Vísir - 18.07.1967, Síða 3

Vísir - 18.07.1967, Síða 3
3 VlSIR. Þriðjudagur 18. júlí 1967. Klæðum landið Lionsklúbburinn Baldur í Reykjavík hefur undanfarin þrjú sumur lagt leið sína að Hvítárvatni. Tilgangurinn með ferðum þessum hefur verið tví- þættur, þ.e.a.s. til að sá gras- fræi á svæði sem klúbburinn fékk úthlutaö hjá Landgræðslu rikisins og í öðru lagi til skemmtunar. Síðastliðinn föstudag lagöi klúbburinn í þriðja leiðangur- inn og tóku 70 manns þátt i feröinni, klúbbmeðlimir með fjölskyldur sínar. Landgræðsla ríkisins hefur stutt klúbbinn með ráöum og dáð, m. a. meö bví að girða svæðið fyrir klúbbinn. Leiðangurinn lagði af stað á föstudaginn eins og fyrr segir og kom aftur til Reykjavíkur á sunnudagskvöld kl. 9. Jóhann Möller skrifstofustjóri tók myndir í ferðinni og birtist hluti þeirra hér í Myndsjánni í dag. Efsta myndln er tekin í upp- hafi ferðar og sést allur hópur- inn samankominn framan við eina bifreiðina. Önnur myndin er tekin þegar hópurinn leggur af staö til sán- ingar. Harmonikuleikari klúbbs- ins gengur í broddi fylkingar, en hann heitir Eiríkur Ásgeirsson og er forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur. Þriðja myndin er af fjórum börnum úr hópnum, þar sem þau standa hjá rofabarði, en í baksýn er Bláfell. Fjórða myndin er af land- græðsluflugvélinni þar sem hún flýgur lágt yfir hópinn sem veifar til flugmannsins. Flug- vélin var þarna við sáningu og áburðardreifingu. Fimmta myndin er af fólki viö sáningu. I baksýn er Skriöu- fell og Hvítárvatn og sést jök- ullinn teygja tærnar í vatnið beggja megin fjallsins. Fötumar sem fólkið notar eru þær sömu og fást á bensínsölustöðum víða um land. Sjötta myndin er af blöndun áburöar og fræs. ''••'ÍÍW' ' ;; ■ ■ ■•' ' 11(1

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.