Vísir - 06.12.1967, Síða 9
Q
V í S IR . Miðvikudagur 6. desember 1967.
ISTAL er v/ð Herluf Clausen, stud. oecon.,
heildsala og tertubotnainnflytjanda
er tími til alls, ef
/
áhuginn er fyrir hendi44
Tjað eru margir, sem telja sig
vera sívinnandi, án þess að
nokkuð sjáist eftir þá liggja,
og til eru þeir, sem hafa tíma
til alls, þótt þeim'falli eiginlega
aldrei verk úr hendi.
Sumir segja, að heildsalar,
innflytjendur og allir milliliðir
séu blóösugur og arðræningjar,
óalandi og óferjandi — en aðrir
álíta frjálsa verzlun eina helztu
undirstöðu þjóðfélagsins.
Einn umdeildasti varningur,
sem hefur verið fluttur hingað
til lands á síðari tímum, er
danskir tertubotnar og kökur,
og sumir virðast álíta, að meg-
inhluta þjóðarteknanna sé varið
til kaupa á svona lúxus og
slikkeríi.
Herluf Clausen heitir hann,
sem hefur undanfariö haft
einna mest með innflutning á
þessum vörum að gera, en
hann starfrækir og er aöaleig-
andi fyrirtækisins „Herluf
Clausen jr. & Co.‘‘ Hann er
einn af yngstu stórkaupmönn-
um hér á landi, og jafnframt því
starfi, sem er æriö yfirgrips-
mikið, stundar hann nám í við-
skiptafræði við Háskóla íslands
og lauk fyrrihlutaprófi síðasta
vor.
Það er ekki auövelt aö ná í
hann, því aö hann er venjulega
brunandi á hraöri ferð milli
pósthúss, banka og ýmissa
stofnana í þykkum frakka meö
skjalatösku undir hendinni. En
loksins þegar í hann náöisf tók
hann málaleitan vel og kvaðst
vera reiöubúinn til samræðna i
kaffitímanum.
Kaffi og rjómaterta, og
molasopi á eftir. Kveikt í vindl-
um.
Hann gjóar á mig augunum
og vill bersýnilega að viðtalið
fari að byrja.
„Hvenær byrjaöir þú að reka
heildverzlun?"
„Það var í febrúar 1965, sem
ég byrjaði, og þá einkum með
ýmsar smávörur.“
„Hvað varstu gamall þá?“
„Þá var ég tvítugur."
„Af hverju fórstu út í verzl-
un?“
„Mér hefur aldrei fundizt
neitt annað koma til greina.“
„Þú ert af kaupmönnum
kominn langt fram í ættir.“
„Já, í minni ætt hafa mest
skipzt á kaupmenn og prestar.
Afi minn og alnafni stofnsetti
verzlunarfyrirtæki hér í bæ,
þegar hann var átján ára gam-
all, og faðir minn, Holger
Clausen, byrjaði' að vinna hjá
honum sautján ára gamall, svo
að það má segja að þetta gangi
i ættir.“
„Þú hefur sem sagt ekki
viljað verða prestur?"
„Nei, ekki hef ég nú áhuga
á því, en svona að gamni mínu
ætla ég að benda þér á, að í
æsku var því fyrir mér spáð,
að ég yrði annað hvort prestur
eða forseti."
„Það eru litlar líkur til þess
aö þú verðir prestur úr því, sem
komið er.“
Hann kímir. Það er dautt í
vindlinum. Hann kveikir í aftur
og horfir stríðnislega yfir borð-
ið.“
„Hvernig gekk byrjunin hjá
þér“
„ O — svona sæmilega. Það var
auðvitað erfitt fyrst og kostaði
mikla vinnu. Maður þurfti alltaf
að vera á ferð og flugi."
„Hvernig er að stunda nám
jafnframt starfinu?"
„Það kemur auðvitaö niður
á afköstunum, en annars geng-
ur það þolanlega. Síðastliðið
vor lauk ég fyrrihlutaprófi í
viðskiptafræði, og nú má ég
vera í þrjú ár með seinnihlut-
ann, svo að ég vona aö þetta
fari allt eins vel og bezt verður
á kosið.“
„Hefuröu mikið gagn af við-
skiptafræöináminu í starfi?“
„Þetta er ekki svona einfalt;
allt nám er þroskandi, og vissu-
lega er margt í þessu sérnámi,
sem hefur beinlínis praktfska
þýðingu." .
„Eru heildsalar gagnleg
stétt?“
„Ha, auðvitað eru heildsalar
gagnleg stétt. Mér finnst varla
taka því að rökræða þaö mál.
Það nægir að benda á hin ríkis-
reknu fyrirtæki hér á landi,
sem sífellt er verið aö skamma
f blöðum og útvarpi, en ekkert
skánar.“
„Hvernig er að vera heildsali
hér?“
„Það er að ýmsu leyti mjög
erfitt. Einkum vegna hins gíf-
urlega mikla rekstrarfjár, sem
þarf til þess að reksturinn geti
gengið eðlilega, en heildsali
verður í flestum tilfellum að
vera búinn að leggja út allt það
fé — þ.e.a.s. í banka og tolli
— sem siðan þarf að lána út f
tvo til þrjá mánuði. En hvergi
nokkurs staðar í heiminum
munu þekkjast jafnháir innflutn
ingstollar og á íslandi, sem aö
nokkru marki er nauðsynlegt,
vegna séraöstöðu íslands í
markaðsmálum.
„Hvað segir þú um þessa ný-
afstöðnu gengisfellingu?"
„Hún hefur náttúrlega ákaf-
lega slæm áhrif — fyrst og
fremst fyrir neytendur. Hún
kemur fram í hækkuðu vöru-
verði, og þar af leiðandi selja
innflytjendur ekki eins mikið
og ella, en hins vegar vonast
held ég flestir til þess aö ýmsar
hliðarráðstafanir verði fram-
kvæmdar ,svo sem tollalækkanir
— og það hið bráðasta. En f
ölluip nágrannalöndum og
reyndar víða um heim eru
stefnur þær að lækka sem mest
innflutningstolla og gera þannig
viðskipti milli landa auðveld-
Herluf Clausen
ari, þannig að neytandi geti
keypt beztu fáanlega vöru á
sem hagstæðustu veröi. Þetta er
undirstaða frjálsrar verzlunar.“
„Þú ert í háskólanum og
stundar innflutningsstörf, hef-
urðu nokkrar tómstundir.“
„Þaö er tími til álls, ef á-
huginn er fyrir hendi.“
„Hvað gerir þú helzt í tóm-
stundum þá?“
„Þaö er ýmislegt. Ég les mik-
ið, svo hef ég gaman af ’.ví að
spjalla við fólk og fara út að
skemmta mér.“
„Lesa segir þú, finnst þér
ekki meira gaman aö horfa á
sjónvarp?"
„Nei, ég horfi lítiö á sjón-
varp — ekki nema ég hafi á-
huga á að fylgjast með ein-
hverju alveg sérstöku.“
„Hvað lestu helzt?“
„Allt milli himins og jarðar.
Ég leS blöðin líka vel, innlend
og erlend.“
„Úr því aö þú ert heildsali,
ferðu þá ekki í lax alltaf, þegar
tækifæri gefst?“ /
„Nei, ég hef aldrei stundaö
laxveiöar — en ég hef ákaflega
mikla ánægju af hestum. og á
sumrin veit ég enga skemmtun
betri en ríða út.“
„Einhvern veginn finnst mér
aö til dæmis í stjórnmálaum-
ræöum séu tertubotnar orðnir
samnefnari fyrir allan óþarfan
innflutning. Hvað segir þú um
það?“
„Ég veit ekki hvaö hægt er
að segja um svona meinlokur.
Þessar kökur sem ég flyt tnn
eru afskaplega lítið btot af
heildarinnflutningnum — mér
finnst að það mætti vera meira
— en þetta er góð vara á góðu
verði, vel samkeppnisfær og
léttir undir með mörgum hús-
mæðrum, sem hafa meira en
nóg á sinni könnu.“
Og meö það kveöjum viö
Herluf Clausen, einn yngsta
heildsala á íslandi, ungan
mann, sem nýtir hverja stund
til náms eöa vinnu. Hann er
fullur bjartsýni og hefur ánægju
af því að etja kappi við erfið-
leikana. Hann er nútímamaöur
í oröum og athöfnum.
Dauðarefsing á undanhaldi
Fæfiir ekki frá gfiæpum
7t? færri dauðadómar eru felldir
heiminum, og þaö veröur
stööugt fágætara að dauðadæmd-
ir afbrotamenn séu raunverulega
líflátnir, segir í skýrslu Samein-
uðu þjóðanna. Þróunin á einkum
við þau afbrot sem venjulega hafa
leitt til dauöarefsinga, t.d. morð.
Hins vegar er væg en sýnileg til-
hneiging til að beita dauðaréfsingu
fyrir ákveðna efnahagslega og
pólitíska glæpi. Skýrslan staöfest-
ir þær niðurstöður, sem menn hafa
áður komizt að, til dæmis í Finn-
landi, Noregi og Svíþjóð, aö af-
nám dauðarefsingar auki ekki tíðni
rnoröa.
Skýrsla Sameinuöu þjóðanna tek
ur til um 60 landa og á við árin
1961—65. Rannsóknin, sem skýrsl-
ari byggir á, var gerð af Norval
Morris nrófessor í lögum og af-
l brotafræöum við Chicago-háskóla.
Svipuð skýrsla kom út á vegum
Sameinuðu þjóðanna 1962. Hún
byggðist á rannsókn franska
lögfræðingsins Marcs Ancels á ár-
unum 1956—60.
Ástæðan til þess að aftökum
fækkar er m.a. sú, aö lönd sem enn
j hafa dauöarefsingu beita henni
j ekki og önnur lönd afnema hana
með lagabreytingum. í byrjun yfir
standandi áratugs afnámu t.d. tvö
fylki í Mexíkó dauðarefsingu á-
samt Monaco og fjórum fylkjum
í Bandaríkjunum (Iowa, Michigan,
Oregon, og Vestur-Virginfa). AÖ-
eins á einum stað var dauðarefsing
tekin upp aftur, nefnilega í Dela-
ware-fylki í Bandaríkjunum, en þar
var hún afnumin á árunum 1958—
1961.
Nokkur ríki, sem enn búa við
dauðarefsingu, hafa afnumið hana
fyrir tiltekna glæpiT t.d. morð i
einu fylki Ástralíu ,smygl, barna-
og kvennarán í Pakistan, morð lög
regluþjóna í Bretlandi og nauðgun
í Zambíu.
Dauðarefsing fyrir spillingu.
Á skeiðinu sem skýrslan fjallai
um, hefur verið tekin upp dauða-
refsing fyrir nokkur afbrot í sex
löndum. Er þar nálega eingögu um
að ræða efnahagsleg og pólitísk
afbrot. I Kambodsja er hægt að
dæma menn til dauða fyrir
skemmdarverk á efnahagsskipulagi
ríkisins, í Nígeríu fyrir afbrot gegn
opinberri reglu, í Suöur-Víetnam
fyrir ólöglegt brask og spillingu, í
Bandaríkjunum fyrir launmorö á
forseta og varaforseta landsins.
Þar sem dauðarefsing er enn í
lögum verður það æ algengara að
dómstólar og yfirvöld láti undir
höfuð leggjast að framkvæma hana.
Afbrotamenn eru náðaðir eða þeir
fá dóminum breytt í lífstíðarfang-
elsi meö möguleika á lausn.
I löndunum sem könnuö voru
hlutu 2066 manns dauöadóm á um-
ræddu fimm ára skeiöi. Nákvæm-
lega helmingur þessa fólks — 1033
manns — var raunverulega líflát-
inn. Venjurnar virðast vera nokkuð
sundurleitar í hinum ýmsu löndum
Til dæmis eru lönd eins og Fíla-
beinsströndin þar sem 20 manns
hlutu dauðadóm, en engúm þeirra
var fullnægt. Á hinn bóginn- voru
'5 manns dæmdir.til.da_uöa á For-
nósu og alliF* téknir af lífi.
Henging algengust.
Skýrsla Sameinuðu þjóðanna tek
ur einnig til meöferðar aöferðir
sem beitt er viö fullnægingu dauða
dóma. Kemur þar í ljós, aö víðast
hvar er reynt að beita þeirri tæknt
sem er fljótlégust og hefur i för
meö sér minnsta þjáningu fyrir
fómarlambið. Henging er enn al-
gengust fyrir afbrot sem ekki eru
hernaðarlegs eðlis, en mikilvægi
hennar fer hnignandi.
1 mörgum löndum er farið að
lífláta með byssum. 1 Sómalíu eru
dauðadæmdir menn nú skotnir, en
voru áður hengdir. Árið 1930
þeirra sftir 24 fylki Bandaríkjanna
hengingu. en nú eru einungis sex
^eirra eftir. 24 fvlki Bandaríkjanna
nota rafmagnsstólinn, og sömu lit-
látsaðferö er m.a. beitt á Formósu
og Filippseyjum. Gasklefinn er not
aður í ellefu bandarískum fylkjum.
hálshöggi er beitt í Frakk,andi
Dahomey SuðprTVíetnam og Laos
.fin-Spáfin er einá landið sem beitir
• kýrkingú viö lfflát
' Nálega alls staöar er búið aö af-
nema opinberar aftökur. Það eru
aðeins örfá lönd sem leyfa þær
m.a. Miöafríska iýðveldið. Chile,
íran og Laos.
Fælir hún frá afbrotum?
Fælir dauðarefsing menn frá af-
brotum? Þessi spurning hefur mjög
verið rædd í möcgum löndum.
skýrslu Sameinuöu þjóöanna er
kannað, hvernig varið er tiðm
morða fyrir og eftir að dauðarefs-
ing fyrir þessi afbrot var afnumin
Hvergi hefur afnámiö leitt af sér
Frh. ábls. 13.