Vísir - 22.02.1967, Blaðsíða 9
V1SIR . Miðvikudagur 22. febrúar 1987.
9
MILUÓNIR m KJARAJÖFNUNAR
Á hverju ári rennar gífurlegar fjá'rupphæðir um
Tryggingastofnun ríkisins. Þær koma frá ríki, bæj-
arfélögum og einstaklingum og fara út úr stofnun-
inni sem alls kyns bætur og styrkir vegna sér-
stakra ástæðna þeirra, sem við fénu taka. Einn
megintilgangurinn er kjarajöfnun hjá landsmönn-
um aukið öryggi. Lög um alþýðutryggingar voru
fyrst sett árið 1936, en núgildandi löggjöf er frá
árinu 1963.
Samkvæmt lögum um al-
mannatryggingar nr. 40 frá 30.
apríl 1963 teljast eftirfarandi
þrír tryggingaflokkar til al-
mannatrygginga:: 1. Lífeyris-
tryggingar, 2. Slysatryggingar,
3. Sjúkratryggingar. „Tygginga-
stofnun ríkisins annast líftrygg-
Íingarnar og slysatryggingamar
og hefur með höndum umsjón
og yfirstjóm sjúkratrygging-
anna, allt undir yfirumsjón rík-
isstjómarinnar (félagsmálaráðu-
neytisins)“, segir i 2. grein
fyrrgreindra laga. Greinar
trygginganna eru sjálfstæðar
deildir í Tryggingastofnuninni
með eigin fjárhag og bera ekki
ábyrgð á skuldbindingum hverr-
ar annarrar. Heimili og vamar-
þing Tryggingastofnunnar ríkis-
ins er í höfuðborginni, Reykja-
vík. Sjúkrasamlög annast
sjúkratryggingar og skulu þau
vera til í hverjum kaupstaö og
hreppi landsins. Þó getur ráð-
herra að fengnum tillögum
tryggingaráðs og með sam-
þykki hlutaðeigandi sjúkrasam-
lagsstjórna ákveðið að eitt og
sama sjúkrasamlagið annist
sjúkratryggingar í fleiri hrepp-
um innan sömu sýslu eða i kaup
stað og nærliggjandi hreppum.
Einnig má láta hluta sveitarfé-
laga fylgja sjúkrasamlagi ná-
grannasveitarfélaga. í hverju
sýslufélagi skal og vera til hér-
aðssamlag, undir stjórn sýslu-
manns eða bæjarfógeta.
Skipulag Tryggingaráðs
Tryggingaráð, fimm þing-
3 kjörnir menn, hefur eftirlit með
-■ rekstri og starfsemi Trygginga-
% stofnunar ríkisins og gætir þess
s; að hún starfi í samræmi við lög
og reglugerðir á hverjum tíma.
Endurskoðunardeild stofnunar-
(, innar starfar einnig undir eftir-
f liti Tryggingaráðs. Ráðið sker
einnig úr ágreiningi um bætur.
■ Leita verður samþykkis Trygg-
ingaráðs á hinin árlegu fjárhags-
{ áætlun stofnunarinnar, ársreikn
ingum, ákvörðunum um iðgjalda
upphæðir, öllum heildarsamn-
ingum viö lækna, sjúkrahús og
önnur slík dvalarheimili, megin-
reglum um notkun heimildar-
ákvæða, öllum lánveitmgum og
kaupum og sölu á verðbréfum
i svo og ýmsum öðrum ákvæðum
I eftir því sem almannatrygginga
• lögin segja til um. Vinnuveit-
■ endasamband íslands, Alþýðu-
samband íslands, Stéttarsam-
£ band bænda og Landssamband
' íslenzkra útvegsmanna skipa
g' hvert um sig einn mann sem
| hefur rétt til að taka þátt f
umræðum trvggingaráðs og gera
| tillögur, þegar skipt er í áhættu-
‘j flokka og ákveðin iðgjöld at-
I vinnurekenda til slysatrygginga
■ og er Tryggingastofnuninni skylt
að láta þeim í té allar upplýs-
1 ingar, sem nauðsynlegar eru
$ vegna þess starfs.
\
Hverjir eiga rétt á
bótum?
Samkvæmt lögunum frá 1963
eiga þeir rétt til bóta frá líf-
eyristryggingum, sem eru ís-
lenzkir ríkisborgarar og hafa átt
lögheimili á Islandi a. m. k.
10 ár eftir 16 ára aldur eöa síð-
ustu 5 árin áður en umsókn um
bætur ér lögð fram. Þó er ekki
krafizt þessa lágmarkstíma þeg-
ar um er að ræða örorkulífeyrir
manns, sem hafði óskerta starfs-
orku er hann tók hér lögheimili.
Hið sama gildir og um fjölsk.b.,
mæðral. og fæðingast. og trygg-
ingaráði er heimilt að víkja frá
tímaákvæðum í öðrum tilfellum
þegar sérstaklega stendur á.
Nánari ákvæði fjalla um ís-
lenzka ríkisborgara, sem hafa
lögheimili erlendis og erlenda
ríkisborgara. Lífeyristrygging-
amar flokkast í ellilífeyri, ör-
orkulffeyri, örorkustyrk, maka-
bætur, fjölskyldubætur, bama-
lifeyri, mæöralaun, fæðingar-
styrk, ekkjubætur og ekkjulíf-
evri.
Slysatryggingar taka til
sjúkrahjálpar, dagpeninga, ör-
orkubóta og dánarbóta. Slys er
það samkvæmt lögum um
launatryggingar, ef maður slas
ast við vinnu svo að hann deyr
eða verður óvinnufær minnst
10 daga. Jafnframt er tekið
fram, að valdi slys óvinnuhæfni
skemmri tíma, sé heimilt að
greiða sjúkrakostnað, þegar um
hann er að ræða, þegar hlutað-
eigandi sjúkrasamlag ekki greið-
ir kostnaðinn. I lögunum er
einnig skilgreint hvað sé vinna
í skilningi almannatryggingalag-
anna og er það auk hins al-
menna sendiferðir í þágu at-
vinnurekstrar, nauðsynlegar
ferðir til og frá vinnu, ferðir sjó-
manna í þágu útgerðarinnar eða
ferðir í hans eigin þágu, sem
leiða af starfi sjómannsins. Til
slysa teljast einnig sjúkdómar,
sem stafa af skaðlegum áhrifum
efna, geislaorku eða öðru hlið-
stæðu, sem rlkjandi eru í hæsta
lagi fáa daga og rekja verður til
vinnunnar. Tilteknir atvinnu-
sjúkdómar valda, samkvænt
reglugerð bótaskyldu.
Öllum, sem eru sextán
ára og eldri er skylt að tryggja
sér rétt til bóta, sem sjúkra-
trygging veitir með greiðslu ið-
gjalda í þvf sjúkrasamlagi, er
starfar þar sem hlutaðeigendi
hefur lögheimili. Undanþegnir
tryggingaskyldunni eru þeir,
sem haldnir eru sjúkdómi sem
lög um rfkisframfærslu sjúkra
manna og örkumla taka til, á
meðan þeir dveljast f sjúkrahúsi
eða hæli á kostnað ríkisfram-
færslunnar. Börn samlags-
manna, þar með talin stjúp-
böm og fósturböm yngri en 16
ára, sem eru á framfæri þeirra,
em sjúkratryggð með þeim.
Sömu aðstöðu og fósturböm
skulu í þessu sambandi hafa
böm, sem fara til dvalar um ó-
tiltekinn langan tíma á heimili
samlagsmanna, hvort sem greitt
er með þeim eða ekki og hver
sem foreldraráðin hefur að lög-
um.
Réttindi sjúkrasam-
iagsmanna
í samþykktum sjúkrasamlaga
skal tekið fram hverra réttinda
samlagsmenn njóta. Ætíð skal
þó sjúkrasamlag veita þá hjálp,
sem hér segir: 1.) Ókeypis vist
að ráði samlagslæknis f sjúkra-
húsi, sem samlagið hefur samn-
ing við, eins lengi og nauðsyn
krefur, ásamt læknishjálp og
lyfjum svo og annarri þjónustu,
sem sjúkrahúsið veitir. Samlag
greiðir þó ekki sjúkrahúsvist
lengur en 5 vikur alls vegna elli-
kramar og alvarlegra langvinnra
sjúkdóma, sem önnur lög taka
til. 2.) Almenn læknishjálp utan
sjúkrahúsa hjá samlagslækni
sjúklings eða öðrum lækni ef
slíkar vitjanir eru heimilaðar í
samþ. samlagsins. Samlags-
menn greiða þó fyrir viðtal á
lækningastofu og vitjun smá-
vægilegt gjald. 3.) Nauðsynlegar
rannsóknir og aðgerðir eftir til-
vísun samlagslæknis hjá sér-
fræðingum að % hlutum. —
Sjúkrásamlag getur takmarkað
heimild samlagslækna til tilvís-
ana. 4.) Lyf, sem samlagsmanni
er Iffsnauðsynlegt að nota að
staðaldri, skulu greidd að fullu,
önnur að hluta. 5.) Röntgen-
myndir og röntgenskoðun skulu
sjúkrasamlög greiða að þrem
fjórðu hlutum. 6.) Sjúkrasam-
lögin skulu greiða sjúkradag-
peninga, samkvæmt nánari á-
kvæðum. 7.) Dvöl umfram 9
daga vegna fæðingar í sjúkra-
húsi eða fæðingarstofnun. 8.)
Óhjákvæmilegan ferðakostnað
samlagslæknis til sjúklings eða
sjúklings til sjúkrahúss.
Um öll þessi atriði eru nánari
ákvæði f lögum um alm.trygg-
ingar og verða þau ekki rakin
hér. Sfðan gildandi lög voru sett
hafa verið gerðar á þeim breyt-
ingar, t. d. 1963 vegna hækkun-
ar á bótum almannatrygginga
annarra en fjölskyldubóta um
15%. Þá var þeim tvfv. breytt
árið 1964, í fyrra skiptið voru
bætur aðrar en fjölsk.b. enn
hækkaðar um 15% og f síðara
skiptið sett f lög að iðgjöld öku-
manna bifreiða skuli miðast við
gjaldárið f stað undanfarandi
árs. Þá má geta þess að á árinu
1964 var f lagasetningu um verð
tryggingu launa kveðið svo á,
að verðlagsuppbót skyldi greidd
á bætur almannatrygginga. Árið
1965 var gerð sú breyting á al-
mannatr.lögunum að rýmk-
tjð voru tekjumörk þau, sem
ráða um rétt bótaþega til ið-
gjaldaundanþágu hjá lífeyris-
tryggingum og ráðherra veitt
heimild til að breyta upphæð-
um bóta almannatrygginga í
samræmi við brevtingar, sem
framvegis yrðu á grunnkaups-
taxta verkamanna við almenna
vinnu. Hefur þessi heimild ver-
ið notuð tvisvar. Loks var ráð-
herra veitt heimild til, að fengn-
um tillögum tryggingaráðs, að
ákveöa greiðslu 5% uppbótar á
elli- og örorkulffeyri frá 1. júlí
1964 til samræmingar almenn-
um kauphækkunum, sem áttu
sér stað um þetta leyti. Nokkr-
ar aðrar breytingar voru einnig
gerðar.
Bótagreiðslur nema
hundruðum milljóna
króna
Löggjöfin frá 1963 og fyrr-
greindar breytingar miðuðu að
eflingu almannatrygginga og
aukningu bótagreiðslna. T. d.
hækkaði elli- og örorkulífeyrir
árið 1964 um 26,1% frá meðal-
tali 1963. Lífeyrir hækkaði um
10,8% á árinu 1965 miðað við
árið áður, svo dæmi séu tekin.
Heildarbótagreiðslur lífeyris-
trygginganna að meðtöldum
bamsmeðlögum jukust úr tæp-
lega 796 milljónum króna árið
1964 í nærri 901 milljón króna
árið 1965. Bætur slysatrygginga
jukust úr tæplega 20 milljónum
króna árið 1964 í rúmlega 33
milljónir króna árið 1965. Árin
1963, ’64 og ’65 greiddu sjúlcra-
samlögin 153,1, ca. 220 og ca.
259 milljónir króna vegna
sjúkrakostnaðar og f sjúkradag-
peninga 7,1 milljón árið 1963,
15.4 milljónir 1964 og 18,3 miilj.
1965. (Tölur tveggja síðasttöldu
áranna eru bráðabirgðatölur).
Bætur lffeyrisdeildar námu árið
1955 rúmlega 125 milljónum, ár
ið 1960 rúmlega 340 milljónum,
1961 tæpl. 450 milljónum, 1962
tæpl. 521 milljón og árið 1963
tæplega 614 milljónum króna. |
Uhdanfarinn aldarfj. hef- •
ur orðið mikil breyting á aldurs- §
skiptingu þjóðarinnar. Hefur &
fjölgun fólks á starfsaldri orðið
hlutfallslega minni en fjölgun
fólks á ellilífeyrisaldri, en hefur
þó bömum fjölgað Iangmest.
Hefur aldursskiptingin að sjálf •
sögðu mikil áhrif á lffeyristrygg
ingamar. Árið 1940 voru 31.8%
landsmanna 15 ára og yngri, en
sú hlutfallstala er nú komin upp
í 36—7%. Fólk á starfsaldri, 16
—66 ára, var árið 1950 61.6%
þjóðarinnar, en er nú um 56—
7% landsmanna. Fólk á ellilíf-
eyrisaldri, 67 ára og eldra, var
árið 1940 6.7% þjóðarinnar en
er nú rúmlega 7% allra Iands-
manna.
Samkvæmt rekstrarreikningi
námu tekjur Iffeyristrygginga
árið 1965 rúmlega einum mill-
jarð króna, en tekjur slysatrygg-
inga rúmlega 50 milljónum kr.
Árið áður vom tekjur lífeyris-
trygginga 999.4 milljónir en
slysatrygginga rúmlega 46 millj.
Tekjur Iffeyristrygginga námu
árið 1955 rúmlega 156.5 milljón-
um króna en árið 1956 rúmum
177.4 millj. Tekjur almanna-
trvgginga koma að stærstum
hluta frá rfkissjóði og næst-
stærstum frá hinum tryggðu.
Þannig ber ríkissjóður 36% út-
gjalda lffeyristrygginga, hinir
tryggðu 32%, sveitarsjóðir 18%
en atvinnurekendur 14%. Út-
gjöld vegna greiðslu fjölskyldu-
bóta greiðast að fullu úr ríkis-
sjóði. Otgjöld slysatrygginga eru
borin af atvinnurekendum með
greiðslu iðgjalda, nema eigendur
ökutækja og aflvéla standa skil
á greiðslum vegna trygginga
þeirra sjálfir. Tekjur sjúkrasam
laga fást með iðgjöldum sam-
lagsmanna en auk þess ber rfk-
issjóði að greiða til sjúkrasam-
Iags upphæð, sem er jafnhá
greiddum heildariðgjöldum auk
10% af þeirri upphæð. Hlutað-
eigandi sveitarsjóður greiðir
framlag til sjúkrasamlagsins,
sem nemur helmingi aljra
greiddra iðgjalda. Sjúkrasamlög
eru nú rúmlega 220 talsins.
Alþýðutryggingaar efld-
ar ár frá ári
Alþýðutryggingar f þeirri
mynd, sem þær eru nú, voru
fyrst færðar í löggjöf landsins
árið 1936 með lögum nr. 26 frá
1 febrúar það ár. Jafnframt var
Tryggingastofnun rfkisius sett á
fót og tóku lögin gildi 1. aprfl
1936. Var þá kveðið svo á, að
stofnunin skyldi vera f fjórum
Framh. á bls. 5
Hingað sækir fólk daglega þúsundir króna f allskyns bótum lffeyristrygginga og slysatrygginga.
Myndin er tekin f afgreiðslu Tryggingastofnunar ríldsins. Á föstum útborgunardögum Jcoma hundr-
uöir manna og eftir árið hafa milljónir runnið inn og út úr stofnuninni. — (Ljósm. Vísis B.G.)