Vísir - 08.05.1967, Síða 4
A\ ‘ Ifi**,; 7-i-
k m, J"> t -f' it.
Þegjandalegt brúðkaup var
ekki við hennar hæfi
Það ríkti kyrrð og friður, þeg-
ar brúðurin gekk inn trjágöng-
inn, sem lágu að litlu þorpskirkj
unni. En kyrrð og friður var nú
Reikningshausinn
SANDRY
Aðal stjaman í Sirkus Krone i
Muniche er aðeins 7 ára gömul.
Hún heitir Sandry og heillar alla,
unga sem gamla gesti sirkusins.
Þessi fílaungfrú vekur mikla
furðu og aðdáun fyrir þá ein-
stæðu hæfileika, sem hún hefur
til að bera til þess að leysa
reikningsþrautir. Getur hún bæði
lagt saman og dregið frá án þess
að þar skakki nokkum tjma
nokkru um. Með eyrun blakandi
af ánægju yfir því að hafa leyst
dæmið, sem fyrir hana var lagt,
lemur hún útkomuna á trommu
með gúmmíhamrinum sínum.
Þessi reikningshaus gekk í skóla
hjá umsjónarmanni sínum, tamn-
ingamanninum Walter Franken, í
tvö ár. Þaðan útskrifaðist hún
með fyrstu ágætiséinkunn. Það
verður þó að játast, aö námið
var gert henni sætara en mann-
anna bömum. Hún fær sælgætis-
mola fyrir hverja rétta lausn.
ekki það, sem hún átti von á
við þetta tækifæri.
Hún hafði skýrt og greinilega
tekið það fram, að hún vildi að
leikið yrði á orgelið, meðan geng-
ið væri inn kirkjugólfið og upp
að altarinu'. En sem sagt engir
orgelhljómar ómuðu á móti henni.
Því nam hún staðar og neitaði
þverlega að taka svo mikið sem
eitt skref til viðbótar í áttina að
altarinu, fyrr en hafizt yrði handa
um orgelleikinn, og þannig stað-
ið við það sem lofað hafði verið.
Inni í kirkjunni biöu sextíu
brúðkaupsgestir og furðuðu sig
á því, hvað töfinni ylli. Prestur-
inn hraðaði sér út og flýtti sér
að leggja fram afsökunarbeiðni
sína fyrir brúðina, á því aö
honum skyldi hafa láðst að til-
kynna orgelleikara kirkjunnar að
mæta við hjónavígsluna.
En brúðinni varö ekki þokað.
Allar tilraunir í þá átt voru
árangurslausar. Ákvörðun hennar
stóð óhögguð. Þaðan skyldi hún
ekki hreyfa sig fyrr en byrjað
væri aö leika á orgelið. Ekkert
fengi breytt þeirri ákvörðun henn
ar.
Loks tók bróðir hennar sig
til og hljóp af stað aö leita orgel-
leikarans, sem var kvenmaður og
hamingjan mátti vita hvort sæti
ekki yfir tíu droDum af kaffi úti í
þorpinu, og þá hvar.
Hálftíma seinna kom hann aft-
ur og með orgelleikarann við
hlið sér, bæði sprengmóö af
hlaupunum. Nú gat orgelleikur-
inn hafizt, og -þegar. hljómamir
• bárust niöur 'trjágöhgihi^ lagði
brúðurin af stað, brosandi út
undir eyru og geislaði af lífs-
hamingju. Við hlið hennar trítl-
aði tilvonandi eiginmaöurinn með
vandræðaroðann enn í kinnunum.
Sálarástandi hans þennan hálf-
tíma verður eiginlega ekki lýst.
Menn veröa að láta sér nægja að
renna í grun um hann.
Hjónakom þessi eru ekki að
neinu leyti fræg, eða af frægu
fólki komin. Það voru einungis
duttlungar brúðarinnar, sem
gerðu það að verkum, aö þau
komust í blöðin. Hún heitir því
venjulega nafni Jenny Darwin,
og er tvítug að aldri. Sá sem
leiddi hana við hlið sér upp að
altarinu heitir Robin Hardman,
maður þrítugur að aldri. Hann
sér sér farborða sem bridge-
klúbbeigandi í Moseley í Birming-
ham. Ösköp venjulegt fólk bæði
tvö.
En þegar brúðguminn, eftir „Ég var bara að gera þennan
hjónavígsluna, orðaði það við dag enn eftirmmnilegri".
hina duttlungafullu konu sína, Við svona hnitmiðaðri röksemda
hvaö eiginlega, svona andsk... færslu átti eiginmaðurinn ekkert
þvermóðska ætti að þýöa, svar- svar og þar með var málið látið'
aði hún, undurþýtt og rólega: niður falla — í bili.
„Var aðcins að gera daginn eftirminnilegri“.
Bréf um >. ;
fasteignasölur:
Hrafna-Flóki skrlfar;
„Undanfarið hefur Vísir skrlf
að réttilega um hið óheyrilega
húsa- og íbúðaverð, sem ríkir
á fasteignamarkaðinum. Skrifin
hafa vakið menn til umhugs-
unar, þegar þeir hafa verið í
kauphugleiðingum. Kunna marg
ir blaðamönnum þökk fyrir að
taka upp þessi mál jafn raun-
hæft til umræðu á opinberum
vettvangi, og raun ber vitni.
En það er önnur hllö á fast-
eignasölumálum sem ekkl eru
sfður óheiðarleg, en er sjaldnar
talað eða skrifað um. Flest
húsakaup ganga í gegnum fast-
eignasölur borgarinnar, en þær,
eru í sambandi viö starfandi
lögfræöinga borgarinnar eða
reknar af þeim.
Þegar kaup fara fram eru oft
útborganir eða hlutl þeirra af-
hentur utan samnlngs, þannig
að verðlð ísamnlngi er oft lægra
en hiö raunverulega. Tilgang-
komandi fasteignar vegna fækk-
unar verðsins, sem kemur sér
sérstaklega vel, ef verðið skyldi
hafa verið ríflega álagt. -.
1 þriöja lagi þarf áð borga
skatta getur hann reiknað með
að þurfa að borga. Má einnig
fullyröa, að oft freistast lög-
f ræðingar til að vera milligöngu-
menn i svona viðskiptum, þar
Jgkri&iGoúi
urinn er oft sá að fela peninga,
sem ekki þola dagsins ljós vegna
þess að þeir eiga ekki að vera
tii, samkvæmt undanfarandi
skattauppgjörum.
Ennfremur hefur þetta þann
kost, að seijandinn getur bók-
■fært minnl' tekjur af sölu við-
lægri þingiesningar-gjöld til rík-
issjóðs, og er ríklssjóður vafa-
laust hlunnfarinn um margar
milljónir ár hvert á þennan hátt.
í fjórða lagi þarf lögfræöing-
urinn, sem gerir kaupsamning-
ana, að bókfæra minni utfiboðs-,
iaunatekjur, svo að því njipni.
eð þessi mishöndlun gerir auö-
veldara að koma viðskiptunum
á, ef peninga vantar, t. d. fyrir
gjöldunum til ríkissjóðs. Meira
að segja munu þess dæmi, að
lögfræðingar bendi á þennan
möguleika, þegar litlu munar að
fásteignakaup komist á.
Fullyrða má einnig, að þessi
viðskiptamáti sé algengari en
fólk gerir sér yfirleitt grein fyr-
ir, eða vill í rauninni viðurkenna
fyrir sjálfum sér eða öðrum. —
Fólk vill oft á tíðum ekki viður-
kenna, að vissir hlutir séu eins
slæmir og raun ber vitni.
Þrándur minn, ég bið þig að
minnast á þessa hlið fasteigna-
viðskiptanna, þar sem þau eru
svo mikið á dagskrá, eins og er.
Hins vegar geri ég mér grein
fyrir, ag erfitt er að koma í veg
fyrir, að slík verzlun fari fram
en æskilegt væri að vekja al-
menning til umhugsunar um það
hversu rotin einnig þessi hlið
fasteignaviðskiptanna er“.
Með kærri kveðju,
Hrafna-Flóki.
Ég þakka Hrafna-Flóka bréfið.
Þrándur í Götu.