Vísir - 25.02.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 25.02.1967, Blaðsíða 4
 A síðan -x Tekinn oð gamlast Mynd af de Gaulle hefur birzt víðá uni heim, en hún verður aldréi gerð opinber í Frakklandi. Myndin var tékin þegar de Gaulle var viðstaddúr útför Juins marskálks og sýnir myndin for- sétann á því augnabliki er hann hrasaði þegar hann var að stíga inn í bifreið sína og var aðstoð- aður af ótal höndum, sem réttar voru fram til hjálpar. Á sama andartaki og óhappið skeði var öllum frönskum sjónvarpsljós- myndavélum snúið frá staðnum — einn blaðaljósmyndari náði þó í mynd af því, þegar forsetinn missteig sig og myndin fór hring- ferð um heiminn án þess þó að birtast í Frakklandi þar sem ekki er óskað eftir því, að hinn 76 ára gamli forseti sýni nokkur aldursmérki. Nú hafa verið gerðar ráöstaf- anir gégn því að myndin birtist nokkru sinni í Frakklandi. Franskt vikublað hefur keypt upp alla birtingarétti á henni í Frakklandi, en ekki til þess að birta myndina heldur til þess að koma í veg fyrir það, að nokkurt blað i Frakklandi geti notað myndina. Við upptöku með Brigitte Bardot — Bardot varð fyrir því óhappi að fótbrotna nýlega en áður hafði hún leikið í nýrri kvikmynd og fengið 9 milljónir króna fyrir ina að mótspilara sínum ,sem í þessu tilfelli er hvítur kross á veggnum. í þessu atriði fylgir ljós myndavélin aðeins Brigitte Bar- dot. Það er hlutskipti atvinnuleik arans að leika átakamestu atburði með krítarkross eða málaðan blett sem mótleikara. Bourguignon stanzar upptökuna Framh. á bls. 10 Drigitte Bardot, sem um þessar mundir hefur veriö að leika í nýrri kvikmynd, varð fyrir því óhappi, að detta og fótbrjóta sig Óhappið skeði í höll kvik- myndaleikkonunnar við vetrar- iþróttabæinn Meribel, þar sem hún ætlaöi að hvíla sig í nokkra daga. Hún rann til á gólfteppi og datt niður' nokkrar tröppur með þeim afleiðingum, að hún sneri annan fótinn og braut ökkla beinið. Frá því að hafa leikið í „Viva Maria“ hafði Brigitte Bardot sagt nei við öllum tilboðum þangað til leikstjórinn ungi, Serge Bourgu- ignon, lagði fyrir hana kvik- myndahandrit skrifað af rithöf- undinum Vahé Katoha. En það er dýrt að gera kvikmynd með Brigitte Bardot, lágmarkslaun hennar eru rúmar 9 milljónir kr. og Bourguignon varð að fordæmi Francois Truffaut, þegar hann gerði „Fahrenheit 451“, að fara yfir sundið og ná i höfuðstólinn hjá enskum framleiðanda. Hin nýja kvikmynd Brigitte Bardot nefnist „Af hiartans Iyst“, og er um franska ljósmyndafyrir- sætu, sem verður ástfangin með- an hún er á ferðalagi í Englandi og Skotlandi. Mótleikari hennar er franski leikarinn Laurent Ter- zieff. 1 stuttu, æsandi sumarleyfi tæma þau alla möguleika ástar- innar og án þess að vita hvort það er rétt yfirgefa þau hvort annað, hún til þess að fara heim til eiginmanns síns I París, hann til þess að fara i jarðfræðileið- angur til Austurlanda. Við verðum nú áhorfendur að því, þegar tekið er atriðið þegar elskendurnir kveðjast. Atriðið skeður í litlu hótelherbergi i Lon- don. í kvikmyndasalnum er þving andi andrúmsloft. Brigitte Bar- dot situr á hjónarúminu í hótel- herberginu og býr sig undir loka- atriðið þar sem hún á bæði að láta í ljós örvæntingu og létti. Síða, ljósa hárið hennar fellur laust um herðamar. Leikstjórinn liggur á hnjánum fyrir framan hana og hvíslar síðustu athuga- semdunum að henni. Hún hlustar með athygli og kinkar annað veifið kolli eða endurtekur leið- beiningamar. — Allt er tilbúið til mynda- tökunnar. — Brigitte Bardot rís hægt á fætur og fer i græna peysu og gengur að dyrunum. Ljósmyndavélin fylgir henni eftir. Það eru um það bil 50 manneskj- ur viðstaddar í upptökusalnum, samt er grafarþögn. í dyrunum snýr hún sér við og lítur í átt- Brigitte fór í fýlu: Hér gef ég mig alla í þetta og svo gerið þið allt tiÞ þess að trufla mig. Bourguignon : Aðeins Brigltte get ur leikið þetta hlutverk. Serge Bourguignon segir með áherzluþunga við B rigitte: Mundu að þú ert að kveðja fyrir fullt og allt manninn, sem þú eiskar. Skólaklæðnaður. Fyrr í vetur var skrifað nokk- uð um skólaklæðnað í þætti þessa, og var skorað á skóla- yfirvöld að koma á slíkum skóla klæðnaöi í barna- og unglinga- skólum. I fyrsta lagi er hér um stórkostlegt sparnaðarmái að ræða, þar eð léttara er fjár- hagslega að klæða unglinga i siíka búninga, heldur en að elta ólar við tízkuprjál, sem byrjar of snemma hjá flestum ungling um. Það hefir marga kosti, að unglingar, sem eru saman í skóla, séu eins klæddir, þá þarf englnn aö öfunda annan. í þriðja lagi er álitamái, hvort einkennisbúnir unglingar myndu ekki haga sér betur á almanna- færi. Myndi ekki skólabúning- urinn verða nokkurs konar nafn Ég er viss um, að ef skólabún ingar yrðu gerðir að reglu, gæti verið um stórt fjárhagslegt hags leiddir yrðú í stóru upplagi ættu að verða ódýrari i framleiðslu, en alls konar tízkuföt, sitt af Götu skírteini, eða a.m.k. ættu lög- regla og dyraverðir betur aö geta gert sér grein fyrir hvað- an þeir unglingar eru, sem þeir eiga skipti við. munamál að ræða, sem kæmi sér vafaiaust vel fyrir margar barnafjölskyldur, að geta klætt börn sín á ódýrari hátt. Smekk- legir skólabúningar, sem fram- hverju tagi. Hér væri á ferðinni hagsmuna mál, sem kæmi sér ekki síður vel fyrir afkomu margra fjöl- skyldna en hækkað kaup, en hef ir þann stóra kost. að slíkt úr- ræði væri þjóðarspamaður og gæti því verið einn liður í að hamla á móti margumtalaðri þenslu. Þegar um betta var skrifað fyrr í vetur, þá tóku nokkrir bréfritarar í sama streng og voru hlynntir málinu og töldu hér vera um barfamál að ræða. Er þvi enn skorað á viðkom- andi skólayfirvöld að láta mál- ið til sín taka. Mætti þá undir- búa málið og taka það með krafti fyrir næsta haust. Hvernig væri fyrir stéttarfé- lögin að styðia þetta mál, eða vilja þau ekki kiarabætur á þennan hátt? Þrándur i Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.