Vísir - 14.08.1967, Side 3

Vísir - 14.08.1967, Side 3
VTS I R. Márradagur 14. ágúst 1967. 3 TXefurðu nokkum tfma gengið um gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu, krækt stígana milli leiðanna, lesið áletranir legstein anna, hlustað á söng þrastanna og leitt hugann að liðnum tíma ? Hér er kyrrð og friður og skarkali borgarinnar sem fjar- lægur niður og þú heyrir hann varla lengur. Hér hafa skáidin reikað um sér til hugfróunar eða hugar- hægðar, og andinn hefur komið yfir þau fyrirhafnarlítið. Sum skáld hafa hlotiö sína eldsklrn í þessum garði og hér átti Þorbergur sælustund. Já, það hefur margt skeð i þessum garði, þó hann sé bú- staður framliðinna. Máske það hafi ekki verið ein- mitt þessi garður, en hvaða máli skiptir það ? « Þú sezt á einn bekkinn í sól- skininu, en kveikir þér ekki i sígarettu. Þér verður hugsað til þeirra mörgu, sem hér hvfla og áttu sinn þátt i að byggja þá borg sem umlykur garðinn, sum- ir stærri þátt, aðrir minni. Má- ske höfðu sumir þeirra engan tíma til að taka þátt 1 uppbygg- ingunni. Gömul kona á peysufötum kemur gangandi einn stíginn, hægum, stuttum skrefum og hef- ur blómvönd I hendinni. Hún beygir inn stíginn, sem liggur til hægri og gengur að einum legstaðnum. Það er jámgrind- lömunum lætur ekki óþægilega í eyrum. Það er skrýtið. Gamla konan leggur blóm- vöndinn framan við gráan leg- steininn sem stendur f miðjum legstaðnum. — Hún dokar viö stutta stund og drýpur höfði. Svo er hún farin. Þegar hún er farin gengurðu að legstaðnum og lest þetta eina mannsnafn, sem letrað er á steininn, og sérð um leið, að ráðgert er rúm fyrir annað nafn. Hér hvllast þeir sem þreyttir göngu luku í þagnarbrag. Ég minnist tveggja handa er hár mitt struku einn horfinn dag. Ó, guðir þér sem okkur öriög vefið svo undarleg. Það misstu allir aht sem þeim var gefið og einnig ég. Þannig yrkir Steinn Steinarr i kvæði því, sem hann nefnir „I kirkjugarðinum“. verk umhverfis þennan legstað og hlið fyrir. Gamla konan opn- ar hliðig og fskrið í ryðguðum

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.