Vísir


Vísir - 15.08.1967, Qupperneq 5

Vísir - 15.08.1967, Qupperneq 5
V1SIR. Þriðjudagur 15. ágúst 1967. 5 Glaðir litir og gömul húsgögn ur að vera í litunum. Bezt er að nota sem hlutlausasta grunn- Iiti ,Þá eru möguleikarnir meiri fyrir breytingum. Þau herbergi sem verið er í daglega ættu ekki að vera máluð í mjög sterkum litum.'þó aö vissulega sé þetta mjög persónubundið. Yfirleitt er betra að hafa sterku litina frek- ar á gluggatjöldum, dúkum og jafnvel hurðum, sem getur verið mjög skemmtilegt. Það mun ekki ofsögum sagt að gömlu húsgögnin hafi slegið í gegn, enda oftast ódýr og geta orðið ákaflega skemmtileg. Göm ul borð og skápar og kommóður verða sem ný ef þau eru máluð eða lökkuð í fallegum litum. Flest háaloft geyma sitthvað af slíkum húsgögnum og getur orð ið drjúg búbót fyrir þá sem eru að hefja búskap að nýtá þessa gömlu hluti. í forstofur má setja gamlan stól og borð, málað í sama lit og spegil- eða mynda- rammi fyrir ofan borðið. Köfl- ótt eöa rósótt seta á stólnum og borðdúkur úr sama efni geta gert forstofuna vinalega og smekklega, í forstofuna má nota Notið blómin í garðinum áður en þau falla Hingað til hefur þótt sjálfsagt að nota milda liti á húsbúnað og veggi, en á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á þessu sviði. Með tilkomu allra sterku lltanna í fatnaði, hefur farið í vöxt að nota sterka liti t. d. á skápa, gluggakistur, hurðir, á- klæði og jafnvel veggi. Hér á íslandi hafa sterku litimir einn ig átt vaxandi fylgi og má segja að upphafið hafi verið aukin notkun gluggatjalda, púða og dúka í mjög sterkum litum. Líklega höfum við lært hvað mest af frændum okkar í Sví- þjóð og Danmörku í þessum efnum, þeir em mjög djarfir orðnir í litavali og ýmsar lita- samsetningar, sem áður þóttu fráleitar, eru nú hvaö mest í tízku. Svíar nota t. d. mikið fjólublátt og gult saman og ým- is tilbrigöi af grænum og blá- um litum, sem hingað til hafa þótt alls ónothæf á íbúðum manna. Þó að vissulega sé ástæða til að íslendingar noti njeira sterka liti 1 híbýlum hínum, skal þess þó getið að mikið samræmi verö nokkuð sterka liti, þar eð fóik dvelst þar yfirleitt ekki lengi í einu. Hingað til hefur eldhúsið hvaö sízt verið talið heppilegt fyrir sterka liti, og hafa menn borið við auknum líkum fyrir maga- sári, sérstaklega ef notaö er sterkrautt .Sjálfsagt er eitthvað til í því að mjög sterkir litir verði til lengdar þreytandi á þeim stöðum, þar sem fólk vill hvílast og vera í ró, en þessi eilífu kremgulu eldhús eru líka dálítiö þreytandi ef ekkert er reynt að lífga upp á þau. Appel- sínugul eða sægræn gluggatjöld og borðkrókur með skemmti- legu veggfóðri geta gerbreytt einu eldhúsi. Mjög skemmtilegt getur verið að mála framan á skápa og skúffur með dekkri iit en á skápnum sjálfum. Á svefnherberginu eru mildir litir tvímælalaust æskilegir, fallegir bláir og grænir litir, t. d. með hvítu verða oftast fallegastir. Ljós húsgögn og mottur, rúm teppi og gluggatjöld í mildum tilbrigðum af fjólubláu eða græn leitu eru mjög ákjósanleg til að Tjaldið, sem skilur að stofu og forstofu er úr sama efni og áklæð- ið á stólsetunni, og stóllinn, kommóðan, lampinn og myndaramm- inn er lakkað rautt. ná hlýlegu og róandi andrúms- lofti. í persónulegasta herbergi heimilisins, stofunni hafa lita- samsetningar breytzt mikið og gamaldags húsgögn innan um nýrri og e. t. v. hentugri njóta vaxandi vinsælda. Gamlar kist- ur, stólar og þá sérstaklega ruggustólar hafa orðiö feikna vinsæl. Veggfóöur í bókahom- um og borðstofum em mjög æskileg, enda fást nú orðið hér í Reykjavík fjölbreyttar gerðir af hentugum þvottekta veggfóðr um Pinnastólamir svokölluði Framh á bls 13 Eigið þið fallegan garð, með alls kyns blómstrandi blómabeðum? Kaupið þið samt öll afskorin blóm í blómaverzlunum? Hefur ykkur ekki dottið í hug, að garö- blómin geti verið falleg inni á borði? Núna er annarhver garður í Reykjavík full- ur af blómum, sem hvað úr hverju taka að fölna og falla. Hvernig væri að tína þau áður en þau deyja, og setja þau í vasa á stofu- borðið? Þessi garðblóm eru mörg ekki síður fall- eg en t. d. nellikur og rósir, og ef valin eru saman blóm, í þeim litum sem eiga vel saman, má gera mjög fallega vendi úr þeim. Einnig er mjög fall- egt að setja þau í skálar með vatni eða raða þeim á bakka og setja kerti í miðjuna. Nú fæst mikið af mislitum kertum, og má fá kerti sam- lit blómunum og síðan eru græn blöð sett í kringum kertin og blómunum raðað ofán á. Er hægt aö gera mjög fallegt borðskraut á þenn- an hátt, og það veröur alltaf mikið persónulegra en skreytingar, sem keyptar eru tilbúnar í verzl- unum. fóðrið er með grænum blómum og stóllinn dökkgrænn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.