Vísir - 22.02.1967, Qupperneq 12
V1 SIR . Míðvíkudagur 22. febrúar 1967.
T2
Kvikmyndasaga
eftir Eric Amhler
20
Ég heyrði að hann átti tal við
einhvern, sem hjá honum stóð, en
svo lagði hann hönd yfir tal-
nemann, og ég heyrði ekki orðaskil.
Ég beið í símanum. Það leið
nokkurt andartak, en svo tók hann
aftur til máls. „Ég kem til fundar
við yður. Bíðið í herbergi yðar,
þangað til.“ Og án þess að blða eft
ir svari lagði hann á.
Ég kærði mig ekkert um að eiga
tal við náungann f herbergi mínu.
Fór því með lyftunni upp í anddyr-
ið, og sagði afgreiðslumanninum að
ég yrði úti á veröndinni ef eftir
mér væri spurt. Úti á veröndinni
var þröngt setinn bekkurinn af
hótelgestum, en lokst tókst mér þó
að finna autt borð, þar sem ég
tók mér sæti og bað um hressingu.
Mér hafði einhverra hluta vegna
ekki geðjazt að rödd náungans f
símanum, svo að ég kaus ekki aQ_
ræða við hann einslega.
Ég sagði yfirþjóninum þama
nafn mitt og að um það bil tuttugu
mfnútum liönum, sá ég hvar hann
vísaði til mín stórum, skvapholdai
manni með uppmjóan, nauðasköll-
óttan koll og stór, útstæð eyru. I
Hann kom til mín. Hann var klædd
ur brúnröndóttri sportskyrtu. Efri
vörin var framstæð og munnvikin
slapandi.
„Simpson?"
„Já.“
Hann tók sér sæti viö borðið,
gegnt mér. Dökkbrún augu, ein
gulltönn vinstra megin í neðri góm
gullbaugur meö onyxsteini á litla
fingri vinstri handar. Ég lagði mér
útlit hans vandlega á minni.
„Hver eruð þér?“ spurði ég.
„Fischer heiti ég“.
„Má bjóða yður glas, herra Fisch
er?"
„Nei. Ég ætla einungis að leið-
rétta þennan misskiíning í sam-
bandi við bíl ungfrú Lipp.“
„Það er ekki um að ræða neinn
misskilning af minni hálfu, herra
Fischer," svaraði ég. „Fyrirmæli
hr. Harpers voru mjög skilmerki-
leg.“
„Þér áttuö að bíða hér á hótelinu
eftir nánari fyrirmælum," hreytti
hann út úr sér. „Þér hafið ekki
farið eftir þeim.“
Ég setti upp virðulegan afsök-
unarsvip. „Ég efast alls ekki um
■— llll1 ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harðplasti: Format innréttingar bjóða upp á annaS hundroS tegundir skópa og litaúr- val. Allir skópar meS baki og borSplata sér- smíSuS. EldhúsiS fæst meS hljóSeinangruS- um stólvaski og raftækjum af vönduSustu gerS. - SendiS eSa komið meS mól af eldhús- inu og viS skjpuleggjum eldhúsiS samstundis og gerum ySur fast verStilboð. Ótrúlegn hag- stætt verS. MuniS að söluskattur er innifalinn í tilboSum fra Hús & Skip hf. Njótið hag- stæSra greiSsluskilmóla og /Clc—— — lækkið byggingakostnaSinn. SSeafKÍe ki
HÚS & SKIP jhf.- lAssAviai n * >iui sisia
að þér hafið fyllsta rétt til að gefa
slfk fyrirmæli, herra Fischer. Það
er ekki það. En að sjálfsögöu reikn
aði ég með því, að hr. Harper yrði
hér sjálfur til staðar og veitti bíln-
um viðtöku, eöa þá einhver, sem
hefði umboð, skrifað af honum.
Þetta er ákaflega verðmætur bíll,
og •..“
„Já, ég veit það,“ greip hann
hranalega fram í fyrir mér. „Ég
skil það. Meinið er, að herra Harp
er tafðist og kemur því ekki fyrr
en annað kvöld, en ungfrú Lipp
vill fá bílinn tafarlaust."
„Það er leitt.“
Hann hallaði sér fram á borðið
og ég fann angan af rakvatni hans
„Herra Harper mundi ekki falla
það vel, ef ungfrú Lipp yrði að
gera sér það ómak að koma hing
að til Istanbul til að sækja bílinn.“
„Mér skildist að ungfrú Lipp væri
í Istanbul."
„Hún býr fyrir utan borgina,"
hreytti hann út úr sér. „Og nú skul
um við ekki vera að þjarka um
þetta lengur. Við förum og náum
í bílinn tafarlaust."
„Þér hafið vitanlega skrifaða
heimild frá hr. Harper?"
„Ég hef umboð frá hr. Harper"
„Má ég líta á það?"
„Þess gerist ekki þörf."
„Ég er hræddur um að það sé
mitt að skera úr um það.“
Hann hallaði sér aftur á bak í
sætinu. Dró djúpt andann. „Ég
veiti yöur enn eitt tækifæri...“
sagði hann eftir nokkra þögn. „Ann
að hvort afhendið þér bílinn um-
yrðalaust, eða ráðstafanir veröa
gerðar til að þröngva yður til þess“
Um leið og hann sagði orðið
„þröngva", rak hann hægri hönd
ina af ásettu ráði í glas mitt svo
að vínið úr því skvettist í keltu
mér.
í sömu andrá gerðist eitthvað hið
innra með mér. Að vísu hafði ég
brotið heilann um það síðasta sól-
arhringinn, hvernig ég ætti að haga
mér í þessu máli. En það var ekki
það. Mér varð allt í einu ljóst, að
alla ævi hafði ég átt í vök að verj
ast gagnvart fólki sem vildi
þrcúigva mér til einhvers, og alltaf
hafði því tekizt það, vegna þess
að það hafði töglin og hagldirnar.
Og samtímis þessu varð mér Ijóst
að nú brá svo óvenjulega vel við
að það var ég sem hafði töglin og
hagldimar.
Ég rétti glasið við þurrkaði af
buxunum mínum með vasaklútnum
Hann horfði einbeitnislega á mig,
rétt eins og hnefaleikari, sem bíð-
ur þess að andstæðingurinn brölti
á fætur eftir rothögg, reiðubúinn
að greiða honum annað, sem riði
honum að fullu.
Ég fór mér ekki óðslega að
neinu. Kallaði á þjóninn. „Hvert
ber þessum herra aö snúa sér, ef
hann vill tilkynna lögreglunni, aö
bíllinn hans sé horfinn?"
„Það er lögreglustöð við Taxim-;
torg, herra minn.“
„Þakka yður fyrir upplýsingam
ar. Það skvettist úr glasinu mfnu
Gerið svo vel og þurrka borðið og
færa mér annað glas.“
Ég leit til herra Fischers yfir
borðið á meðan þjónninn þerraði
upp víniö. „Við getum orðið sam-
ferða þangað," sagði ég. „Ef þér
viljið heldur, get ég líka farið
þangað einn og reifað málið við þá
Ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir þvi
að lögreglan vilji líka hafa tal af
yður. Hvar veröur yður að finna?“
Þjónninn hafði lokið við að
þurrka af borðinu og brá sér frá.
Fischer staröi á mig. Spyrjandi og
óviss.
„Hvað eruð þér eiginlega að
fara?“ spurði hann. „Hver hefur
minnzt á lögregluna ...“
„Þér voruð að tala um að
þröngva mér til að láta bílinn af
hendi. Lögreglan ein gæti þröngv
að mér til þess.“ Ég gerði stutta
þögn. „Nema þér hafið einhverja
aðra aðferð í huga til að þröngva
mér til þess. Og þá væri lika ef-
laust vissast fyrir mig að snúa
mér til lögreglunttar.
Hann vissi ekki hverju hann átti
helzt að svara. Starði á mig. Það
var með naumindum að ég gat var
izt brosi. Það var augljóst að hann
vissi hvað falið var í bílnum. Og
að hann vildi sízt af öllu, að lög-
reglunni yrði blandað nokkuð í mál
ið. Og nú varð hann að koma í veg
fyrir að ég sneri mér til hennar.
„Þess gerist ekki þörf," mælti
hann eftir langa þögn.
„Ég er ekki svo viss um það ..."
Þjónninn færði mér annað glas
og ég kinkaði kolli til herra Fisch-
ers. „Þessi herra ætlar að borga“
sagði ég.
Fischer hikaði við, fleygði síðan
nokkrum smápeningum á borðið
og reis á fætur, Gerði það sem hon
um var unnt til að bjarga sér úr
klípunni, með því að látast vera
móðgaður.
„Gott og vel,“ sagði hann þyrrk
ingslega. „Við verðum þá að bíða
þangað til hr. Harper kemur. Það
er alger óþarfi og ég læt ekki hjá
líða að skýra honum frá þver-
móðsku yðar. Það er áreiðanlegt,
að hann ræðu yður ekki aftur í
þjónustu sfna.“
Og þá þurfti ég auðvitað að
ganga of langt. „Ég* geri heldur
ekki ráð fyrir að hann kæri sig
um þjónustu yðar, þegar hann
kemst að raun um hve ógætinn
þér getið verið."
Hann hleypti brúnum. „Hvað hef
ur hr. Harper sagt yður um mig?“
„Það var ekki fyrr en I kvöld,
að ég vissi að þér væruð til“, varð
mér að orði,
Hann snerist á hæli og hvaif á
brott án þess að svara.
Ég lauk úr glasinu og hugleiddi
hvemig' ég ætti að haga mér það
sem eftir var kvöldsins. Ráðlegast
mundi vitanlega að snæöa kvöld-
verð á hótelinu. Auk þess sem mat-
urinn mundi þá verða settur á
reikninginn, sem herra Harper
greiddi, þá var ég ekki sérlega ginn-
keyptur fyrir að fara út. Fischer
virtist að vísu sætta sig við orðinn
hlut — en það var ekki að vita
nema hann breytti um afstööu
samt, og ákvæði að láta hart mæta
hörðu. Að vísu mundu menn Tuf-
ans hafa gætur á mér. en ég vissi
ekki, hver fyrirmæli þeim höfðu
verið gefin. Tæki einhver upp á
því að misþyrma mér var mér
lítill akkur í því að vita þá í nám-
unda við mig og skrifa sér til
TERRIBLE KRONA
HAVING DEPARTED BEYOND
THE WALLS OF OPAR,
TARZAN HASTENS TO
FOLLOW...
...BUTAT TH6 MOMENT
THE IMPORTANT THING
IS THE VANQUISHING OF
OUR ENEMV-AND I PONT
RARE LET HIM OUT OF .
SIGHT/. — f
T'M SURE LA WILL EASE JANE'S
MIND BY EXPLAINING WHAT IS
HAPPENING... THE REST IS UP TO
MUVIRO, THE WAZIRIS AND ME /
Tarzan hraðar för sirmi út fyrir múra Op
arborgar, á hæla Krona. ,J\lig langaöi til
að hughreysta Jane...
en í augnablikinu er það þýöingarmeira
5 missa ekki sjónar af óvininum."
„Ég er viss um aö La útskýrir fyrir Jane
hvernig í öllu liggur. Afganginn munum við
Muviro og Wasirimenn sjá um.“
minnis lýsingu á atburðunum.
Það var því vissast að halda sig
innan dyra. Símtalið klukkan tíu
var erfiðasta vandamálið í því sam
bandi. Ég hafði þegar tekiö eftir
því, aö almenningssímamir 1 and-
dyrinu voru tengdir skiptiborðinu.
Ég varð því að tefla á þá hættu
að skreppa út til að hringja. Nema
þá að ég frestaði símtalinu til morg
uns, klukkan átta. Sá var þó hæng
ur á því, að þá hlaut ég að færa
fram einhverja gilda ástæðu fyrir
því við Tufan, og ég vildi Ogjarna
verða -3 viðurkenna það fyrir hon-
um, að ég væri hræddur við þenn
an Fischer. Buxurnar mínar voru
enn rakar þar sem hann hafði
Fljót hreinsun
Nýjar vélar
Nýr hreinsilögur
sem reynist frábærlega vel.
Hreinsum og pressum
allan fatnað á 45 mínútum.
Efnalaugin LINDIN,
Skúlagötu 51.
Heilsuvernd
Siðasta námskeið vetrarins í
tauga- og vöðvaslökun og
öndunaræfingum, fyrir kon-1
ur og karla, hefst miðvikud.
1. marz. Uppl. í síma 12240.
Vignir Andrésson.
SPARifl TlMA
06 FYMRHOfN
RAUÐARARSTfG 31 SfMI 22022
LJOSA-
STILLINGAR
Fél. ísl. bifreiðaeigenda.
starfrækir að Suðurlandsbraut
10 ljósastillingarstöð og er hún
opin frá kl. 8—19 daglega nema
laugardaga og sunnudaga. —
Sími 31100.
Fél. ísl. bifreiðaeigenda.
VETR-
ARÞJÓN.
USTA
Fél. ísl. bifreiðaeigenda.
starfrækir vetrarþjónustu með
kranabifreiðum og jeppabifreið-
um fyrir félagsmenn sína. —
Þjónustusímar eru 31100 og
33614. — Gufunesradíó simi
22384, mun jafnframt aðstoöa
við að koma skilaboðum til
bjónustunnar
Fél. ísl. bifreiðaeigenda.
Bt.i