Vísir - 20.05.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 20.05.1967, Blaðsíða 2
2 V í S IR . Laugardagur 20. maí 1967. Garðablómin inn í stofurnar Litið inn i Gróbrarst'óbina Alaska og rætt við Jón Björgvinsson sem gefur „hlómaþjóbinni" nokkrar ráöleggingar /£ hugi á blómarækt og blóma- kaupum hefur vaxið ört að undanfömu, enda hafa blóma- verzlanir þotið hér upp í borg- inni eins og gorkúlur og munu nú vera um 17 talsins utan tveggja gróðurhúsa. Til gamans „Vatnsker" Hortensía er ein gömlu stofuplantnanna, þeirra, sem vinsælastar hafa ver- ið svo árum skipti. Hún þarfnast mikillar vökvun- ar, daglegrar eða annan hvem dag meðan hún blómstrar. Þessi mikla vatnsplanta helzt uppí af vökvaþrýstingnum og það an er latneskt nafn henn- ar dregið, Hydrangea ma- crophylla — „vatnsker“. Sennilega á plantan upp- mna sinn að rekja til Jap- an og ber hvít, bleik, rauð eða blá blóm. Hún blómstr ar í 5-10 vikur og þarf áburðarvatn vikulega. — Hortensían þarf góða birtu en ekki er æskilegt, að hún fái sterka sól og gildir hið sama um allar aðrar blómstrandi plönt- ur. Eftir blómstmn á að geyma Hortensíuna á köld um stað og vökva hana í hófi. Þegar hún byrjar að blómstra upp á nýtt í maí er gott að setja blómaá- burð, helzt brennisteins- ammoníak (2 gr. i lítra af vatni), þegar hún byrjar að blómstra áður en settur er á hana venjulegur blómaáburður. nú vera um 14 bókabúðir en út- lendingar, sem hafa sótt landið heim hafa tekið til fjölda þeirra og talið íslendinga bókmennta- þjóö mikla fyrir vikið. Eftir því að dæma mætti nú sæma íslend- inga öðru heiti og nefna þá „blómaþjóðina". Sumarið og allur gróður þar með hefur verið seinna á ferð- inni en venjulega, en nú er þó sá langþráði tími að nálgast, að hægt er að fara út í garðinn eða út á svalirnar, flatmaga þar í sólbaði og njóta um leið blómailms og þeirrar feguröar, sem fylgir sumarblómunum. En áður en það veröur gert verða margir að taka til hend- inni og hreinsa garðinn, planta niður og hlúa vel að plöntunum. Ýmsar hafa þegar lokið við að umpotta blómum sínum, sem þegar eru farin að blómstra inni í stofunni, en aðrar eiga það eftir. Handa þeim og hinum, sem ætla að planta út blómum á svölunum eða í garðinum, sótti Kvenna- síðan ýmsar ráðleggingar til Jóns Björgvinssonar garðyrkju- fræðings, Gróðrarstöðinni Al- aska. TTm 80 tegundir fjölærra blóma og 15—20 tegundir sumarblóma eru ræktaðar 1 Gróðrarstöðinni Alaska núna og er því úrvalið mikið. Af sumar- bólmunum hafa verið vinsælust undanfarin ár stjúpmæðumar, bellisar, flauelsblóm, morgun- frúr, kornblóm, ljónsmunnur og lengi mætti telja. Jón skýrir frá því að verðið á sumarblóm- unum sé núna frá 4—6 kr. og séu þau dýrust hjá þeim, enda rækti þeir sumarblómin ekki sjálfir heldur séu milliliður meö söluna á þeim. Miðað við verð erlendis á blómum sé þetta hlægilega lágt en sumarblóm myndu kosta í Danmörku 8 kr., þegar búið er aö umreikna upp- hæðina 1 ísleiizkar krónur. Á móti veröinu hjá þeim í Alaska vegi það upp hversu úrvalið er mikið hjá gróðrarstöðinni. Fjöl- æru blómin, segir Jón, að séu dýrari en sumarblómin enda sé búið að hugsa um þau í lengri tíma. Verð þeirra sé frá 15—100 kr. en algengasta verðið sé 20 —30 kr. „Með þessari tfð núna“, segir Jón, „mætti nota helgina til að planta út fjölæru blómunum og öðrum blómategundum laust fyrir mánaðamótin, en þá eru laukblómin undanskilin. Garðeigendur eiga ekki að draga það lengur, að stinga upp beðin til þess að þau hitni og þomi, um leið mætti stinga í þau lítilsháttar blönduðum garðáburði, ef hann er fyrir hendi. Eftir að búið er að planta hefst vökvunin en gæta veröur þess, að vökva ekki of oft. Eftir plöntun virkar vökv- un sem kæling á jarðveginn. Viðvíkjandi áburðargjöf á að gefa blómunum lítið magn í einu en oftar, og vökva áður en áburðurinn er gefinn. Ég legg áherzlu á það, að fólk geri meira af því, að taka garðablóm inn og nota þau sem afskorin blóm í vasa. 1 eina tíö seldum við hér stjúpmóðurvönd- inn á 25 kr., en þær standa jafnvel lengur en dýrasta teg- und rósa. Þetta fannst viö- skiptavinunum ekki hægt, aö fara að selja garðblóm og einu viðskiptavinirnir, sem kunnu að meta þetta voru sendiráðin. Núna höfum viö hætt við þetta og í stað þess að geta fengið stjúpmóðurvönd á 25 kr. er aö- eins hægt að fá rósir á 45 kr.“ Stjúpan I Stjúpan hefur um árabil j verið eitt vinsælasta sum- | arblómið. Enda þrífst hún | vel, gefur mikið af sér og j lífgar mikið upp á svalim- j ! ar og garðinn með skær- ! um litum sfnum. Það ger- ! ir hún einnig innan húss : og getur staðið mjög lengi ef hún er sett í meðalháa ; skál úr leir, tini eða kopar. Er full ástæða til að benda konum á stjúpuna sem eina fallegustu stofuprýð- ina — og um leið eina þá ódýrustu. - Hvernig Stað- ið getur á því, að Viola Tricolor maxima hefur fengið nafnið stjúpa eða stjúpmóðir er erfitt að geta sér til um. Við höf- um fengið nafnið úr dönsku, en ef einhverjar vita betur, þá væri gaman ef þær sendu Kvennásíð- ' unni lausnina. Jón sýnir stjúpmóðurbeðin, slítur eitt blómið af um leið og hann segir: „Þetta blóm er hægt að setja inn í vasa og eftir er stilkurinn, en upp af honum vaxa tvö blóm. Þessi blóm þríf- ast vel, þau þola íslenzka staö- hætti og gefa mikið af sér“. Talið berst að blómarækt á svölum, en á þvi hefur áhuginn ekki verið síztur. Kassar, úr olíubornum krossvið, undir blómin, með festingum fyrir bæði stein og járn kosta nú 550 kr. og mun verðið vera svipað alls staðar þar sem þeir eru seldir. Hvaða blóm sem er, er hægt að rækta í þessum blómakössum, ef skjólið er gott. Reglan er þó sú, að velja fremur í þá blóm sem eru lágvaxin og þéttvaxin myndu þá stjúpmæð- umar henta vel. Áhugi á blómarækt og jafn- framt þekking fólks á henni hefur vaxið rnikið," segir Jón. „Þó finnst okkur vera einn stór galli þar á og hann er sá, að fólki er gjarnt á að líta á blómið eða jurtina sem varan- legan hlut. Það er það alls ekki, og verður aldrei. Við erum aö brjóta sundur náttúruna, tökum blómin úr sínu rétta umhverfi og flytjum þau út á norður- hjara veraldar, troðum þeim niður í pott og skipum því aö vaxa. Þetta tekst oft en ekki alltaf og þá er ekki blóma- salanum um aö kenna." 1 gróöurhúsinu er blómaang- an af pottablómunum, sem eru þar í miklu úrvali. „Við umpottun á blómum, sem stendur yfir ennþá má taka eftirfarandi til athugunar," segir Jón: Tjegar plantan er tekin úr ” potti og sett í annan stærri verður að velja hæfilega pottastærð. Hún er valin eftir pottinum, sem blómið stóð í áður þannig, að hann sé stærri sem því nemi, að hægt sé að bæta mold undir og utan meö en umfram allt á plantan að standa í sömu dýpt og hún stóð í áður, henni má ekki sökkva í. í vali á blómapotti skiptir ekki máli fyrir plöntuna úr hvaða efni hann er, harðplasti, steini, leir, kopar eða keramik. Ódýrustu pottarnir eru harð- plastpottar. Þegar skipt er um plöntuna slitna óhjákvæmilega rætur m. a. og er því ráðlegt að láta plöntuna ekki standa í sterkri sól og hana þarf að rennbleyta. Eftir viku til tíu daga á að gefa henni áburð.“ „Hvaða blómstrandi plpntur hafa verið vinsælastar?"' „Chrysanthemum hefur selzt mikið aö undanförnu. Hún blómstrar allt sumariö og lifir þaö af, en þá þarf að endurnýja hana með græðling. Nú eru rúmlega sex þúsund tegundir af chrysanthemum til í heiminum, ég man eftir einni tegundinni sem kom hingað eitt árið og bar heitið Bing Crosby, eftir leikar- anum fræga. Þessi tegund, sem við höfum núna kostar 95 og 110 kr. en gallinn er sá, að fólk kaupir blómið ekki fyrr en það er bólmstrað. Aörar vinsælar tegundir eru Hortensían, sem hefur not- ið mikilla vinsælda undanfarin ár, Sineraria, Loxinia, Asalia eða Alparós eins og hún nefn- ist hér og lengi mætti telja.“ TTvað um annað, sem við- ^ kemur blómum, hvaða blómaáburði myndirðu helzt mæla með?“ „Við verðum að hafa allar tegundir af blómaáburði hvernig svo sem þær eru. Ýmsum teg- undum blómaáburðar hafa dönsku garðyrkjusamtökin mælt með eins og hollenzka Pokorn- áburöinum, subrstral, maxocrop, sem er 100% lífrænn þaraáburð- ur, Gro let blómaáburðurinn svo að eitthvað sé nefnt. Við- skiptavininum myndi ég ráð- leggja, aö spyrjast alltaf fyrir um það hvaöa efni séu i áburð- inum. Á Gro let áburðinum standa t.d. tölurnar 7—2—4, 7 er talan fyrir köfnunarefni, sem þýðir það að áburðurinn er einkar hentugur fyrir grænar plöntur. Eins nauðsynlegt blómaáburöinum eru efni, sem varna óþrifum á plöntunni, þá aðallega blaðlús. Það er útilok- aö fyrir garöyrkjumanninn að ábyrgjast það, að lús komi ekki á plönturnar I Reykjavík eru yfir 10 tegufidir blaðlúsa, sem veröa fleygar nú á næstunni. Fyrst þær hafa lyst á trjágróðri má ekki síður búast við því, að þær fljúgi inn um gluggana og taki sér bólsetu á pottaplönt- unum. Roöamawrinn eða stikilberjamaurinn er önnur teg- und skordýra, sem getur skaðað blómin. Viö þessum óþrifum eru til margar tegundir lyfja t. d. substral-spray. Ef plöntunni er gefið það inn 2—3 sinnum yfir sumarið verður ekki vart óþrifa á henni. Algengasta dauðaorsök potta- plantnanna er sú, að þeim er drekkt. Við því er ofureinfalt ráð, að setja svolítið af viðar- f kolum í botn pottsins, sem draga til sín vökvann, ef hann er of mikill og láta hann aftur frá sér, þegar gætir of mikils þurrks.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.