Vísir - 18.07.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 18.07.1967, Blaðsíða 8
VlSIR. Þriðjudagur 18. júli 1967. 8 VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjðri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aöstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á rnánuði innanlands 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðjs Vísis — Edda h.f. Ört vaxandi jb/óð Islendingum fjölgar mjög ört. Þessi öra fjölgun er eitt þeirra atriða, sem greinir ísland frá öðrum þró- uðum löndum. Mjög hægfara fjölgun einkennir flest- ar hinna aiiðugu þjóða heims, einkum mestu iðnað- arþjóðirnar. ísland, ísrael og Nýja-Sjáland hafa nokkra sérstöðu að þessu leyti og svipar miklu frem- ur til þróunarlandanna, þar sem fólksfjölgun er geysi- ör. Ef til vill stafar sérstaða þessara þriggja þjóða af því, að þær byggja ekki eins mikið á iðnaði og flest- ar auðugar þjóðir gera. Þessar þrjár þjóðir eru þjóðir landbúnaðar, — og fiskveiða, sem erlendis eru taldar til landbúnaðar. Frumstæðum þjóðum fjölgar yfirleitt lítt eða ekki. Fæðingar eru miklar, en meðalævin er jafnframt afar skömm. Þetta breytist, þegar lönd komast í hóp þró- unarlanda. Þá fækkar dauðsföllum mjög ört vegna bættrar heilbrigði, en fæðingar haldast mjög miklar. Þetta ástand ríkir nú meðal flestra þróunarlanda heims og skapar þeim erfiðleika við að koma fjár- hagslega fótunum undir sig. Með ríkidæmi og vel- megun fækkar barneignum síðan verulega eins og sjá má meðal iðnaðarþjóðanna nú á tímum. ísland hefur verið þróunarland um allmargra ára- tuga skeið og allt fram á síðustu ár. Þessu þróunar- skeiði hefur fylgt geysiör fólksfjölgun, sem hefur að hlutfalli verið ein hin mesta í heiminum. Margt bend- ir til þess, að þessu skeiði sé lokið eða að því sé að ljúka. Efnahagsstofnunin hefur nýlokið rannsókn á mannfjölda á íslandi og áætlun um mannfjölgun næstu 20 árin. Komið hefur í ljós, að árið 1960 varð mjög snöggleg breyting í mannfjölguninni. Þá fór fjölgunarhlutfallið að snúast til lækkunar frá því, sem áður var. Dæmi um þessa lækkun er, að árið 1965 fæddust 6—700 færri börn, en verið hefði, ef fæðingartalan hefði haldizt hlutfallslega jafn há og fyrir 1960. Þetta veldur því, að áætlun Efnahagsstofnunarinn- ar um mannfjölgun á íslandi er varlegri en fyrri spár. Er nú gert ráð fyrir því, að íslendingar, sem nú eru rétt innan við 200.000, verði 250.000 eftir 15 ár og hálf milljón eftir rúmlega 50 ár. í áætluninni er gert ráð fyrir áhrifunum af tilkomu getnaðarvarnataflna, enda er talið, að slíkra áhrifa hafi gætt hér síðustu tvö árin. Þrátt fyrir allt, er gert ráð fyrir mjög örri f jölgun, ef miðað er við önnur þróuð lönd. Er gert ráð fyrir, að þjóðin tvöfaldist á 37 ára fresti. Islendingar hafa löngum harmað, hversu fáir þeir era. Fámennið skapar margvíslega erfiðleika og kost- ar mikið fé. Nægir að minna á, að samgöngukerfið hlýtur undir slíkum kringumstæðum að vera miklu dýrara á hvern einstakling. Því fleiri, sem íslending- ar verða, þeim mun auðveldara verður að halda hér uppi sjálfstæðu menningarþjóðfélagi. 'I i i Sovétstjórnin sögð klofin í afstöðunni gagnvart Bandaríkjastjórn I gær var birt í Vísi athyglis- verö frétt um það, að Banda- ríkjastjóm kynni að hafa tekið ákvörðun um stöðvun á sprengjuárásum á Norður-Viet- nam, en hana birti kunnasti utanríkissérfræðingur brezka blaðsins THE GUARDIAN, Zorza að nafni, svo kunnur og vel metinn maður, að enginn mun ætia honum að birta ann- að en það, sem hann veit rétt- ast. En samt verður að leggja áherzlu á, að fyrir liggur ekkert um þetta enn af opinberri háifu vestra. En ýmis teikn og tákn á þeim himni, sem hvolfist yfir vett- vang heimsvandamála og átaka, hafa að undanförnu bent til, að eitthvað meira en lítið gæti ver- ið að gerast í hinum diplomat- iska heimi, og m. a. benda á heimkvaðningu allmargra am- bassadora N.-Vietnam, bæði frá löndum frjálslyndra þjóöa og löndum kommúnista. Þá er líka vert að minna á, að afstaða Sovétríkjanna er sú, sbr. viðræður Kosygins og John- sons, eða það, sem um þær var birt, að Vietnamstjórnin sé Þrándur í Götu bættrar sam- búðar og samstarfs Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna — og muni greiðara um lausn vanda- málanna I Austurlöndum nær og vföar, ef samningar tækjust um Vietnam. Og eitthvað liggur á bak við skyndiferð Boumedienne forsæt isráðherra Alsír og forseta ír- aks til Moskvu, þeirra manna, sem harðastir eru gagnvart Is- rael og virðast hafa komið hvaö mest við sögu á „litla toppfund- inum“ í Kairo, sem nýlokið er. Um þá Nasser forseta og Hussein Jórdaníukonung, sem sat hann ekki, er I rauninni lítið getið. Um allt þetta kann margt aö koma í Ijós fyrr en varir, en ofanskráð má hafa í huga, meðan beðiö er frekari frétta. ÁGREININ GUR- INN í MOSKVU. Það hefir verið talsvert um það rætt upp á síðkastið hvort sovétstjómin væri einhuga um vandamálin, þau er aö ofan um getur, og þá einkum hvort sumir hafi ekki viljað stíga feti legnra en gert var til stuönings Egyptalandi, er leifturstyrjöldin var hafin. Um ágreininginn um stefnuna innan sovétstjórnarinnar hefir einn af kunnustu ritstjórum THE NEW YORK TIMES skrif- að grein, en hann er fyrir skömmu heim kominn úr mán- aðarlöngu feröalagi til Sovét- ríkjanna. Hann var fyrrum for- stöðumaður skrifstofu blaðsins í Moskvu og 1955 hlaut hann hin svonefndu Pulitzerverðlaun fyrir greinar sínar frá Sovét- ríkjunum. Salsbury segir reynda stjórn- málamenn í Moskvu (mun eiga hér við erlenda sendimenn og fleiri) vera þeirra skoöunar, að sovézku leiötogarnir skiptist í tvo flokka, „dúfur“ og „hauka“ Forustumenn „dúfnanna" séu Kosygin, Brésjnev, flokksleiðtog inn og Podgomij ríkisforseti, og þeir hafi sigrað í fyrstu lotu, en þess sjáist merki, að þessari togstreitu innan flokksins sé ekki lokiö, og sumir hinna sér- fróðu manna álíti að til nýrra átaka milli „dúfna og „hauka“ muni koma eftir hálfan mánuð (Grein Sailsbury var símuð blað inu 13. júlí). Hann segir mikilvægar ákvarð anir komnar undir hvemig þess um ályktunum lykti — þær varði megin- „línuna" i málum, er varða Austurlönd nær, og ennfremur %að grundvailaratriöi hve langt skuli fara í að halda áfram tilrauninni til þess að ná einhverju samkomulagi við Bandaríkin. Sailsbury telur, að það hafi aukið ágreininginn aö ekki heppn aðist að ná þeirri lausn á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna, sem sovétstjómin gat fallizt á, en vegna þess álitu menn, að ekki hafi náðst á fundum Kosygins og Johnsons raunverulegur árangur. Játa menn þó að viðræð urnar hafi verið opinskáar og innilegar, en enginn árangur náðst í neinu máli, sem mikil- vægur sé í raun og vera. Sailsbury ræðir einnig aukna þenslu, • jafnt og þétt á undan- gengnum mánuðum, sem sé þannig til komin, að flokkur manna, sem komi fram sem eins konar fulltrúar hersins, og hinna ktot Lenid Bresjnev yngri í stjórninni, en þeir halda því fram, að Bandarikin hafi gert tilraun til þess að nota sér í hag á alþjóðavettvangi, tilraun ir Sovétmanna til þess að ná samkomulagi. Þessi deila hafi risið hæst í þann mund, er styrjöldin brauzt út milli Israels og Egyptalands. Litið hafi verið sagt opinber- lega um miðstjómarfund flokks- ins, en sagt er að mikill ágrein- ingur hafi komið fram þar. Fund urinn var haldinn 22. og 23. júni um leið og Kosygin var á ieið til New York. „Haukamir" vildu stofna til hemaðarlegs vanda annars stað ar I heiminum til þess að vega upp á mðti óföram Egypta. Ýmsir tðku til mÆs. Fundurinn var haldinn til þess að sam- þykkja formlega stefnu Kosy- gins, Brésjnevs og Podgomijs og staðfesta hina formlegu yfir lýsingu, sem gefin er út til að minnast hálfrar aldar afmælis byltingarinnar en óvænt og skyndilega fóru fundarmenn að flytja ,kennisetningaprédikanir‘. Höfuðleiðtogi „haukanna" var talinn vera Nikolai Jegoritsjev, sem þá var formaður Moskvu- deildar flokksins. Hann hafði oft fyrr tekið óvægilega afstöðu í deilum. Það var ekki birt neinn opin- ber útdráttur úr athugasemdum Jegoritsjev, en tveimur dögum eftir að honum var vikið frá störfum var tilkynnt hinn 28. júní að flokksdeildin í Moskvu hefði stigið það óvanalega skref. að samþykkja sérstaka ályktun. þar sem endurtekinn var stuðn- ingur við afstöðu miðstjórnar- innar í málum, sem utanríkis- þjónustuna varðar. SJELEPIN. Afstaöa Sjelepins viröist hafa verið tengd þessum innri átökum, en einnig hann varð að taka viö ómikilvægara embætti, er talin hafa verið svip uð og Jegoritsjevs. Hann gegnir þá áfram störfum í stjómmála ráðinu og flokksstjóminni, en það er búizt við að hann verði að láta af þessum trúnaðarstörf um. Ýmis orðrómur hefur veriö á kreiki u(li það, hvar eigi aö stofna til hemaðarlegs vanda- máls, og í því sambandi er tal- að um Berlín, annað landsvæöi í Mið-Austurlöndum og Austur- löndum fjær. Kröfur „hauk- anna“ voru bornar fram af hörku, en tillögur flokksleiðtog- anna þriggja náðu fram aö ganga, svo sem fyrr var sagt.. og var samþykkt að láta Kosy- gin, sem var kominn til Moskvu og Podgornij forseta, sem send- ur var til Kairo, fá tækifæri til að komast að raun um hvaða árangri væri hægt að ná. Svo beisk var samt deilan. aö Jegoritsjev, var látinn fá ráöningu, sem „aörir haukar gætu lært af“. A. Th.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.