Vísir - 25.02.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 25.02.1967, Blaðsíða 16
 Bergur Púlsson, fyrrv. skipstjóri látinn Bergur Pálsson, fyrrv, skipstjóri andaðist i gær á Landakotsspítala 92 ára að aldri. Viðtal, sem haft var við hann skömmu fyrir andlát hans, birtist í Visi í gær, endur- minningar frá langri ævi hans sem sjósóknara. Bergur var fæddur á Vindborða á Mýrum í Suðursveit, fluttist sex ára til Stöðvarfjarðar og siðar til Fáskrúðsfjarðar, en •'íðst á enskan línufiskara árið 1899. Hann var meðal skipsmanna i Jóni forseta, fyrsta togaranum, sem smíðaður var sérstaklega fyrir íslendinga og gerðist seinna togara- skipstjóri. VERNDAR OPNUÐI VOR — Styrktarsióður Hjartaverndar stofnaður Styrktarsjóður Hjartaverndar var stofnaður á stjórnarfundi landssamtakanna s.l. þriðjudag. Er sjóðnum ætlað það hlutverk að styrkja hjartasjúklinga, sem þurfa að fara utan til hjarta- aðgerða. Við stofnun sjóðsins leggur Hjartavernd sjóðnum til 1 milljón kr., en síðan mun Hjartavernd vinna að eflingu sjóðsins með aðstoð svæðafé- laganna, sem nú eru 22 að töiu. Skýröi stjórn Hjartaverndar frá þessu á fundi fréttamanna í fvrrad. Fyrst um sinn niun sjóö urinn styrkja hjartasjúklinga, sem fara utan til aðgerðar, meö j allt að 50 þúsund kr. Skýrði stjórnin ennfremur frá því að væntanlega yröi rann- sóknastöö Hjartaverndar að Lág > múla 9 opnuð f vor, en það hús- næði eignaðist Hjartavernd fyrir um einu og hálfu ári. Er það 400 fermetra húsnæði og er j nú veriö að vinna af kappi að innréttingum þess. Hafa Hjarta- vernd borizt 6—7 milljónir króna í loforðum og gjöfum, sem renna til rannsóknartækja og innréttingar byggingarinnar. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem stjórnin hefir aflað sér, hafa milli 20—30 sjúklingar far- iö utan til hjartaaðgeröar á ár- inu 1966, en fjöldi þessara sjúkl- inga hefir farið vaxandi á und- anförnum árum. Sjúklingarnir hafa ýmist farið til Bandaríkj- anna eða Evrópulanda Kostnaður við þessar aðgerðir hefir verið um eða yfir kr. 200,000.— fyrir þá, sem farið hafa til Bandaríkjanna og kr. 80—100 þús. fyrir þá, sem sótt Framh. á bls. 10 Höggmyndasýning M.R. i Höggmyndasýning Listafélags Menntaskólans hefur nú staðið í eina viku og hlotið mikið lof gesta. Á sýningunni eru verk eftir 6 kunna iistamenn, alis 21 verk, og er þetta fyrsta höggmyndasýning sem haldin er hér á landi. Einnig er þetta fyrsta sýningin bar sem myndirnar eru lýstar upp með ljós- kösturum, sem eru einu ljósm í salnum. Sýningin, sem er i ný- byggingu menntaskóians við Lækj- argötu er opin daglega kl. 15--22 og mun hún standa til 4. marz. Unnið er að innréttlngum á húsnæði Hjartaverndar að Lágmúia 9. Ágœt loðnuveiði við Snœfellsnes Loðnuveiði hefur veriö ágæt að undanförnu við Snæfellsnes og hafa sumir bátanna fengið svo stór köst að nætur þeirra hafa rifnað. Einhver veiði hefur verið við Vestmannaeyjar — einnig í fyrri- nótt, en yfirleitt hefur loðnan veiðzt á daginn. 5 bátar komu í fyrrakvöld til Reykjavikur með loðnu. Gísli Ámi var með 300 tonn, Ögri 170, Vigri 170, Árni Magnússon 130 og Börk- ur 280 tonn. — Aflann fengu bát- arnir í fyrradag úti í Kolluálnum við Snæfellsnesið, en loðnan virðist á hraðri ferö noröur með landi. Þrír bátar komu til Akraness: Þórður Jónasson með 280, Þor- steinn með 270 og Sigurvon með 230 tonn. — Til Keflavíkur korntí: Viðey með 150 —60 tonn, Guðfejörg með 156 og Vonin með 200 tonn. Bræia er nú á miðmram og engar veiðihorfur. Harðfiskurinn var of mikil freisting Lögreglunni barst tilkynning um það í fvrrinótt, að brotizt hefði verið inn í kjötverzlunina á Laugavegi 32. Þegar lögreglan kom á staðinn, voru tveir menn inni i verzluninni, önnum kafn ir við að gæða sér á harðfiski. Þess var ekki beðið, að þeir ætu sig metta, heldur voru þeir teknir og farið með þá í fanga geymslur lögreglunnar. Báðir voru þeir við skál. Viðurkenndu þeir strax brot sitt, en kváðust ekkert erindi hafa átt annað, en seðja sárasta sultinn. Fjögur þjófnaöar- mál á ísafirði þessar mundlr. Eru það 4 innbrot sem framin voru rétt fyrir áramót. í nóv. var brotizt inn f vinnuver lamaðra og fatlaðra, skömmu áður en brann þar, en litlu stolið. í des. var brotizt inn hjá úrsmið á staðn- um, í fyrsta skipti, sem bað kem- ur fyrir hjá honum og þaöan stol ið 5 nýjum úrum, en engum pening um, sem þó voru þarna í verzlun- inni. Talið er lfklegt, að þjófur- inn hafi farið inn um glugga á bak- hliðinni. Einnig var brotizt tvisvar inn hjá smurstöðinni, en baðan stol ið lítiiræði einu, í bæði skiptin. í öll skiptln var litlu stolið og lítið skemmt. Málin eru enn í rannsókn. Fjögur þjófnaðarmál eru í rann- sókn hjá lögreglunni á ísafirði um Litla fólkið á dagheimilinu Fögrubrekku á Seltjarnarnesi fékk aö halda grímuball i gær og var þar heldur en ekki glatt á hjalla. Mættu þar um 30 börn á aldrinum 2-6 ára og voru á- reiðanlcga þar á meðal yngstu gestir sem sótt hafa grímudans leik hér á landi til þessa. Mátti sjá þar marga litla skrýtna kerl inguna og margan skrýtinn karl- inn eins og myndin sem ljós- myndari Visls B.G. tók, ber með sér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.