Vísir - 19.05.1967, Qupperneq 8
8
V i S I R . Föstudagur 19. maí 1967.
VÍSIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstióri: Axel Thorsteinsson
Ffettastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Túngötu 7
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands
1 lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f.
Grundvöllur viðreisnarstefnu
í blaði Framsóknarflokksins, Tímanum, hefur nærri
daglega að undanfömu verið vikið að hinni ágætu
ræðu Jóhanns Hafstein dómsmálaráðherra, sem
hann flutti á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þessi
ræða stingur mjög í stúf við barlómsvæl og móðu-
harðindahjal þeirra Framsóknarmanna.
Ráðherrann sagði: „Verkefni þeirrar ríkisstjórnar,
sem með völdin fer að alþingiskosningum loknum
— verður að byggja á þeim grundvelli, sem með við-
reisnarstefnunni hefir verið lagður“. Ennfremur: „Við-
reisnin lánaðist örugglega, og alhliða þróun í fram-
faraátt er talandi tákn og einkenni þjóðlífsins“. í
þessu sambandi rakti ráðherrann tólf liði:
1. Á viðreisnartímabilinu hefur þjóðarauður í raun-
verulegum verðmætum aukizt um 40—50%.
2. Auknar skuldbindingar vegna erlendra lána nema
aðeins nokkur hundruð milljónum króna, þegar frá er
talinn gjaldeyrisvarasjóður og aðrar innstæður, á
sama tíma og’áukin verðmæti í landinu, — eignamynd
un eða ný verðmæti, nema 13 þúsund millj. króna.
3. Tekizt hefur að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð,
sem nemur nærri 200 milljónum króna.
4. Verzlun og viðskipti hafa verið leyst úr viðjum
hafta og eru að mestu alveg frjáls.
5. Lánstraust þjóðarinnar út á við hefur verið end-
urvakið, svo sem erlendar lántökur til framkvæmda
í atvinnulífi og'til rafvæðingar vitna um.
6. Hafin er fyrsta stórvirkjun til raforkuframleiðslu
í stærsta fallvatni landsins, í Þjórsá við Búrfell.
7. Stóriðja hefur haldið innreið sína á íslandi.
8. Á þessu ári hefst ný iðnþróun með rekstri kísil-
gúrverksmiðju við Mývatn, sem breytir botnleðju
vatnsins í útflutningsverðmæti.
9. Stofnað hefur verið til byggðaáætlana og fram-
kvæmd þegar hafin. Jafnframt lagður fjárhagsgrund-
völlur að áframhaldandi framkvæmdum með löggjöf
um Atvinnujöfnunarsjóð.
10. Lögð hefur verið áherzla á aukna menningu og
menntun, — unnið að áætlun um eflingu Háskóla
íslands á næstu 20 árum, — Tækniskóli stofnaður, —
sett ný iðnfræðslulög, — f járhagslegur stuðningur við
stúdenta og námsmenn aukinn.
11. Almannatryggingar stórefldar, — lífeyristrygg-
ingar margfaldaðar og unnið að löggjöf um lífeyris-
sjóð fyrir alla landsmenn.
12.1 tíð viðreisnarstjómarinnar hafa opinberar lán-
veitingar tij fbúðabygginga aukizt gífurlega, — byggð-
ar íbúðir fyrir um 40 þúsund manns, en fólksfjölgun
í landinu á sama tíma er rúmlega 20 þúsund manns,
— framkvæmd byggingaráætlun fyrir láglaunafólk
og unnið að rannsókn byggingakostnaðar.
„Þótt ekki séu taldir nema þeir 12 liðir, sem nú
eni raktir“, sagði dómsmálaráðherra, „felst í þeim
óyggjandi sonnun þess, að viðreisnm hefur tekizt“.
v
/
Ragnheiður Jóns-
dóttir — rithöfundur
— Fáein minningarorð
Á slðasta ári var liöinn aldar-
fjóröungur frá stofnun Rit-
höfundafélags íslands. f hófi
sem haldiö var á afmæli þess.
flutti þáverandi formaður félags-
ins, Ragnheiöur Jónsdóttir,
merkilega ræðu. Svo að yndi var
á að hlýða, lýsti skáldkonan ást
sinni á bókum, frá því að hún
mundi fyrst eftir sér, hefði sál
hennar teygað sögur og söngva
eins og þyrstur svaladrykk og
dáð hið undraverða fólk, sem
nefndist skáld og rithöfundar,
sig hefði þá ekki dreymt um, að
hún ætti eftir að komast i tölu
þeirra, er hún forðum leit á sem
goðbomar verur.
Mér fannst Ragnheiður koma
þama fram sem fulltrúi íslenzkr-
ar fjallkonu, er hefur ætíð haft
það sér til ágætis öðra fremur
að elska ævintýri, sögur og 6Ö,
en iðka um leið orðsins list og
þroskast af sjálfri sér, því sem
hún ann, þrá sinni og draumum.
Að vísu rætast eigi allir draum-
ar, en ýmislegt kemur fram, sem
aldrei hefur verið dreymt. Ung-
mærin, sem elskaði bækur,
dreymdi sig inn í ævintýraheim-
inn eða skóp hann að sjálfrar
sín vild, átti eftir að verða einn
af mest lesnu rithöfundum þjóð-
arinnar, dáð af þeim ungu, líkt
og hún sjálf hafði dáðst að höf-
undum bóka, því að framar öðra
var Ragnheiður einmitt skáld
hinna ungu. Æskunni helgaði
hún líf sitt einkum, fyrst sem
kennslukona og móðir, en síðar
með ritstörfum í æ rikara mæli,
á meðan kraftamir entust. Hún
andaðist 9. maf sfðast liðinn
eftir þunga sjúkdómslegu.
Ragnheiður Jónsdóttir fædd-
ist 9. apríl 1895 á Stokkseyri.
Voru foreldrar hennar Jón kenn-
ari Sigurðsson og kona hans,
Guðrún Magnúsdóttir. Rösklega
tvítug að aldri gekk hún að eiga
eftirlifandi mann sinn, Guðjón
Guðjónsson, sem þá varð kenn-
ari við bamaskólann í Vest-
mannaeyjum, síðar á Stokkseyri
og í Reykjavik, en eftir það
skólastjóri Barnaskóla Hafnar-
fjarðar um langt skeið, kennslu-
bókahöfundur og snjall þýðandi,
enda mikill smekkmaður á mál
og skáldskap. Unnust þau mikið
og áttu margt sameiginlegt,
meðal annars fræðslumálin og
þá ekki siður bókmenntiraar.
Frú Ragnheiður var gagn-
menntuð kona. Bam að aldri
nærðist hún við lindir íslenzkrar
tungu. Ung að áram fór hún f
Kennaraskólann og tók þaðan
próf. Síðar á ævinni ferðaðist
hún hvað eftir annað til útlanda
og vfkkaði þannig sinn andlega
sjóndeildarhring. Hún gerðist
kona vfðlesin og fylgdist mjög
vel með á sviðum bókmennta
og menningar yfirleitt. Þvl til
sönnunar má geta þess, að allt
fram f andlátið las hún nýjar
bækur með aðdáun og skarpri
dómgreind.
Það, sem fyrst vakti eftirtekt
mfna á Ragnheiði Jónsdóttur,
var skáldsaga hennar 1 skugga
Glæslbæjar, raunsæ bók, al-
vöru þrangin og eftirminnileg,
sem kom út árið 1945. Sfðan
fylgdist ég ekki með verkum
hennar í mörg ár, þar til við
gerðumst nágrannar. Þá sendi
hún mér sögu: Ég á gull að
gjalda, Úr mlnnisblöðum Þóru
frá Hvamml (1954) til umsagn-
ar. Það er eftirtektarverð lýsing
á bemsku og uppvexti lítillar
stúlku. Framhaldið, Aðgát skal
höfð (1955), og Sárt brenna
gómamir (1958), var þó ekki
síðra, þar sem rakin var bar-
átta hennar fyrir lífi sfnu og
menntun f æsku og á fullorðins-
áram, sem svo era nefnd.
Or minnisblöðum Þóra frá
Hvammi er aðalskáldverk Ragn-
heiðar Jónsdóttur handa fuli-
vaxta fólki. Þessi þriþáttungur,
alls meir en 500 blaðsfður, er
að mínum dómi trúverðug lýs-
ing á lífi fólks í sveit og við
sjó frá þessari öld, litrík en
sönn frásögn af örlögum og at-
burðarás. Vinsælust mun þ<5
Ragnheiður hafa orðið fyrii
Dórabækur sfnar f mörgum
bindum. Má hiklaust telja hana
í fremstu röð rithöfunda, sem
skrifað hafa fyrir telpur hér á
landi og þótt vfðar sé leitað.
Með þeim bókum hefur hún afl
að sér ástar og þakklætis hinna
ungu, sem varanlegt mun reyn-
ast. Og er gott að taka þann
auð með sér héðan í sfna hinztu
fðr.
Sá, er þetta ritar, bar gæfu
til að vera nokkram sinnum
gestur á heimili þeirra Ragn-
heiðar og Guðjóns. Ég segi
gæfu, því að það var lærdóms-
rfkt. Fegurra heimilislffi hef ég
naumast kynnzt, ekki aðeins
meðal hjónanna, heldur nutu og
bamabömin fyllstu ástar þelrra
og umhyggju. Var auðsætt af
þvf, að nærfæmi sú og skiln-
ingur á sálarlffi hinna ungu, er
svo fagurlega kemur fram f
bókum Ragnheiðar, reyndist
meira en orðin tóm, þegar út
í lífið kom. Hún var þeim holl-
vinur og hamingjugjafi.
Ég flyt Ragnheiði Jónsdóttur
kveðju Félags íslenzkra rithöf-
unda og þökk frá mér fyrir ó-
gleymanleg kynni. Aðstandend-
um votta ég mfna dýpstu sam-
úð.
Þóroddur Guðmundsson.
MiiinígbTgð' kjiosendá — -— —:--
Hvernig stendur iandbúnaðurinn?
0 Framkvæmdir í landbúnaði 1961
—1965 hafa farið langt fram úr
áætlun stéttarsamtaka bænda.
# Árabilið 1957—1963 fjölgaði drátt-
arvélum úr 4383 í 7016. Síðan
hefur aukningin verið enn örari,
— fluttar inn 700 dráttarvélar á
hverju ári. Verða nú senn tvær
dráttarvélar að meðaltali á hvert
sveitabýli landsins.
0 Lánamál landbúnaðarins hafa stór
batnað á undanförnum árum.
Lausaskuldum hefur verið breytt
í löng og föst lán. Myndaður hef-
ur verið sterkur lánasjóður, Stofn-
lánadeild landbúnaðarins, og
tekjuöflun sjóðsins tryggð til
frambúðar. Framleiðnisjóður land
búnaðarins var stofnaður í fyrra.
# Jarðeignasjóður var stofnaður í
vor til að kaupa kotjarðir, — gera
ábúendum kleift að koma undir
sig fótunum annars staðar, — og
spara ríkinu dýra þjónustu í raf-
magni, síma og vegum.
0 Fiskirækt og fiskeldi hefur verið
stutt með ráðum og dáð á síðustu
árum. Kollaf jarðarstöðin er í stöð-
ugri uppbyggingu.
# Landgræðslulög hafa verið sett til
að skipuleggja betur baráttuna
gegn gróðureyðingu og fyrir upp-
græðslu.
0 Rannsóknastarf í landbúoaði hef-
ur verið aukið og stofnuð Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins.
Búnaðarfélagið hefur verið eflt og
einnig aðrar stofnanir landbúnað-
arins.
# Innflutningur fóðurbætis hefur
verið gefinn frjáls. Síðan hefur
hann stórlækkað í verði.