Vísir - 28.06.1967, Side 12
V í S IR , Miðvikudagur 28. júní 1967.
*2
E
IB
Eogaa Rice ÉVKROVGHS
OHCB VJB GET VOU IMTO THE HOLD
OF TM£ S.S. COKIMTHA, VOíJ CAN TAKE
A BREATHER/ p----------warjL
----\r~i thanksj
•'■V ••-V a lot/ y
MV 7HANKS, TOD, if/l/OtV X1
DENA BA/fJ— CjW 60
rcfli . ------pföV 7Z>
ígiÍlÉiÍf Q banaga' j
ANÞ I HAVE 70 CROSS AN
OCEANy TOO, IM TMIS OtfTFIT
þér hjartans
,Þaö verður gott,
Kvikmyrtda&aga
samln af Ednu (yBrien
eftir skáldsögu hennar
„The Lonely Girt"
,3vemig skyldu þeir annars fara
að því, að koma þessum skipum
fyrir inni í flöskmum", sagði hann
og leit í átt að arinhillunnL Þetta
var hans háttur, þegar eitthvað bar
á góma, sem hann vildi ekki ræða
frekar, þá beindi hann alltaf um-
ræöunum aö emhverju ööru.
AHt f einu spratt ég á fætur. Ég
ætla aö bringja heim til hans“,
sagði ég við Ðöbu.
„Allt f lagi. Því skyldiröu ekki
gera þaö?“ sagði Baba.
Síminn var frammi í anddyrmu,
og ég varð að setja tvo shillinga
í hann til að ná sambandi. Eftir
það varð ég að bíða enn í nokkr-
ar mínútur á meöan stúlkan á mið-
stöðinni náði sambandi við setr-
ið.
Það var Anna, sem svaraði.
„Nei, hann er ekki heima ..."
æpti hún í símann, svo lá við sjálft,
að ég fengi hellu fyrir eyrun. Það
hefði mátt halda, að þetta væri í
fyrsta skipti á ævinni, sem hún tal-
aði í síma. Svo var sem rödd
hennar dæi út, og ég hafði grun
um, að hún væri að tala viö ein-
hvem, sem 'stæöi ekki langt frá
henni.
„Anna ... ég er að leggja af
stað til Englands, og mig langar
aðeins til aö kveöja hann, áöur en
ég fer. Viltu biðja hann að koma
í símann?“
„Hann er ekki heima, það er
mér eiður sær“, hrópaðí Anna.
„Haun er einhvers staðar úti við“.
Sennilega hefur hún greint grát-
hreiminn í rödd minni, því hún
varð mýkri á mannitm. „Ef hann
skildi rekast hmgað inn, þá skál
ég láta hann hringja til þín. Hvar
ertu, og hvað verðurðu þar lengi
enn?“
„Ég varð að kalla inn í salinn
og spyrja, hvað veitingastofan héti,
og margar ’raddir svöruðu i senn.
„Almáttugur, hvað ég öfunda þig
að vera að fara til Englands",
sagði Anna. „En það er nú rétt
svo sem með mig ... Veiztu þaö,
að nú er ég oröin ófrísk aft-
ur ... veiztu um nokkrar töflur,
sem þú gætir sent mér?“
„Ég skal reyna... Er Eugene
kominn?"
„Nei, hann er ekki kominn, og
hér er enginn, nema ég og barn-
ið. Ætlarðu þá að muna eftir því
að senda mér töflurnar, áður en
þú ferö?“
„Anna ... Ég hef skrifað honum
hvað eftir annað“.
„Eins og ég viti það ekki. Þaö
líggur þessi líka hrúga af óopnuö-
um sendibréfum hérna á borð-
inu“.
Þaö var eitt af mörgu í fari hans,
sem ég gat ekki annað en dáðst
aö, þrátt fyrir allt. Þetta þrek og
sjálfsstjórn — að geta stillt sig
um að opna sendibréf svo dögum
skipti.
Ég spurði Önnu hvort sú banda-
ríska hefði komið.
„Nei, hún hefur ekki komiö, og
hingað hefur enginn komið síðan
þú fórst. Þetta er eins og í dauös
manns gröf. Hann var í burtu í
tvo sólarhringa, og síöan hann kom
heim aftur, hefur hann ekki mælt
orð frá vörum og lokað sig inni
í vinnustofunni. Ætlarðu aö muna
eftir því að senda mér töflum-
ar?“
En nú var mér allri lokið. Ég
kvaddi hana í skyndi. Mér leið verr
en nokkru sinni. Nú hafði ég vissu
mina fyrir því, að hann þjáðist.
Ég gat séö hann fyrir hugskots-
sjónum mínum, séð fyrir mér
hryggðina í augum hans yfir því,
aö ég skyldi ekki reynast sú, sem
hann hafði gert sér vonir um.
Þegar við fórum bað ég veit-
ingamanninn aö segja, að ég væri
farin til skips, ef einhver spyrði
eftir mér. Ég gerði mér vonir um,
aö hann kæmi. Mér fannst sem
ég sæi hann á hraöri ferð í litla
sportbilnum á leiö niður fjöllinn.
Anna hafði sagt, aö hann hefði
verið lagður af stað. Hann var
yfirleitt ekki að segja hanni hvert
hann ætlaöi.
Sá óþvegni þekkti varðmann-
inn við landganginn, og fyrir hans
orð fengu þeir báðir að fylgja okk-
ur um borö. Hann gaf drykkju-
peninga á báða bóga en Baba hélt
á farmiðanum sínom í munnin-
um, því að hún bar blóm og
farangur í báðum höndum. Og enn
hugsaði ég — nú hlýtur hann að
koma á hverri stundu.
Það var þröngt í klefanum, þeg-
ar við vorum öll komin þar inn,
Tod Mead, sá óþvegni, Jóhanna og
Gustave. Og svo öll blómin. Sá
óþvegni dró upp hálfa flösku af
viskí og bað alla viðstadda að
drekka kveðjuskál af stút, á meöan
nokkur lögg væri eftir.
„Ég þoli ekki svo sterkt“, sagði
Jóhanna, sem varð hálffull af einu
glasi af sherrýi ef svo bar und-
ir. Engu að síður leit hún löng-
unaraugum til flöskunnar.
Sá óþvegni mælti fyrir skálinni
af miklum innileik. „Ykkar skál,
Baba og Kaithleen ... megi ykkur
falla öll gæfa í skaut, megið þið
alltaf vera eins yndislegar, og
þið eruð nú og látið ekkert breyta
ykkur...“ Hann söng síðustu orð
skálaræðimnar og greip hendiririi
undir bakhlutann á Böbu.
„Guð minn almáttugur". æpti
Baba, þegar hann hóf hana svo
hátt upp að hún rak kollinn upp
í loftljósshlífina.
Þá kvað við bjölluhljómur, og
einhver tilkynnti skipandi röddu,
aö allir, sem ekki væru farþegar
með skipinu skyldu hverfa frá
borði.
„Heilagur Móses ... ekki förum
við að synda yfir írlandshaf", sagði
sá óþvegni, Jóhanna ákallaöi guð
sinn á þýzku og Tod Mead gerði
krossmark fyrir okkur. Svo rudd-
ust þau öll út og upp stigann,
og viö sátum einar eftir í klef-
anum með lögg á viskíflösku og
innan um brotin blóm.
„Hann kom ekki“ sagði ég við
Böbu. Hún faömaði mig að sér,
og svo fórum við báðar að gráta.
„Ég verð brjáluö", kjökraði ég.
I „Ég verð brjáhið ...“
„Sussu-nei“, svaraði Baba. „Þetta
gleymist smám saman í nýju um-
hverfi, og þegar til Englands kem-
ur, veröur allt frjálsara". Þá ætlaöi
hún að fara að telja farareyrinn,
en brá heldur en ekki í brún, þeg-
ar hún sá hvergi handtöskúna, með
öllum peningunum. „Guð minn al-
máttugur — peningarnir okkar ..
æpti hún og fékk æöi, grýtti föt-
um og pinklum í allar áttir, og
fann loks handtöskurnar, sem bet-
ur fór, neöst í hrúgunni. Þaö haföi
nefnilega fariö svo, að við komum
ekki öllum fatnaði okkar og far-
angri ofaní þær ferðatöskur, sem
við höfðum yfir aö ráða, og urð-
um því að búa um það í bögglum,
vöfðum í brúnan pappír, en nú
fullyrti Baba, aö við yröum að
leigja hjólbörur undir farangur-
inn, þegar kæmi til Liverpool.
„Við verðum að halda okkur vak
andi í alla nótt“, sagöi hún. „Hver
veit nema einhver ryöjist inn til
okkar, nauðgi okkur og ræni svo
peningunum".
„Ég gleymi honum aldrei“, sagði
ég og þerraði tárin af augum mér
frammi-fyrir speglinum.
! ,,Hver skyldi Ííka ætlast til þess
af þér?,. siagði Baba. „Annaö mál
er það, áö þú veröur aö taka
í af j;ur gleði þína... og almáttugur,
1 hvaö við skulum skemmta okkur
í Soho“.
VÍSIR
AUGLÝSINCASKRIFSTOFA
□□□□□, AUGLÝSENDUR, ATHUGIÐ! ooooo
□ □DDDl IQQQQD
____Handrit af auglýsingum þurfa að hafa borizt auglýs-
QQQQDi IQQQQD
ingaskrifstofunni fyrir kl. 6.00 daginn fyrir birtingu.
'QnnoD
QQQQD
ÞINGHOLTSSTRÆTI 1
Simar 11660 - 15099 - 15610
VÍSIR
„Ég verð, sem sagt, að fara yfir heilt
útihaf I þessum búningi".
„13m Jeið og við erum komin um borð í
m-.s. CorÍTrtha, getur þú tekið þér hvíld, svo
lítið beri
fyrir.
En Tarzan hefur staðið í felum á bak við
tré og heyrt allar samræðurnar. — „Mínar
þakkir, sömuleiðis Dena Bain“ —
hugsar Tarzan. — Nú get ég farið stytztu
leið til hafnarborgarinnar Banaga.
Enn barst tilkynning um hátalara
kerfið, og ég titraði af þeirri til-
hugsun, aö ef til vill væri Eugene
loks kominn. En það var vitan-
lega um attt annað.
„Ber ég það utan á mér. að
ég hafi oröið fyrir þessari reynslu?"
spurði ég Böbu. Nú þurfti ég ekki
lengur að sjúga inn kinnarnar,
svo ég sýndist magrari.
FRAMKÖLLUM
FILMURNAR
FLJÓTT OG VEL
CEVAFOTO
LÆKJARTORCI
Knútur Bruun hdl.
Lögmannsskrifstofa
Grettisgötu 8 II. h.
Sími 24940.
SPARIfl
---'BfLAUÍfGAN
Zmk/y/gF
RAUÐAHÁRSTlG 31 SlMI 22022
AUGLYSIÐ í VISI