Vísir - 25.02.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 25.02.1967, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Utgetandi: SlaOadtgátaD VlSOt Framkvæmdastjóri: Dagui Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson ASstoOarritstjóri: Axel Thorsteinson Fríttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson. Auglýsingar: Þingholtsstrœti 1, slmar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjórn: Laugavegi 178. Slmi 11660 Í5 Unur) Askriftargjald kr. 100.00 ð mánuði innanlands. I lausasölu kr. 7.00 eintakiB °r«ntsmiðja Vfsis — Edda h.f Loddarar JTélagsskapur sá, sem nefnir sig Samtök hernáms- andstæðinga, er ekki með öllu gagnslaus í þjóðfélag- inu, því telja má hann til skemmtikrafta, sem ýms- ir hafa gaman af. Keflavíkur- og Hvalfjarðargöngur og annar þess háttar kjánaskapur eru með öllu gagns- laus viðbrögð gegn dvöl vamarliðsins í landinu, en þau hafa vakið almennan hlátur um allt ísland, og það eru ekki einskisverð samtök, sem þannig em alþjóð til skemmtunar. Kommúnistar hafa, sem kunnugt er, haft forystu í þessum samtökum,og fengið þar í lið með sér eitt- hvað af svokölluðum Þjóðvarnarmönnum og öðrum nytsömum sakleysingjum. Hlutverk samtakanna átti vissulega að vera annað og meira en að skemmta landsfólkinu með fíflalátum, en reyndin varð samt sú, að enginn tók þetta brölt alvarlega, en þó fór Félag ungra framsóknarmanna nú iyrir skömmu að heimska sig á að halda sameiginlegan fund með þessu fólki. Þetta uppátæki ætti að opna augu manna betúr en margt annað, fyrir því hvers konar félagsskapur sam- tök ungra framsóknarmanna éru. Forustan þar hlýtur að vera misvitur í meira lagi, ef hún heldur að þjóðin skipti við þetta um skoðun á samtökum hemámsand- stæðinga, eða trúi því að þetta uppátæki þeirra fram- sóknarpilta eigi eitthvað skylt við þjóðlegan metnað eða föðurlandsást. Þetta á að vera kosningabrella þótt furðulegt sé að láta sér detta í hug að hægt sé að veiða atkvæði á því að fara í flatsæng með svo- nefndum hernámsandstæðingum, sem nálega öll þjóð- in hlær að. Þar að auki man þjóðin enn eftir loddaraleiknum, sem Framsókn lék 1956, þegar hún fékk samþykkta á Alþingi tillögu um brottrekstur varnarliðsins, komst svo til valda og forustu í ríkisstjórn og sneri þá algerlega við blaðinu ög bað várnarliðið að sitja sem fastast. Kommúnistar voru einnig í þeirri sælu stjórn og lögðu fúsir blessun sína yfir að samþykkt Alþingis væri að engu höfð. Síðan hafa hernáms- andstæðingar ekki verið teknir alvarlega, heldur sem g'rínfígúrur á vegum úti og annars staðar þar sem þeir hafa komið saman. Afstaða Framsóknarflokksins til dvalar varnar- liðsins hér, vestrænnar samvinnu og samskipta okk- ar við aðrar lýðræðisþjóðir, ef afstöðu skyldi kalla, er með þeim endemum, að flokkúrinn ætti fyrir löngu að hafa glatað trausti allra hugsandi manna í land- inu og vinaþjóða okkar á Vesturlöndum. Sá hringl- andaháttur, tvöfeldni og ábyrgðarleysi, sem forustu- menn Framsóknar hafa gerzt sekir um síðári árin, ætti að hafa fært öllum heim sanninn um, að Fram- sókn er aldrei hægt að treysta og aldrei hægt að vita upp á hverju hún kann að taka. V í S I R . Laugardagur 25. febrúar 1967. Jónas Jónsson frá Hriflu: Atgeir Gunnars í kennslumálum P’unnar á Hlíðarenda er vin- 'Jr sælasti stríðsmaður þjóðar- innar. Ef til vill meta landar hans hreysti hans og vfgfimi og manndóm enn meira af því hann vildi ekki vega andstæðinga sína nema í sjálfsvöm. Nú hafa nýlega orðið nokkrar umræður um vígfimi Gunnars f blöðum bæjarins, ekki sfzt í Vfsi, og vildi ég fá að bæta þar við fá- um orðum. Útgáfustjóm skólabóka gaf út í haust hefti af íslandssögu eft- ir mig. Bókin er orðin hálfrar aldar gömul. Hafa nálega allir miðaldra íslendingar og yngra fólk í skólum lesið hana á ferm- ingaraldri. Bókin er af gamla skólanum. Stuttir sögukaflar og sparlega farið með ártöl. Hún er aldrei notuð við yfirheyrsl- ur til landsprófa, þar þarf allt aðra tækni. Fjessi litla kennslubók varð til með óvenjulegum hætti. Ég var þá nýkominn að störfum viö Kennaraskólann. Þar voru 20 böm 10—14 ára, send úr Mið- bæjarskólanum í einhverskonar útiagadeiid. Börnin voru mjög misjöfn að aldri og þroska. En reyndir menn við stóra skólann töldu að þetta mundi samt duga því að skólinn væri eiginlega útií sveit og ekki í bænum sjálf um. Meðal ýmissa annarra náms greina sem ég átti aö kenna þessum börnum var íslandssaga. Þar var við hendina bók eftir kunnan sagnfræðing. Það var greinargóð bók, en nokkuð auð- ug af smáatriðum. Hún mundi hafa reynzt vel við landspróf. En nemendum mínum þótti hún sér ofviða. Þeir sögðust ekki geta lært hana eöa munað hin mörgu einstöku atriði og báöu mig í stað þess að segja sér sögu. Þau sögðust halda, aö þau mundu þá muna það betur held ur en bókina. Ég sagði bömun- um að ég vildi reyna þetta. Ég var úr sveitinni kunnur göml- um venjum við að nema sögur og kvæði með sjálfsnámi. Ég var ekki vel undir þetta búinn. Ekki sagnfræðingur heldur kenn ari á byrjunarstigi. Ég tók mig til og las fomsög- umar, Sturlungu og nokkuö margar aðrar bækur, þar á með al doktorsritgerð Valtýs Guð- mundssonar um húsaskipan í fomöld og prýðilega bók um íþróttir fornmanna eftir Bjöm frá Viðfirði, en hann var sam- kennari minn við skólann. Ég vissi að öldum saman haföi þjóð in menntazt í sögu, ljóðum og fræðum með því að lesa án kennslu í heimahúsum. Ég byrj- aði þessa gömlu kennsluaðferð og hún lánaðist vel. Bömin voru að vísu ósamstæð, en söguform- ið tengdi þau furðu vel saman. Lítið var um próf, en árangurinn af kennslunni furðu góður, því að þegar liðin var hálf öld sett- ust 20 gamlir nemendur úr þess um gamla kjallarabekk saman í tumherbergi að Hótel Bqrg. Þau buðu mér þangað, sem gömlum kennara til minningar um söguna. Þessi litli hópur fékk sér sfðdegishressingu í hót- elinu og rifjaði upp foma daga. Lærisveinahópurinn hafði dreifzt mikið á hálfri öld. Séð margt og reynt margt. En hér fundust þeir að nýju til að minn ast æskudaga og gleðjast yfir genginni tíð viö fjölþætt störf og góðan árangur. Þessi börn, sem nú voru orðin roskið fólk eru hinir raunveru- legu höfundar þeirrar bókar, sem hefur verið oft til umræðu i sambandi við atgeirinn fræga. Ég skrifaði sögumar og gaf sfð- an út. Á þeim árum urðu bömin sjálf að kaupa allar kennslubæk ur, en skóli og kennari gaf leyfi um valið. Sögukver bamanna varð síðan smátt og smátt vin- sælt fyrirtæki, þó voru einstöku foreldrar, sem ráðlögðu börn- um sínum að kaupa ekki þetta rit því þeir höfðu ekki góðan bif ur á útgefandanum. En smátt og smátt var þessi kjallarabók notuð í öllum skólum landsins. Fermingardrengur úr sveit á Suðurlandi hafði keypt sína bók, en hún var orðin slitin í skóla- töskunni og bandið lélegt. En honum þótti vænt um bókina og fékk hana bundna i snoturt band til að eiga kverið, þó það væri komið af bemskuárunum. Þetta voru skemmtileg með- mæli með höfundunum og rit- ara. Um sama leyti lenti bókin í nokkrum vandræðum á norræn- um kennarafundúm. Þá voru kenrtarar á Norðurlöndum Önn- um kafnir vig að nema burt úr gömlum bókum orð, sem minntu á deilur Skandinava fyrr á öld- um. Grunur féll á að islenzka kennslubókin væri þjóðlegri í anda og orðalagi heldur en þess- um nýju samstarfsmönnum þótti við eiga. Dæmi voru nefnd um íslenzka andúð í sambandi við gamlar deilur, en þó var það mál látið niður falla. Það er þó mál manna, að þessi bók hafi átt þátt í að stæla sjálfstæöisvilja íslenzku þjóðarinnar. Sú varð lfka raun in, þegar kom að síðustu átökun um í skilnaðarmálinu. Vinsæl- asti stjórnmálamaður Dana var búinn að kanna hug valds- manna í fslenzka höfuðstaðnum í hálfan mánuð og sagði mér þeg ar leið að leiðarlokum, að hann þættist þess fullviss að það væru ekki nema örfáir menn í höfuðstaðnum, sem óskuðu eftir þvf að fslenzka þjóðin fengi það sem hún kallaði „full frihed." Ef athugun þessa danska stjórn- málamanns hefur verið sæmi- lega nákvæm þá má segja að ekki hafi veitt af að kynna ung um Islendingum erfiðleikana á sambúð íslendinga þegar þeir urðu að sækja undir þjóð sem var stærri og voldugri. Cíöastliðið ár taldi útgáfustjórn ° in rétt að minnast þess hve lengi þessi litla íslandssaga heföi verið notuð í öllum barna skólum landsins. Allar líkur bentu til, að hún mundi verða notuö að einhverju leyti enn um nokkra stund. Þá ákvað út- gáfustjóm kennslubóka að gefa þessa bamabók út f eins konar hátíðarútgáfu. Þar var vandað mjög um prentun, pappír og band og leitaði útgáfustjómin til eins af fremstu myndlistarmönn um landsins, Halldórs Pétursson ar, til að auka gildi þessarar bók ar með sögulegum teikningum. Listamaðurinn tók þessu vel og var þetta þó mikið verk. Mjög vel hefur listamanninum og útgefendum tekizt að velja snjöll orðtök úr fomritunum með myndunum. Ein af þessum ágætu teikningum er boðið á Bergþórshvoli, þar sem Berg- þóra húsfreyja ræður húsum. Mjofd Bergþóru er áhrifamikil. Þeir sem horfa á mynd hennar gætu trúað henni vel til að stýra með festu og nokkurri harö- stjóm heilu keisaradæmi. Hall- gerður er fegurðardís. Þar er andstæða, en listamaðurinn bjargar líka vel þvf máli. Önn- ur hetjumynd af mörgum góð- um er úr Reykholti. Hvamm- Sturla er þar gestur hjá prest hjónunum. Bónda lék hugur á að ná eignarhaldi á jörðinni. Orð ræður Sturlu og frúarinnar eru sígildar. Konan full af ofdirfsku og skapmikil og vill ekki aka seglum eftir vindi. Nú er árlega fjöldi hraustra og lifsglaðra img menna við nám í Reykholti. Þar sjá þeir söguna eins og skugga- mynd. Baráttu um þessa fall- egu jörð, slægð dalabóndans, úr- ræði Jóns Loftssonar, sem býð- ur til sátta að fóstra þrevetran svein. í Odda fæddist upp mesti ritsnillingur þjóðarinnar. Síðan ritaði hann frægar bækur í Reyk holti. Þar er gröf hans og glæsi- leg stytta eftir einn af mestu listamönnum Norðurlanda. Þann ig tengir sagan manndóm, gáf- ur og snilld þeirra, sem byggja landið. Nú hefur snjall íslenzk- ur listamaður tengt Reykholt og söguna við nútímalffið á íslandi Hundruð ungmenna koma ár- lega að Snorralaug og kynnast ritum Snorra. TTmræðumar í blöðunum um - atgeir Gunnars hafa orðið til að auka gildi þessarar litlu kennslubókar. Eintök af henni verða ef til vill sfðar seld eins og kjörgripir, þegar fræðimenn keppa um sjaldgæfar, eftirsó’ n- arverðar bækur á uppboöum bókamanna í Reykjavík. En inn an tfðar verður þessi bók samt eins og aðrir gamlir góðir hlutir lögð til hliðar. En vel má vera að hún verði þá til fyrir- myndar í uppeldismálum íslend- inga. Kostir hinnar fomu sögu- menntunar á heimilinum eru ó- tvfræðir. En framvinda þróun- arinnar er allhröð á líðandi stund. Lítil og stálpuð böm mæðra, sem starfa utan heim- ilis, og stálpuð börn með lykil um hálsinn, sem leita griða í mannlausu heimili munu heimta nýtt uppeldisform. Þá verður jafnframt hendingum frá heims viðburðum leitað eftir fyrir- myndum úr baðstofum eins og Ari fróði, Sturlungar og Jón Arason þekktu á æskuárum. Ef til vill biðja böm um kvæði úr Fjalla-Eyvindi, um þulur, einfald an söng, ævintýri, þjóðsögur og hetjusögur. Þar verður ef til vil! lagður grundvöllur að uppeldi vélaaldarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.