Vísir - 22.11.1967, Síða 5

Vísir - 22.11.1967, Síða 5
VíSIR- MíStíkudagur 22jióvember r9ö7. 5 6JALLARH0RN w Heimdallar, félags ungra Sjálfstæbismanna m Rifnefnd: Sigurður Á. Jensson ritstj., Jóhonnes Long og Matthias Steingrimsson. Úr starfi HehndaMar: Auka þarf stjórnmála- legan áhuga ungs fólks Iagsheimili Heimdaiiar, tekin i notkun?" „Fyrir u. þ. b. þremur árum lauk þeim breytingum á Valhöll, sem nauðsynlegar voru, en með tilkomu þessa vistlega félagsheim- ilis hefur öll aðstaða til að halda uppi félagsstarfsemi gjörbreytzt. Með tilkomu þess jókst starfsem- in til muna og er nú eitthvað um að vera alla daga vikunnar." „Hvert er verkssvið félagsheim- ilisnefndar?“ „Nefndin, sem í eiga sæti 9 manns, sér um daglegan rekstur Himinbjarga og skipuleggur dag- skrá í samráði við stjóm félags- ins.“ , „Hver hefur starfsemi félagsins verið i vetur?“ „Starfsemin er mjög fjölbreytt • ■g miðuð við það að sérhver fé- lagsmaður geti fundið eitthvaö við sitt hæfi. Höfuðvettvangur starfseminnar er félagsheimilið Himinbjörg. í vetur hefur verið lögð sérstök áherzla á að auka stjórnmálalegan áhuga ungs fólks með kynningu á stjómmálaf'okk- unum, námskeiöi í fundarsköpum og ræðumennsku, málfundum og fleiru. Nefndin sér einnig um öll tynninga- og skemmtikvöld." „Hefur nefndin einhverja sér- staka starfsáætlun á prjónunum?“ „Ákveðið er að halda áfnm þeirri viðleitni að auka stjórn- málalegan áhuga ungs fólks með sérstakri starfsemi, og verða fengnir ýmsir sérfróðir menn til þess að fræöa félagsmenn um stjómmál og félagsmál. — Einnig má geta þess, að þar sem siðasta námskeið í ræðumennsku og fundasköpum heppnaðist í alla staði mjög vel, væri ekki úr vegi að endurtaka það síðar meir í vetur.“ Sjálfstæðiskvennafélagið HVÖT heldur AÐALFUND fimmtudag 23. nóv. í Sjáffstæðishúsinu kl. 8.30 e. h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffidrykkja. Félagskonur mætið stundvíslega. STJÓRNIN spjaUaá v/’ð Andrés Andrésson for- mann félagsheimilisnefndar ’ | /"'‘jallarhom hafði nýlega tal af isnefndar Heimdallar, sem jafn- Andrési Andréssyni Verzlun- framt á sæti í stjórn félagsiris. arskólanema, form. félagsheimil- „Hvenær vom Himinbjörg, fé- Andrés Andrésson fyrir framan Himinbjörg. (Ljósm. J. Long) HIMINBJÖRG Miðvikudagur: Kvikmyndakvöld: Atökin við Alþingishúsið 30. marz 1940 o. fl. myndir. Sunnudagur: Opið hús. Mánudagar: Málfundur um deilumar fyrir botni Miðjarðarhafs. Oft er glatt á hjalla í Himinbjörgum. ÚR STEFNUSKRÁ HEIMDALLAR Sjdvarútvegsmdl Fram hefur komið sú afdráttarlausa skoðun ungra Sjálfstæðis- manna, að sjávarútvegur verði um alla fyrirsjáanlega framtíð meginatvinnuvegur þjóðarinnar. Þýðingarmikið er því, að útvegi og fiskiðnaði verði jafnan veitt skilyrði til athafna, er geri þeim kleift að inna af hendi hið veigamikla hlutverk í þágu þjóðarí heildarinnar. Bent er á, að mikilvægt sé að taka tillit til fjár- magnsins engu síður en vinnunnar. Ekki er sómasamlega að sjávarútvegi búið, fyrr en sú staðreynd er viðurkennd, að mönn- um beri að fá arð af fjármagni sínu. Þá telja ungir Sjálfstæðis- menn framtíð sjávarútvegsins stefnt í bráða hættu verði ekki hafnar samnlngaviðræður við efnahagsbandalögin í Evrópu nú þegar. Um hagsmuni sjávarútvegs segir nánar í stefnuskrá Heim- dallar á þessa leið: „1. Skrásetja ber gengi íslenzku krónunnar í samræmi við þarfir útflutningsframleiðslunnar. Leitazt verði við, að gengi krónunnar verði sem stöðugast. 2. Að efla einkarekstur. 3. Auka ber fjármagn lánasjóða útflutningsframleiðslunnar. 4. Stilla ber vaxtakjörum á stofn- og afurðalánum í hóf, þannig, að þau séu sambærileg við það, sem hliðstæðar atvinnu- greinar annarra þjóða eiga við að búa. 5. Tryggja ber samkeppnisaðstöðu útflutningsframleiðslunnar um vinnuaflið, þannig að óæskileg tollvernd skapi ekki öðrum at- vinnugreinum óheilbrigða samkeppnisaðstöðu, er geri þeim kleift að taka vinnuaflið frá undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinn- ar og lækka lífskjörin með tiliiti til framtíðarþróunar í atvinnu- málum. 6. Séð skal um, að freisi ríki í afurðasölumálum og að sala sjávarafurða sé í höndum frjálsra samtáka framleiðenda eða einstaklinga er verzla á grundvelli þjóðarhags."

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.