Vísir - 06.12.1967, Síða 1
HLJÓMAR Á VINSÆLDA-
LISTA í BANDARÍKJUNUM
► Fyrir röskum hálfum mán-
uði kom út hljómplata hjá
risafyrirtækinu Columbia í
Bandaríkjunum, sem er ekki
tiltökumál — nema hvað að
þessari plötu stendur íslenzk
hljómsveit, og platan er á
hraðrii leið upp vinsældalist-
ana í hinum ýmsu fylkjum
Bandaríkjanna.
Hljómsveitin, sem á heiöurinn
af plötunni, er auðvitaö hin
geysivinsæla „HLJÓMAR“, sem
hér á landi hefur borið höfuö
og heröar yfir aöra aðila á sviði
dægurlaga.
Blaöiö hafði í morgun sam-
band við Rúnar Júlíusson í
Keflavík, en hann er einn'
hljómsveitarmeðlima og hefur
auk þess lagt gjörva hönd á
margt.
Hann sagöi, aö þeir félagar
væru á samningi hjá hinu heims
þekkta fyrirtæki Columbia tii
eins árs í senn og fengju hundr-
aðshluta af söluverði þeirra
b'iómplatna, sem koma út eftir
þá.
Nýja platan heitir „Show Me
When You Like Me“, og er nú
þegar komin hátt á vinsælda-
listum víða í Bandaríkjunum, t.
d. í Michigan-fylki, sem telur
um átta milljónir íbúa, eða um
fjörutíu sinnum fleiri íbúa en
allt fsland.
Til þess að spilla ekki tungu
og menningu íbúanna er textinn
auðvitaö á ensku, en hljóðupp-
taka fór fram í New York og
Lundúnum.
Rúnar var hógvær og vildi
lítiö láta uppi um fyrirætlanir
þeirra félaga, en sagði þó. að
ef platan seldist vel, færu þeir
sennilega utan um áramót til
að ganga frá annarri fyrir þenn-
an milljónamarkað.
Síldarlöndun úr Ástþóri i Reykjavík i morgun.
40-50 skip í Jök-
uldjúpi í nótt
Mörg skip voru úti á Jökuldjúp-
inu í nótt og leituðu síldar, lík-
iega 40—50 skip. Blæjalogn var og
ágætt veður til veiða, en árangur-
inn varð sáralítill. Nokkrir bátanna
fengu smáslatta, 5—15 tonn, en
örfá skip voru með sæmilegan
afla, eða upp í 70 tonn. Gígja
Sandgerðl var með 40 tonn Hrafn
Sveinbjamarson með 60— 70 tonn
og var það með því skársta.
Reynt verður að salta síldina
og frvsta ef hægt verður, en lítil
sem engin síld hefur borizt á land
hér syöra í marga daga. Vona
menn aö veiðin verði meiri
næstu nótt í Jökuldjúpi.
Engin veiði var í Breiðamerkur
dýpi í nótt og ekki var kunnugt
um veiði fyrir austan. Allmörg
skip hafa nú snúið heim af Aust-
fjarðamiðum en þar er þó Slangur
af skipum eftir ennþá við veiðar.
Hitaveitan bregst í gamla bænum
HVERFIÐ HREINLEGA
ÓlBÚÐARHÆFr
— segja 'ibúarnir
— Maður er hálfhræddur við að
sofna vegna ungbarnanna í þess-
um kulda, sagði ein af mörgum
hrjáðum íbúum gömlu hverfanna 'í
viðtali við Vísi í morgun, en segja
má. að Hitaveitan hafi gjörsamlega
brugðizt í þessum hverfum undan-
farna daga. Ot yfir allt tók þó í gær
að ekki vottaði fyrir heitu vatni í
þessu hverfi frá því eftir hádegl
þar til í morgun. Það verður
að heimta opinbera rannsókn á
starfsháttum Hitaveitunnar, sagði
annar. Undanfarna daga hefur ekki
dropi af heitu vatni komið úr krön
um eftir kl. 2 á daginn, en hitinn á
ofnunum hefur horfið miklu fyrr,
ef nokkur hefur komið á annað
borð. Okkur er Iofað bót á hverju
ári og alltaf er verið að framkvæma
eitthvað, sem á að vera til bóta, en
ástandið heldur áfram að vera hið
sama, vetur eftir vetur. Hverfið er
hreinlega óíbúðarhæft.
Gunnar Kristinsson verkfræðing
ur Hitaveitunnar, sagði, að ekki
væri aö vænta neinnar bótar á
þessu ástandi fyrr en frostið gengur
eitthvaö niöur. Vatnið í heitavatns
tönkunum þraut alveg eftir há-
degi í gær og ekki tðkst að safna
neinu vatni sem nemur í nótt. Nýja
kyndistöðin í Árbæjarhverfi er
ekki ennþá komin í gagnið, en búizt
er við að hægt verði að taka annan
ketilinn í notkun í næstu viku og
hinn skömmu síðar. Hann sagði að
ástandið í þessu hverfi hefði verið
alveg þaö sama síðan 1943. Vatnið
hefði ætíð farið fyrst af því ojfoft
jafnVel áður en vatnið í tönkunum
hefur þrotið. :Ekki heföi gengið. sem
skyldi að ráða böt á þessu ástandi
en nú væri m. a verið að setja
Frh. á bls 10
Volvo-grináirnar keyptar þrátt
fyrír gengislækkm Breta
— Volvo lækkar sennilega tilboð sitt
^ Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti nýlega kaup á 18 strætis-
vagnagrindum frá Volvo-verksmiðjunum til viðbótar þeim 20, sem
áður hafði verið samþykkt að kaupa. Nokkrar deilur urðu í borg-
arstjórninni, hvort rétt væri að kaupa þessar 18 strætisvagna-
grindur frá Volvo, en nokkrir borgarfulltrúanna vildu, að keyptar
yrðu grint’ur frá Leyland-verksmiðjunum, þannig að samanburðar-
reynsla fengist á þesum tveimur tegundum, en verð þeirra var
mjög svipað.
Þegar gengislækkunin varð, var i til endurskoðunar, vegna þess að
„úizt við, aö taka yrði þessi mál I tilboð frá Volvo-verksmiðjunum í
ísl. krónum hækkaði meir en til-
boðið frá Leyland-verksmiðjunum
í Bretlandi. — Innkaupastjóri
Reykjavíkurborgar, Torben Frið-
riksson, sagði í viötali við Vísi í
morgun, að ekki yrði hætt við að
kaupa strætisvagnagrindumar frá
Volvo. Volvo-verksmiðjurnar hafa
gripið til þess ráðs, að lækka verö
á framleiðsluvörum sínum til
þeirra landa, er hafa lækkaö gengi
og kosta t. d. Volvo-bílar það sama
Hafísinn nálgast
Er nú 20 sjómilur norðvestur af Skaga —
Mikið frost i nótt — Vegir yfirleitt færir
Hafísinn hefur rekiö töluvert, inn nú aöeins 20 sjómílur norð-
nær landi síöan í gær, er fréttist vestur af Skaga, eftir þvi sem Jón
að íshröngl væri í kringum Gríms- as Jakobsson veðurfræöingur tjáöi
ey og ræki suður á viö. Er hafís- blaðinu í morgun, og er enn norö-
anátt fyrir Noröurlandi og virð-
ist ísinn reka stööugt nær landinu.
Er hafísinn óvenjulega snemma á
feröinni í ár, og meðan norðan-
áttin helzt má gera ráð fyrir aö
ísinn haldi áfram að reka suður
á viö.
Mikiö frost var víöast hvar á
landinu í nótt, norðanátt með élj-
um norðanlands, en léttskýjað fyrir
sunnan. Mest var frostið á Hverá-
völlum,118 stig og 14 stig mældust
á Hellu og á Nautabúi, en annars
staðar var 8—11 stiga frost. í
Reykjavik var 8 stiga frost í morg
un. Spáð er 7—11 stiga frosti og
norðanátt,
. Vegir eru nú yfirleitt vel færir
um allt land, en í gær var leiðin
Reykjavík—Akureyri rudd svo og
vegir á Vestfjörðum og leiðin vest
ur á Snæfellsnes og í Dali. Hér í
nágrenni Reykjavíkur er yfirleitt
ágæt færð, en þó er Hellisheiðin
ennþá ófær.
í Danmörku nú og þeir kostuðu
fyrir gengislækkunina þar í landi.
Bretar hefðu hins vegar fellt nið
ur 3% útflutningsbætur á sínum
útflutningsvörum og er búizt viö,
að sama hlutfall verði milli verð-
tilboða þessara tveggja fyrirtækja.
Torben sagði, að endanleg svör
frá Volvo-verksmiöjunum varð-
andi verö, hefði enn ekki borizt,
en Torben fór utan um helgina
m. a. í því skyni, að kanna, hvaða
áhrif gengislækkunin hefði haft á
tilboðin.