Vísir - 22.02.1967, Blaðsíða 8
V I S 1 R . Miðvikudagur 22. febrúar 1967.
VÍSIR
(Jtgefandi: BlaOaútgáfan VlSOt
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
ASstoðarrltstjórl: Axel Thorstelnson
Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Clfarsson.
Auglýsingan Þingboltsstræti 1, slmar 16610 og 15099
AfgreiOsla: TúngOtu 7
Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 Unur)
Askriftargjaid kr. 100.00 á mánuOi innanlands.
I lausasOlu kr. 7,00 eintakiO
PrentsmiOja Visls — Edda hJ.
Bretar óttast
nýtt Korigó-
eða Kýpurástand
í Aden
Frumkvæði æskunnar
yandamál unglinganna er hinum fullorðnu stöðugt
áhyggju- og umræðuefni, Hér í blaðinu var fyrir
skömmu rætt við ýmsa menn um brek æskunnar og
kom þar fram athyglisverð athugasemd frá formanni
Æskulýðsráðs. Hann sagði, að erfitt væri að fá ungl-
inga til að hafa frumkvæði, — helzt yrði að undirbúa
skemmti- og tómstundastarfið fyrir þá. Hér er drepið
á atriði, sem er líklega mjög drjúgur þáttur í vandamál
um unglinganna. Skortur á frumkvæði er nefnilega
eitt af einkennum nútímans. Sem dæmi má nefna, að
menn verja tómstundum sínum á æ óvirkari hátt.
Menn horfa á kvikmyndir og sjónvarp, horfa á at-
burði, lesa um þá, en taka síður þátt í skapandi tóm-
stundastarfi. Það er almennt vandamál, að mikill
fjöldi nútímamanna gerist æ óvirkari þátttakandi í
mannlífinu.
Hvað snertir unglingana, kemur frumkvæðisleysið
einkum fram í vangetu til að verja tómstundum sínum
og er sjoppuhangsið skýrt dæmi um þetta ástand.
Brezki landstjórinn í Aden er-
kominn til London til viOræOna viO
stjórnina um örygglsmál.
Að undanfömu hefur vart liöið
svo dagur, að ekki hafi verið unn
in mðrg hermdarverk f Aden og
hafa margir menn veriO drepnir og
enn fleiri særzt. Ástandið var sér-
lega slæmt um sl. helgi vegna
verkfalla. Hermdarverkamenn eru
þjálfaðir í Yemen af Egyptum, að
því er haldið er fram af brezkri
hálfu.
Brezka stjómin hefur vaxandi
áhyggjur út af ástandinu í Aden
og ekki sízt hversu fara muni er
þeir fara burt þaðan á næsta ári,
en því hafa þeir lofað. Svo gæti
farið að Sameinuðu þjóðimar yrðu
tilneyddar að senda þangað gæzlu
liö eins og til Kýpur og fleiri landa.
Brezka stjómin hefur sem kunn
ugt er lofað Aden-nýlendunni og 15
furstadæmum, þar sem soldánar
ráða rflcjum — eða með öðrum orð
um Suður-Arabíu-sambandinu —
sjálfstæði fyrir árslok 1968. Það
mun þó að líkindum verða fyrr og
nokkur hluti setuliðsins þar fluttur
burt fyrir vorið að ári.
íbúar Suður-Arabíu-sambandsins
em um ein milljón og viðburða-
rásin þama sfðustu 1VJ ðld var f
stuttu máli þessi: Bretar hröktu
Tyrki á brott 1839 til þess að koma
sér upp þama „beztu flotahöfninni
á þessum hjara heims“ — á sigl
ingaleiðinni milli Evrópu og Ind-
lands. Voldugri herst. var svo kom
ið upp höfninni til vemdar. Til
þess að tryggja sér velvild ná-
grannar. voru þau gerð að „vemd-
arríkjum," þ.e. að Bretar tóku að
sér vernd þeirra. Og allt gekk háv
aðalítið þar til þjóðemishreyfing-
unni f Arabalöndum fór að vaxa
fiskur um hrygg. Til traustara að-
halds fékk Bretland 1959 sex minni
verndarrfkjanna til þess að ganga
í bandalag og sfðar meir 9. Ibúatala
Suður-Arabíu-sambandsins er um
ein milljón og þar af fjórðungur f
Aden.
Bærinn er „eins ljótur og um-
hverfið er fagurt." Flestir lifa raun
verolega á því, að Bretar hafa
þama setulið. 1800 millj. kr. kom
ast árlega f umferð þama vegna
dvalar þess. 8000 verkamenn starfa
fyrir Breta og þeir myndu missa
atvinnuna við burtför þeirra ef ekki
allt að þvf helmingi fleiri, þegar
sterlingspundið hverfur þaðan. En
verst er, að skipin, sem áður
Jafnvel þótt æskulýðsleiðtogar opni hús og stofni
klúbba, er erfitt að fá unglingana til þess að taka virk-
an þátt í starfseminni. Þótt stofnaðir séu ótal klúbb-
ar um hin margvíslegustu áhugamál, er þátttaka í
þeim of dræm og of óvirk. Þetta á að vísu ekki við
nen.a um hluta æskulýðsins, en er engu að síður mjög
alvarlegt vandamál.
Félagsleg þróun hefur leitt til þess, að unga fólkið
er hvorki fugl né fiskur á löngu tímabili frá því að kyn
þroskinn fer að segja til sín og þangað til þjóðfélagið
telur unga fólkið nógu andlega þroskað. Á þessu
millibilsstigi á unga fólkið oft erfitt með sig og þjóð-
félagið gerir of lítið til hjálpar. í gamla daga var þetta
einfaldara, er segja mátti, að menn yrðu fullorðnir á
einum degi við hátíðlega athöfn. Nú mega ungu stúlk-
urnar gifta sig 17 ára, en þær mega hvorki kjósa né
drekka áfengi fyrr en 21 árs. Hitt er svo staðreynd,
að unga fólkið spyr hvorki einn né neinn að því, hvort
það megi drekka áfengi. Löggjöfin um áfengi er orð-
in í hróplegu ósamræmi við staðreyndir nútímans, og
svipað gildir um ýmsa aðra löggjöf, sem snertir unga
fólkið.
Meiri árangur næðist í unglingastarfi, ef minni á-
herzla væri lögð á að gera eitthvað fyrir unga fólkið,
en meiri áherzla á að fá það til að gera eitthvað sjálft
að eigin frumkvæði, — búa málin svo í hendurnar á
því, að frumkvæðið geti skapazt. Það er raunar mikill
sannleikur á máltækinu: „Guð hjálpar þeim, sem
hjálpa sér sjálfir.“
Skólarnir gætu hjálpað æskunni að finna sig
sjálfa, með því að breyta kennsluháttum veruléga og
auka valfrelsi í námi, og ekki síður þyrftu þeir
að leggja stóraukna áherzlu á allt skapandi félags-
starf. En mest væri unnið, ef löggjafarvaldið tæki á
staðreyndum eins og þær eru gagnvart unga fólkinu.
► Strauss, fjármálaráðherra Vest
ur-Þýzkalands hefur tllkynnt dr.
Kleslnger, kanslara, að hann geti
ekki fallizt á sáttmálann gegn út-
brelðslu kjamorkuvopna i þvi
formi, sem tallö er, samkvæmt
blaðafregnum, að samkomulag
hafi náðst um milli Bandarfkjanna
og Sovétríkjanna. Þetta er haft eft
ir áreiðanlegum heimildiim í Bonn,
að þvi að hermt er I NTB-frétt það
an f gær. Strauss skrifaði dr. Kies
inger bréf þann 15. þ.m., þar sem
hann lýsir yfir því stutt og laggott
að hann ætli ekki að beygja sig fyr
ir stjórnarákvörðun um að undir-
rita sáttmálann, ef ákvæði hans
séu þau, sem segir í blaðafréttum,
en Sovétríkin og Bandarfkin eru
sögð hafa náð samkomuiagi um
þessi ákvæði með leynd. Það er
sagt f Bonn, að það sé einkum
þriðja ákvæði sáttmálans, sem
Strauss vilji ekki sætta sig við.
► Blaðið Bild am Sonntag, hélt
þvf fram nýlega, að rfkisstjómir
Sovétríkjanna og Bandarfkjanna
hefðu 4. janúar sl. samþykkt upp
kast að sáttmálanum gegn út-
breiðslu kjarnorkuvopna, og að
hann mundi leggja vestur-þýzkan
iðnað f rúst. Sáttmálinn er í sjö
greinum, en ekki búið að ganga
frá þrjðju grein til fullnustu.
Franz Jósef Strauss fjármálaráð-
herra hefur gagnrýnt hann svo sem
að ofan getur.
► Talsmaður Kristilega lýðræð-
isflokksins sagði í Bónn nýlega
að meirihluti þingmanna flokksins
styddi Strauss. Flestir ráðherrar
ICristiIegra lýðræðissinna og jafn-
aöarmanna í stjórninni eru ekki al
veg eins kröfuharðir um breyting
ar, en hvika ekki frá því, að upp-
kastinu verði að breyta þannig, að
tryggð sé tæknileg og iðnaðarleg
þróun og framfarir í þágu friðsam
legrar hagnýtingar kjamorku.
► Strauss segir f viðtali við Bild
am Sonntag, að dr. Kiesinger og
Willy Brandt utanríkisráðherra
reyni að afla skýringa á ákvæðum
sáttmálans og fá þeim breytt þann
ig að tekið verði tillit til þýzkra
hagsmuna og verði að bíða þess
hvað f ljós komi, hver árangur
verður af þessari viðleitni þeirra.
► í NTB-fréttum frá Moskvu
segir, að taliö sé af athugendum
þar, að Kfnverska alþýðulýðveldið
geri kröfu tll sovézkra land-
svæða, sem séu samtals að flatar-
máB um 50.000 ferkm.
► Landsvæöi þessi hafa verið.
deiluefni allt frá þvl á dögum keis
araveldisins í Rússlandi og Manchu
keisaranna f Kína, en nú eru þess
ar deilur aftur komnar efst á blað
vegna menningarbyltingarinnar og
hinna heiftarlegu áróðurs-árása f
Kfna gegn Sovétríkjunum. Af
beggja hálfu hafa komið fram á-
sakanir um skerðingar á landamær
unum og átök þar.
► Það var árið 1963 að viðræður
hófust um umdeild landsvæði á
6700 km. löngum landamærum ríkj
anna, hinum lengstu í heimi, en
viðræður fóru fljótt út um þúfur,
en síðan hefur sambúð landanna
stórum versnað. Deilt er framar
öðru um landsvæði, sem Rússland
fékk 1860 og fyrr með kúgunar-
samningum með stuðningi Stóra-
Bretlands og Frakklands, er keis-
araveldið kfnverska var mjög veikt
fyrir, en með þessum samningum
fengu Rússar; allt land norðan Am
urfljóts, auk strandlengjunnar
milli Ussuri-fljóts og Japanshafs.
komu til Aden sigla nú annað — eig
endur þeirra vilja ró og festu
þar sem skip þeirra koma — og
hvoragt er nú fyrir hendi f Aden.
Það var tregða mikil á þvi, að
Aden-nýlendan sameinaðist fursta
dæmunum — fólk f Aden er fólk
sem komizt hefur f snertingu við
nútímann og hans áhrif en það verö
ur vart sagt um almenning f fursta
dæmunum — menn óttast yfirráð
soldánanna — og kenna Bretum
um, og áróðri er beint gegn þeim
soldánum, emirum og sheikum —
með stuðningi hins slóttuga Nass-
ers, forseta Egyptalands, sem eins
og kunnugt er hefur Her manns í
nágrannarfkinu Yemen.,
Á hinu síðamefnda Svæði er flota
höfnin Vladiwostock og hafnar- og
viðskiptabærinn Nakodka, sem er
f miklum uppgangi. Kínverjar
gera kröfur til eyja í Amurfljóti
þar sem Ussuri og Amur ná sam-
an — f nálægð hins mikla sovézka
iönaöarbæjar Kabarovsk.
► Verkamaður f ölgerðarhúsi i
Kaupmannahöfn drap félaga sinn
á vinnustað laust fyrir sl. helgi.
Beið hann bana af hnífsstungu i
kviðinn, en banamaðurinn kveðst
aðeins hafa ætlað að „rispa hann dá
lftið" vegna móðgandi ummæla
hans um unnustu hans. Ein spurn
inganna, sem rannsóknardómar-
inn spurði við fyrstu yfirheyrsiu
var: „Hve mikið höfðuð þér drukk-
ið?“ (þ.e. áfengi). Svar: „3-4
snafsa áður en ég fór að vinna ki.
6 og svo 6-7 „bajara“ þar til eftir
morgunverð kl. 8.30, að ég skrapp
heim í leigubíl til þess að ná f 50
kr., sem ég skuldaði einum vinnu
félaga unnustu minnar." — Heima
hjá sér sá hann eldhúshnff og tók
hann með á vinnustað.
► 77 ára gamall fomgripasali var
myrtur í íbúð sinni í Sönderborg
um sl. helgi. Lfkur benda til, að
brotizt hafi veriö inn í íbúðina í
ránsskyni. Maðurinn fannst látinn
f eldhúsinu. Veski hans var horfið
en hann gekk jafnan með mikið
fé á sér.
► Wilson, forsætisráðherra Bret
lands er sagður ætla að vara ráð-
herra sfna við að koma opinberlega
með upplýsingar sem brjóta í bág
við yfirlýsta stefnu stjómarinnar
svo sem varðandi aðildina að EBE
— en einn ráðherranna — Jay —
sjálfur verzlunarráðherrann —
ræddi agnúana á henni einmitt þeg
ar Wilson var að hvetja dr. Kiesing
er til þess að leggja lóð sitt á meta
skálamar með aðild. Því kvað Kies
inger hafa lofað og skýra de Gaulle
frá þeirri afstöðu, en hins vegar
hefði hann hvorki löngun né að-
stöðu til þess að hafa. áhrif á af-
stöðu og gerðir Frakklands f þessu
máli.