Vísir - 20.05.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 20.05.1967, Blaðsíða 4
\ >(r Tíu ára gömul stúlka, Beverley Klass að nafni, vakti mikla eftir- tekt í mikilli golfkeppni, sem haldin var í Dallas í Texas á sunnudaginn var. Fyrstu verð- laun voru 750.000 krónur og í keppninni tóku þátt margir beztu golfleikarar USA. Sú litla stóð sig bara vel, þó hún hlyti engin verðlaun. Hún var aðeins 60 högg um á eftir sigurvegaranum. Ferðaikrifstofu í Alaska reynd- ist full dýrt að reyna að ná rúss neska ferðamanninum yfir til Al- aska. (Á sínum tima eða 1867 seldu Rússar Bandaríkjamönnum Alaska fyrir 7,2 milljónir doll- ara) Ferðaskrifstofan ætlaði að setja svohljóðandi auglýsingu í blaðið „Pravda": „Komið og sjáið það sem þið selduð okkur fvrir 7,2 milljónir dollara“. „Allt í lagi með það“, sagði Pravda „en það kostar ykkur aö- eins 2400 krónur, hver þuml- ungur í auglýsingunni". Þá kámaði heldur gamanið að því að forráðamönnum ferða- skrifstofunnar fannst. X- Skilti, sem hengt hafði verið á bifreið á bílastæði í Los Angeles dró að sér athygli allra þeirra sem leið áttu framhiá. Á skiltinu stóð: „Bilaþjófar takið eftir! Það er þegar búið að stela þessum bíl“. Aldagömul orrusta við indíána rifjuð upp Orrustan við Little Big Horn fljót aftur á dagskrá Síðasta orrustan, sem Custer hershöfðingi í her Norðurríkja- manna háði við stríðsmenn Sitt- ing Bulls (Sitjandi Vísundar) — og verið hefur söguefni margra indíánabóka og kvikmynda — hefur nú enn að nýju vakið áhuga bandarískra dagblaða. Nefnd, skipuð af æðstu stjórn hersins, kom saman til fundar í Pentagon, fyrir stuttu til að fjalla um mál næstæðsta stjórnanda hers Custers hershöfðingja og hans helzta aðstoðarmanns, en sá hefur nú legið í ómerktri gröf sinni í 76 ár, grunaður um heiguls hátt og föðurlandssvik. Það var barþjónninn, Charles Reno, sem fór þess á leit við herinn, að hann veitti forföður hans, Marcus Reno majór, upp- reisn æru sinnar og flytti hinar jarðneskar leifar hans í kirkju- garð þann, sem hinar föllnu hetj ur Custers hershöfðingia hvila í. Málsatvik hófust í rauninni þann 25. júní árið 1876 með því að Custer hershöfðingi gaf Reno major skipun um að fara til á- kveðins staðar með 112 manna herflokk. Majorinn mætti harð- vítugri mótspymu á leiðinni og varð að grfpa til þess ráðs að grafa sig niður og í tuttugu klukkustundir varð þessi fámenni hópur hermanna að veriast fjög urþúsund indíánum Sitting Bulls, áður en þeim barst loksins hjálp. t Sjálfur lét Custer hershöfðingi og tvö hundruð og fimm manna || '"''"O'"! Reno majór var rekinn úr hemum með skömm. hans lífiö í orrustu þennan dag. Enginn efaðist um það þá, að Reno major hefði barizt eins og hetja og boriö sig rétt að. En Gróur á leiti voru líka til þar vestra þá og það var fyrst og fremst frú Custer, ekkja hers- höfðingjans, sem fannst það ákaf lega þýðingarmikið, að ábyrgð- inni á ósigrinum yrði velt yfir á Munaði mjóu að hún fengi hýðingu fyrir drýgða hetjudáð Þegar Linda litla Wilkinson (*10 ára) kom í skólann sinn á þriðju daginn sl„ látlaus og feimin að vanda, var henni fagnað eins og hetju, sem snýr heim eftir unninn sigur, með þreföldu húrrahrópi. Á leið sinni úr skólanum, dag- inn áður, hafði hún bjargað lífi fimm ára gamals drengs, sem var að dmkknun kominn i Lea fljóti í Middlesex í Englandi. Þegar hún, að bví verki loknu, kom heim til sín, gleymdi hún alveg að segja móður sinni, hvað fyrir haná hafði borið. Lá nærri, að hún fengi duglega ráðningu fyrir aö koma heim svona blaut. Linda litla slóraði dálítið á heimleiðinni og för að leika sér á bökkum Leafljóts. Þegar hún svo hevrði einhvem segja, að Paul litli Deeny hefði dottið í fljótið, hraðaði hún sér á stað- inn, sparkaði af sér skónum og stakk sér á eftir honum. Náði hún honum strax og synti meö hann þessa 100 metra að fljóts bakkanum. Það var ekki laust við, að skóla systkin Lindu litlu væru meira upp með sér af hetjudáð hennar, en hún sjálf. einhvern annan en mann henn- ar. 1880 var svo Marcus Reno stillt fyrir herrétt, ákærður fyrir „að hafa gerzt nærgöngull viö eigin konu annars yfirmanns í hern- um“ og síðan brottrekinn úr hern um með vansæmd. • Á þessum nítíu árum, sem liö- in eru, er sagan af Custer hers- höfðingja og blóðbaðinu við Little Big Horn fljótið orðin að amer- ískri þjóðsögu, þar sem Reno major fer með hlutverk skúrks- ins. En nú eru sem sagt öfl á ferö- inni, sem vinna að því, að fá nafn hans hreinsað af áburðinum. ?«!!, lí ■ Paul og Linda. Vorhreingemingar og kartöfluvísindi Alveg á sama hátt og fyrir jólin eru gerðar hreingemingar innanhúss, er á vorin gerð alls herjar hreingeming og lagfær- ing utanhúss. Gamalt drasl er fjarlægt úr portum og húsa- sundum, lóðir lagfærðar og hús máluð. Þannig á þetta að vera, og nú er rétti tíminn til að byrja á að hefjast handa, og miðað er við að allt sé full- frágengið, hús máluð og garð ar standsettir fyrir 17. júnf. Og nú em þeir einnig farnir að hugsa til hreyfings sem eru svo heppnir að eiga kartöflu- garða og dálítið útsæði. Það er alltaf dálítill búmannsbragur á þeim, sem eiga sinn eigin kart öflugarð og geta tekið upp í soðningu handa sjálfum sér á undan öllum öðmm, jafnvel snemma sumars. Því að auðvit að eru lika dularfullar formúl- ur fyrir því, hvernig láta á kartöflur ofan í jörðina og fá þær til að vaxa helmingi fljót- ar heldur en hjá náunganum, sem er í næsta garði við hlið- ina. Þessir kartöflu-spesialistar stúdera jafnvel skítinn, sem þeir nota í áburð í garðinn sinn með sömu kostgæfni og heppnir veiði menn skoöa ánamaðkinn, sem þeir nota í beitu, því að það er auðvitað alls ek,ki sama hvor endinn er þræddur upp á krók- inn fyrst. Það ættu sem flestir að reyna að setja niður kartöflur, ef þeir hafa nokkum skika til að setja ofaní, því að þá losnar fólk við að éta innfluttan ðþverra, sem maður hefir orðið að leggja sér til munn.s jafnvel strax upp úr •jólum. Ennfremur ber þess að gæta að þessar miður góöu kart öflur eru auðvitað keyptar fyrir dýrmætan gjaldeyri. Illar tung ur segja að íslendingar eigi oft í harðri samkeppni við svína- bændur í Mið-Evrópu seinnipart vctrar um kaup á kartöflum. En þetta er auðvitað útúrdúr því að ekki hæfir að hafa kart- öfluáhyggjur á vordegi í sama mund og verið er að setja nið- ur. Mér hefur alltaf fundizt eitt hvað dulúðugt við þá, sem hafa verið lengi í kartöfluræktinni, og uppskeran klikkar aldrei hjá, enda eru þeir oft ibyggnir á svipinn þegar þeir eru að kíkja ofan í hjá okkur hinum, þukla útsæðið og mylja moldina á milli fingranna. Og auðvitað fer maður að afsaka það að maður hafi ekki verið svo lengi í þessu svo að það geti verið að maður eigi að hafa þetta einhvem- veginn öðruvísi, og vera með annað útsæði og öðruvísi skit í áburö, og sendnari mold o.s. frv. En þeir sem em vanir i kartöfluræktinni segja þá venju lega í hughreystingartóni, við þá sem eru nýbyrjendur í kart öflukúnstinni ,að ekki megi láta hugfallast, þó að lítið komi upp fyrsta árið, þvi að það komi upp í vana að láta kartöflur vaxa. Jafnvel þó að svo fari að í staöinn fyrir fullan striga- poka af góðum kartöflum, sem eru látnar niöur og upp komi einungis í bréfpoka af smælki, þá má ekki láta hugfallast, því það er næstum öruggt ,að það gengur betur næst. Ég ætla meira að segja að reyna aftur. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.