Vísir - 25.02.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 25.02.1967, Blaðsíða 3
VÍSIR. Laugardagur 25. febrúar 1967. 3 Eins og Vísir skýrði frá í gær hafa nú verið gerðar teikning- ar af nýbyggingu fyrir Handrita- stofnunina og Háskóla Islands. Hefur henni veriö ætlaður staö- ur á svæði suður af íþrótta- húsi Háskólans næst Suðurgötu og í sömu húsalínu og Þjóð- minjasafnið er á noröanverðu svæðinu. Teikning hússins var gerð af húsameistara rikisins, Herði Bjamasyni. Var haft samráð við háskóla- rektor Ármann Snævarr meðan byggingin var teiknuð, jafn- framt við Jóhannes L. L. Helga- son, háskólaritara, sem var rit- ari byggingamefndar. Byggingin verður tekin í notk- un væntanlega í síöasta lagi haustið 1969 ef-til vill einhver hluti hennar fyrr. Tveir þriðju hlutar byggingarinnar verða eign Háskóla íslands og byggðir fyr- ir tekjur af happdrætti hans. Þriðjungurinn mun tilheyra Handritastofnuninni, byggður fyrir fé úr ríkissjóði. Þessi hluti veröur svo síðar notaður í þágu Háskóla íslands, þegar Handrita stofnunin fær frambúðarhús- næði t.d. í nýrri bókasafnsbygg- ingu. Myndsjáin sýnir nú skipu lag á öllum hæðum byggingar- innar. Hver hæð er 829 fermetr- ar, öll byggingin er um 11 þús. rúmmetrar. Með hinni fyrirhuguöu bygg- ingu sem mun kosta 40—50 millj. kr. hefur verið höggvið á þann hnút, sem húsnæðismál Háskóla íslands hafa verið í. Jafnframt skapast nú aðstaða til varðveizlu handrita, rannsókna þeirra og kynningar, sem skort hefur. Öll kcnnsla i íslenzkum fræðum í Háskóla íslands mun flytjast í hina nýju byggingu, svo og einhver önnur kcnnsla i Háskólanum, eftir þvi sem að- stæður leyfa. Halldór Halldórs- son, prófessor sýndi blaðamönn- um hluta Handritastofnunarinn ar, en rektor sýndi hluta Há- skólans á fundi i gær. Handritastofnunin á hluta af jaröhæö eða 1. hæð. — Þar verða handritageymsla, trygg gegn vatni og eldi, ljósmyndastofa dimmk' ', bókageymsla, bókbands- og v u- gerðarherbergi. Á götuhæð, eða 2. hæð sem verður að megin- hluta eign Handritastofnunar- innar verða sýningarherbergi fyrir handrit, afgreiðsla, her- bergi forstöðumanns, tvö sér- fræðingaherbergi, herbergi fyrir örnefnasafn og þjóðfræðasafn, lestrarsalur, spjaldskrárherbergi tveir vinnuklefar fyrir útlend- inga við rannsóknir, klefi fyrir kvarzlampa og seminarherbergi eða stofa fyrir viðræðuflokka, kaffistofa o. fl. í hluta Háskóla íslands á jarðhæð verða þrjú sam- inarherbergi eða herbergi fyrir kennslu fámennra hópa. Á 2. hæö, götuhæð, verður kennslu stofa fyrir 50—60 stúdenta. Á 3. hæð verða fimm kennslustof- ur, ein seminarstofa og lestrar- salur fyrir 50 stúdenta. Á fjórðu hæð verða vinnuherbergi fyrir 13 prófessora og 2 Iektora, einn ig 2 kennslustofur, samastað- ur Orðabókar Háskóla íslands og kaffistofa. Þannig verður gengið frá innri byggingu að hægt verði að færa innveggi eða fjarlægia þá eftir því sem nauðsyn krefur. Þegar á það er litið að 11 kennslustofur eru í aðalbygg- ingu Háskóla íslands og að Há- skólinn mun fá 8 kennslustof- ur og 4 seminarstofur í hinni fyrirhuguðu byggingu, þá verö- ur ljóst aö hér verður um mjög þýðingarmikla aukningu á hús- rými Háskóla íslands að ræða. Formaður byggingarnefndar er Jóhannes Nordal, bankastjóri. Bygging Handritastofnunar og Háskólans i ■ t ' >rf ; • ji ii ■ i. j ~ - -m -w 1 I"'"T' TT-1 -> r Tvjrrr i - - TTvT J II ^ n r fe— fcr.3 K.C.H *»«>>-» tbfe-*-* K.A.C -JP---"r' I . r fc-v.u.T. w be . Iív. .v •r- fi. A •, « . C . HLj tCLiSJ.V.'.J Jr. U w . u. 4 r-r ■ 5t > Wfa - A T'”'l..1.. I I I " I I * **I í 1. hæð. Ofan við gang (talið frá vinstri) 3 kennslustofur, viðgerðir, bókband, bókageymsla lengst til hægri. — Neðan við gang: Fata- geymsla, forsalur, innan við stiga, vélasalur, geymsla, hand- ritageymsla, (þykkir vegglr umhverfis), dimmklefi og Ijósmynda- stofa (í enda lengst til hægri. — í úthluta t.v. er snyrting og spenni- stöð og geymsla. í-r i i-? w 4* - \ *- Z3 2. hæð. Neðan við gang. Kennslustofa (endi t.v.) anddyri, sýningar- herbergi (næst anddyri) síöan afgreiðsla, herbergi forstöðumanns, herbergi sérfræðings, örnefnasafn, þjóöfræðasafn, stlgi, vélritun (endi t.h.). Ofan við gang. T.h. við stiga er m.a. snyrting, síðan kaffi stofa, sérfræðingsherbergi, kennslustofa, 3 klefar, spjaldskrárher- bergi og lestrarsalur (endl t.h.) I * - * i s-«=*v -i - - í' ! í ^ l - • — r *■ rct • d C |C T f'-;~T€~T < : .tr . T 1 3. hæð. Kennslustofa (í enda t.v.) forsalur og stigar, 5 kennslustofur 4. hæð. Neöan við gang eru tvær kennslustofur (t.v.) I öllum hægri e nda er aðstaða Orðabókar H.í. Hitt eru herb. prófessora og lektora og kafflstofa (ofan við gang t.v.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.