Vísir - 20.05.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 20.05.1967, Blaðsíða 16
Hitasótt / Þjóiviljanum Tvær blómarósir selja ungum manni miða í Landshappdrætti Sjálí- stæðisflokksins. Dregið eftir 3 daga □ Nú eru aðeins þrír dagar þar til dregið verður í Happdrætti Sjálf- stæðisflokkslns. Vinningamir eru fimm Evrópubílar af vinsælustu gerð- um. Vinsældir Landshappdrættisins eru miklar, ekkl sízt vegna þess hve vinningamir eru ætíð góðir, og á þvi hefur ekki orðiö undantekning að þessu sinni. Þið, sem hafið fengið miða eða þeir sem vilja fá miða, gcta komið i skrífstofu Sjálfstæðisflokksins tii kiukkan 22 þar til dregið verður. Hér er tækifæri, sem sjálfsagt er fyrir menn að nota sér. Félagar í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, sem fengu miða senda, eru beðnir um að gera skll ,ú þegar til að auðvelda gang happdrætiisins. „Átti að gera njósnaskýrslu uiy kennarastétt landsins?" var fyrir- sögnin á hitasóttarkenndri „njósna- frétt“ i Þjóðviljanum í gær. Þann- ig er mál meö vexti að bandarísk ur prófessor við George Peabody- kennaraháskólann í Tennessee í U.S.A. hugöist gera könnun í íslenzkri kennarastétt og haföi sér til aöstoðar Islending, sem einnig starfar við deild hans í kennara- háskólanum. Stofnunin gerir slík- ar kannanir vföa um heim. Kér var hún hins vegar flaust- ursiega unnin og farið að ýmsum hlutum af rnikiili vangð. Aðstand- endur könnunarinnar hlíttu ekki ráöieggir.gum m.a. um að maímán- uður væri slæmur tími til slíkrar könnunar vegna prófa. Einnig haföi þeim verið bannað að nota nafn menntamálaráðuneytisins, en samt gert það. Fræðslumálaskrífstofan hafði lagt könnuninni liðsinni sitt að h'tt athuguðu máli en séð sig um hönd og gert athugasemdir við hana. Jafnframt voru gerðar ýmsar breytingar á eyðublaöi könnunar- innar m.a. var kennurum bent á að þeir ættu ekki að rita nafn sitt á eyðublöðin né nafn skóla, aðeins skólategund (barna-, gagnfræða skóli o. s. frv.) Og þar sem ekki hafði að öllu leyti verið vandað til frágangs spúminga sem annars eru bvggðar á þaulreyndu rannsókna- kerfi, þótli ýmsum orðalag körinun I arinnar stórgallað. Margir höfðu þó j svarað henni. | Tilgangur könnunarinnar, sem er jframkvæmd víöa um lönd af sér fræðingum í uppeldismálum er at- hugun á fræðslu- og uppeldismál- um viðkomandi þjóða, og eru niður stöður hennar birtar I viðkomandi löndum auk þess sem gerðar eru samanburðarrannsóknir varðandi iöndin í heild. Hér kom upp kurr vegna frá- gangs á spurningum og eyðublað- inu í heild, kurr, sem kom af stað þeim heilaspuna hjá Þjóðviljanum að um persónunjósnir gæti verið að ræða þar sem spurt var spum- inga, sem hér teljast viðkvæmar, en af stofnuninni voru aðeins tald ar geta varpað ljósi á afstöðu kennarastéttarinnar, sem heildar. til tiltekins vandamáls. Einnig var spurt hvort íslenzkir kennarar fæm mikið í feröalög til útlanda og hvert þá langaði helzt til að fara og það fannst Þjóðviljanum aldeilis grunsamlegt. Nú en það eru kosningar framundan og ein- hverjum á Þjóðviljanum var farið að hitna kringum eyrun. Skoðana- könnun, ha, þaö gætu verið njósn- ir. Og svo kom hitasóttarglampi i augun. 11 myndlistarsýningar 11 myndlistarsýningar standa ún yfir eöa er að ijúka í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. Mun nærri láta að allt tiltækt sýningar- húsnæöi hafi verið notað til þess- ara hluta aö undanfömu. Mun þessi fjöldi sýninga vera með mesta móti þótt oft áður hafi sýningar auklzt að haustnóttum eða vori. Síðdegis i dag opnar Hringur Jó- hannesson málverkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins og sýnir þar 28 olíumálverk. Þetta er fjórða einkasýning Hrings, sem hafði síð- ast sérsýningu á verkum sínum í Ásmundarsal 1964. Vikuna á undan hafði Ragnheiö- ur Jónsdóttir Ream sýnt í Boga- sai. Pétur Friörik opnar sýningu ! Iönskólanum í Hafnarfirði síðdegis i dag, en nýlokið er sýningu Þórð- ar Halldórssonar á sama stað. Sýnir Pétur Friðrik 46 myndir flestar olíumyndir. 1 vikunni hófst sýning Sólveigar Eggerz í Mokkakaffi á máluöum rekaviöi og rótarhnyðjum. Um helgina lýkur sýningu Guöna Hermansen í Listamannaskálanum ísleifs Konráðssonar í Ásmundar- Framh á bls. 13. Laugardagur 20, . maí 1967. VISIR / iskönnunar- flugi með Landhelgis- gæzlunni / gær □ Talsvert íshrafl er fyrir Norðurlandi og nær landi við Rauðunúpa. 1 björtu er skip- um á þessum siglingarleið- um ekki ýkja mikil hætta bú- in, en í dimmviðri yrði illfært um þessar slóðir. □ Blaðamenn fóru í boði Landhelgisgæzlunnar í ís- könnunarflug vestur og norð- ur fyrir land í gærdag. Gafst þeim kostur á að fljúga yfir ísbreiðunni, þar sem hún lá í boga fyrir Vestfjörðum og austur með Norðurlandi. * Þétt og samfelld ísbreiða ligg ur milli Islands og Grænlands. Að vestanverðu liggur ísrönd- in næst landi 55 sjómilur vest ur af Galtarvita og liggur í boga fyrir Vestfjarðakjálkann. Norð- ur af Hornbjargi er ísröndin í 50 sjómflna fjarlægð frá landi. Þarna er ísinn þéttastur, ein samfelld breiða til Grænlands og ’lítið hraflaður í röndina. Þegar austar dregur, dreifist ísinn. Norður af Skaga er mik- ■ ið fsrek 28 sjómílur undan landi en 40 sjómílum undan er ísinn orðinn jafnþéttur og fyrir vest- an. Austan viö Skaga fjarlægist ísinn og vestur af Grímsey er aðeins einstaka íshrafl á reki. Niöurstaöa ískönnunarinnar. Kort yfir ísbreiðuna fyrir Norðurlandi. Hringar með punktum tákna, að ís þekji 1—3/10 hluta yfirborðs sjávar. Svartir ferhyrningar tákna jaka fieiri en hundrað á reki, en þeir hvitu færri en hundrað. Vestast þöktu jakar yfirborð sjávar aö 7—9/10 hhita. ISINN DREIFDUR EN NÆR ÞÓ LANDI VID RA UÐUNÚPA Við Grímsey er ísrekið farið að nálgast land aftur og 4 míl- ur norður af Grímsey er dreifö ur ís á reki. Eftir því sem aust ar kemur færist ísinn nær, og nær alveg landi viö Rauðunúpa. Þar er ísinn dreifður og í björtu gætu skip líklega þrætt læn- urnar, en í dimmviðri er varla óhætt á þessari siglingarleið. Austar fjarlægist ísinn svo aftur og dreifist. Viö Vopnafjörð eru rétt einstaka jakar á stangli, þó komust bátar ekki út úr Þórs höfn fyrir ís, sem safnazt hafði saman þar á kafla. Þannig var ísröndin út af noröurstrondmm í gær*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.