Vísir - 25.05.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 25.05.1967, Blaðsíða 16
 iííÍSKS .. .::....N S S./..V.\ VJ ■• í-..N V Noröurlandsborinn mikli hefur nú verið fluttur út á Seltjarnarnes frá Akranesi, en Seltirninj>ar gera sér miklar vonir um að heitt vatn finn- ist í Jandi þeirra og hægt verði að koma á hitaveitu i byggöinni. Brander heiðraðui Brezki sendikennarinn Don- ald Brander, sem hér hefir dval- izt um 9 ára skeið, heldur heim- leiðis f dag til Skotlands, en hann hættir nú störfum fyrir aldurs sakir. Það er alkunnugt hver Islands vinur Donald Brander er og hve mikiö og gott starf hann hef ir innt hér af höndum sem fyrir- lesari og kennari, við mlklar vin sældir. Donald Brander var í byrjun þessa árs sæmdur heiðursmerk- inu MBE og var honum afhent það í gær á heimili brezka anibassadorsins, Halford, Mc- Leod sem ávarpaði Donald Brander hlýjum orðum, en þetta var í síðdegisboöi þar sem Brander og kona hans og mikið fjölmenni var saman kom ið. Brander fer utan með Gull- fossi í kvöld. Helöursmerklð afhent. Hinn vörpulegi, ungi maður í Háskotabúningnum, er sonur Halford-McLeods nýi ritstjóri Samvinnunnar. Siguröur A. Magnús- son ritstj. Samvinnunnar Sigurður A. Magnússon rithöf undur hefur verið ráðinn rit- stjóri Samvinnunnar o2 blaða- fulltrúi Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Mun hann taka vtð störfum af Páli H. Jónssyni um mánaðamótin júní—júlí. Sigurður hefur verið blaðamað- ur við Morgunblaðið síðan 1956 er hann kom frá námi erlendis. Hann hefur verið gagnrýnandi blaðsins i bókmenntum, leiklist og menningarmálum og haft um sjón með Lesbók blaösins. Átta bækur hafa komlð út á íslcnzku "'gurð A. Magnússon. NORÐUR UPP Á SEL TJARNARNESí Miklar framkvæmdir á Seltjarnarnesi i sumar Margvíslegar framkvæmdir verða á Seltiarnarnesi í sumar. Fyrirhugað er að hefja bygg- ingu íþróttahúss, boranir eftir heitu vatni eru þar í fullum gangi og malbikað verður það sem eftir er af tilbúnum götum. Miklar ibúðabyggingar standa nú yfir á Seltiarnarnesi. Um þessar mundir er veriö að setja upp Norðurlandsborinn í svonefndri Bakkavör. Þar hef- ur fram að þessu verið boraö niður á 400 metra dýpi meö Mayhew-bor og er þar um 67 gráða hiti en ekkert vatn enn sem komið er. Þar sem þessi hola lofar meiru en hola sú sem boruð var í Bygggarði norðan megin á nesinu var ákveðið að fá Norðurlandsborinn. í Bygg- garði fékkst vatn á 560 metra dýpi og fæst þaðan nú um 80 gráða heitt vatn. Boranir með Norðurlandsbornum hefjast væntanlega á morgun. Undirbúningi undir malbik- un gatna í Lambhúsahverfinu og á Miöbraut er lokið. Malbikun hefst væntanlega um miðjan næsta mánuö og á henni að veröa lokið fyrir sumarfrí í júlí. Verða malbikaðir um 9000 fer- metrar eða 1300 lengdarmetrar í þessum áfanga. Eftir sumarfrí verður svo að öllum líkindum malbikað á Unnarbr. og hluta Vallarbrautar. Þaö eru um 800 lengdarmetrar. „Þegar því er lok ið höfum við malbikað allar göt ur á nesinu, sem hægt er aö malbika í bili, hitt er allt smá- stubbar og hálfbyggðar götur“, sagði sveitarstjórinn á Seltjarn- arnesi Sigurgeir Sigurðsson í samtali viö Vísi í morgun. Byggingarframkvæmdir eru miklar í Mýrarhúsalandi, sagði sveitarstjórinn. Það hverfi bygg- ist sennilega upp í sumar. Þaö eru 70—80 íbúöir í því hverfi Svo er verið að fvlla upp í ó- byggðar lóðir hér og þar, þannig aö um 100 íbúðir verða í bygg- ingu á Seltjarnarnesi í sumar. Skrúfuþota Tryggva kemur ekki í sumar Ekkert verður af því, aö skrúfu- þotan komi til Norðurflugs í sumar. Eins og lesendum er eflaust kunn- ugt hefur Norðurflug í hyggju að festa kaup á flugvél af franskri gerð, Nord 262, en samkvæmt upp- lýsingum Tryggva Helgasonar, for- stjóra félagsins í gær, getur ekki orðið af því fyrr en næsta vor, enda kæmi vart til greina annað en aö vélin kæmi aö vori til, því þá hefst annatími flugfélaganna fyrir alvöru. s „Við vinnum stöðugt aö því að vélin veröi' keypt og vonum að si hún komi örugglega næsta vor og erum ekki í vafa um að hún mundi koma aö mjög góðu gagni fyrir menn hér nyröra“ sagöi Tryggvi í gær. Ákveðin skipan flokka í kosningasjónvarpinu Ákveðin hefur verið skipan flokka í kosningasjónvarpi og út- varpi. Óháði lýðræðisflokkurinn verður með í flokkakynningunni 29. og 30. maí og á framfcoðsfund- inum 2. júnf, og hefur sama tfma ag aðrir flokkar, en verður ekki með á samtalsfundi formanna þing- flokkanna 5. júní, né í almennum "tiórnmálaumræðum, sem verða aðeins í hljóðvarpinu, 7. júní. Þá er augljóst af forsíðufrétt Þjóðvilj- ans í dag, að kommúnistar í Al- hýðubandaiaginu ætla ekki að hleypa Hannibal í neitt af þessu. Rúml. 400 gangast undir stúdentspróf i \ Rúmlega 400 stúdentsefni ganga undir stúdentspróf í menntaskólum landsins og Verzlunarskólanum þessu sinni. Eru prófln þegar hafin, en þeim lýkur alls staðar um niiöjan júnímánuð. í morgun var fyrsta prófið 1 Menntaskólanum í Reykjavik en það var mannkynssaga og ganga undir það stúdentsefni úr báðum deildum, máladeild og stærðfræöideild. Alls gangast 232 stúdentsefni innanskóla undir próf í M.R. og 10 utan- skóla. ínnanskólanemendurnit skiptast þannig milli deilda, 82 í máladeild og 150 í stærðfræði- deild. 35 nemendur gangast tuidir stúdentspróf frá Verzlunarskóla íslands aö þessu sinm, þar af einn utanskóla. Hófusf prófin í Verzlunarskólanum þann 2. maí„ Um 105 nemendur gangast undir stúdentspróf við Mennta- skólann á Akureyri nú, þar af eru innanskóla 45 í stærðfræði- deild og 54 ; máladeild. 23 stúdentsefni þreyta pról við Menntaskólann á Laugar- vatni nú.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.