Vísir - 14.08.1967, Síða 8

Vísir - 14.08.1967, Síða 8
8 VÍSIR. Mánudagur 14. ágúst 1967. VISIR Maður er alitaf að hiusta Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjöri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjöri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands 1 lausasðlu kr. 7.00 eintakið PrentSLaiðja Visis — Edda hJ. Á niðurleið Rætt við Leif Magnússon, sem lært hefur pianó- stillingar á blindraskóla i Bandarikjunum Algengt er, að þjóðum þróunarlandanna fjölgi um 3% á ári eða meira. Þessi öra fjölgun stafar fyrst og fremst af heilsufarsástæðum, notkun lyfja og lækn- inga, og af f járhagslegum stuðningi iðnaðarlandanna. Fjölgunin stafar ekki af því, að fleiri böm fæðist, heldur af því að meðalævi manna lengist stöðugt. Áður dóu flest böm í þessum löndum þegar á fyrsta æviári og fæstir lifðu lengur en í þrjá áratugi. Þessi gífurlega fjölgun væri ekki sérstaklega alvar- legt mál, ef framleiðsla þessara þjóða ykist meira en fólksfjölguninni nemur. Fyrir nokkrum árum vom menn tiltölulega bjartsýnir á, að tíminn mundi leysa þetta vandamál. Þróunarlöndunum mundi takast að auka framleiðslu sína svo ört, að þau gætu ekki aðeins fætt sívaxandi íbúafjölda, heldur átt afgang til þess að auka menntun, bæta lífskjör og eignast framleiðslu tæki. Þróunin síðustu árin hefur hins vegar ekki verið eftir vonum, heldur í þveröfuga átt. í hverju þróunar- landinu á fætur öðru verður aukning þjóðarfram- leiðslunnar minni en fjölgun þjóðarinnar. Minni fram- leiðsluverðmæti koma á hvern íbúa. Eymdin vex í stað þess að minnka. Þetta á við um ýmsar Asíuþjóð- ir, svo sem Indverja, sem eru næstfjölmennasta þjóð í heimi. Einnig á þetta við um mörg lönd Suður-Am- eríku og nokkur lönd í Afríku. Þannig er töluverður hluti mannkyns á niðurleið. Ef þessi þróun heldur áfram, sem allt bendir til, munu þessar þjóðir fá í vaxandi mæli gjafakorn frá iðnaðarlöndunum. Hin auðugu lönd e'ru hins vegar svo upptekin við sín eigin vandamál, að líklegt er, að þau muni auka þróunarhjálpina í heild mjög hægt. Vaxandi hluti þróunarhjálparinnar fer í matargjafir til að hindra hungursneyð í ár, sem verður þá aðeins enn geigvænlegri á næsta ári. Minni hluti hjálpar- innar verður afgangs til uppbyggilegrar hjálpar. Virk hjálp er að mennta bændur þróunarlandanna til að hagnýta sér nútíma landbúnaðarvísindi og hjálpa þeim að útvega sér tæki, sem geta margfaldað framleiðsluna. Virk hjálp er að mennta fjölmennar stéttir iðnaðarmanna og tæknifræðinga til að koma megi af stað iðnþróun í þessum löndum. Slík hjálp hverfur nú í skuggann af vítahring matargjafanna, sem friða um stund en leysa engin vandamál til fram- búðar. Afleiðingin verður vaxandi stjómmálaleg upp- lausn í þróunarlöndunum, eins og sést t. d. í Indlandi. Upplausnin hvetur til róttækni og ævintýramennsku í stjórnmálum. Iðnaðarlöndin mega gæta sín. Tregða þeirra á að veita virka þróunarhjálp getur valdið því, að alþjóðleg stjómmálaþróun fari úr böndum. Það er ekki gott £! þess að hugsa, að þær þjóðir verði sífellt fleiri, sem engu hafa að tapa, og þær sameinist undfr stjórn forustumanna af tagi Maos formanns. ]Vfaður er alltaf að hlusta, segir hann, — á umferðina, veðrið. Mað- ur skynjar það, sem ger- ist í kringum mann með eyrunum. — Ég veit ekki hvort blindur mað- ur öðlast næmari heym en aðrir, en mér finnst það ekki ólíklegt, þar sem hann verður að nota hana miklu meira. l^yrir nokkru kom heim til Is- lands ungur Akumesingur frá námi í pianóstillingum i Bandaríkj. og það er ekki að ófyrirsynju, að hann segist allt- af vera að hlusta, þvi að hann hefur verið blindur frá því hann var átta ára gamall og hefur orð ið að treysta á ratvísi eymanna í umferð milljónaborgarinnar New York. Hann hefur nú full- numið sig í píanóstillingum og hyggst setjast hér.að og stilla falskar nótur fyrir fólk. — Mig hefur alltaf langað til þess að fara utan og læra píanó stillingar segir Leifur Magnús- son, þegar blaðamaður Vísis heimsótti hann á heimili hans á Akranesi. Hanun segist raunar hafa áhuga á fleiri hljóðfærum en píanóinu einu. Hann spilaði á nikku hér áður fyrr, svo og á saxafón, klarenett og‘ kontra- bassa og lék meðal annars í hljómsveit á Akranesi í eina tíð. — Ég er mjög þakklátur þeim sem stuðluðu að því að ég komst utan til náms, segir Leifur. Hauk ur Guðlaugsson orgelleikari héma á Akranesi hvatti mig með ráðum og dáð og félagar í Lions klúbbnum héma greiddu einnig götu mfna. Leifur hefur stundað nám sitt í New York undanfarin fjögur ár í skóla, sem sérstaklega er ætlaður blindu fólki, „The New York Institute for the Education of the Blinds". — Skóli þessi er elzti blindraskóli Bandaríkj- anna, 135 ára gamall. Þar er lögð stund á hinar ýmsu greinar tónlistar, málanám, stærðfræði og ýmsar almennar námsgrein- ar. TVetaendur voru 160 þetta árið, þar af útskrifuðust 19 f vor. Þeir em flestir frá Bandaríkjun um. Þó eru nokkrir útlendingar í hópi nemenda .flestir þeirra em frá S-Ameríku og einn nem endanna í pfanóstillingum var alla leið frá Hong Kong kominn segir Leifur. — Námið gengur ósköp svip að fyrir sig f þessum skóla og í skólum hinna sjáandi, nema kvað allt hið bóklega verður aö lesast með fingurgómunum í stað augnanna, en allir fá að sjálfsögðu æfingu f lestri blindraleturs. — Við vorum vakin klukkan sex á morgnana, segir Leifur. Þama búa allir á heimavist. Námið stóð yfirleitt frá kl. 9 til 5, fimm daga vikunnar. — Þessa tvo daga, sem við áttum frí fór ég venjulega til systur minn ar, sem býr þar skammt utan við borgina. — Sumarfríin not- aði ég hins vegar hér heima, en þau stóöu tvo mánuði ,eins og f flestum skólum þar vestra. — Enginn skyldi halda aö deyfð og drungi ríkti í þessum skóla. Nemendur hans hasla sér völl á flestum sviðum hinna sjá andi kollega þeirra. Félagslíf stendur með miklum blóma — mikil söngur og hljóöfæraleikur — og auk þess fjörugt íþrótta líf. — Viö iökuðum tvenns konar íþróttir segir Leifur, annars veg ar glfmu og hins vegar frjálsar iþróttir eða útiíþróttir ýmiss kon ar. Tímabil glímunnar stóö frá þvf í október og fram í marz, en þá tóku frjálsu íþróttimar við og stóöu fram í maí. ir Leifur. Það voru tekin fyrir verk þekktra tónskálda, eins og til dæmis Bach, Subert, Mosart og fleiri. Þessum kór er að sjálfsögöu ekki stjórnaö, eins og almennt tíðkast, þar eð söngvararnir eru ekki sjáandi og til þess að ná tilætluöum árangri varð kórinn því að æfa þeim mun nákvæm- ar. — Fyrst voru lögin spiluð fyrir okkur, segir Leifur, sföan fikruöum við okkur áfram eftir nótunum þangað til við kunnum þau og þá var æft af fullum krafti. Nokkrir nemendanna hafa einhvern vott af sjón og sumir sjá jafnvel þaö vel að þeir gátu eygt stjórnandann og haft gagn af bendingum hans, en hinir uröu að finna þetta og fylgjast vel með. Varöandi námið f píanóstill- ingum sagöi Leifur að þaö byggð • VIÐTAL DAGSINS Leifur við starf sitt. Þessi glíma er í ætt viö það sem kallaö er „rusling" og menn þekkja úr sjónvarpinu, en okk- ar glíma er hins vegar ekki líkt því eins gróf. — I lok glímu- tímabilsins kepptum við í þess- ari íþrótt, bæöi við sjáandi og blinda. Og á vorin var mót í úti- íþróttum. Þá komu saman nem- endur 6—8 blindraskóla til keppni. Tónlistarlíf er sérlega fjöl- breytt. Hljómsveit er starfandi í skólanum allt námsárið, enda stunda margir nemendanna nám í hljóðfæraleik. Kóræfingar eru fjóra daga vikunnar og oftar, þegar nálgast konserta, en þeir eru þrisvar á ári, einn um jólin, annar um páska og sá þriöji á vorin, en þar koma einnig fram þeir, sem hafa verið að læra á hljóðfæri, bæði í hljómsveit og sem einleikarar. Leifur kvaðst hafa tekið þátt í kórsöngnum, ennfremur lék hann einleik á píanó, klarenett og svo söng hann, en hann kvaöst hafa stundað nám í þess um greinum jafnframt píanóstill ingunum. Við höfðum stórfínan söngstjóra og ég held að kór- inn hafi verið nokkuð góöur, seg ist að miklu leyti á því að finna hlutina með höndunum, svo að það væri ekki svo erfitt að gera þetta blindur. — Við vorum látin yfirlara píanóiö og kynna okkur þaö. sagði hann, bæöi til þess að stilla það og eins til þes aö geta gert við verkið £ því. — Auk þess lásum viö talsvert af bókum um píanóið og píanóstill ingar, til dæmis eina eftir blind an píanóstillingamann. Ég fékk mér öll verkfæri sem til þarf og nú vona ég bara að fólk geti notað þá þjónustu, sem ég get innt af hendi. — Ég er að hugsa um að vera hérna á Akra nesi fram í september, en þá fer ég suöur og hef þar aðsetur á blindraheimilinu. — í skólanum kynntist Leifur konu sinni, Jolee Crame frá New York en hún er einnig blind. .. — Nei hún var ekki nemendi í skólanum segir Leifur og bros ir, hún kenndi mér. Hún var þá við nám í háskóla og kenndi svo lítið við skólann, en nú vmnur hún á skrifstofu hjá stjórninni í Washington við að vélrita skýrslur um uppgjafahermenn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.