Vísir - 25.05.1967, Blaðsíða 12
72
VÍSIR . Fimmtudagur 25. maf
I ' V I I M _> I V_^ L/ I l\l
SUDURIANOSBRAUT
SIMI 3fh23 ÖPIÐ 8 -22,30.,
SÚNrJtiD.:9 r-,22,'30 •
B£tir asvintýriö með kaþólska prestinum
haida Taraan og Jane heim á leið og þegar
Xarzan hefur kcxmið Jane fyrir í öruggum
hSndam bjá nágrönmim sínam, leggur hann
urp f ný œvkitýri.
ferö sinni um frumskóginn heyrir Tarz-
an dyn í flugvélahreyflum. „Þetta er ein-
kennilegt. Eftir hljóðinu aö dæma fljúga
þessar vélar alveg niður við jörö,“ hugsar
Tarzan, þegar hljóðið færist nær. En allt í
einu opnast skógurinn og framundan blasir
við fljót og þar er að finna skýringuna á
þessum flugvéladyn. „Fenjabátur með flug-
vélahreyfil. Upp á hverju skyldu menn fhma
næst?“
Kvikmyndasaga
samin af Ednu O'Bríen
eftir skáldsögu hennar
,Jhe Lonely Girl"
eldhúsinu. „Jæja, skemmtu þér vel,
blessuð", sagði hún og brosti svo
ástúölega, að ég var að því komin
aö missa kjarkinn og hætta við
allt saman. Og hún var svo gðíug-
mannleg á svipinn, þar sem hún sat
og lék með hnúakrepptum fingrun-
um við gullnistiö með myndinni,
sem hún bar í festi um hálsinn.
„Þú skalt ekki vaka eftir mér“,
sagði ég um leið og ég laut aö
henni og bauð henni góða nótt með
kossi.
Maðurinn sem annars
aldrei les auglýsingar
GENERAU YEATS
SHOOLD BE PACK
at MOMBurzi-Btrr
„Ég elska mann, og þau vilja
loka mig inni, svo ég fái aldrei
framar að heyra hann eða sjá“,
sagði ég og ýkti tilfinningahreim-
inn í rödd minni í von um að mér
tækist þannig aö mýkia hjarta
hans. Ég vissi að honum gat ekki
komiö til hugar að móðgast af því
að ég unni einhverjum öðrum en
honum; hvað hann snerti, höföu
vísar klukkunnar ekki hreyfzt í full
fimmtán ár og ég var enn stelpu-
krakkinn, sem leit inn í búðina til
hans, þegar ég var á leiö heim úr
skóla.
„Eins og ég hafi ekki heyrt sög-
una“, sagði hann. „Það er ekki um
annað talað í þorpinu“. Hann reis
úr sæti sínu, tók vaxkerti, kveikti
á þvi og leiddi mig fram á gang-
inn, og andlit hans varð enn guggn-
ara og eliflegra i bjarmanum af
kertaljósinu. „Veggirnir hafa eyru,
hér eins og annars staðar", sagði
hann og gaut augunum inn um
dyragættína, tfl að fullvissa sig um
að pjátrarakerlingin stæli ekki
neinu.
„Hvenær gætirðu lagt af staö?“
hvfslaði hann.
„Hvenær sem vill“, hvíslaði ég.
Það marraði í hjörum á búðar-
hurðinni. Viðskiptavinur kom inn
og drap í sífellu högg á búöarborð-
ið með peningi til merkis um, að
sér lægi á. Jack flýtti sér fram og
tók kertið með sér, svo ég stóð eft-
ir í myrkrinu. Hann hafði láti^
leggja rafmagn í búðarkytruna, en
ekki 'annars staðar í húsið; tímdi
ekki að leggja í kostnaðinn.
Andartaki síðar kom hann aftur
fram á ganginn. „Á föstudaginn“,
hvíslaöi hann. „Vertu komin hing-
að klukkan níu um kvöldið, og ég
skal sjá um bíl, sem þú ferð með
til Nengah“.
„Og geturðu lánað mér peninga
fyrir fargjaldinu með lestinni?"
hvíslaði ég. Komst ekki hjá því að
biöja hann um lán, þótt ég skamm-
aðist min fyrir það. Hann lofaði
að lána mér fimm pund, gegn há-
tíðlegu loforði mínu um að greiða
þau aftur við fyrsta tækifæri.
„Enn eitt“, hvíslaði hann. „Ég
hjálpa þér — þú hjálpar mér i
staðinn. Hvernig væri að þú reynd-
ir að hafa áhWf' á þau heima; fá
þau til að flytja aftur í litla og þægi
lega húsið við hliðið".
„Litla og þægilega húsið“, var
saggakofinn, sem þau höfðu feng-
ið inni í, fyrst eftir að pabbi neydd
ist til að selja Jack jörðina. Nú
vildi Jack Holland að þau rýmdu
stóra húsið, svo hann gæti leigt
það. Ég hét honum því að reyna
hvað ég gæti, enda þótt ég vissi,
að faðir minn mundi með öllu ófá-
anlegur til að fara þangaö aftur.
Jack lét mig síðan fá pela af
viskí og þrjár sódavatnsflöskur
heim með mér. „Gættu þess að
brjóta ekki flöskumar og kveddu
gamla Jack með kossi", sagði hann.
Ég rétt snart varir hans, en hann
skellti á mig einum þrem kossum,
og fórst klaufalega.
„Fríða les blómrós, fyrr en hún
þver“, sagði hann og sendi mér
koss á fingrum sér.
„Þú ert sannur engill", kallaði ég
til hans. Og það veit heilög ham-
ingjan, að ég sagði það af ein-
lægni.
Ég hjóíaði heim, og braut heil-
ann um einhverjar gildar afsakanir
SMjSJRjM
haffi
. IAUGAVEG 178.
á því, að ég yrði að skreppa i þorp-
ið á föstudagskvö’ld. Helzt til
Limmerick.
Þegar ég kom heim, gaf ég föð-
ur mínum tvo asperínskammta og
bar honum heitt te. Sagði svo blátt
áfram
„Ætli ég skreppi ekki til Limm-
erick að horfa á kvikmynd á föstu-
dagskvöldið. Brennanhjónin hafa
boðið mér“.
Faðir minn kyngdi asperín-
skammtinum. „Kannski ég sláist í
föirina, ef ég verð kominn á lapp-
ir“, sagði hann.
„Læknirinn sagði að þú yrðir að
liggja fram á sunnudag“, svaraði
ég.
„Kannski móðursystir þín vilji
skreppa með ykkur?“ mælti hann
enn.
„Kannski", sagði ég, og vissi að
hún fór aldrei í kvikmyndahús.
Ég náði í heitt vatn handa hon-
um, raksápuna og rakvélina, og
hélt fyrir hann á speglinum á með-
an hann rakaöi sig.
NÆSTU þrír dagar voru lengi að
líða. Ég fmyndaði mér alls konar
hluti —• ag ég kæmist af stað, en
faðir minn veitti mér eftirför og
hefði hendur í hári mínu á síðustu
stundu og færi með mig heim aftur
með valdi. Ég vann mikið, talaði
oft við föður minn, bar giktar-
smyrsl á bakið á honum og nudd-
aði hann. Færði móðursystur minni
heitt te í rúmig á morgnana.
„Þú dekrar við mig“, sagði hún.
„Það verður ekki lengi“, svaraði
ég og brosti. Ég brosti oft þessa
þrjá daga við vinnu mína. Ég þvoöi
og fágaði gluggana á neðri hæðinni
og hreinsaöi hænsnahúsið. Maura
mjaltakona bauð mér hjálp og ham
aðist eins og vitskert í nokkrar mín
útur, en missti svo allan áhuga á
starfinu og hljóp í burtu — kvaðst
allt í einu muna eftir því, að hún
yröi að sækja kartöflur út í gryfj-
una fyrir móöursystur mína. Ég
ræsti svefnherbergin sjö, þar sem
aldrei kom maður og köngullærnar
ófu vef sinn i hverju horni.
Það lágu meira að segja tvær
leðurblökur í dvala á gólfinu í einu
svefnherberginu. Höfðu einhvern
veginn komizt þar inn um glugga.
Ég sagöi föður mínum frá því, þeg-
ar ég kom niður, fyrst og fremst
til þess aö segja eitthvað.
„Hvar ...“ Hann stökk fram úr
rúminu og æddi á síðum nærbrók-
unum upp á loft og greip í leiðinni
skaftlangan sóp aö vopni. Svo rudd
ist hann að kvikindunum, vakti
þau af sínum langa vetrarsvefni
og drap þau.
„Bölvaður óþverri", sagði hann,
stoltur að unninni dáð, en móður-
systir mín sópaði hræjunum upp á
pappaspjald, bar niður og fleygði
þeim á eldinn.
Hún haföi orð á því, að eitthvaö
yrði til bragðs aö taka með þessi
svefnherbergi uppi á loftinu. Það
var raki í veggjunum og veggfóðr-
ið hafði flagnað af á stórum blett-
um. Við geröum þó einungis að
loka þeim aftur og hröðuðum okk-
ur niður í eldhúsið. Eina staöinn í
húsinu, þar sem var sæmilega heitt.
Þegar við höfðum drukkið teið á
föstudagskvöldið, snyrti ég andlit-
ið frammi fyrir speglinum í eldhús-
inu. Að því búnu fór ég inn til föð-
ur míns og bauð honum góða nótt.
„Þaö á að vera hálfspunds seðill
einhvers staöar í frakkavasa mín-
um“, sagöi hann. „Þú mátt eiga
hann, ef þú nennir aö leita að hon
um“. Ég fann seöilinn, sem var í
einu vöðli og hrundi af honum tób
akið. Það hafði brotnað sígaretta
í þessum sama vasa.
„Sjáumst seinna", sagöi ég.
„Allt í lagi“ sagði hann. „Þú
hitar svo tesopa handa mér, þegar
þú kemur aftur. Vekur mig, ef ég
skyldi verða sofnaður”.
Ég varaðist að kveðja með handa
bandi, eða svo innilega, að það
kynni að vekja grun.
Móðursystir mín sat frammi í
VÍSIR
AUGLÝSINCASKRIFSTOFA
aaaaai AUGLÝSENDUR, ATHUGIÐ! onaoij
□ □□□D! _ !□□□□□
□□□□□I Handnt af auglýsingum þurfa að hafa borizt auglýs-
nnnnni ingaskrifstofunni fyrir kl. 6.00 daginn fyrir birtingu. IDnnQE
aDDBDI !□□□□□
ÞBIIGHOLTSSTRÆTI 1
S'imar 11660 — 15099 — 15610
/ÍSIR