Vísir - 11.09.1967, Page 12

Vísir - 11.09.1967, Page 12
12 VlSIR . Mánudagur 11. september 1967. „íjnmitt þaö. Hvers konar farm- ur er það?“ Og Frank Wallingham skýröi hon- um frá því. Fæddur leiðtogi má aldrei láta neitt koma sér á óvart, hvað sem á gengur. Sízt má nokkur foringi í hernum, sem samkvæmt stjómar- skráimi er yfirlýstur séntilmaöur, láta það henda sig að gapa af undr- un, í bókstaflegri merkingu, og stara orðlaus á þann, sem imdr- un hans 'veldur — en það var ein- mitt það, sem kom fyrir Slater höf- uðsmann, þegar Frank Wallingham skýrði honum frá því, hver farm- urinn væri. Þag tók hann meira að segja góða stund að átta sig, svo hann gæti bætt fyrir þetta hæ- verskubrot sitt með því að reka upp hlátur. „Hvað er hlægilegt við það ?“ urr aöi Wallingham. „Sérhver maður hefur rétt til að græða nokkra doll- ara á heiðarlegan hátt, hef ég hald- ið.. .“ „Afsakið, herra Wallingham. En ef þér væruð í mínum sporam, 'munduð þér líka hlæja“. „Því þá það?“ „Ein af þessum kvenréttindakon- um — frú Massingale heitir hún — hefur að undanfömu haldið bindind isfyrirlestra í Russell-virki. Unn- usta mín, dóttir Gearharts herfor- ingja, varð svo hrifin af málflutn- ingi hennar að hún mundi hafa neytt mig til að vinna algert bind- indisheit, ef ég heföi ekki veriö sendur í þennan leiðangur áöur en til þess kom. Getið þér gert yður í hugarlund, hvað þær mundu segja nú, hún og þessi frú Massingale, ef þær vissu i hverju starf mitt verður fólgið á næstunni ?“ „Það er í ragninni ekki nema gott að vinna bindindisheit, höfuðsmað- ur. Sjálfur hef ég verið strangur bindindismaður alla ævi“, svaraði Frank Wallingham. „Einmitt það ?" „Það megig þér bóka. Ætli mað- ur að græða nokkra dollara i jafn miskunnarlausri samkeppni og ríkir í þessu landi, þá er hyggilegra að vera algáður". Frank Wallingham þagnaði við og hleypti brúnum. — „Þessi kvenpersóna, fyrirlesarinn . .. haldið þér að komið geti til mála að hún fái þá flugu í kollinn, að fara að blanda sér í þetta mál ? Gera mér einhverja bölvun, skiljið þér ?" „Auðvitað ekki. Auk þess veit ég ekki betur, en hún sé komin hálfa leið til New York um þessar mundir". „En hvað um dóttur virkisstjór- ans ?“ TÓLFTI KAFLI. Flestum, sem athugað hafa styrj- aldarsögu og bardagaaöferðir Indí- ána gaumgæfilega, ber saman um, að hreysti þeirra og stríðskænska hafi verið ýkt aö mun í frásögnum bæði af almenningi og dagblöðum í Bandaríkjunum. Þeir sérfróðu menn benda á það, að Iníánar hafi aðeins barizt í þrenns konar til- gangi. 1 fyrsta lagi fyrir lífi sínu, ef svo bar undir. I öðru lagi sér til persónulegrar frægðar. í þriðja lagi til að komast yfir herfang. — Gagnstætt því, sem tíðkast meðal hvítra manna í styrjöld, hlýðir Indí- áni foringja sínum aldrei skilyröis- laust og í blindni, og ekki kemur honum heldur til hugar að fórna lífi sínu á altari einhverrar hugsjón- ar eða málefnis. Þess eru heldur ekki nema örfá dæmi, að Indíáni hafi lagt líf sitt í sölumar til þess að bjarga félögum sínum í orrustu. Þegar Indiáni sér fram á að við ofurefli er ag etja, telur hann þaö ekki nema sjálfsagt að leggja á flótta. Hinu veröur ekki móti mælt, að þeir viðurkenna vald foringjans að | vissu marki og kunna vel að meta herkænsku hans, þar eö hún kemur sjálfum þeim að gagni En þeir viö- urkenna vald hans því aðeins, að hann standi við allar skyldur sin- ar og skuldbindingar gagnvart þeim. í þetta skiptiö var þag til dæmis skyída Fimmkagga,.sem for- ingja, að stjóma atför þeirra og skipuleggja hana þannig, að þeir kæmust yfir hið fyrirheitna her- fang, helzt án þess að til mann- falls kæmi i liði þeirra — koma hvítu mönnunum svo að óvöram, að þeir fengju ekki neinum vöm- um við komið. Eitt ráðið til þess, var að láta nokkra úr hópnum gera sýndaráhlaup, leggja síðan á flótta til að ginna hvitu mennina frá lest- inni, en láta þá meginliðsaflann, sem legið hafði í leyni, gera skyndi- áhiaup og taka farminn, sem þá væri óvarinn, í sínar hendur og hverfa á brott með hann hið skjót- asta. Ekki hefur það reynzt gerlegt að fá vitneskju um hemaðaráætlun Fimmkagga í smáatriðum. Eftir frá sögnum spæjara riddarasveitarinn- ar er þó augljóst, að um leið og hann sá rykmökkinn af lestinni, hleypti hann beint í suðurátt með sína fylgjara í stefnu á lága, kjarri gróna ása, þar sem hann kæmist á hlið við hana. Nú hlaut hann að gera sér grein fyrir því, að lest áttatíu vagna í einni röð, var svo löng, að ekki var unnt að mynda úr henni samfellda þyrpingu til varnar í fljótu bragði, sízt ef ráð- izt var á hana úr öllum áttam í senn. Skothvellirnir og strtðsótón mundu fæla múldýrin, svo öku- mennirnir yrðu að einbeita sér að því að háfa hemil á þeim. Þá þurfti ! ekki annað en leiftursnöggt áhlaup | þvert á lestina, svo tilganginum í væri náð. GÓLFTEPPI Ný sýnishom komin. Gólfteppageröin hf. Grundargerði 8, sími 23570. BEIRUT RI0DEJANER0 L0ND0N/PA BERLIN MANILA Made in U.S.A. Hin nýja Chesterfield filter fer sigurför um allan heim 2 0 F I LT E R CIGARETTES NýttChesterfield Filters mpn T A R Z A N „Eg held að það komi ekki að gagni. þeir eru að koma". „Þeir stanza“. „Þeir eru hræddir, en þeir flýja ekki". — „Vegna þess að þeir eru mannlegir, forvitni þeirra er vakin, og þag er góðs viti“. ■91

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.