Vísir - 04.02.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 04.02.1967, Blaðsíða 2
I V í SIR . Laugardagur 4. febrúar 1967. Danska liðiö viö komuna til landsins i gær. REYKJA VÍK Á í HÖGGI VIÐ SEX AF SILFURMÖNNUM DANÁ Reykjavík og Kaup- mannahöfn munu kljást á handknattleiksvelli í dag í Laugardal. Þá mun íslenzkum áhugamönn- um gefast kostur á að sjá 6 af dönsku silfur- mönnunum í leik. Einn leikmanna Kaupmanna hafnarúrvalsins forfall- aðist á síðustu stundu, Bent Jörgensen frá Stad ion — fékk ekki frí úr herþjónustu, en í hans stað kom Per Krustrup frá MK31. Danska liöig er að öðru leyti þannig skipað: Arno Norsek, HG, og Steen Sörensen, IK25, eru markverðir. Jörgen Frand- sen, Stadion, Verner Gaard, HG, Gert Andersen, HG, Per Claus Jörgensen, Ajax, Kurt Christensen, Ajax, Max Nielsen, MK 31, Per Krustrup, MK31, Gunnar JUrgens, HG, Börge Thomsen, HG og Arne Ander- sen, Efterslægten. í dag fer fram' aöalleikurinn, leikurinn við ' Reykjavfkurliöið, en á morgun stendur slagurinn milli Kaupmannahafnar og reykvísku meistaranna Fram, en á þriðjudag munu dönsku gest- imir snúa heim á leið, en hing- að komu þeir í fyrrakvöld. Eins og sjá má hefur lið Kaupmannahafnar verið valið með HG sem uppistöðu, enda er það lið eitt af leiðandi liðum í dönskum handknattleik og hefur verið mörg undanfarin ár. Reykjavíkurliðið verður skip- að mörgum snjöllum leikmönn- um: Þorsteinn Björnsson, Fram, og Einar Hákonarson, Víking; Sigurður Einarsson, Gunnlaug- ur Hjálmarsson og Guðjón Jóns son allir úr Fram, Jón Hjaltalín Magnússon og Einar Magnússon úr Víking, Hermann Gunnars son, Stefán Jónsson og Ágúst Ögmundsson allir úr Val og Karl Jóhannsson úr KR. Loks + Loks sigraði KR í sund- knattleik! if Eftir þessu hafði verið beðið f 23 ár, — og loksins eftir mikla þrautseigju, sem oft vill einkenna KR-inga, hafðist það af að sigra. Og nú á ekki að láta staðar numið, heldur halda áfram, það eiga ekki að líða önnur 23 ár þangað til næsti sigur vinnst. ic Þessi mynd af KR-liðinu var tekin í Sundhöllinni í fyrra- kvöld. Lengst til hægri er for- maður KR, Einar Sæmundsson, sem var einn þeirra, sem var með í að sigra Ármann fyrir 23 árum, en lengst til vinstri er Þorsteinn Hjálmarsson, sem ný- lega tók við þjálfun KR-liðsins, en um mörg undanfarin ár hef- ur hann séð um þjálfun Ár- menninga, sem svo lengi hafa verið sigursælir. Borgakeppni í handknattleik í dag kl. 17 Reykjavík — Kaupmannahöfn. Dómari: Hannes Þ. Sigurðsson. Forleikur: Unglingalandslið karla A og B. Verð miða kr. 125 og kr. 50 fyrir börn. HKRR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.