Vísir - 28.07.1967, Page 7

Vísir - 28.07.1967, Page 7
VÍSIR . Föstudagur 28. júlí 1967. morgun útlönd . [ morgun útlönd j í morgun útlönd í morgun útlönd JOHNSON BANDARÍKJAFORSETI Á VARPADl ÞJÓÐÍNAIGÆRKVÖLD — Rannsókn óeirðanna fyrirskipuð — bænadagur um gerv'óll Bandarikin á sunnudaginn kemur Jöhnson Bandaríkjafor- seti ávarpaði bandarísku þjóðina í gærkvöldi í út- varpi og sjónvarpi og boð- aði, að sett yrði á stofn þjóðþingsnefnd til þess að rannsaka hverjar væru or- sakir óeirðanna í hverfum bandarískra borga. Hann boðaði og að hann hefði lagt fyrir McNamara land- varnaráðherra að setja nýj ar reglur um þjálfun þjóð- varnarliðsins til þess að bæla niður óeirðir. Enn- fremur boðaði hann, að næsti sunnudagur skyldi vera bænadagur, og beð- ið fyrir friði og einingu í landinu. Forsetinn lagði áherzlu á það í ræðu sinni, að enginn Bandaríkja- maður hefði rétt til þess ag myrða, Skotið ú sjúkrahús í Detroit Fréttir frá Detroit í gær herma, að leyniskyttur hafi skotið á sjúkra- hús í borginni. Um 500 fallhlífahermenn fóru þegar inn í hverfið, en í þessu sama hverfi börðust leyniskyttur og her- menn ákaft á þriðjudagskvöld. setinn hefur þegar fyrirskipað, aö þangað verði send matvæli, lyf og hjúkrunarvörur á kostnað hins op- inbera. Mikið er rætt um orsakir óeirð- anna vestra. Blökkumannaleiötoginn Brown, sakaður um að hafa æst til upp- þota í Birmingham, en látinn laus gegn tryggingu, sagöi í Washington í gær, að lífsskilyrðin í blökku- mannahverfinu hefðu leitt til upp- þotanna. I FÍLADELFÍU fóru blökkuunglingar að hóp- ast saman og fremja spellvirki. Lögreglan fékk fyrirskipun um að Johnson. ræna og rupla, kveikja í eða skjóta af húsþökum — allt slíkt væru glæpir og lögin látin ná yfir þá, sem brotlegir reyndust. í gær var kyrrara í Detroit, en uppþot í 8 borgum, þeirra meðal New York og San Francisco. Romney ríkisstjóri aflétti í gær útgöngubanni í Detroit, en það var sett af nýju, er fólk fór að þyrpast á götur út til þess aö virða fyrir sér hvemig útlits er eftir spellvirkin. Romney hefur farið þess á leit við Johnson forseta, að neyðar- ástandi verði lýst yfir í Detroit. For Barizt í Kanfon Fregnir frá Hong Kong herma, að yfir 100 menn hafi fallið í bar- dögum í Canton seinustu daga, að því er hermt er í Hong Kong blað- inu SOUTH CHINA MORNING POST. Barizt var nálægt járnbrautar- stöð borgarinnar. Embættismaður frá Peking kom á einhverri bráða- birgðalausn. Ferðamenn segja hann hafa verið fulltrúa landssambands, sem styöji Liu Shao-chi forseta. Vietnam: Lifii isnrizt, en mikið mnnntjén Manntjón Bandaríkjamanna í S-j Vietriam var í seinustu viku helm- ingi meira en Suður-Vietnama. | Þeir misstu 164 menn fallna ogj . 442 særða — og var þó fremur lít-! iö um bardaga í vikunni. Af liðij Suður-Vietnama féllu 75 og 499; særöust. Gizkað er á að manntjónj Vietcong og N-Vietnama hafi verið 1702 fallnir. Ruth Tsjombe í New York Ruth Tsjombe er komin til New York og hefur leitað til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóöanna til þess að hún beiti áhrifum sínum til þess að koma í veg fyrir að maður hennar verði framseldur ijhendur haturs- manni hans, Mobuto, æðsta "yaldhafa í Kongó, bar sem fullnæging liflátsdóms vofir yfir Tsjombe. Hann er enn í Algeirsborg í gæzlu og Boumedienne fer sér hægt og ekki vitað, að hann hafi tekið neina ákvörð- un í máli hans — né heldui flugmannanna brezku, sem stýrðu flugvél Tsjombe, en þeir eru báðir í gæzlu í Algeirsborg eða grennd. VJtag er, að viðurgerningur þeirra er viðunandi og að heilsa þeirra er góð, en Alsírsstjóm svarar ekki bréfum brezku stjómarinnar með kröfum um ag þeim verði sleppt — og hefur hún nú leitað til U Thants og beðið hann liðsinnis. — Með frúnni á myndinni eru synir hennar og rnanns hennar, Leon og Jean, og franski lögfræðingurinn René Floriot. dreifa hópum, ef fleiri en 12 væru £ þeim. CARMICHAEL BANNAÐ AÐ KOMA TIL BRETLANDS Blökkumannaleiötoganum Car- michael, sem nýlega var í London, en nú er á Kúbu, hefur verið bann- að að koma aftur til Bretlands, þar sem rannsókn hefur leitt f ljós, að það væri ekki í almennings þágu að hann fengi að koma aftur til landsins. Nýir landskjúlftar í Tyrklandi Fregnir frá Istanbul í gær herma að í nýjum landskjálftum í Tyrk- landi hafi að minnsta kosti 110 menn látið lífið. Komu tveir harðir kippir í austur hluta landsins í fylkjunum Tunceli og Ercincab. Þessir kippir komu 5 dögum eftir að 83 menn létu lífið af völdum landskjálfta í Adapaz- ari. Sovézk-kínverskur viðskiptasúftmúli Sovétríkin og Kína hafa gert með sér viðskiptasáttmála. — Hann var undirritaður í gær. Samkomulagsumleitanir hófust 12. apríl er 20 manna samninga- nefnd kom til Moskvu frá Peking. Hljótt hefir verið um samkomulags- umleitanirnar og engar upplýsingar eru enn fyrir hendi um hvað Rúss- ar selja Kfnverjum, né hvað hvað þeir fái í staöinn, eða neitt nánara um efni samninganna. Washington: Bandaríski blökkumannaleiðtoginn Carmichael (f. í Trinidad, en flutt- ist barn að aldri til Bandarikjanna með foreldrum sínum, sem fengu þar ríkisborgararétt) er í Havana sem áheymarfulltrúi á ráðstefnu byltingasinnaðra Suður-Ameríku- manna, sem hefst þar á mánudag- inn. Carmichael fékk vegabréf fyrr á árinu til þess að ferðast til Evr- ópu og Afríku. Vegna fjandsam- legrar afstööu Kúbu til Bandaríkj- anna er bandarískum borgurum bannað að ferðast þangað án sér- staks leyfis og það íeyfi hafði Car- michael ekki og verður nú að horf- ast f augu viö að verða sviptur vegabréfi sínu við heimkomuna. — Carmichael hefur sagt, aö banda- rfskir blökkumenn ættu að taka Kúbumenn sér til fyrirmyndar, en þeir börðust fyrir frelsi sínu. Saigon: Ky forsætisráðherra S-Vietnam hefir tilkynnt, að Bandarfkin hafi fallizt á að leggja til herbúnað handa 69.000 suður-vietnömskum hermönnum til viðbótar. Ky sagði að þegar búið væri aö fjölga í hern- um, eins og nú væri ákveðið, yrðu í honum 700.000 menn. Hann hafði áður boöað 55.000 manna fjölgun í hemum. Washington: í frétt frá Washington segir, að samkomulagsumleitanir byrji í næsta mánuöi um Wheelus flugstöð ina bandarísku í Libyu. I styrjöld inni milli Israels og hinna arabísku sambandsríkja fór Libyustjóm fram á, að Bandaríkjamenn kveddu burt herlið sitt úr herstöðinni, en ekki settur neinn ákveöinn frestur. Tilkynning um at- vinnuleysisskráningu Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun lagá nr. 52 frá 9. apríl 1956, fer fram í Ráðning- arstofu Reykjavíkurborgar, Hafnarbúðum við Tryggvagötu, dagana 1., 2. og 3. ágúst þ. á., og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum, að gefa sig framkl. 10— 12 f. h. og kl. 1—5 e. h., hina tilteknu daga. Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig séu við- búnir að svara meðal annars spurningunum : 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði. 2. Um eignir og skuldir. Borgarstjórinn í Reykjavík

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.