Vísir - 25.02.1967, Blaðsíða 5
V í SIR. Laugardagur 25. febrúar 1967.
5
Etrúrskar konur báru fram rétti gerða úr
vatni og hveiti líkt og spaghetti
Við heyrum varla orðin
makkaroni og spaghetti svo að
okkur verði ekki hugsað til
Ítalíu, landsins, þar sem þessi
hveitimatur er ein aðaluppistað-
an í mörgum af þeim þjóðarrétt-
um, sem frægastir hafa orðið.
Og mun ekki vera ofsögum sagt
að hver ítali boröi að jafnaði
marga kílómetra af spaghetti
á ári hverju.
Spaghetti og makkaroni eru
ekki nema tvö afbrigði af
„pasta“, en svo nefna ítalir
hveitimat þennan. Gefa þeir
honum svo ýmis gælunöfn, t.d.
spaghetti', makkaroni og lasagna,
eftir því hvernig hveitistykkin
eru í laginu og hvernig efnasam-
setningin í þeim er.
Margir hafa haldið því fram
aö landkönnuðurinn Marco
Polo hafi flutt uppskriftina að
þessum hveitimat meö sér frá
Kína til Ítalíu, en það mun vera
alger misskilningur aö því er
aðrir segja. I dagbók sinni
minnist Marco Polo á einum
stað á kínverskan rétt, sem
geröur sé úr hveiti og vatni —
en þessi réttur var mjög svipað-
ur lasagna, sem hann þekkti frá
Feneyjum þótt hið síðarnefnda
hafi ekki komizt til skila í þýð-
ingum á dagbók hans. Gerði
maður nokkur að nafni Milton
Davis grein fyrir þessu nýiega í
„Rome Dafly American" og
kemur hann þar með margt
annað fróðlegt í sambandi við
þennan ítalska hveitimat.
Segir Davis að etrúrskar
konur hafi gert lengjur úr hveiti
deigi og mótað lengjumar í elþ-
húsáhaldi, sem líktist prjóni. í
rómverskum sögum segir frá því
að þúsund árum fyrir daga
Marco Polo hafi Rómverjar
gætt sér á þessum rétti og
Apicio Celio, yfirmatsveinn i
eldhúsi Tiberiusar keisara er
sagður hafa aukið matarlyst
keisarans meðan hann dvaldist
á Capri með því að gefa honum
„pasta tirata" hveitilengjur.
Og 100 árum áður en Marco fór
til Kína segir einsetumaður
nokkur frá því, að honum hafi
verið borið makkaroni á bæ í
nágrenni Napoli. i matreiðslu-
bók frá þvi um 1400 er sagt
frá pasta, sem er í laginu eins
og skeifur, skóspennur og bók-
stafir.
Orðið makkaroni, sem upp-
haflega var skrifað maccheroni
er afbökun á griska orðinu
„makaria“. „Makaria“ var nafn
á rétti, sem Grikkir snæddu
meðan þeir stóöu næturvörð
hjá látnum ættingjum og vinum.
Sérfræðingar segja, að eftir
að spaghetti er komið á diskinn
megi ekki skera það með hníf —
og það á að borða þannig að
sambandið milli munns og
disks slitni ekki fyrr en spag-
hettið er búið. Hætt er þó við
að mörgum finnist slíkt athæfi
ekki til fyrirmyndar og varla
ástæða til aö taka þann sið upp
hér noröur á íslandi, jafnvel
þótt okkur finnist gott aö fá
spaghetti öðru hvoru til tilbreyt-
ingar frá kartöflum með kjöti
eða sem sjálfstæðan rétt.
Makkaroni er einhver fljót-
gerðasti réttur, sem hugsazt
getur, en heldur er hann nú
bragðdaufur, ef hann er ekki
bættur með sósum og kryddi.
Pasta asciutta
spilamennsku á köldum vetrar-
kvöldum:
Sjóðið spaghetti og skoliö
það vel. Gerið hvíta sósu og lit
ið hana méð örlitlum tómat-
krafti. Skerið spaghettið í bita
og smyrjið síðan litlar eldfastar
skálar. Setjið svolitla sósu á
botninn, síðan spaghetti, þá
rækjur og síðan sósu aftur. Strá
ið rifnum osti yfr, setjið í 275
gráðu heitan ofn og látið bakast
þar til rétturinn er vel heitur og
Ijósbrúnn.
„Pasta asciutta“
Algengasti ítalski spaghetti-
rétturinn er vafalaust „spag-
hetti a la milanaise", en það er
einfaldlega spaghetti nieð tómat-
sósu og osti með kryddi að vild
og eru olffur bomar með.
„Spaghetti a la romaine“ og
„spaghetti a la bolonaise“ eru
líka þekktir spaghettiréttir en
þeir eru flóknari en Mílanó-
spaghettj. „Pasta asciutta“ er
einnig ljúffengur ítalskur spag
hettiréttur og er hann gerður á
eftirfarandi hátt:
2—3 laukar, 1 geiri hvitlauk-
ur, 4 skeiðar olía, 200 g svína
hakk, 100 g skinka, 100 g tómat-
kraftur, 65 g sveppar, 1 lárviðar
lauf, rosmarin, salt og pipar,
Yi líter vatn, 400 g spaghetti og
rifinn ostur.
Brytjið laukinn og hvítlaukinn
f smábita og látið brúnast í
olíunni. Brytjið skinkuna og setj
ið hana ásamt hakkinu út f og
látiö malla nokkrar mínútur.
Bætið tómatkraftinum út í, enn-
fremur sveppunum sundurskom
um og kryddinu. Látið sjóða a.
m.k. 25 mínútur.
Spaghetti er soöið og skolað
og sósunni hellt yfir og hún
skreytt með nokkrum sveppa-
sneiðum. Rifinn ostur borinn
með.
Sambandið milli manns og disks
má helzt ekki slitna fyrr en
neytandinn hefur nnbvrt allt,
sem á diskinum er.
Makkaroni er nefnilega ekki gert
úr öðru en hveiti, vatni og salti
og egg eru sett f beztu tegund-
irnar. Af þessu gefur að skilja
að það er snautt af vítamínum,
en auðmelt, ef það er soðiö
hæfilega mikið.
s
v-t ■ b
Sænskur spaghettiréttur
Þennan spaghettirétt segja
Svfar að tilvalið sé að bjóða upp
á þegar tekig er smáhlé frá
Sagt er að etrúrskar konur
hafi gert spaghetti.
Chanel segir
.
aðeins mður á mið læri — mað-
ur líkist helzt skólastelpu. Fá-
ránlegt!
Chanel sagöi skýrt og skorin-
ort að- París sé að missa sæti
sitt sem tfzkumiðstöð.
—: Aldrei fyrr en nú hef ég
heyrt nokkum þora að gefa í
skyn að tízkan komi frá Italíu
eða USA. Við höfum misst stöðu
okkar í tízkuheiminum, vegna
þess að það eru karlmenn sem
teikna fötin hér.
— Franskar konur sem búa
úti á landsbyggðirini eru betur
klæddar en konur i París og
það er vegna pess að úti á
landi eru þúsundir góðra sauma-
kvenna, sem kunna sitt fag,
sagði Chanel í lok blaðamanna-
fundarins.
Stutta tízkan
■
Coco Chanel, franska tízku
drottnlngin, hefur hrærzt í tízku
heimi Parísar i meira en hálfa
öld og jafnan notið þar mikillar
virðingar. Nú er hún orðin 83
ára og f haust verður frumsýnt
í New York leikrit, sem fjallar
um ævi hennar. Var fyrir
skömmu haldinn blaöamanna-
fundur í sambandi viö leikritið
og mætti Chanel þar að sjálf-
sögðu. Ekki þarf að því að
spyrja að hún var m. a. spurö
um álit sitt á stuttu tízkunn;
og svaraði hún þá:
— Stútta " tízkan, 'þar sem
pilsfaldurinn er uppi á miðjum
lærum er hræðilega bjánaleg
og hlægileg. Menn sem kæra sig
ekki um konur ættu ekki að fá
að gera föt handa þeim. Þeir eru
bara að reyna að gera þær
hlægilegar. Það er engri konu
f hag að vera í pilsi, sem nær
Peysur sem þessi eru ekki óalgeng sjón í gluggum sportvöru-
verzlana erlendis, á Norðurlöndum, í Þýzkalandi og Mið- og
Suöur-Evrópu. Eru þær jafnan nefndar íslandspeysur, eða ein-
faldlega ICELAND, upp á ensku og á nafnið vafalaust að gefa
til kynna að þessar peysur séu notaöar í frosthörkunum norður
á Islandi og því áreiðanlega hlýjar. Lítíð sést þó af peysunum
hérna, enda eru þær ekki gefnar — sá fulltrúi Kvennasfðunnar
eina slíka í glugga ffnnar verzlunar í París og kostaði hún hátt
á fjóröa þúsund krónur. En það eru fleiri en þessar peysur,
sem kenndar eru við ísland. Nágrannar okkar á Noröurlönd-
unum kalla útprjónaðar Iopapeysur gjaman íslandspeysur og
em þær ólíkt meiri íslandspeysur en peysan sem stúlkan á
myndinni er i.