Vísir - 25.05.1967, Blaðsíða 5
V í S IR . Fimmtudagur 25. maí 1967.
5
mwM
'
.••••: •;
■•• •• ••• ■ ..
wmmÞ
Ameríska draumahúsið“
— Teiknab af einum frægasta arkitekt aldarinnar
ernig skyldi „ameríska
draumahúsið" líta út ? Svar-
ið er gefiö á síðunni, þar sem
birtast myndir af húsinu.
Einn af mestu arkitektum
aldarinnar, Bandaríkjamaðurinn
Frank Lloyd Wright, gerði teikn
núna er komið í fjöldafram-
leiðslu i Bandaríkjunum. Frank
Lloyd Wright teiknaði yfir 600
byggingar allra tegunda, meðan
hann lifði og í hverri þeirra
kom hann fram með nýjungar,
sem þverbrutu hefðbundnar hug
myndir húsagerðarlistarinnar. I
þessu „draumahúsi'* kemur
hann einhig með nýjungar, sem
forvitnilegt verður að sjá.
Wright notar í útveggi masó-
nít, sem lækkar byggingarkostn-
aðinn að mun, en innveggir og
útveggir eru skreyttir rauðviði,
sem lagður er lárétt í veggina.
1 þakið hafa verið notaðar as-
faltplötur, sem eru lagðar lárétt
til endurtekningar og í samræmi
við láréttu línurnar á veggjum
hússins.
í „draumahúsinu“ er t. d. gler
veggur, sem snýr að garðsvöl-
unum, tvö baðherbergi, sem eru
hlið viö hlið, borðstofa milli
setustofunnar og eldhússins, hol
viö svefnherbergin þrjú og bíla
stæði byggt við húsið.
En lítum á myndirnar og sjá-
um hvort éinhverjar hugmynd-
anna myndu koma okkur að
gagni, ef viö værum að byggja
okkar ,,draumahús“.
Inngangurinn í „draumahúsið“. Þaðan sést í gegn um glerdymar
inn í rúmgóða setustofuna með arin til hægri. Stóru gluggamir
við enda stofu snúa að garðsvölunum.
Eldhúsið í draumahúsinu. Takið eftir því, að ofninn er byggður inn i vegginn til hægri, hægt er að
ganga hringinn í kring um eldavélina, svæðið milli glugganna er notað fyrir eldhússkápana og sést inn
í eldhúskrók ofarlega fyrir miðju myndarinnar.
Myndi draumahúsið, sem er rúmir 185 fermetrar henta íslenzkum
réttu línunum og bílastæðinu.
Frank Lloyd Wright
FRANK LLOYD WRIGHT, einn
mesti arkitekt aldarinnar, fædd-
ist árið 1869 og lézt í hárri elli,
árið 1959. Hann var einn eirra
miklu arkitekta í byrjun aldar-
innar, sem viku á róttækan hátt
frá aldagömlum „stilum" í húsa-
gerðarlist og voru frumkvöölar
nútfma húsageröarlistar.
Jafnvel fyrir aldamót teiknaði
Wright byggingar af áræði, sem
eru enn frumlegar á nútímamæli
kvaröa. í staðinn fyrir að deila
byggingunni niður í litla fer-
hymda kassa, vann Wright bygg
ingar sínar á þann hátt að láta
rúm, víöáttu og láréttar línur
njóta sín sem bezt, einnig tengdi
hann saman hús og umhverfi.
Árangur þessa kom í ljós í
„sléttuhúsum" hans, sem eru
enn nýtízkuleg í útliti fimmtíu
árum eftir að þau voru teikn-
uð.
Með hrnum lífræna stíl sín-
um ráðgerði Wright að bygging-
amar létu sem bezt í ljós til
hvers þær væm ætlaðar bæði
með formi og i efni, sem sam-
ræmdist umhverfinu.
„Sléttuhúsin“ hans vom t. d.
lágar byggingar, rúmgóðar og
bjartar. Hann vildi hafa skrif-
stofubyggingar af meðalhæð,
þar sem steinsteypa, gler og
málmur voru notað í ríkum
mæli.
Byggingar Wrights vöktu oft
úlfaþyt mikinn. Guggenheim
listasafnið í New York, sex
hæða hringlaga bygging, sem
fulllokið var 1959, hlaut mikið
lof margra meðan aðrir kölluðu
það „þvottavél“ og öðrum sæmd
arheitum í svipuðum dúr. Sýn-
mgarsalir safnsins eru gormlaga.
— Hagkvæmni og snilligáfa
Wrights þóttu koma ekki hvað
sízt í ljós í Imperial hótelinu í
Tokyo, sem hann teiknaði og
lokið var við 1922. í jarðskjálft-
unum miklu árið 1923 var þaö
eitt af fáum byggingum, sem-
stóðu eftir óskemmdar.
Wright fæddist í Visconsin
og stundaði nám f verkfræði við
háskólann í því ríki, en hætti
námi til að gerast teiknari hjá
öðrum mjög frægum arkitekt að
nafni Sullivan. Wright opnaði
sína eigin skrifstofu árig 1893
og síðar á ævinni gat hann Sulli
vans sem „meistarans".
í úthverfi Oak Park, Illinois,
þar sem Wright bjó með fyrstu
af þrem eiginkonum sínum,
húsinu“. Sjáið hvernig plássiö undir gluggunum er notað sem skáp-
ar og takið eftir láréttu linunum, sem skreyta jafnt innveggi sem
útveggi.
teiknaði hann fýrstu byggingar
sínar, sem athygli vöktu. Ein
þeirra var skrifstofubygging,
hin fyrsta með loftræstingar-
kerfi, hljóðeinöngruöum veggj-
um, málmhúsgögnum og gler-
hurðum.
Þegar Wright kom aftur heim
úr fyrstu Evrópuferð sinni
byggði hann 1911 í Spring
Green, Visconsin, nýtt heimili
handa sér, sem hann kallaði
Taliesin. Taliesin brann árið
1914 en var endurbyggt. Húsið
brann aftur árið 1925 og Wright
setti síöustu fjármuni sína í end
urbyggingu þess.
„Táliesin" „Fallandi vatn“,
og aðrar byggingar Wrights
þykja bera vott um snilli, sem
fáir arkitektar þessarar aldar
hafa getað keppt við.