Vísir - 25.02.1967, Blaðsíða 12
USrf N WEl I , MY
NfcW fcOL LOWfcNS .
wf Kf r; r novv
BUT uo NOT r.ON
SIWR GOING OFF
INTtJ fHF NIGHT
WITH KRONA'S 60L0 '
I HAVE ATTAINED MV
POSITION BY TRIJSTING
NO ONE-AND SLEFPING
WITH ONE >
EYE OPEN ' ) Æ,
C=j«.pc
VÍSIR. Laugardagur 25. febrúar 1967.
Kvfkmynóasaga
effhr Eric Ambier
Harper og nugfrú Lipp Ktu bæöi
á hann. Harper sagði eitthvað á
þýzku og röddhi var hvöss, en hún
bætti við á ensku: „Og þar að auki
ratarðu ekki...“
„Ég rata hér um allt, ungfrú",
mælti ég og reyndi að breiða rétt-
láta gremju yfir það hvað mér var
órótt innanbrjósts. „I dag, þá spar-
aði ég meira að segja hvorki tíma
né fyrirhöfn við að verða mér úti
um skírteini sem viðurkenndur leið
sögumaður, £ því skyni að firra yð-
ur hugsanlegum töfum og þrasi,
ungfrú, og geta staðið sem bezt í
stöðu minni. Ég hef verið leiðsögu-
maður áður hér í Istanbul". Ég dró
plaggið upp úr brjóstvasa mínum
og hélt því þannig, að Harper gæti
séð það. „Líttu bara á, herra minn“.
Hann leit spyrjandi á skírteinið,
og síðan á mig. „Áttu við að þér
sé mjög f mun að fá þetta starf?“
spurði hann undrandi. „Ég hélt að
það væri einungis þetta, þú værir
að fiska eftir“. Og hann dró upp
úr vasa sínum bréfið, sem hann
hafði látið mig skrifa.
„Vissulega er ég líka að fiska
eftir því, • herra minn“, sagði ég.
>að var með naumindum, að ég gat
stillt mig um að rétta út höndina
eftir bréfinu. „En þér verðið líka
að greiða mér þessa hundrað doll-
■ara sem umsamið var, fyrir þriggja
daga vinnu. „Eins og ég gat um við
þig í Aþenu, þá þarf ekki að beita
mig neinum þvingunum til að vinna
fyrir svo góð laun“. Og ég reyndi
að brosa.
Hann leit á ungfrú Lipp og hún
sagði eitthvað á þýzku. Ég skildi
þrjú síðustu orðin: „Hann talar
ensku“.
Harper leit aftur á mig. ,,Þú hef-
ur breytt um afstöðu, Arthur",
sagði hann. , „Þú gajtir nú verið
laus allra mála, ef þú vildir, en nú
er svo að sjá, sem þú viljir það
ekki. Hvað kemur til?“
Ég hafði reiðubúið svar við því.
„Þú sendir þeim ekki bréfið", mælti
ég. „Ég óttaðist alltaf, að þú mund-
ir senda það, þrátt fyrir allt“.
„Eins þótt það hefði orðið til þess
að ég tapaöi þrjú hundruð dollur-
um?“
„Þú hefðir engu tapað", svaraði
ég. „Þeir hefðu sent þér ávísanirn-
ar aftur um hæl“.
ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR
úr harðplasfi: Formot innréttingar bjóða upp
á annað hundrað tcgundir skópa og litaúr-
val. Allir skúpar með baki og borðplata sér- j!
smíðuð. Eldhúsið fæst með hljóðeinangruð-
um stólvaski og raftækjum af vönduðustu
gerð. - Sendið eða komið með mól af c'dhús-
inu og við skipuleggjum eldhúsið somstundis
og gerum yður fast verðtilboð. Ótrúlega hag-
stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn
í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag-
stæðra gieiðsliiskilmóla og /Jji___
læíckið' byggingakostnaðinn.
HÚS & SKIP hf.
■ RAFTÆ K1
tAUQAVIGI 11 ■ tlMI tltll
„Það er satt. Þú ert ekkert blá-
vatn, Arthur. En segðu mér hvað
þú áttir við með því, þegar þú
sagðir við Fischer, að hann væri
ógætinn? Að hvaða leyti var hann
ógætinn?"
Þau biðu eftir svari mínu, öll þrjú
Tortryggni þeirra, karlmannanna lá
f loftinu, og það fór bersýnilega
ekki fram hjá ungfrú Lipp. Og það
sem meira var, hún virtist ekki
hið minnsta undrandi vegna orða
Harpers. Það leyndi sér ekki, að
þau stóðu öll að því, sem þama lá
á bak við, hvað svo sem það var.
Ég reyndi að snúa mig út ÚT þess
ari sjálfheldu sem bezt ég gat.
„Hvað ég átti við? Framkomu hans,
auðvitaö. Hann hafði verið ógæt-
inn. Hann vissi hver þú varst, og
hvar hann gat náð sambandi viö
þig, það leyndi sér ekki. Samt sem
áður vissi ég, að hann var ekki
að framkvæma skipanir þínar".
„Hvernig gaztu vitað það?“
Ég benti á bréfið í hendi Harp-
ers. „Vegna þess arna. Þú sagöir
mér, að það væri trygging þín,
gagnvart mér. Þú máttir því ósköp
vel vita það, að ég mundi ekki
afhenda hverjum sem var bílinn,
nema að ég fengi bréfið. Hann
minntist ekki einu sinni orði á
það“.
Harper leit á Flscher. „Þama
sérðu“, sagði hann.
„Ég vildi einungis flýta fyrir",
mælti Fischer og röddin var enn
gremju blandin. „Það hafði ég sagt
honum. Og þetta er ekki nein skýr-
ing á því, hvers vegna hann not-
aði þetta orðalag".
„Nei, ég viðurkenni það“, sagði
ég. Nú var ekki um annað að velja
en að beita frekjunni. „En þá get
ég líka komiö með skýringuna. Þeg-
ar hann fór að hafa £ hótunum við
mig, bauð ég honum að við snerum
okkur til lögreglunnar og létum
hana skera úr um málið. Ég hef
aldrei á ævi minni séð nokkrum
manni bregða eins“. _____.
„Þáð ér lygi“, greip Fischer fram
í, en það skorti alla sarinfæringé
í röddina. i
Ég leit enn fast á Harper. „Hver
sá, sem reynir að beita slfkum
blekkingum, án þess að hafa hug-
mynd um hvað hann á aö taka til
bragðs, ef í harðbakkann slær, er
ógætinn, samkvæmt þeim skilningi
sem ég legg f það orð. Og ef hr.
Fischer hefði nú verið óheiðarleg-
ur þjórin, en ekki hjálpfús gestur
yðar, sem ég gat að sjálfsögðu ekk-
ert vitað um, þá mundir þú áreið-
anlega hafa kallað mig harla ógæt-
inn, hefði ég selt honum í hendur
fjórtán þúsund dollara bíl, án nokk-
urrar tryggingar. Ég hefði áreiðan-
lega mátt þakka fyrir, ef þú hefðir
j látið við það sitja að kalla mig
ógætinn, ég segi ekki annað en
það“..
Það varð löng þöign. Loks kinkaði
Harper kolli. „Jæja, Arthur. Ég geri
ráð fyrir, að Fischer krefjist ekki
neinnar afsökunarbeiðni af þinni
hálfu. Við skulum sættast á, að
þetta hafi verið misskilningur”.
Og Fischer yppti öxlum.
Ekki veit ég hvað Harper hefur
húgsað mér. Jafnvel þótt ég hefði
ekki bugmynd um hvað falið var f
bfínum, þá hlaut hann að gera sér
grein fyrir því, að mig mundi fara
að gruna það nú, eftir þetta samtal,
að eitthvað væri óhreint í pokahorn
inu. Og það var ýmislegt annað,
sem hann mátti vita að hlyti að
vekja tortryggni mína. Til dæmis
það, að ungfrú Lipp, sem ætlaði
einungis að hafa stutta viðdvöl á
Tyrklandi og ferðast eitthvað um,
skyldi ekki einungis hafa rándýr-
an Lincolnbíl f fari sínu, heldur og
hafa aðsetur í slíku stórhýsi, sem
boðlegt var austurlenzkum furst-
um. Og svo aílt þrasið í sambandi
við afhendinguna á bílnum, það
hefði mátt vera heimskur maður,
sem ekki hefði farið að gruna, að
ekki gæti allt farið þama með
félldu,
En það átti brátt efttr að sýna
sig, að það mundi ekki valda herra
Harper andvöku, þótt hann hefði
grun um að mig kynni að gruna
éitthvað.
„Allt í lagi, Arthur", sagði hann.
„Þú færö starfann. Hundrað doll-
arar á viku. Þú hefur enn á þér
þessa fimmtíu dollara, sem ég lét
þig háfa?“
„Já, herra minn“.
„Nægir það til að greiða með
dvölina að Park hótelinu?"
„Ég geri ráð fyrir þvf“.
„Gott. Héma eru svo þessir
hundrað dollarar, sem um var sam-
ið. Þú ferð aftur til borgarinnar, og
í fyrramálið segirðu laúsu herberg-
inu í hótelinu. Síðan kemurðu meö
ferjunni til Sariyer, það snemma,
að þú verðir kominn þar að bryggju
um ellefuleytið. Það verður ein-
hver, sem bíður þín þar. Og það
verður eflaust hægur nærri aö
hreiðra um þig í einhverju herbergi
héma“.
„Þökk fyrir, herra minn. Annars
get ég vel búið f gistihúsi".
„Það er ekki neitt gistihús nær
en í Sariyer, og það er of langt
undan. Þú yrðir að hafa bílinn til
að komast þangað og þaðan, og þá
yrði hann kannskl.ekjci við hönd-
ina, þegar mdöúr þyrfti á honum
að halda. Þar-að'auki höfum viö
nóg húsrými“.
„Gott og vel, herra minn. Fæ ég
þá bréfið?"
Hann stakk því aftur í vasa sinn.
„Auðvitað.-Þegar starfi þínu er lok-
ið og þú færð laun þín endanlega
greidd. Þannig var umsamið, eins
og þú manst“.
„Jú, ég man það“, svaraöi ég og
beit á vörina.
Það var svo sem augljóst, hvað
hann hugsaði. Að hann hefði á mér
tögl og hagldir á meðan bréfið var
í hans vörzlum, og þó ég kæmist
að einhverju, sem ég ætti ekki að
verða áskynja, mundi ég ekki þora
annað en þegja um það. Hann var
með öðrum orðum ekki líkt þvi
eins snjall og hann gerði sér í hug-
arlund, enda þótt það væri mér
lítil huggun f sjálfu sér. Ég vildi
komast sem fyrst heim til Aþenu
og Nicki, en fyrst varð ég að fá
bréfið“.
„Þú ekur“, sagði Fischer.
„Góða nótt, ungfrú“, sagði ég
við ungfrú Lipp. En hún virtist ekki
heyra það og gekk upp marmara-
þrepin við hlið Harpers.
Fischer settist inn f aftursætið.
Ég hélt fyrst að hann gerði það f
þvf skyni að sýna mér á fínan máta
hvor væri húsbóndinn og herrann.
En þegar ég ók út á veginn, sá
ég það í speglinum, að hann hvarfl-
aöi augum um hurðarklæðningam-
ar, það var auðséð, að hann var
tortrygginn enn. Ég þakkaði mínuffi
sæla, að vel hafði verið aftur frá
öllu gengið. Og ekki var laust við,
að mér væri rórra, þegar ég kom
auga á Peugout-bílinn á eftir okk-
ur.
Ekki mælti hann orð við mig á
leiðinni. Þegar kom niður á bryggj-
una f Sariyer, sneri ég bílnum, vatt
mér svo út og opnaði afturhurðina,
rétt eins og hann væri einhver
MY
WILL
EYES OPFN /
' . /■ ■>
Fljót hreinsun
Nýjar vélar
Nýr hreinsilögur
sem reynist frábærlega vel
fyrir allan svampfóðraöan
fatnað, svo sem
kápur, kióla, jakka og allan
barnafatnað.
Efnalaugin LINDIN,
Skúlagötu 51.
Heilsuvernd
Síðasta námskeið vetrarins 1
tauga- og vöðvaslökun og
öndunaræfingum, fyrir kon-
ur og karla, hefst miðvikud.
1. marz. Uppl. í síma 12240.
Vignir Andrésson.
SPflRlfl
UAU/CAH
RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022
Hlustið nú vel mftiir ný*ju fylgismenn.
Reynið ekki aö laumast burt með gulliö
mrtL
Ég hef náð þeim árangri, sem ég hef
náð með því að sofa alltaf með annað aug-
að opið.
En ég, minn fíni vinur, mun sofa með
bæði augun opin, hugsar Tarzan.
* mi
011 HIIRÐ IRj
SVALAHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR
HURDAIÐJAN SF.
AUÐBREKKW 32 KÓPAV.
SÍMI 41425
Rírrti 13645