Vísir - 01.11.1967, Side 2
Gjörbreytt STADION-lið og hratt og velleik-
andi FH-lið gáfu áhorfendum góöa skemmtun
i Laugardal i gær — sigur FH 20:18 var
sanngjarn
® Sennilega hefur Páll Eiríksson aidrei fyrr tekið
eins djarfa ákvörðun og í leiknum í gærkvöldi
rnilli FH og STADION, danska handknattleiksliðsins,
sem lauk nú íslandsheimsókn sinni með öðru tapinu
í röð. Páll fékk boltann upp í hendurnar við punkta-
línu, aðeins hálf mínúta eftir til leiksloka, og staðan
19:18 fyrir FH, snarsnéri sér og skaut þrumuskoti í
gegnum rifu á varnarveggnum, — mark. 20:18 fyrir
FH, og þessi urðu úrslit mest spennandi leiks, sem
áhorfendur hafa fengið að sjá til þessa í haust í Laug-
ardal.
„Þetta ,var langbezta liðið,
sem við mættum hér“, sagði
Finn Andersen, einn af far-
arstjórum STADION eftir
leikinn, „ef við hefðum náð
þessum leik gegn Fram, þá
væri enginn vafi á að við
hefðum unnið. Það var sér-
staklega númer tiu hjá FH,
sem mér fannst góður (Geir
(\Hallsteinsson), — hreint frá-
bær leikmaður“. Og dómar-
yrnir ? „Góðir, finnst mér,
einkum tveir þeir fyrstu, en
t um dómarann í kvöld vil ég
^ekki ræða, að svo stöddu“,
sagði Andersen.
FH byrjaði þennan leik af
miklum krafti. Ef hægt er að
tala um að lið kafsigli annað
lið, þá mætti líkja fyrstu 20
mínútunum við það. FH sótti
hváð eftir annað, það var ógnað,
línumennirnir opnuðu hvað eftir
annað góðar glufur, sem FH
skoraði í mörk sín. Eftir 20
mínútur var staðan orðin 10:3
fyrir FH, — algjörir yfirburðir.
En það var eiginlega þá sem
eitthvað bilaði í liðinu. Var það
úthaldið? E.t.v. var það tilfellið,
— og raunar ekki óeðlilegt, því
á meðan Reykjavíkurliðin hafa
leikið allmarga leiki í Reykja-
víkurmótinu og þar fundið
„formið“, hafa Hafnfirðingar
aðeins getað leikiö 2 létta æf-
ingaleiki. Þetta var því fyrsti
verulegi leikurinn hjá liðinu, —
og verður ekki annað sagt en
að vel hafi veriö farið af stað.
Birgir Björnsson skoraði 1:0
eftir aðeins örfáar sekúndur af
leik, en Danir jöfnuðu. Enn
skorar Birgir og Ole Bay Jen-
Öm Hallsteinsson er hér 1 erfiöleikum í leiknum í gær, ólöglega hindr-
aður.
Ole Bay var lagbeztur Dananna, enda sent sérstaklega eftir honum til þessa leiks.
sen, sem sóttur var til Danmerk
ur fyrir þennan leik, iiðinu til
styrktar (sem hann var líka
sannarlega), jafnar með góðu
skoti. Þá koma 6 mörk í röð frá
FH, Geir, Auðunn, Árni, Örn úr
víti, Auðunn og loks Örn, 8:2
um miðjan hálfleik. Þá loks
skora Dariir 8:3, en Páll og Geir
skora tvö næstu, 10:3.
Danir skora 10:4, en Jón
Gestur skorar 11:4, en Ole Bay
skorar 11:5 og síðan kemur
11:6 og 11:7, áður en Páll skor-
ar úr víti, 12:7. Þegar ein mín-
úta var eftjr skora Danir 12:8,
og var þá komin markatalan úr
leik Fram og Stadion frá þvi á
sunnudaginn, aðeins sá mupur-
inn að 31 mínúta var eftir til
leiksloka. Páll skoraöi að lok-
um 13:8, sem var staðan í hálf-
leik.
Það var hálfgert slen yfir FH
í byrjun seinni hálfleiks og
raunar lengi fram eftir hálf-
leiknum. Ekki bætti úr skák aö
þeir voru óheppnir með skot, —
og ekki 'færri. skot en 6 lentu í
stöngunum og tvö víti eyðilögð-
ust. sem verður að teljast klaufa
skapur. Danir skoruðu 2 fyrstu
mörkin, og staðan, sem í fyrri
hálfleik haföi virzt unnin fyrir
FH. breyttist nú allverulega og
setti fjör og spennu í leikinn,
sem dómarinn Hannes Þ. Sig-
urðsson, réð alls ekki fyllilega
við og gerði nokkrar stórar
skyssur að manni fannst.
Geir skoraði 14:10 og Birgir
15:10, sem sannarlega bjargaði
miklu eins og á stóð. Þá kom
15:11 og 16:11 var svar FH. Þá
koma 2 falleg mörk Ole Bay, og
enn er kominn 3 markamunur,
og furðulegur dómur Hannesar
færir Dönum víti, sem er skorað
úr 16:14 og skoraði Verner
Gárd úr því. Þá skorar Páll
17:14, en Danir skora tvö næstu
mörk og staðan er orðin 17:16,
— spennan á hámarki og leikur-
inn mun grófari en fyrr og hafði
þó boriö talsvert á grófum leik
allan tímann.
Geir skorar á 25.\ mín. 18:16
og bætir ööru við skömmu sið-
ar, bæði með gólfinu framhjá
fótum varnarmanna. Segja má
að þetta hafi gert út um leikinn.
Að vísu koma tvö næstu mörk
frá Dönum, og staöan 19:18, en
aðeins 40 sekúndur eftir. Þess
vegna var Páll e.t.v. fulldjarfur
að skjóta, þ""ar FH gat auðveld-
lega haldið ooltaniim og tryggt
sér eins marks sigur í s(að þess
að eiga jafnvel yfirvofandi að
ná ,,aðeins“ jafntefli út úr
leiknum.
FH-liðið kom raunar ekki á
óvart meö sigri. Um 2000
rr.-nns, 'sem sóttu leikinn bjiígg-
ust við sigri eftir að Fram vann
Stadion. Hins vegar var ekki
búizt við Stadion svo sterku.
Þetta var allt annað og betra
lið, en við höfðum fengið að.sjá
undanfarið. Geir Hallsteinsson
var mjög góður í þessum leik
og Birgir Björnsson er greinilega
sá maður sem FH-liðið má sízt
vera' án. Örn korri vel út i þess-
um leik og Auðunn og Páll voru
góðir. Þá vakti Birgir Finnboga-
son athygli í markinu, ekki sízt
í fyrri hálflejk. Af Dönunum var
þaö að segja að markverðirnir
voru góðir og Ole Bay Jensen
reyndist bezti maður liðsins á-
samt Verner Gárd, aörir leik-
menn nokkuð jafnir, og enginn
verulega veikur hlekkjur í keðj-
unni. — jbp —
■