Vísir - 25.02.1967, Blaðsíða 10
10
V I S I R . Laugardagur 25. febrúar 1967.
"AF HVEHJU ±LLK ií'KUaKlViAUUK
MEÐ SLÖKKVILIÐINTJ ?"
"VEGNA ÞESS AÐ ÞAÐ ER KVIKNAÐ í SUNDLAUGINNI"
Klipptir —
Framh. af bls. 1
væri fyrir hendi og nú skyldu
allir taka saman höndum um að
leysa skólann undan öllum lúsa-
orðrómi.
Sagðist skólastjórinn hafa ósk
að eindregið eftir því, að aJlir
,;bítlar“ létu klippa sig og þaö
strax daginn eftir. Þeir sem
ekki gerðu það yrðu klipptir í
skólanum. Þetta bar árangur en
daginn eftir, miðvikudag, var
svo fenginn rakari upp í skóla
og 10 hausar klipptir. Sagði
Ragnar að enginn heföi verið
neyddur til þess arna, en klipp-
inguna hefðu þeir fengið ókeyp-
is; Og þá kvað hann það hafa
gert mikla lukku að rakarinn
hafði endað á skólastjóranum
sjálfum.
Árangurinn er sá, að enginn
bítill er lengur í skólanum.
Raunar voru þeir aldrei margir
og enginn með bítlahár eins og
það gerist hvað mest, aðeins til
hneigingar í þá átt. sagði Ragn-
ar að lokum. Ég hef alltaf verið
á móti „bítlahári“ — af hrein-
lætisástæðum.
Vísir átti einnig tal við nokkra
rakara hér í borg og sögðu þeir
ekki því að neita, að nokkru
meira hefði verið um bítlaklipp-
ingar undanfarna daga, en áður
og þá í og með vegna lúsaorð-
róms, svo að verið getur. að
fleiri skólar hafi gert sfnar ráö-
stafanir, líkt og Álftamýrarskól
inn.
Rakarar sögðust hins vegar
álíta að ,,bítlahár“ væri nú mik-
ið að hverfa. Þaö væru aðallega
hljómsveitarstrákar, sem héldu
fast við þennan sið forsprakk-
anna frægu, The Beatíes.
Hins vegar munu unglingar
famir aö aðhyllast annars kon-
ar „stæl“ á hársnyrtingu, sem
að einhverju leyti mun sprott-
inn upp úr „bítlastælnum“ og
guð má vita hvað í vændum er.
Uvn 3000 nianns
hafa séð sýninguna
ú verkum Þórarins
B. Þorlákssonar
Yfirlitssýnlng á verkum Þórar-
ins B. Þorlákssonar, fyrsta ís-
lenzka listmálarans, sem forfram-
aðist í listgrein sinni, hefur nú
staöið í rúma viku, en hún er opin
í Listasafni ríkisins í Þjóðminja-
safninu.
Aðsókn hcfur verið mjög góð,
nær 3000 manns hafa sótt sýning-
una. Ekki er ákveðið hve lengi
sýningin verður opin, en hún er
sýnd daglega á tímanum frá 13.30
til 22.
Kveðizt á —
Framh. af 1. bls.
Orðan barst frá okkar grönnum
eins og fleira
þarflaust tildur. Þeir er vanir
þessu, t.a.m. Danir.
Og sagt er, að Rússar sæmi
ýmsa svona skrauti.
Það er hengt á vildarvini
valdhafanna í heiðursskyni.
íþróttir —
Framh. af bls. 2
Drengjaflokkur:
1. Tómas Jónsson Á 32,4 sek.
2. Haraldur Haraldss. ÍR 37,3 sek.
3. Guðjón L. Sverriss. Á 39,4 sek.
4. Þorv. Þorsteinsson Á 41.4 sek.
Telpnaflokkur:
1. Margrét'Eyfells ÍR 41,2 sek.
2. Jóna Bjarnadóttir Á 48,2 sek.
3. Áslaug Sigurðard. Á 49,3 sek.
En að lokinni ræðu Skúla
kvaddi Gylfi Þ. Gíslason mennta
málaráðherra sér hljóðs og
mælti þannig:
Hér er bæði merkt og mikið
mál á ferðum.
Hugsjón glæst í heiniinn borin.
Herör djarfleg upp er skorin.
Upp frá’þessu ei skal nýjar
orður veita.
Hér er hin sanna framsókn falin.
Frelsisást það líka er talin.
En því vill flutningsmaöur þessa
þarfa máls síns
láta orður áfram lafa
á þeim, sem þær núna hafa?
Skyldi hann eiga einhvern vin
sem yrði hryggur,
ef hann mætti ekki sína
orðu láta á brjósti skíná?
Fíat 850 - Coupé
Til sölu er Fiat 850 Coupé ’66.
Keyrður aðeins 10 þús. km.,
rauður. aö lit. Uppl. í
LAUGAVEGI 90-92
K.F.U.M.
Brigitte Bardot -
Framhald af bls. 4
hann er ekki ánægöur. „Brigitte,
mundu að þú ert að kveðja fyrir
fullt og allt, manninn, sem þú
elskar.“ Atriðið er tekið upp aft-
ur, og enn aftur, allt í séx sinn-
um. En á meðan hefur óhappið
skeð. TSsknimaöur hefur misst
eldspýtustokk á gólfið. (Það er
strangiega bannað að reykja, en
samt sem áður reykja allir). —
.Mon Dieu. Mon Mieu. Guð minn
góður. Hver er meö þennan háv-
aða við myndatökuna? Sá seki
gefur sig fram. Brigitte Bardot
er uppnæm. Hinn heimsfrægi
fílulegi munnur — segir: „Það er
ekki hægt að þola það, að vinna
við slíkar kringumstæður, ég sit
hérna og gef mig alla í þetta og
svo gerið þið allt til þess að
trufla mig.“
En eftir þetta smákast barna-
skapar, verður hún aftur róleg og
einbeitir sér að næsta atriði, sem
hún annars leikur svo vel, að
leikhússtjórinn hleypur upp um
hálsinn á henni og kyssir hana
ákaft á báða vanga. Brigitte geng
ur inn og hvílir sig.
Bourguignon segist innilega
vona, að kvikmyndin verði góð.
Siðasta kvikmynd hans „Launin“
með Max von Sydow og Yvette
Mimieux misheppnaðist og hánn
getur ekki lengur lifað á þeim
orðstír er hann hlaut fyrir kvik-
mynd sína „Sunnudagar með
Cybéle“, sem hlaut Oscarsverð-
laun. Brigitte Bardot sé villt
og gædd kynþokka aðeins hún
geti leikið aðalhlutverkið í kvik-
myndinni nýju.
Á morgun:
Kl. 10.30 f.h. Sunnudagaskólinn
Amtmannsstíg.
Drengjadeildin Langagerði 1.
Barnasamkoma að Auðbrekku 50
Kópavogi. \;
Kl. 10.45 f.h. Drengjadeildin Kirkju
teigi 33.
Kl. 1.30 e.h. Drengjadeildin Y.D.
og V.D. Amtmannsstíg og Holta-
vegi,
"1. 8.30 e.h. Æskulýðsvika hefst í
Laugarneskirkju. Ástvaldur Sig-
ursteindórsson, skólastjóri og
Gunnar Örn Jónsson tala.-Kór-
söngur. Engin samkoma í húsi
félaganna við Amtmannsstíg.
Hjartavernd —
Framhald af bls. 16.
hafa til Evróþulanda, Af þessu j
má sjá, að hér er um veruleg :
fjárútlát að ræða fyrir sjúklinga
og aðstandendur þeirra og það !
svo mjög, að oft getur það
reynzt fjölskyldum ofviða að
standa straum af þessum kostn-
aöi.
Til þessa hafa sjúklingar þess-
ir fengið styrk frá Minningar-
gjafasjóði Landspítalans, ferða-
styrk frá Tryggingastofnun rík-
isins og styrk af sérstakri fjár- i
I veitingu frá Alþingi, sem er í I
vörzlu skrifstofu landlæknis.
Eftir því, sem næst verður kom-
izt, hafa sjúklingar átt þess
kost að fá úr þessum sjóðum
samtals um kr. 40.000.— á ein-
stakling á sl. ári.
I sambandi við utanfarir ein-
stakra sjúklinga hafa verið gerð
myndarleg átök með fjáröflun-
um meðal almennings, en hér
hefir einungis verið um fá til-
felli að ræöa. Þar sem ætla má
að slíkum utanförum fari fjölg-
andi á næstu árum er nauðsyn-
legt, að sem flestir leggi hönd
á plóginn og sameinist um að
Iétta undir með sem allra flest-
um, er þurfa að fara utan til
læknisaðgerða.
Svæðafélög Hjartaverndar eru
dreifð um allt land. í framtíð-
inni verður það eitt af höfuð-
verkefnum, hvers svæöafélags
fyrir sig að styðja og styrkja
þessa viðleitni eftir föngum. Nú
er það svo, að í fámennum
byggðarlögum háttar öðru vísi
til, en í þéttbýlinu, og eiga þessi
byggðarlög þess ekki kost að
safna háum upphæðum
Það er álit stjórnar Hjarta-
verndar, að þessi hlið starf-
seminnar nýtist bezt með sam-
eiginlegu átaki og muni á þann
hátt koma sem flestum aö not-
BELLA
CMEj
um.
Bílasýning
Bílakaup Skúlagötu 55.
Símar 15812 og 23900.
Willys station árg. ’65 meö tal-
stöð. Verð kr. 300 þús.
Willys station árg. 1959 góður
bíll. Verö kr. 100 þúsund.
Consul Cortina árg 1966 ekin
10 þús. km. Verð.kr. lf>5 þús.
Consul Cortina árg. ’66 ekin 8
þús. km. skipti á Bronco.
Taunus 17 M station 1966 ekinn
24 þús. km. Verð kr. 225 þús.
Mercedes Benz árg. 1962 220 S
glæsilegur einkabíll. Verð kr.
240—300 þúsund. ’
Fæs.t gegn fasteignatryggðum
skuldabréfum.
Mercedes Benz 1955 180 diesel.
Verö kr. 60 þús.
Mercuri Comet 1962. Verð kr.
165 þús.
Mercuri 1953. Verð kr. 35 þús.
Buick 1959 8 cyl. beinskiptur.
Verð kr. 8Ö þús.
Cherolet Corver 1962. Verð kr.
120 þús.
Ohevrolet 1959 mjög glæsileg-
ur bfll. Verð kr. 85 þús.
Volkswagen 1965. Verð kr. 90
þús.
Volkswagen 1963. Verö kr. 85
þús.
Land Rover 1962 diesel. Verð
kr. 90 þús.
Ford ’55 station. Verð kr. 60
þús.
Dodge ’55. Verð kr. 37. þús.
Opel Capitan 1957. Verð kr. 60
þús.
Opel Capitan 1956. Verö kr. 55
þús.
Opel Kadett station árg. 1964.
Verð kr. 90 þús.
Rambler station 1961. Verð kr.
80 þús.
Zodiac 1958. Verð kr. 65 þús.
Austin Gipsy ’63 diesel. Verö kr.
90 þús.
Zodiac 1956, skipti á Willys
1942-’47.
Gjörið svo vel og lítiö inn á sýn
ingu okkar og skoðið hið mikla
úrval bifreiða á staönum. Skipti
koma til greina á flestum bif-
reiöanna.
Bílar við allra hæfi.
Kjör við allra hæfi.
Hringið - Komið - Skoðið.
BÍLAKAUP
Skúlagötu 55 (við Rauöará)
Símar 15812 og 23900.
„Ég sendi öllum vinum afmælis-
heillakort. Einnig beim, sem ég
kann ekki við. Annars fengi ég
aldrei neitt kort sjálf“.
MINNINGARSPJÖLD
Minningarkort Styrktarsjóös
vistmanna Hrafnistu D. A. S. eru
seld á eftirfarandi stöðum í R-vík,
Kópavogi og Hafnarfirði: Happ-
drætti DAS, Aðalumboði Vest-
urveri, sími 17757. Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur Lindargötu 9,
'sími 11915. Hrafnistu D. A. S.
Laugarási, sími 38440. Guðmundi
Andréssyni gullsmið Laugavegi
50 A, sími 13769. Sjóbúðinni
Grandagaröi, sími 16815. Verzlun-
inni Straumnes Nesvegi 33, sími
19832. Verzluninni Réttarholt
Réttarholtsvegi 1, sími 32818. ■
Litaskálanum Kárs.br. 2, Kópa-
vogi, sími 40810. Verzluninni Föt
og Sport Vesturgötu 4, Hafnar-
firði, sími 50240.
VISIR
50
fijrir
árum
Fólk mun hafa tekið eftir þeim
aragrúa af hundum, sem nú veð-
ur upp hér í bæ nótt og nýtan
dag. Verður varla bverfótað á
strætum og gatnamótum fyrir
hundaþvögu og er ekkert tilhlökk
unarefni að verða á vegi þeirra
í forinni, er þeir geisa um eins
og gráðugir úlfar.
25. febr. 1917.
SÍMASKÁK
9. d3—d4
Staðan er þá þessi:
Akureyri
Júlíus Bogason
Jón Ingimarsson.
I i ■ ■ *R i i & <é>í r"‘j “ 'jfflgs ðjp *■
m m rp m mm m m mm ii ■ ■«■! i m
Reykjavík
Björn Þorsteinsson
Bragi Bjömsson
Et'Æ-'V-
B
I