Vísir - 15.08.1967, Qupperneq 4
Fyrir nokkru var hér á 4. síö-
unni sagt frá djarfmannlegri
björgun þýzks fjallgöngumanns í
„Tröllhamrinum", hrikalegum
tindi í Noregi. Um leið var þess
getið, að nokkrir franskir fjall-
göngumenn væru á leiðinni upp
hinn 1742 metra háa tind. Þeir
Þannig voru Frakkarnir í loftinu mest alla leiðina, urðu að hífa
sig upp á reipinu, og notuöu taiíuútbúnað.
Frakkarnir komnir upp
á ,, Tröllhama rinn44
hafa nú sigrað tindinn, en ferðin
upp nær þverhníptan klettavegg-
inn tók þá um 20 sólarhringa.
Þetta þykir mikið afrek, en eng-
um hefur til þessa tekizt að kom-
ast upp á „Tröllhamarinn" þessa
leið, en hann er hins vegar auð-
veldur viöureignar ef komiö er
aö honum úr annarri átt. Hafa
margir heimsfrægir fjallgöngu-
menn látið í ljós aödáun sína
yfir afrekinu og óskað þeim
frönsku til hamingju með sigur-
inn.
Þeir voru fimm Frakkarnir, sem
náðu tindinum, allir jafnsnemma.
Þeir höfðu þó tafizt á leiðinni
slasaðist, þegar hann ásamt fé-
laga sínum var á leið upp tind-
inn. Þeir höfðu þó farið aðra leið
vegna björgunar Þjóðverjans, sem
en Frakkamir.
Deck, eðlisfræðingur, Jean Frehell
háskólakennari í stærðfræði,
Jerome Brunet, sölumaöur, Yves
Boussard, stærðfræðikennari og
tvítugur stúdent aö nafni Patrick
Cordier.
Þegar þeir komu á tindinn, voru
þar staddar konur tveggja þeirra
og var strax slegið upp veizlu.
Voru þeir félagar vel að henni
komnir, eftir 20 sólarhringa klif
ur upp hengiflugið. En þeir „fóru
loftið“, eins og það er kallað,
mikinn hluta leiðarinnar. Það er
að segja bergið slútti fram yfir
sig meir en hitt og urðu þeir
að hífa sig upp í reipum.
Fjallgöngúmenn hafa sérstakan
mælikvarða yfir fjöll ,sem sýnir,
hve erfið þau em yfirferðar. Sam
kvæmt frásögnum þeirra félaga
er ,,Tröllhamarinn“ í flokki hinna
erfiðustu. Bergið slútti fram yfir
sig viðast á leið þeirra og þar aö
auki er kletturinn laus og hélt
illa hælum sem þeir ráku í hann
á leið sinni upp.
Það hafði líka nærri farið illa
fyrir Yves Boussard á leiðinni.
Hann var aftasti maður í hópn-
um á leiðinni og átti að draga út
hælana, þegar þeirra var ekki
lengur þörf. Eitt sinnið þegar
hann var nýbúinn að draga út
einn hælinn, losnaði steinnibba,
sem hann hélt sér í og hann
missti takið og sveiflaðist út frá
berginu. Þar sveiflaðist hann í
línunni, sem bundin var í hann
og lá um blökk í hæsta hæl.
Hann segist alía tíð munu minn
ast þessa augnabliks, þar sem
hann sveiflaöist tíu metra stór-
ar sveiflur ■ eins og pendull í
þúsund metra hæð yfir hrikaleg-
um klettum.
Fjðrir Frakkanna og kona eins þeirra. Myndin er tekin uppi á tindinum, þegar þeir höfðu lokið við að
hlaða hina sfgildu vörðu, sigurtáknið.
Audrey Hepbum og Albert Finney í síðustu kvikmynd þeirra.
Munu
þau
skilja ?
Einhver hamingjusömustu hjón
in, sem verið hafa í kvikmynda-
heiroinum,. eru nú sögð ramba á
barmi skilnaðar. Audrey Hepbum
og Mel Ferrer giftu sig 1954,
brúðkaup ársins var það kallaö
þá, og hjónaband þeirra hefur
þótt vera til fyrirmyndar, nema
síðustu þrjú árin. Á síðustu ár-
um hefur af og til gosið upp sá
kvittur, að það væri alit að fara
I hundana, þetta fyrirmyndar
hjónaband.
Við kvikmyndaupptöku í
Mexikó, en þá lék Audrey Hepb
urn á móti William Holden, sáust
þau ganga um og leiðast svo lítiö
bæri á. Héldu menn þá, að þau
væm aö draga sig saman, en því
/ar vísaö á bug og sagt aö þau
væru aöeins góðir vinir og ekk-
ert annaö. Síðan hafa menn álitið
hjónaband þeirra Ferrers lafa á
bláþræði.
Þaö hefur einkum skotið stoð-
um undir þennan orðróm, að í
sumar héldu þau ekki hátíðlegt
brúðkaupsafmælið sitt, eins og
þau hafa þó alltaf gert á hverju
sumri. Hittust þau aðeins stutta
stund í Marbelle á Spáni, en
flugu svo hvort sína leið. Kunn-
ingjum þeirra fannst framkoma
þeirra og hegðun í garð hvors
annars vera kuldalega kurteisis-
leg. Einnig hefur móðir hennar
sagt að ekki væri allt með felldu
í sambúð þeirra.
Ýmsar uppástungur hafa kom-
ið fram um arftaka Ferrers. Þar
á meðal William Holden og Al-
bert Finney, enski leikarinn. Einn
ig hefur á þeim vettvangi oft ver-
ið nefndur franski tizkukóngur-
inn, Hubert de Givenchy, en hann
hefur annazt búningana í kvik-
myndum hennar síðustu árin.
Marisa Mell.
Vincente Mennelli hefur nú
loks fundið Mata Hari sína.
Hefur hann leitað um USA þver
og endilöng að leikkonu, sem
hentaði bezt í hlutverk hollenzka
njósnakvendisins, sem tekin var
af lífi í fyrri heimsstyrjöldinni.
Hann hefur ráðið austurrísku
leikkonuna, Marisa Mell, til þess
að fara með hlutverkið í söng-
leiknum, sem hann setur á svið
í Broadway, um líf þessa fræg-
asta njósnara Þjóðverja.
Ókurteis afgreiðsla
í söhitumi.
Fyrir nokkrum árum varð al-
menn afgrelðsla mjög til um-
ræöu í blöðum, og kvartað var
yfir mjög almennri ókurteisi af-
greiðslufólks I verzlunum og
uröu ungar afgreiðslustúlkur
mjög fyrir barðinu á þeirri gagn
rýni og eins verzlunarstjórar
fýrtr Þaö, að veita ekki nægi-
legt aðhald gagnvart starfsfólk-
inu. Þessi skrif' urðu almennt
til að öll afgreiðsla batnaði, og
vafnlaust gerði margt verzlunar-
fólk sér grein fyrir því, að
störfum þeirra var í mörgu til-
HÖ ábótavant. Vafalaust er af-
greiðsla f verzlunum betri nú og
kurteisari en hún var. Bæði er
það, að það er byrjað að tíðk-
ast að vera kurteis við af-
greiðslu, enda krefst aukin
verzlunarsamkeppnl þess, að
þessi þjónusta, sé vel af hendi
leyst.
virðist skaplyndiö of oft ekKi
þola annríktö, og árangurinn
verður sá, að viðskiptavinurinn
fær ónot og ókurteisi að heyra.
ins. Ekki veit ég hvort þessu
sldlyrði, sem upphaflega var
haldið á lofti, er lengur nægi-
lega tryggilega framfylgt, en
En í framhaldi af þessu, vildi
ég gjarnan ræða þjónustu, sem
ég þekki dálitið til, en mér
finnst ekki alltaf framkvæmd
sem skyldi, en það er afgreíðsla
í sumum biðskýlum í borginni
og í kvöldsölunum. Á mörgum
þessara staða er það eldra fólk,
sem stendur við afgreiðslu, og
Þegar kvöldsöluleyfin voru
veitt á sínum tíma, var lögö á-
herzla á, aö öryrkjar gengju fyr-
ir um kvöldsöluleyfi. Vafalaust
hafa margir þessara staöa geng-
ið kaupum og sölum, enda
kannski f sumum tilfellum að
þeir eru fallnir frá, sem upphaf
lega fengu leyfið til reksturs-
æskilegt er, að þeim, sem með
þessu öðru fremur geta séð sér
og sínum farborða fái til þess
aöstöðu, en þeir sem heilbrígðir
eru, eiga fleiri kosta völ,
Þeir, sem reka kvöldsölur og
afgreiða þár, verða að inna af
höndum sömu skyldur og kaup-
menn og verzlunarmenn, og ber
þvf skylda til að sýna viöskipta-
vinum sínum einungis kurteisi
og lipurð. Þreytan né annrfkið
má ekki ná tökum á afgreiðslu-
fólkinu, svo að þaö bltni á við-
skiptavinunum, því að þá er af-
greiöslufólkið ekki starfi sínu
vaxið. Kvöldsölurnar eru þægi-
leg þiónusta við fólk, þar sem
margur getur keypt sér ýmsar
smávörur, t. d. sígarettur og
blöð.
Afgreiöslusiðir og hættir er
eitt af þvf næstum ótakmarkaða
sviði, sem Neytendasamtökin
ættu að hafa á stefnuskrá sinni,
og kannski hafa nú þegar, en
það sýnir sig að margan vantar
tilsögn og leiðbeiningu á þessu
sviði, eða kannski bara hrein-
lega áminningu.
Þrándur í Götu.
V'O H « TT 'r