Vísir - 22.11.1967, Side 16
&7M
ii
mum
Valbjörk opnar
nýja verzlun
Húsgagnaverksmiöjan Valbjörk á
Akureyri opnaöi um síðustu helgi
nýja og glæsilega verzlun i 1000
fm. nýbyggingu að Glerárgötu 28.
en þar hefur verksmiðjan verið
að byggja sig upp undanfarin ár.
Þetta nýja húsnæði mun hafa kost
að nær 10 milljónir króna, og mun
verksmiðjan þú byrja framleiðslu
með nýjum hætti samkvæmt skipu-
lagningu, sem gerð var af norska
fyrirtækinu Industri Konsulent A.S.
Eykst öll framleiðsla fyrirtækisins
mjög með tilkomu þessa nýja hús-
næðis, en fyrirtækið er nú orðið
16 ára gamalt. Stjórnendur og að-
aleigendur Valbjarkar h.f. eru
Jóhann Ingimarsson forstj., Berija-
mín Jósepsson sölustj. og Torfi
Leósson framleiðslustj.
Sjalfkjörid í
Sjómannafélaginu
Kl. 22.00 hinn 20. þ. m. rann
út frestur til ag skila listum tii
stjómarkjörs i Sjómannafélagi
Reykjavíkur. Aðeins einn listi hafði
borizt, listi trúnaðarmannaráðs fé-
lagsins og urðu eftirtaldir menn,
sem þann lista skipa bví sjálfkjöm-
ir, sem stjómendur félagsins fyrir
árið 1968:
Formaður Jón Sigurðsson, vara-
formaður Sigfús Bjarnason, ritari
Pétur Sigurðsson, gjaldkeri Hilmar
Jónsson, varagjaldkeri Pétur H.
Thorarensen. Meðstjórnendur: Karl
E. Karlsson og Óli S. Barðdal.
Varamenn: Bergþór N. Jónsson,
Jón Helgason og Sigurður Sigurðs-
son.
„Áttu heima
langt fró
jolasveininum?
— spurning banda-
riskra barna til 5
ára IslendingS
□ í haust settist fimm ára
snáði á skólabekk á barnaheim-
ili vestur i Minneapolis í Banda
ríkjunum. Að sjálfsögðu þykir
slíkt ekki í frásögur færandi, |
nema snáðinn sé sérstakur að
einhverju ieyti, og svo er ein-
mitt um umrætt tllfclli. Þessi
ungi maður, sem hér um ræðir,
er nefnilega íslenzkur og heit-
ir Snorri Skúlason, en faðir
hans er læknir við „Northwest-
em Hospital“ í Minneapolis.
Blaðið „The Minneapolis
Tribune“ segir frá fyrsta degi
Snorra í barnaheimilisskólanum
og birtir myndir af honum á-
samt félögum hans í skólanum.
Þar segir m.a. að fyrsti dagur
Snorra litla hafi verið ævintýri
líkastur, að Snorri sé fimm ára
og hafi ekki talað orð í ensku
þegar hann kom fyrst í skólann,
en honum fari ört fram í ensku-
kunnáttunni. Kennslukonurnar
sögðu að Snorri hefði grátið
fyrsta daginn í skólanum,
enda hafi vo margir hlutir auk
málsins verið honum framandi.
Kennslukonurnar sögðu enn-
fremur, að skólafélagar Snorra
Snorri litli er þarna með skólafélögum sínum. Hann er á miðri mynd (með gleraugu).
hafi verið honum mjög góð-
ir, og það, sem liafi brotið
ísinn hafi verið rauður mjólkur-
kassi (ekki hyrna) sem lítil
stúlka hafi fært honum og sagt
aö opna og ennfremur hafi sú
litla kennt honum fyrsta orðið
í ensku. Og nú vill Snorri glað-
ur fara í skólann á 'hverjum
degi, að sögn móöur hans.
Fröken Andrews, sem er
einn af kennurum skólans,
sagöi blaöamanninum frá einni
kennslustundinni. Hún hafði
spurt nemendurna:
— Hvaö eigum við að kenna
Snorra í dag?
Margar smáar hendur voru á
loftí og tillögurnar margar:
Framh, á bls. 10.
ELDSPYTNABRÉF FYRIR
ÁRAMÓTIN
Grafik-sýning í
ameríska
bókasafninu
Geðvemdarfélagið hefur fengið
leyfi tll að setja auglýsingar á eld-
| spýtnabréf, sem koma á markað
! hérlendis og dreift verður af Áfeng-
i is- og tóbaksverzluninni. Var leyfi
i þetta útgefið 18. október 1966, en
I síðan hefur Geðvemdarfélagið unn-
| ið að söfnun og gerð auglýsinga,
: sem birtast eiga á bréfum þessum,
Um síðustu helgi var opnuð
• sýning á 26 graflkmyndum í
jAmeriska bókasafninu. Er sýn-
<> ingin opin á sama tíma og bóka
- safnið frá 12—9 mánud. mið-
' vikud. og föstud., en 12—6
þriðjudaga og fimmtudaga. —
í Þessar 26 grafikmyndir eru
1 allar eftir núlifandi bandariska
listamenn, og eru þær unnar
með mismunandi grafíkaðferð
um og still þeirra er mjög mis-
munandi. Hefur aðsókn að sýn
J ingu þessari verið góð, en gert
o er ráð fyiir að henni ljúki 28.
* nóvember.
; er þau koma til dreifingar.
Ákveðið hefur verið að binda
I kaup á fyrstu tveim milljónum eld-
; spýtnabréfanna við pólska fram-
! leiðslu og hefur skrifstofa félagsins
j afhent öll nauðsynleg gögn, teikn-
! ingar og offsetfilmur til auglýsinga-
prentunar fyrir 7 aðila, samtals
I 250 þúsund eldspýtnabréf.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Jón Kjartansson, forstjóri Áfengis-
og tóbaksverzlunarinnar, veitti,
eru bréfin ekki komin til landsins
ennþá, en hann kvaðst vona, að
þau kæmu áður en langt um liöi,
og að þau yrðu komin á markaðinn
fyrir áramótin.
Doktorsvörn á
laugardaginn
Laugardaginn 25. nóv. n.k. fer
fram doktorsvörn við læknadeild
Háskóla íslands. Mun Guðmundur
Björnsson læknir þá verja rit sitt
.Primary Glaucoma in Iceland'1 fyr-
ir doktorsnafnbót í læknisfræði. —
Andmælendur af hálfu lækna-
deildar verða dósent Kristján
Sveinsson og prófessor dr. Júlíus
Sigurjónsson,
7000 sáu /,Hernámsárin,/
— Myndin nú synd i Stjórnubiói
í fyrrakvöld var sýnd í síðasta i viö gerö myndarinnar er um 3 til
sinn í Háskólabíói kvikmynd Reyn- 4 milljónir króna.
is Oddssonar, „Hernáms:'. :n lC9j Ekki var hætt við sýningarnar
1945“. Myndin var frumsýnd á; vegna ónógrar aðsóknar, heldur
þriðjudagskvöld fyrir rúmri viku, vegna þess að umsaminn sýningar-
| þannig að sýningamar urðu rúm-; tími, ein vika, var útrunninn. Bú-
lega 10 alls hér í Reykjavík. ast má við því aö myndin veröi
Blaðið hafði í morgun samband ; nú hvað úr hverju sýnd úti á lands-
viö skrifstofu Háskólabíós til að fá ; byggöinni, og nú gefst mönnum
upplýsingar um áhorfendafjölda. j kostur á að sjá hana í Stjörnubíói
Gert er ráö fyrir, að um sjö þús-! og Bæjarbíói.
und manns hafi séð myndina, séu Einhvern tíma snemma á næsta
frumsýningargestir meðtaldir. j ári er reiknað með að síöari hluti
, Þetta þýðir að brúttótekjur af j myndarinnar verði tilbúinn, og
sýningum nemg um 650 þúsund mun þegar hafa verið samiö um
krónum, en áætlaður kostnaður I að fá hann sýndan í Háskólabíói.
I
Nýtízkuleg kirkja
vígð á Ólafsvík
□ Á sunnudag var vígð riý kirkja í Ólafsvík. Biskup fslands, herra
Sigurbjörn Einarsson, vígði. Kirkja þessi stendur á áberandi stað
í kauptúninu og er æði sérstæð í útliti, en það á að minna á
seglskútu. - Kirkjan tekur um 300 manns í sæti og var fullskipuð.
0
iimmmmmmmxm
Vígsluvottar voru séra Þor-
grímur Sigurðsson prófastur á
i Staðarstað og séra Magnús Guö
mundsson, fyrrum prófastur í
Ólafsvík, séra Sigurður Lárus-
son fyrrum prófastur í Stykkis
hólmi og séra Magnús Guð-
mundsson £ Grundarfirði.
Sóknarpresturinn i Ólafsvík,
séra Hreinn I-Ijartarson, prédik-
aði. Að lokinni vígsluathöfninni
var altarisganga og þjónuðu
sóknarpresturinn og biskup fyr
ir altari. Fyrir athöfnina las
séra Árni Pálsson í Söðulsholti
bæn, en séra Hjalti Guðmunds-
son í Stykkishólmi í lok athafn
arinnar.
Alexander Stefánsson, form.
sóknamefndar Iýsti kirkjunni
að lokinni vígslu og rakti bygg-
ingarsögu hennar. Kirkjan h«f-
ur verið í smíðum seinustu 6
árin, en mest hefur verið unnið
við hana undanfarin fjögur ár.
Ilákon Hertervik, arkitekt teikn
aði kirkjuna.
I kjallara kirkjunnar er rúm
gott félagsheimili og var þar
bQÖið til kaffidrykkju að lok-
inni vígsluathöfn og barnaguðs-
þjónustu, sem fram fór £ kirkj-
unni á eftir. Er gizkað á, að þar
hafi verið um 500 manns um
daginn.
Ekki er enn ákveðið hvað
verður um gömlu kirkjuna i
Ólafsvik, en að henni er nú
orðið æði þrengt með fiskverk
unarhúsum og athafnasvæði
hafnarinnar er orðið allt um-
hverfis hana.
gMfifTfmB
Bj.| IgS
w (' :í * j
KíniDi v HIB Sf