Vísir


Vísir - 27.06.1967, Qupperneq 2

Vísir - 27.06.1967, Qupperneq 2
2 V í SIR , Þriðjudagur 27. júní 1967. KR lék glæsilega og vann 5:1 Valsvörnin réð ekki við hrnðn frnmlínu KR KR-liðið sýndi í gærkveldi einhvern þann bezta knatt- spymuleik, sem íslenzkt lið hefur sýnt það sem af er keppnistímabilinu. Sjaldan hefur sézt eins jákvætt spil hiá nokkurri framlínu, sjaldan hefur uppskeran orðið ríkulegri. KR-ingar verðskulduðu sannarlega 5:1 sigur sinn yfir slöku Valsliði, sem þó í byrjun leiksins virtist til alls líklegt, en var algerlega kveðið í kútinn af á- kveðnu KR-liði. Valur átti meira í leiknum fyrstu 15 mínútumar, en síðan ekki söguna meir. Þegar eftir 5 mfnútna leik skora þeir sitt mark, sem fæstir bjuggust við að yrði þeirra eina í leiknum. Árni Njálsson, h.-bakvörður Vals tók aukaspyrnu mjög vel, eins og hon- um einum virðist lagiö, og sendi knöttinn vel fyrir markið. Þar skallaði Ingvar óverjandi í vinstra markhomið, og Valur hafði fengið • í 7. deild er nú þessi • KR—VALUR 5—1 (4—1). J Vaiur 5 3 11 9—9 72 • KR 4 3 0 1 10—5 62 ! Fram 3 2 1 0 6—4 5 • 2 Keflavfk 4 2 0 2 3—3 4 2 • Akureyri 4 1 0 3 6—7 2 2 2 Akranes 4 0 0 4 3—8 0 • • • 1 NÆSTU LEIKIR: 2 Næstu leikir eru í kvöld. Á® 2 Laugardalsvelli leika Fram— 2 • ÍBK en á Akureyri leika Akur- • 2 eyri—Akranes. • óskabyrjun og hrollur fór um KR-áhangendur. Það var fyrst á 8. mín. að KR-ingar áttu tækifæri, er Eyleifur komst inn fyrir, en skaut himinhátt yfir. Mínútu síðar kemst Reynir, h. kantmaður Vals- liðsins inn fyrir, en er óheppinn og skotið lendir í Magnúsi mark- verði. ★ Á 16. mín. jafna KR-ingar siðan. Hornspyrna er tekin frá hægri og hinn leikni nýliöi KR, Jóhann Reynisson, tók hana mjög fallega. Gunnlaugur, sem álpaöist út úr markinu, hikaði og Baldvin náði að skalla í markið, 1—1. ■fc Tveimur mínútum sfðar ná KR-ingar forystunni, er Jóhann leikur mjög fallega á v. bakvörð Valsliðsins og sendir knöttinn fallega fyrir markiö. Gunnlaugur i Valsmarkinu náði að slá knöttinn örlítið frá markinu, en Eyleifur kom aðvífandi og „negldi" ó-, verjandi í netið, 1—2 fyrir KR. ★ Á 22. mfnútu sendir Jóhann Reynisson enn góöa sendingu fram á Eyleif, sem kemst einn inn fyrir og skorar auöveldlega fram hjá Gunnlaugi, sem kom út úr mark- inu, 1—3 fyrir KR. Á 32- mínútu skapaðist nokkur hætta við mark KR, en Kristinn bjargaði á línunni, er Magnús markvörður KR, hafði hlaupið ranglega út úr markinu. ★ Á 43. mínútu komst Gunnar Gunnar Felixsson skorar hér 4. markið með skoti, sem Gunnlaugur réði ekki við. • 'i Hér myndaðist nokkur hætta við mark KR, en Magnús Guðmundsson, nýliðinn f KR-markinu bjargaði á síðustu stundu. :Coca-Cola keppni igolfmanna í kvöld í kvöld hefst Coca-Cola- keppni G.R., og veröa leiknar 12 holur, síðan 24 holur laugardag- inn 1. júlí og 36 holur sunnu- daginn 2. júlí. Keppnln er 72ja holu högg- leikur og eru verölaim veitt bæði fyrlr bezta árangur meö og án forgjafar. Þetta er stærsta og venju- lega fjölmennasta keppni G.R., en í hana mæta kylfingar af öllu landinu. Þess má geta að þessi keppni er talin koma næst íslandsmóti í golfi, að því er snertir fjölda keppenda, og má segja, að sá, sem vinnur keppnina, sé beztur kylfinga íslands þann daginn. G.R. vill bjóða öllum, sem á- huga hafa á golfíþróttinni, að koma upp á golfvöll og fylgjast með keppninni. Áhorfendur eru beðnir aö lesa reglur um um- gengni áhorfenda á golfvellin- um, áður en þeir fara út á völl- inn, en þær hanga uppi í golf- skálanum. Þá er áhorfendum ráðlagt að vera á vatnsheldum skóm og hafa meðferðls hlífðarflík, ef von er á rigningu. Eins og fyrr segir hefst keppnin í kvöld kl. 19.30, á laugardag kl. 13.30 og á sunnu- dag kl. 9.00. Hjól og bílar Seljum í dag og næstu daga, hjól og bíla, ó- dýrt. einn inn fyrir, eftir að Ellert Schram hafði sent langa séndingu fram hægra megin. Halldór mið- vörður Vals datt, er hann reyndi að spyrna knettinum frá markinu og eftir það var auðvelt fyrir Gunnar Felixson aö senda knött- inn í markið, fram hjá Gunnlaugi, 1—4 fyrir KR og þannig var stað- an í leikhléi. KR-ingar létu ekki við svo búið standa og strax í upphafi síöari hálfleiks skora þeir sitt fimmta mark. Þórður Jónsson, framvörður KR-liðsins tók innkast vinstra megin og varpaði knettinum til Baldvins, sem komst upp aö enda- mörkum og þar gaf hann knöttinn vel fyrir og Eyleifur skoraði með glæsilegu skoti upp undir slána. Fleiri urðu mörkin ekki i þess- um skemmtilega leik. Það sem eft- ir var leiksins sóttu liðin nokkuð á víxl, en allt annað og betra skipulag var á sókn KR-liðsins og hætta því mun meiri við Vals- markið. KR-liðið sýndi nú sinn bezta leik á sumrinu. Ákveðnin skein úr andliti hvers liðsmanns. Mjög á óvart komu nýliðamir í liðinu, Magnús I markinu, Halldór inn- herji og Jóhann útherji, sem var reyndar einn bezti maður vallarins, einkum í fyrri hálfleik, er hann gerði margt stórglæsilega. Eyleifur átti og nú sinn bezta leik hér á landi og var sífellt vinnandi. Ellert var traustur og Þórður, Ársæll og Kristinn voru hinir traustu og ör- uggu vamarmenn. Valsliðið sýndi í þessum leik einn sinn versta á keppnistímabil- inu, og em það því meiri von- brigði, þar sem það virtist til alls liklegt í byrjun leiksins. Gunn- laugur í markinu var líklega bezti maður liðsins og veröur hann varla sakaður um mörkin, ef til vill það fyrsta. Annars átti liðið í heild slakan leik og nú vantaði hinn mikla baráttuvilja, sem einkennt hefur þetta annars skemmtilega lið. Dómari var Grétar Norðfjörð og var lítið samræmi í dómum hans. af. LÁRUS INGIMARSSON Vitastíg 8, sími 16205

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.