Vísir - 15.08.1967, Blaðsíða 2
I
2
VISIR . Þriðjudagur 15. agost I3B7.
-
UAND SKORADI 2 Af ÞRCM
MORKUM
^ „Þessi leikur sýndi enn einu sinni fram á að
allt getur skeð í knattspyrnu“, sagði Björgvin
Schram, hinn ötuli formaður KSÍ, sem líklega
hélt sína síðustu ræðu að sinni yfir landsliði
fslands í veizlu Menntamálaráðuneytisins á
Hótel Borg að loknum landsleiknum í gær, en
Björgvin hefur lýst því yfir, að hann muni í
haust hætta formennsku. Björgvin hélt áfram :
„í þessum leik kom það í ljós að það liðið, sem
skoraði 2 af þremur mörkum leiksins tapaði
engu að síður“. Það var þetta, sem gerðist í
leik fslands við Stóra-Bretland, sem mætti hér
með sína áhugamenn til leiks.
TAPADI ÞÓ
GERZT í KNATTSPYRNU..."
Það var svo elnkennilegt í
gærkvöldi, þegar sænski dóm-
arinn Lidberg blés til leiks, að
þaö var eins og engin stemmn-
ing myndaðist meðal hinna
5000 áhorfenda, sem komið
höfðu tll leiksins. Allan leik-
inn heyrðist ÁFRAM ÍSLAND
aðeins sárasjaldan og það var
eins og áhorfendur hefðu frá
byrjun á tilfinningunni að þeir
væru viðstaddir nauðaómerki-
legan æfingaleik. Það versta
var, að engu var lfkara en Ieik-
menn væru sama slnnis. Að-
eins þegar Bretunum mistókst
eitthvaö klappaði fólkið. Fyrir
góðum leik eða marktækifær-
um íslands var ekki hægt að
klappa, — slíkt fyrirfannst
varla.
Það sem gerðist var einfald-
lega það, að liðið gat ekki vald-
ið 4-3-3 kerfinu fremur en öðr-
um kerfum, sem uppfundin
hafa verið af atvinnumönnum
fyrir atvinnulið. Það sama má
segja um brezka liöið, það gat
ekki valdið þessu kerfi, yfir-
leitt slitnaði sundur, og allt fór
í eina bendu fyrlr framan víta-
teigana án þess að neitt gerð-
ist.
Og hvernig urðu þá mörkin
til?
Því er til að svara, aö þau
voru af alódýrustu tegund, —
algjör 3. flokks vara, ef mér
leyfist aö orða það svo fyrir
málvöndunarmönnum. Rauna-
sagan um þessi mörk er þann-
ig í stuttu máli:
♦ Þórður Jónsson skorar í eig-
ið mark á 38. mínútu. Sjálfur
sagði hann í gærkvöldi eftir
leikinn: „Mér fannst einhver
kalla, þegar boltinn kom i átt
til mín, augnabliks truflun, og
boltinn lenti utanfótar og rak-
leitt inn fyrir marklínuna“. —
Sannarlega óheppni hjá góðum
nýliða í landsliðinu.
♦ Á 28. mín. í síðari hálfleik
fær Haider miðherji góða send
Allt i einni bendu í leiknum í gær, Kári og Guðni Kjartansson sækja að markverðinum, Swannell.
ingu fyrir markiö frá Hopper
innherja, skotið er nokkuð ó-
vænt, en ekki fast og fer með
jörðunni inn í vinstra homið,
en Siguröur Dagsson var mjög
seinn að kasta sér eftir bolt-
anum, sem lá inni, 2:0 fyrir
Bretana.
+ . /. og til að kóróna allt sam-
an. Óhappamark skorað af Jóni
Stefánssyni miöverði íslenzka
liðsins, en á honum höfðu ófá-
ar sóknarloturnar stöðvazt í
leiknum. Það var Haider, sem
Hermann Gunnarsson stendur hér yfir markverðinum í leiknum í gærkvöldi.
komst upp að endamörkum eft
ir að Þórður Jónsson missti bolt
ann inn fyrir sig, og Haider
skýtur leiftursnöggt fyrir markið
og boltinn rekst í tána á Jóni
og syngur í netinu, 3:0. Þetta
var á 39. mín. og flestir áhorf-
ertda búnir að fá nógan skerf
af leiknum og famir að hugsa
til heimferöar með enn eitt tap-
ið, og vitandi að í dag getum
viö jafnvel ekki sigraö Ber-
muda og Bandaríkin, sem hafa
tekið knattspymuna alvarlega
og unnið að því að koma upp
frambæriiegum liðum, — með
árangri.
í þessum leik gerðist sára-
fátt merkilegt. Leikurinn var
þóf og leikieysa á allt of stór-
um köflum. Bretamir leyfðu Is-
iendingum aldrei að koma upp
neinu spili, þeir „dekkuöu“ vel,
og voru þegar komnir í bakið á
andstæðingnum, þegar hann
fékk boltann, hlupu fram fyrir
kyrrstæða Islendingana og
\ hirtu boltann af þeim. íslenzku
Ieikmennimir voru of staöir og
gátu ekki komið neinum vöm-
um við þessu af þeim sökum.
Fá tækifæri mynduöust í
þessum leik og engin opin, —
þess vegna fannst mér 3:0 of
miklll sigur fyrir Bretana. Bret
amir léku langt frá því vel.
Þeir höfðu tilburði heimsmeist-
aranna ensku, — lágu lengi
emjandi i grasinu, ef við
þá var komið, og báru sig aum-
lega, en þetta fyrirbrigöi var
vinsælt á HM í fyrrasumar í
London, en knattspyrnan átti
ekkert skylt við knattspyrnuna
á HM.
Brezka liöið má sannarlega
leika betur i undankeppni Ol-
ympíuleikanna, eigi það að vera
meðal 16 liða í Mexíkó að ári.
Beztu Ieikmenn voru Swann-
ell, markvörður, vömin í helld
mjög góð, og Gamblin beztur
og Reid mjög skemmtilegur
spilari. Cumming framvörður
var góöur tengillður, en í fram
línunni var Hopper vinstri inn-
herji beztur.
Það kom í ljós með íslenzka
liðið, að uppstillingin var vafa-
söm í meira lagi. Guðni Kjart-
ansson var aö vísu eini mað-
urinn í framlínunni, sem virt-
ist geta ógnað að einhverju
marki, en staðreyndin er þó sú,
að hann er beztur sem vinstri
bakvörður, og það mjög góöur
sem slíkur. Þóröur Jónsson er
líka betri frammi á vellinum
sem tengiliöur. Það er kominn
tími til að landsleikirnir séu
ekki notaðir sem tilraunaleikir,
— það hefur marg oft veriö
vlðurkennt sem staðreynd, að
vinstri bakvörður á helzt ekki
aö leika annað en vinstri bak-
vörð, — ekki t. d. hægri bak-
vörð, og vlnstri útherji ekki
hægri útherja o. s. frv. Það er
eins og gamla staðan verki eins
og segull á menn. Það verður
því að bíta í það súra epli að
velja þá menn, sem beztir eru
taldir í hverja stöðu. Að vísu
eru undantekningar frá þessu,
en hitt er algengara að menn
bregðist i slíkum hlutverkum
en hitt.
íslenzka liðið kom alls ekki
vel frá þessum leik, og mitt
persónulega álit er þaö, að hér
hefði átt að byggja utan um
„undir 23 ára liðið“ meira en
gert var hér og láta menn halda
stöðum sínum í stað þess að
fara út í ævintýri eins og þetta.
Sænski dómarinn Lidberg frá
Lidkjöping dæmdi mjög vel, —
leikurinn raunar ekki erfiður.
— jbp —