Vísir - 20.05.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 20.05.1967, Blaðsíða 9
V í S IR . Laugardagiv 20. maí 1967. 9 55 Það hefur oft brotið úr báru Tjegar siglt er fyrir Vestfirði ^ er þar víða hrikalegt til lands að líta, brattir hamrar allt í sjó fram, grettar skriður og gróðurvana, En inn milli þessara fjalla ganga langir firðir og fram af þeim gróðurríkir skjólsælir dal- ir, er þar land svipfagurt og blóm legar byggðir. Inn í fjörðunum víða ágætis hafnir enda snemma myndazt smáfiskiþorp við hvern fjörð. tJti fyrir strönd- um eru víða góð fiskimið og oft ekki mjög langt til sótt. Úti fyrir Vestfjörðum eru straum- ar mjög haröir, og hefur það meðal annars átt sinn þátt í að þar hefur hafís sjaldan legið lengi fyrir landi. TTér á Hrafnistu, Dvalarheim- ili aldraðra sjómanna býr gamall Dýrfirðingur Sigurður Jóhannesson. Hann hefur nú bráðum þrjú ár yfir áttrætt og man því frá ýmsu að segja, sem manndómsævi nútímans kann ekki skil á. Foreidrar hans voru Jóhann- es Ólafsson, sem um skeið var þingmaður Vestur-lsfirðinga bóndasonur úr Dýrafirði, en móðir hans Helga Samsonar- dóttir húnvetnsk að ætt. 't’g ólst upp heima, en þurfti ■^ snemma að fara að spila á eigin hönd, því ég var rekinn að heiman. Hvað vannstu þér til óhelgis? Það var út af kvennamálum. Ég hafði ungur gerzt nokkuð nærgöngulí við stúlku á mfnu reki. — En hvað þá um stúlkuna? — Hún var líka rekin að heiman. — Stúlka þessi hét Sigurbjörg Einarsdóttir og var ættuð úr Hafnarfirði, en hafði dvalið um skeið á Þingeyri. — — Dró þá til nokkurra frekari tíðinda á milli ykkar? — Ojá, við úrðum nú hjón og komum upp sex bömum, af þeim eru nú þrjú á lífi. — Heimili okkar var jafnan á Þingeyri og þótt ég orði þaö nú þannig, að við værum rekin að heiman, þá dró það nú ekki til neinna vinaslita er fram liðu stundir, en óhætt er að segja að við þurftum snemma að bera hita og þunga dagsins af því fyrirhyggjuleysi, ef svo á að orða það, að taka svo ung okkar lífsákvörðun. þegar þröngt var fvrir dyrum hjá mörgum íslendingum og jafn vel talað um að fólk liði allt að því hungur. En ég heyrði aldrei hvorki í mínu ungdæmi né síðar talað um neinar hörm- ungar. Ég heyrði talað um fá- tækt fólk, en aldrei almennan skort. Auövitað voru einstöku heimili sem þurftu aðstoðar við en svo hefur verið alls staðar á öllum tímum, og er jafnvel ennþá í okkar margumtalaða velferðarríki. Kunna menn frá flestum byggðarlögum landsins slíkar sögur, en ég held — og hef alltaf gert mér grein fyrir, aö harðindi 'T'iI Reykjavíkur kom ég i fyrsta sinni 1902, Þá fór ég til Hafnarfjarðar konuefnið var þar. Þá var haldin skemmt- un og ég man það svo vel, að bróðir Ágústs Flygering, þá orð- inn eitthvað lærður, stóð fyrir því að spila á grammofón og svo voru sýndar skuggamyndir. Þetta þótti mikil skemmtun, — viðburður. — En það kúnst- uga var að heima á Þingeyri hefði þetta ekki þótt neitt sér- stakt. Viö Dýrfirðingar vorum búnir að sjá margt þessu líkt.' Við áttum grammófóna sjálfsagt voru þessi tæki okkar fábrot- in, en þau hafði Hermann Wen- búar efnismiklir því rækjust þeir á sólhlífar jarðarbúa sprungu þeir og urðu eins og gufa. Þetta mun hafa veriö fyrsta kvikmyndasýning á íslandi. TÞitt að því sem mér er minnis- stætt frá mínum uppvaxtar árum, eru Ameríkanarnir á Þing eyri. Þeir höfðu þar nokkur ár bækistöð fyrir fiskiskip. Á þeim skipum voru að vísu allra þjóða menn, en vegna þess að skipin voru í eigu Ameríku- manna, voru þeir allir nefndir svo. — Ekki sköpuðu þeir neina beina atvinnu, því þeir unnu sjálfir að allri fiskvinnu um borð Sigurður Jóhannesson: í baksýn málverk frá hans æskustöövum 5 f * f fr^ xZStt 3 nifS'f - eins og talað er um og bækur bera með sér að verið hafi hér syðra, þar sem flökkulýöur gekk vegalaus milli byggða, hafi aldrei verig til á Vestfjörðum. Þetta álit mitt tel ég vera á nokkrum rökum reist. ísafjarðardjúpið var gullkista og bjargræöisforðabúr Vest- fjarða. Þegar ís lá að austur ströndum sóttu vermenn björg handa heimilum vestur að Djúpi Þangað komu menn úr öllum áttum, sem færöu björg í bú sín heim. Þá þótti það álíka fremd ungum mönnum af Vestfjörðum að fara til róðra við ísafjarðar- djúp, eftir hátíðarnar, eins og nú þætti að komast í siglingar til fjarlægra landa. Þetta voru hvort tveggja f senn, ævintýra og fjáraflaferðif. Ég minnist • VIÐTAL DAGSINS er við Sigurð Jóhannesson TV’ú mundir þú kannski vilja segja mér eitthvað frá líf- inu á Þingeyri og þar vestra á þínum uppvaxtarárum. Nú tala svo margir um stökk- breytingu í lífsháttum fólks, að einnig þar hlýtur lífið að hafa verið mjög frábrugðið því sem nú er. — Já, víst er það að margt er ólíkt, en þó finnst mér að frá því ég man fyrst, sé frek- ar um að ræöa eðlilega þróun í samræmi við breytta tíma, en nokkra skyndibreytingu sem skylli yfir fólídð eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég ólst upp á þeim árum manns, sem var lengi skipstjóri minn. Hann var stór maður og sterkvaxinn. Þegar hann var 23 ára gamall fór hann í verið til ísafjarðar, þá var kominn þar hjálpræðisherinn. Þegar hann kom heim að lok- inni vertíð, þá hafði hann auk þeirrar lífsbjargar sem hann dró í bú foreldra sinna, lært mikið af lögum, af hjálpræðishernum sem hann hafði komizt í kynni við. Þessi lög kenndi hann okkur og voru þau sungin „fúlspítt“ og svo marséraö eftir þeim á dansleikjum. — Þetta var nýtt líf, skyndimynd frá ókunn- um heimi. del, bróðir „faktorsins" pantað eftir „prískúrali“ frá Þýzkalandi ásamt ýmsu fleira dóti. Þetta kostaöi 3-4 krónur — eitthvað svoleiðis, én menn slógu saman í þetta. — — Það virðist þá sem nýi tím- inn hafi ekki fyrst heimsótt Reykjavík á þeim árum. — — Ég var þá hér syðra vetrar- tíma, en sótti ekki skemmtanir nema þessa i Hafnarfirði, og þar fannst mér þeir eiginlega vera á eftir tímanum. A lla mína ævi hef ég verið mikið gefinn fyrir kvík- myndir frá því ég kynntist þeim fyrst 1903 með dálítið sérstök- um hætti. Faöir minn sat þá hér á þingi fyrir Vestur-ísafjarðar- sýslu. Hann leigði í húsi á Bókhlöðu stíg, því sama og Jón tónskáld Leifs mun vera alinn upp í. Ég kom þarna til hans einn sunnuaaesmorguninn — skipiö sem ég var á lá þá inni. — Hann seglr við mig: — — Það er gott að þú komst Siggi, því nú ætla ég að bregða mér á hestbak eitthvað út fyrir bæinn. En hérna á borðinu hjá mér ligg r einhver bölvaður lappi, sem þeir hafa sent öllum alþingismönnum og sennilega fleirum — Þetta er einhver vit- leysa — ef þú vilt fara þá er þér velkomið að nota miöann. Eg tók þessu með þökkum, fór niður í Iðnó og var án athuga- semda tekinn í tölu þingmanna og heldri gesta. Þarna var þá um kvikmynda- sýningu að ræða og líklega hef ég aldrei á ævinni skemmt mé? betur. Fyrst voru sýndar kyrr- myndir, en síðar komst nú held ur hreyfing á hlutina. Þegar þeir fóru á „loftballon" til tunglsins. En ekki voru nú tungl /I i skipum sínum. Hins vegar jökst verzlun við komu þeirra og það lyfti undir framkvæmdir og aukna atvinnu. — Stærsti ’-áttur þeirra í lífinu við Dýra- fjörð, var sá, að gera það til- breytingarríkara og skapa smá- vegis „ástand“ eins og það er nú kallaö. Fyrir okkur strákana var koma þeirra hátföisdagur. Þeir voru vingjarnlegir við okkur og höfðu alltaf gott að éta. — Ég á litla prammanum mín- um, sem ég er nærri þvi fæddur á, mátti heita hjá þeim daglegur gestur — Hvernig voru samskipti bænda og þorpsbúa? — Ég hygg, að minnsta kosti þangað til amerísku skipin komu hafi þar eingöngu verið um vöruskiptaverzlun að ræöa. — peningar sáust ekki í umferö hjá almenningi. — Tókst þú ekki mikinn þátt í félagsmálum? — Jú, á tímabili gerði ég það. Ég var einn af stofnendum fyrsta verkalýösfél. á Þingeyri og var þá litið á mig sem illan anda gagnvart kaupmönnunum. Viö komum samt kaupinu úr 17 aurum upp í 25 aura um tímann. — J7itt má ég til með að segja þér. Ég á í ætt minni ís- lenzkan hirðmann. — Hefur nokkurn tíma ver- ið íslenzk hirð? — Ertu búinn aö gleyma Jör- undi konungi maður? Það var einmitt hann sem frelsaöi einn forföður minn úr prísund- inni og gerði að hirömanni sín- um. — Ég hef haft frænda minn, aumingja karlinn, lengi fyrir rangri sök - Ég hélt hann hefði stolið — en það var nú öðru nær. Hann hélt lifinu í tveim konum heila nótt undir Búlandshöfða, með því að búa til börn í þær báðar — Ekki furða þótt hann væri settur í sakamannahópinn. — — Við minntumst áðan á félagsmál. Iþróttafélagið Höfr- ungur á Þingeyri hélt uppi miklu menningarlífi — Þótt það hafi ööru hvoru lagzt í dvala, þá hefur það unnið stórt starf og meðan við Anton Proppé áttum þar hlut að máli voru engin dauðamörk á því. En svo urö- um við að hverfa þar frá störf- um. Hann, vegna þess að hann flutti til Hofsóss og gerðist þar ,,faktor“, en ég vegna fátæktar átti mörg böm og þurfti að vera langdvölum til sjós. Ég vil þó fullyrða það að þrátt fyrir það þótt stundum hafi verið dauft yfir, þá hefur þetta félag verið leiðandi kraftur í ýmsum menn- ingarmálum Dýrfiröinga um tugi ára, sérstaklega íþróttum. etur þú sagt mér nokkuð sérstakt frá sjómannsævi þinni? — Ekki held ég það nú hún var ósköp venjuleg miðað við það sem almennt gerðist. Auðvitað hefur oft brotiö úr báru. Ég stundaöi meðal annars nokkuð hákarlaveiðar. Dýrfirð- ingar voru snemma í tíöinni að kaupa sér ný skip, og voru þar helztu aðilar ríkir bændur, skip- in voru því að mestu I bænda- eign, t.d. Guðný frá Þingeyri en á henni var ég háseti um skeið. Hún var bænda eign að minnsta kosti að % — í4 munu kaupmennimir Wendel og Gram hafa átt. — Fortúna var bændaeign. Skipstjóri og stýrim. á henni voru bændur frá Brekku í Dýra- firði þekktir sjósóknarar. Guðný gamla er ennþá til og veiöir nú í snurvoö. Dýrfirzku skipin voru öll skonnortur blokksterk eikarskip byggð fyrir Dýrfirðinga Afla- brögð á hákarlaveiðum munu hafa talizt góö. Kjartan Rósin- kransson, föðurbróðir Guðlaugs Þjóðleikhússtjóra, fékk t.d. um 1000 tunnur yfir úthaldið eitt sumariö sem hann var með Guðnýju — en sá var háttur þar vestra að vera aö veiðum allt sumarið — Fyrst á vorin var verið úti á Halamiðum, en 6 Suöurhafinu út af Breiöubugt þegar fram kom ú sumar — Tlvað viltu segja um mann- úðina áöur. Var fátæku fólki sýnd Iítilsvirðing? — Ekki vil ég segja það, en þó var á því mikill munur hvern ig einn og annar af ráðandi mönnum kom fram við þá fá- tæku og ríku — það fann ég fljótt sem bam. — Voru menn þá metnir eft- ir fésýslu? — Já, töluvert, meira að segja þótti ekkert sérstakt til þess koma þótt einhver væri öðrum fremur menntaður. Það var talið allt annars eðlis. Þeir bræöur, faðir minn og Matt hías Ólafsson, sem voru mörg- um fremri um þekkingu, t.d. var Matthías Möðruvellingur, voru þeirra hluta vegna ekki taldir meiri menn. Að vísu völdust þeir öðrum fremur til opinberra starfa — en ég held að fyrst og fremst hafi menn litið upp til þeirra sem áttu krónur. Framhald ð bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.