Vísir - 28.07.1967, Blaðsíða 2
V1 S IR . Föstudagur 28, júlí 1967.
FRAM TÓK BÆÐl STIGIN GEGN
KR ÍGÆR / STÓRBROTNU VEBRl
í Staðan í
„Vindurinn hjálpaði til" þegar sigurmarkið var skorabl
0 Framarar voru sannarlega heppnir í gærkvöldl, þegar þeir unnu KR í norð-norðaustan 8,
heldur stórbrotnu, íslenzku sumarveðri, sem sannarlega setti sinn svip á leikinn allan. Fram-
arar höfðu nefnilega „aðeins“ 1:0 yfir í hálfleik, sem að flestra dómi var ekki nóg til að sigra
í þessum leik gegn KR og vindstigunum átta.
£ ... en annað varð uppi á teningnum, og í síðari hálfleik hjálpaði vindurinn Fram, skot, sem
virtist ætla utan og ofan hja, snarbeygði að markinu og niður í það og lenti ofarlega í mark-
homi KR-marksins, gjörsamlega óverjandi, - og Fram var yfir, 2:0, og það nægði.
Framarar sóttu mjög fyrstu min
úturnar og komust í góð tækifæri,
sem þó nýttust ekki.
Það var ekki fyrr en á 25. mín-
útu að Ólafur Ólafsson, vinstri
bakvörður Fram skaut talsvert
þungu skoti að marki og vindur
lét ekki sitt eftir liggja aö herða
enn á boltanum sem greinilega var
erfiður Magnúsi, markveröi KR.
Það reyndist líka vera, því Magnús
missti bolt -.n frá sér og Grétar
Sigurðsson, miöherji Fram, fylgdi
eftir eins og miðherja sæmir og
átti auðvelt með aö skora 1:0 fyr-
ir Fram.
En fleiri urðu mörkin ekki í
þessum hálfleik. Þó sóttu KR-ing-
ar stundum allvel á móti rokinu,
en án þess þó að ná að skora.
I seinni hálfleik virtist KR ætla
að pressa stanzlaust og Framarar
voru nokkuð margir fyrir í vöm-
inni. Ekki tókst KR-ingum aö
skapa sér veruleg tækifæri inni
í vítateignum, né heldur góða skot
aðstööu úti á vellinum, en skot af
löngu færi voru mjög hættuleg á
syðra markið vegna vindsins.
Það var því eins og reiðarslag
fyrir KR á 17. mín í síöari hálf-
leik, þegar Einar Ámason skaut
að marki KR frá vítateig og bolt-
inn fór I fallegum (að Framara
dómi) sveig úr skotstefnunni, og
snarbeygði að markinu og niöur i
hornið. Þaö var engu líkara en að
veðurguðimir væm á bandi Fram
þetta kvöld.
Fimm mínútum síðar barst leik
urinn up pað marki Fram. Eyleifur
gaf fallegan bolta fyrir markið frá
hægri, og Ellert Schram var þar
vel staðsettur og afgreiddi bolt-
ann eldsnöggt með skalla í blá-
Ellert Schram átti þarna skot að marki Framara.
Ungur Snæfellingur
ívarpaði kúlunni 15.00!
► Ungur Snæfellingur, Sigurþór
Hjörleifsson úr íþróttafélagi
Miklaholtshrepps varpaðl kúl-
unni nýlega 15.00 metra á hér-
aðsmóti HSH aö Brelöabliki i
Miklaholtshreppi. Það er aö
vísu ekki nýtt aö góður kúlu-
varpari birtlst meðal þeirra
Sræfellinga, því þaðan hafa
komiö góðlr íþróttamenn eins og
Sigfús Sigurðsson, sem komst
í úrslit á Olympíuleikunum í
London 1948, Ágúst Ásgríms-
son, sem varpaði yfir 15 metr-
ana næst á eftir Huseby, og Er-
ling Jóhanness., sveitungi Sigur-
þórs. Erling kastaði nú 14.25 m.
*> Góöur árangur náðist og í
hástökki, þar stökk Halldór Jón
asson 1.83 metra og i spjót-
kasti setti Þorvaldur Dan héraös
met, kastaði 54.99 metra.
$>• IM hlaut flest stig á mótinu
eða 94, næst kom Umf. Snæ-
fell í Stykkishólmi með 66 stlg.
Mótsstjóri var Sigurður Helga
son og voru áhorfendur fjöl-
margir og veður með afbrigð
um gott.
a \
í
homið, óverjandi fyrir Hallkel
markvörð Fram, 2:1.
Mátti nú búast við að KR mundi
jafna, en svo fór þó ekki. Nokkr-
ar tilraunir virtust ætla aö gefa
árangur, en þó fór það svo að KR
eignaðist aldrei í þessum hálfleik
opið tækifæri og skotin af löngu
færi fóru annað hvort fram hjá
eða að markvörðurinn átti auövelt
með að sjá um þau.
Þannig fór það því aö fram fór
meö sigurinn og tvö dýrmæt stig,
sem veita Fram áframhaldandi
möguleika á hinum fallega íslands
bikar, en keppni Fram, Akureyrar
og Vals á eftir að verða hörð, en
leikur Akureyringa á heimavelli
fyrir norðan verður auðvitað ein-
hver þýðingarmesti leikurinn, því
vinni Akureyrl eru öll þrjú fé-
lögin jöfn að stigum og geta oröið
jöfn með 14 stig.
Talsvert margir áhorfendur létu
sig hafa það aö koma til að horfa
á þennan leik og fengu oft á tíö-
um allgóða knattspymu, því )iðin
reyndu eftir megni að halda bolt-
anum niðri, sem nægði þó ekki til
í öllu . tilfellum, því vindurinn
hafði einnig áhrif þar. Oft á tíð-
um urðu leikmenn aðeins greindir
ógreinilega gegnum sandrokið, sem
flæddi yfir völlinn og í fyrri hálf-
leik kom sementspoki fljúgandi
frá einhverri nálægri byggingu og
hellti úr sér leifunum af sementi
sem í honum var yfir völlinn.
Dómari var Magnús Pétursson
og dæmdi vel. — jbp —
l i 1. deild er nú þessi:
J > Fram—KR 2:1 (1:0)
•
• Valur 8 5 2 1 16:13 12
jAkureyri 8 5 0 3 19:10 10
•Fram 8 3 4 1 10:8 10
• Keflavík S 3 2 3 7:8 8
JKR 8 3 0 5 13:15 6
• Akranes 8 1 0 7 8:19 2
•
iNæstu leikir í 1.
• 1
: deild eru þessir:
•
jKeflavík—Akranes í Keflavík á
J sunnudag kl. 16.
o • <
• i
• Akureyri—Valur á Akureyri miðj
• vikudag. 2. ágúst. <
• <
• <
jFram—KR í Laugardal 28. ágústj
•ki. 19. •
Framarar yfirgefa Laugardal í gær léttir í bragði.
Kerlingarfjallamótið:
Skíðamót að sumarlagi í
sólskim og hita
Kerlingarfjallamótið var haldið
s.l. laugardag, 22. júlí, í glampandi
sólskini og hita. Skíðaskólinn í Kerl
ingarfjöllum sá um mótig með að-
stoð Skíðaráðs Reykjavíkur, en
Valdimar Ömólfsson lagðl brautir.
Keppt var í stórsvigi í 5 flokkum,
og voru alls 46 keppendur. Lengsta
brautin var 1200 m löng, hæðarmun
ur 300 m.
Keppnin var afar skemmtileg <ög
mótið í alla staði vel heppnað.
Verðlaun voru afhent á fjölmennri
kvöldvöku í Skíðaskólanum á laug
ardagskvöld, og var þar að venju
glatt á hjalla.
Úrslit mótsins eru þessi:
Karlaflokkur:
1. Kristinn Benediktsson 58.1 sek.
2. Bjöm Olsen 60.3 —
3. Guðni Sigfússon 61.5 —
4. Georg Guðjónsson 62.7 —
5. Haraldur Pálsson 63.9 —
Kvennaflokkur:
1. Marta B. Guðmundsd. 49.9 sek.
2. Þórunn Jónsdóttir 55.9 —
3. Sesselja Guðmundsd. 57.5 —
4. Auður Sigurjónsd. 68.9 —
Stúlkur 16 ára og yngri:
1. Margrét Eyfells 38.9 sek.
2. Áslaug Sigurðard. 39.4 —
3. Guðbjörg Sigurðard. 41.4 —
4. Auður Harðardóttir 41.9 —
5. Jóna Bjamadóttir 42.5 —
Drengir 13—16 ára
1. Tómas Jónsson 43.3 sek. ■
2. Haraldur Haraldsson 45.4 — .
3. Magnús Ámason 48.2 —
4. Guöm. Geir Gunnars. 48.7 —
5. Guðjón Ingi Sverrisson 49.8 —
Drengir 12 ára og yngri:
1. Þórarinn H. Harðarson 38.7 sek.
2. Gylfi Gunnarsson 41.4 —
3. Óli Ólason 42.7 —
4. Birgir Þórarinsson 51.5 —
5. Hannes Ríkarðsson 55.2 —
Nú er hafið fjórða námskeiðið í
Skíðaskólanum, en ennþá er hægt
aö skrá nokkra þátttakendur 2.—8.
ágúst og 8.—14. ágúst. (Uppl. hjá
Hermanni Jónssyni úrsmið, Lækj-
argötu 4). Geysilej.' aðsókn er að
unglinganámskeiðunum seinni hluta
ágústmánaðar, og er einungis hægt
að bæta við örfáum þátttakendum
í það siðasta, 24.—29. ágúst.
Það sem af er sumri hefur starf-
semi skólans gengið ljómandi vel
og veörið verið sérlega hagstætt.