Vísir - 14.07.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 14.07.1967, Blaðsíða 3
VÍSIR . Föstudagur 14. júlí 19v.,. 3 EIN HARMSAGA FRÁ HELLU ‘l/Tyndimar í Myndsjánni i dag eru til komnar á þann hátt, að Gestur Einarsson ljós- myndari, var staddur á hesta- mannamótinu að Hellu um sl. helgi. Gestur hafði verið að taka kvikmynd á siálfu mótssvæðinu sem er vestan og sunnan við kauptúnið. Þegar hann var á heimleið, sá hann að eitthvað ó- venjulegt var um að vera á af- girtu svæði austan við kaup- túniö og hafði þar safnazt sam- an hópur manna. Þegar Gestur kom nær, sá hann hvers kyns var. Þar hafði hestur lent í díki og stóð ekki annað upp úr en höfuöiö. Hiö afgirta svæði hultir þarna í giröingunni. En Þama er þröngt díki illsjáan- andi til mótsins fengið hesta sína geymda og hafa væntan- lega treyst því að þeir væm ó- hultir þarna, í girðingunni. En það var nú öðru nær. Uppsprettulind er rétt fyrir innan girðinguna á einum stað og þar Ieyndist hættan falin. Þama er þröngt díki illsjáan- legt vegna grassins á bökkunum, sem hylur það. Hesturinn hefur ekki átt sér ills von og farið í síkið. Þama kom einhver góður maður auga á hestinn og fékk menn til að- stoðar við að bjarga honum. Það reyndist örðugt verk, enda erfitt að komast aö hestinum vegna þrengsla. Það varð loks að ráði, aö grafa skurð að hest- inum framanverðum og fá hann til að ganga upp úr díkinu. Þetta tókst eftir drjúga stund, en klárinn var orðinn nokkuð þrekaöur og mátti ekki tæpara standa að hann hefði sig upp úr af eigin afli. Viö skulum nú líta á mynd- irnar. Efsta myndin til vinstri sýnir vel hve díkið er faliö vegna grassins á bökkunum. Næsta mynd er tekin þegar búið er að moka skurðinn fyrir hest- inn og er hann að leggja af staö upp úr. Myndin efst til hægri sýnir díkið eftir aö hestinum hafði verið bjargað. Myndin fyrir miðju til hægri sýnir pilt halda höfðinu á hest- inum á meöan verjð er að moka skurðinn og sést í bakið á þeim, sem mokar fremst til hægri á myndinni. Myndin neöst til vinstri er tekin um svipað leyti. Maðurinn er að moka á meöan köðlum er komið undir hestinn til að létta á honum. Loks er mynd af hestinum, tekin um leiö og hann rífur sig upp úr díkinu.' '

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.