Vísir - 22.02.1967, Blaðsíða 7
V1SIR. Miðvikudagur 22. febrúar 1967.
7
morgun
útlönd í morgun
útlönd í raorgun
útlönd í morgun
útlönd
Formósustjórn eflir leynistarfsemi
stna á meginlandi Kína
Kveðst koma
hjálpar, er
Forsætisráðherra þjóðernissinna-
stjómarfnnar á Formósu, C.K. Yen
sagöi í ræðu í gær, að þjóðemis-
sinnar efldu nú sem mest þeir gætu
leynistarfsemi sfna á meginlandi
Kína, þar sem stjómarvöldin hefðu
leitt hörmungarástand yfir 700
milljónir manna.
fólkinu þar til
kallið komi
Yen kvað skort vera oröinn áber
andi meöal fólksins, sem byggi við
öngþveiti og ógnir. Þegar hin raun
verulega bylting hefst verðum vér
aö vera reiðubúnir aö sinna kallinu
sem okkur mun berast og koma
fólkinu til hjálpar og losa þaö und
an oki kommúnismans.
NÝKOMIÐ
Sæborg loft- og veggpanell, lakkaður.
Hagstætt ve’rð.
BIRGIR ÁRNASON, heildverzlun,
Hallveigarstíg 10, sími 14850.
Glæsilegar innihurðir
nýkomnar í gullálmi og eik. — Verð aðeins
kl. 3195, complett.
BIRGIR ÁRNASON, heildverzlun,
Hallveigarstíg 10, síim 14850.
Vélstjóra — hásesta
2. vélstjóra eða ma*m vanaai
seta vantar strax á netabát ftá
Góð kjör fyrir vanan mann.
síma 13708 eða í Ráðningarstofu
l
E
ÖDÝRT - GOTT
Sjónvarpsloftnet
Önnumst uppsetningu sjónvarpsloftneta. Seljum einn-
ig allt efni bæði fyrir Reykjavíkur- og Keflavíkurstöð-
ina. - Nánari upplýsingar í síma 52061 eftir kl. 7 á
kvöldin og um helgar.
Hann lagði mikla áherzlu á nauð
syn skjótrar hjálpar, er þar aö
kæmi.
í KÍNA ER HVATT TIL VARNA
LANDAMÆRANNA.
Tokyo-fréttir í morgun herma, að
útvarpið í Peking hafi hvatt verka
menn í landamærahéruðunum að
búa sig undir aö taka þátt í vöm-
um landamæranna, — hvatti þá til
þess að starfa með „haka i ann-
arri hendi og sverö í hinni.“ Var
þessu sérstaklega beint til verka-
manna í Kiang, Innri-Mongoliu og
Tiber. í ávarpinu var sagt, aö íhalds
öfl innan og utan Kína ynnu að því
að koma menningarbyltingunni fyr-
ir kattarnef.
Frönsk flugvél í hœttu
yfir Atlantshafi
Frönsk flugvél af Superqueen-
gerð (tveggja hreyfla) var I mikilli
hættu f gær á leiö frá Gander á
Nýfundnalandi til Shannon i Eire.
I hálfa klukkustund reyndu flug
mennimir að hækka hana á flug-
inu en þá var flogið aðeins í þriggja
metra hæð yfir öldunum og bjugg-
ust þeir við að verða að nauðlenda
á hafinu þá og þegar, en þá var
sem kraftaverk geröist og annar af
tveimur hreyflum flugvélarinnar er
drepið hafði á sér tók við sér og
gátu flugmennirnir þá hækkað vél
ina á ný.
Flugið var farið í erindutn
frönsku Henessy-fjölskyldunnar. Yf
ir miðju Atlantshafi í 5700 metra
hæð var flogið inn í stormský —
annar hreyfillinn drap á sér og
ísing þyngdi flugvélina. — Lent
var í Shannon hálfri klukkustund
eftir áætlun og haldiö áfram til
Parísar í dag.
Frjólslegri ferðalög
sovétborgara — til
kontmúaistalaada
í frétt frá Moskvu í gær seglr,
að afnumdar veröi reglur um véga-
bréfsáritanir sovézkra skemmti-
ferðamanna, sem ferðast til Aust-
ur-EvrópuIanda, að undanteknum
Albaniu og Júgóslavíu.
Þetta er haft eftir forstöðumanni
INTOURIST (ferðaskrifstofu ríkis
ins) í gær. Geta sovézkir ferða-
menn því nú í fyrsta sinn ferðazt
til eftirtalinna landa án vegabréfs
áritana: Búlgaríu, Ungverjalands,
Austur-Þýzkalands, Póllands, Rúm
eniu og Tékkóslóvakíu, en áritun-
arskyldan gildir áfram til annarra
Evrópulanda.
Iðalúaasjódur býð-
ur út sérskuldabréf
Stjórn Iðnlánasjóðs hefur ákveð-
ið að bjóða út sérskuldabréfalán að
upphæð 24.5 milljónir króna.
Bréfin verða skattfrjáls með 10%
vöxtum. Eiga þau að endwgreíðast
á 7 árum, 1968—1974. GjaMdagi
útdreginna bréfa verður 1. roaí ár
•hvert. Saða bréfanna hefst á roorg-
«n t MoaöariJanka fslands I Reykja
vík og útíbúum hans í Reykjavík,
líafnarfirði og á Akureyri. Bréfin
verða iþrem flokkwn A-flokki sem
verðar 70 bréf að upphæð 100 þús.
hwert, B-Qokki sem verður 140
a(ð fjárbæð 50 þús. hvert, og
yetítet 2»00 bréf að f jár-
kcóour hvert.
Enn deilt um kostnað-
inn við Rínarherinn
Myndin er af þeim Harold Wil-
son, forsætisráðherra Bretlands og
dr. Kiesinger og var myndin tekin
f Bonn á dögunum er Wilson og
Brown voru þar tll viðræðna. —
Nfi eru að byrja viðræður um kostn
aðinn við Rínarhcrinn brezka í
London, en stjóm Erhards lofaði sl.
haust að kaupa hergögn f Bret-
landi fyrir 31 millj. stpd. tíl þess
aö bæta Bretum upp gjaldeyristap
þeirra vegna Rfnarherslns, en svo
kom Franz Josef Strauss fjármála-
ráðherra Vestur-Þýzkalands fram á
sjónarsviðið og sagði að ekki væri
tíi eyrir til hergagnakaupa I Bret-
landi og Bandaríkjunum. — Wilson
sagðl á þingi í gær, að ekkert hefði
verið minnzt á það, er hann var í
Bonn, að afturkalla þetta tilboð —
og hann hefði ekkert heyrt frá
Bonn um það sfðan. Hann kvað af-
'stöðu brezku stjórnarinnar ó-
breytta, kveðja yrðl heim hluta
hersins, nema Bretar fengju kostn-
aðinn greiddan.
Rapacki u tanríkisráð herra Pól-
lands í viku heimsókn á Bretlandi
Adam Rapackí, utanrikisráöherra
Póllands kom í gær til London í
viku opinbera heimsókn.
Hann ræðir ýmis alþjóða vanda
mál við brezka ráðherra svo sem
um styrjöldina í Vietnam, öryggis-
mál Evrópu, afvopnun og verzlun-
ar- og viðskiptamál.
George Brown utanríkisráðherra
bauð Rapacki velkominn við kom-
una. Viðræðumar munu hefjast í
dag og mun framar öðru verða haft
í huga hvað gera megi til þess að
draga úr þenslu I skiptum þjóöa
milli í Evrópu.
Brezkir stjómmálamenn búast
ekki við að Rapacki leggi fram nein
ar nýjar tillögur varðandi Vietnam
styrjöldina eöa um afvopnun, en lík
legt er að samkomulag verði gert
um aukin viðskipti milli Póllands
og Bretlands og aukið tækni- og
menningarlegt samstarf.