónsdóttir og Páll Steinsson á Tjömum í Eyjafirði. Þau vom foreldrar Pálma yfirkennara Menntaskólans í Reykjavík. — Fimmta og yngsta barn þcirra Tjamarhjóna var Ingibjörg, f. 24. ágúst 1863. Hún var prýðisvel gefin andlega, en ekki að sama skapi tápmikil. Eins og hin syst- kinin, var hún glaðsinna, en aldrei gázkafull. Hú var yndi allra heimatnanna sakir háttprýði og vakandi nærgætní við aöra. Þegar hún var fermd, „sat hún fyrir“ fermingarbörnunum. Þótti henni það miður, því hún óttaðist aö litið yrði á það sem hér væri farið í manngreinaálit. En presturinn réði röðuninni.— Tveim ámm eftir ferminguna veiktist hún af berkium og andaðist 4. jan. 1880, aðeins rúmlega 16 ára. Þegar hún lá banaleguna og séð varð að hverju stefndi, tók hún því æðrulaust. meö fullkominni rósemi eins og fullþroskuð kona. Hún bað foreldra sína, að sér látinni, að gefa tíu fátækum konum í Hólasókn, er hún tiltók, sínar tiu krónumar hverri i peningum. Ennfremur gerði hún þá ráðstöfun, að öllum ferm- ingarsystkinum sínum væri boðiö til erfisins, er hún værl jörð- uð. Loks bað hún móður sína að signa sig, er hún væri að deyja. (Heima er bezt.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.