Vísir - 15.08.1967, Síða 1
57. árg. - Þriðjudagtir 15. ágúst 1967. - lMÍHbl.
Svihökkvinn kominn tii\
Fyrsta reynsluferbin seinni partinn
i dag eða á morgun
Veiðiþjófnaður
í Brynjudalsá
Vart var veiðiþjófnaðar fyrir
nokkru í Brynjudalsá, en flest
bendir til þess að verknaður-
inn hafi veriö framinn í ölæði
og veiðiþjófurinn lítið haft upp
úr krafsinu. Hefur veiðiþjófur-
inn náöst og játað á sig verkn-
aðinn.
Málsatvik voru þau, að dreng-
ur á bæ einum, skammt frá
ánni, sá til manns í gegnum sjón
auka hlaupa til árinnar með net.
Gerði hann leiguhöfum árinnar
viövart og þeir kærðu atburð-
inn til lögreglunnar. Fundust í
ánni net í afar lélegu ástandi
og lítt veiðlleg á að sjá. Vant-
aði i þau teina og voru þau
flækt og samanþvæld. Haföist
svo selnna upp á veiðiþjófnum,
sem játaði að netin væru hans
eign, en kvaðst þó ekkert hafa
veitt í ánni. Hins vegar hefði
hann náð þrem fiskum meö hönd
unum, en ekki í netin. Haföi
hann framiö verknaðinn í öl-
æði og ekki gert það i fjáröfl-
unarskyni.
Svifnökkvinn, sem hingað hefur
verið fenginn i reynsluskyni kom
árla f morgun til Vestmannaeyja
meo Tungufossi. — Svifnökkvan-
um var skipað upp á hafnarbakk-
ann, þar sem gengið verður frá
honum áður en reynsluferðir hefj-
ast. — Fyrsta reynsluferðin verður
ef til vill eftir hádegi i dag, ef und-
irbúningi miðar vel. að þvi er
Hjálmar R. Bárðarson skipaskoðun-
arstjóri tjáði blaðinu i morgun, en
annars verður fyrsta reynsluferðin
á morgun.
Svifnökkvinn verður í Vestmanna
eyjum i 10 daga, þar sem tilraunir
verða gerðar með hann, undir
stjórn Hjálmars R. Bárðarsonar, og
verður skipið reynt á milli Vest-
mannaeyja og lands. — Seinna fer
ákipið tii Akraness, þar sem það
verður reynt í 10 daga. — Það eru
Vestmannaeyjakaupstaður, Akranes
kaupstaður og ríkissjóður, sem bera
kostnaðinn af þessum tilraunum
með svifnökkvann til samgangna.
'■.í > f S %
TOCARINN NARfí FANN
SILD ÚT AF HÚNAFLÓA
Sildin feit og góð, 30-36 sentimetrar á lengd
Hugrún frá Bolungarvik komin á miðin
Seinnipartinn í gær fékk tog-
arinn Narfi stóra og fallega síld
í trolliS, þar sem hann var að
toga út af Húnaflóa. Togarinn
lóðaði ennfremur á 10-20 faðma
þykkar torfur djúpt á Stranda-
grunni. — Síldin, sem kom upp
í trollinu var stór og feit, 34J/2
-36 sm að lengd, en það er
svipuð síld og nú veiðist norður
í Ishafinu. Á þessum slóðum
hefur ekki orðið vart við síld
undanfarin ár. Leitarskip hafa
athugað svæðið fyrir Norður-
landi árlega, en ekki séð votta
fyrir sild, enda hafa skilyrði ver-
ið þar slæm fyrir síldargöngur.
Norðlendingar Iifa samt f von-
dýpi eða svo. Svo virðist sem torf-
urnar þéttust þegar leið á kvöldiö
og urðu þær þá 10—20 faðma
þykkar.
Hugrún frá Bolungarvík var kom
in á þessar slóðir um klukkan fjög
ur í nótt og kastaði þá einu sinni
á lóðningu en fékk ekkert lifandi
kvikindi. Verður skipið þama
fram á nóttina og mun væntanlega
magn að ræða, en þeir hefðu lóðað j fá úr því skorið í nótt hvort þarna
á allmargar torfur á 50 metra i er um veiðanlega sfld að ræða.
inni um að síld komi þar upp
undir landið.
Vísir talaði við skipstjórann á
togaranum Narfa í morgun og
sagðist hann ekki geta sagt til um
hvort hér væri um mikið síldar-
I morgun fengu allmörg skip
góð köst norður i Ishafinu, all-
miklu nær en veiðin hefur verið
undanfarna daga, eöa austur undir
13. gráðu a.l. — Síðasta sólarhring
tilkynntu sex skip um afla, sam-
tals 1700 lestir, en þar er ekki með-
talin veiðin í nótt og í morgun.
Flutningaskipið Haförn var á leið
inn til Siglufjarðar í morgun með
fullfermi og Síldin var sunnan við
Jan Mayen á leið til veiðislóðanna,
Erlendur sjómaður
grunaður urn
þjófnað
Skipverji á stóra olíuskipinu
„Irving Glen“, sem var f Hafnar-
firði f síðustu viku, var fyrir helg-
ina tekinn fastur sakaður um að
hafa stolið ýmsum munum frá ís-
lendingi, sem hann hafði verið gest
komandi hjá. Gisti hann lögregl-
una f Hafnarfirði elna nótt og eft-
ir talsveröar yfirheyrslur var hon-
um leyft að fara með skipinu, þeg-
ar það sigldi út, en þó ekki fyrr
en skipstjórinn hafði sett trygg-
ingu fyrir því aö maðurinn kæmi
aftur.
Skipverjinn hafði, ásamt félög-
um sínum, farið til Reykjavíkur
að skemmta sér og hafði þeim
veriö boðið inn á heimili eitt hér
í bænum. Þegar þeir höfðu farið
þaðan, saknaði gestgjafinn úrs síns
og ýmissa muna, alls að verðmæti
um 8 þúsund krönur, og gerði lög-
reglunni í Hafnarfirði viðvart. —
Hvíldi sterkur grunur á einum
skipsmanninum, en hann vildi ekk-
ert við það kannast að hafa stolið
mununum. Kvaðst hann ekkert
muna, en það mætti svo sem vera,
þótt hann vildi ekki játa það.
Fulltruar Kaup-
maunuhafnar í
heintsókn
u Tíu fulltrúar Kaupmannahafn-
ar undir forustu forseta borg-
arstjómar, ’lenry Stjernquist,
Nefnd SVR og Innkaupastofnunar Reykjavikurborgar:
Mæla mcð sænskum undirvögnum
og íslenzkum yfirbyggingum
komu í opinbera helmsókn til j
Reykjavíkur. Þeir munu dvelja hér
fram á laugardag, kynna sér borg- j
ármálefni og fara m. a. til Þing-
valla, Akureyrar og að Mývatni.
u í morgun fóru gestirnir í skoð-
unarferö um Reykjavík undir
ieiðsögn Páls Líndals, borgarlög-
manns, en að henni lokinni tók
borgarstjórinn, Geir Hallgrímsson,
á móti fulltrúunum i fundarsal
borgarstjórnar við Skúlatún.
Borgarráð hefur úrskurðarvald og fjallar um málið á næstunni
Allar horfur eru á því,
að tilboði frá Sameinuðu
bílasmiðjunni í yfirbygg
ingar hinna 38 nýju
strætisvagna fyrir R-vík
urborg verði teklð, og
byggt verði yfir undir-
vagna frá sænsku Volvo
verksmiðjunum.
Að því er þeir Torben Frede-
riksen, forstjóri Innkaupastofn-
unar Reykjavíkurborgar og
Gunnar Björnsson hjá Samein-
uöu bílasmiðjunni sögðu Vísi i
morgun eru allar horfur á, að
hinir 38 nýju strætisvagnar
Reykjavíkurborgar, sem byggðir
eru sérstaklega með tiiliti til
hægri umferðar, verði af Volvo-
gerð, en yfirbyggöir hér á landi.
Torb?n Frederiksen sagði Vísi,
að Guðmundur Bjömsson, tækni
legur ráöunautur Strætisvagna
Reykjavíkurborgar, hefði mælt
með því, að keyptir yrðu Volvo-
undirvagnar og þeir yfirbyggðir
hjá Sameinuðu bílasmiöjunni,
en Torben sagði jafnframt, að
borgarráð ætti eftir að fjalla
um múiið, og það því ekki end-
anlega til lykta leitt.
Mjög mörg tilboð bárust i
byggingu hinna nýju strætis-
vagna, m. a. frá Leyland-verk-
smiðjunum ensku, Volvo-verk-
smiðjunum sænsku og Mercad-
ez-Benz-verksmiðjunum þýzku.
Sameinaða bílasmiðjan gerði til
boð í að -byggja yfirvagna á
grindur af öllum geröum stræt-
isvagna. Var tilboð hennar í
tvennu lagi, að því er Gunnar
Björnsson sagði Vísi. Annað til-
boðið hljóðaði upp á að burðar-
grindin væri úr stáli, en hitt
tilboðið að burðargrindin væri
úr alúmíni (áli). Því tilboði,
sem fjallaði, um burðargrindur
úr áli og yfir grind af Volvo-
gerð var síðan mælt með af
hinum tæknilega ráðunaut SVR
svo og sérstakri nefnd, sem skip
uö var fulltrúum SVR og Inn-
kaupastofnunar Reykjavíkur-
borgar. Hefði Sameinaða bíla-
smiðjan síðan gert sérstakan
samning við norska verksmiðju,
sem byggir yfir strætisvagna og
hefur ál i burðargrindum. Mun
hin norska verksmiðja aðstoða
við yfirbyggingarnar og líklega
verður byggt yfir einn vagnanna
úti í Noregi, ef tilboðinu verð-
ur tekið, sagði Gunnar. Verða
sendir menn utan frá Samein-
uðu bílasmiðjunni, og síðan
koma menn frá hinni norsku
verksmiöju til að hjálpa til við
að koma framleiðslunni af stað
hér á landi, en hér verður byggt
yfir 37 vagna.
Gunnar Björnsson sagöi, að
yfirbyggingarnar verði allar
gerðar á færiböndum, sem væri
nýtt fyrirbæri hér á landi í sam
bandi við ýfirbyggingar vagna.