Vísir - 16.12.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 16.12.1967, Blaðsíða 1
\ jNægt heitt vatn undan- I farið í Gamla bænum Nýju katlarnir i kyndisfóðinni við Árbæ reynast vel Aðeins hefur lyfzt brúnin á •íbúum „Gamla bæjarins“ síðustu daga, því þrátt fyrir kuidalegt veðurfar, sem ríkt hefur, hefur Hitaveitan reynzt ágætlega og íbúamir notið hlýjunnar í hí- býlum sínum og orðnað sér við heita vatnið, sem þeir svo oft áður söknuðu. „Báðir nýju katlarnir í kyndi- stööinni í Árbæjarhverfi eru komnir í gang og hafa reynzt vel“, sagði Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, á fundi meö blaöa- mönnum í gær. „Einni af fjórum nýju borholudælunum hefur verið komið fyrir, en það er unnt að setja þær um 30 metra lengra niður i holurnar, en þessar gömlu dælur. Þessi hefur reynzt prýðilega og þegar er komið í ljós, að vatnsmagnið úr holunni hefur aukizt •— úr 23 sekúndulítrum í 43 sekúndul. Borgarstjórinn kvaö bráða- birgðarannsókn hafa verið gerða á því, hver kostnaður mundi verða við að breyta einfalda kerfinu í húsum i hluta af Gamla bænum yfir í tvöfalt kerfi, en niðurstaðan hefði orðið sú, að sá kostnaður myndi verða geipilegur. Flestir myndu veigra sér við að leggja í hana. því væri leitað annarra ráða — svo sem eins og setja hemla á einföldu kerfin. Gunnar Kristinsson verkfræð- ingur Hitaveitunnar sagði blað- inu, að nú væri búið að setja upp 1500 hemla, og myndi það eitthvað hafa hjálpað til þess að dreifa vatnsmagninu jafnt á húsin nú síðustu daga. Vonir hafa nú kviknað hjá íbúum Gamla bæjarins um, að þessi úrræði reynist nú hald- og endingargóð. Fleiri sama sinnis og S.V.R., að FYLLSTA ORYGGIS SE GÆTT ÞÓ EKKI SÉ EKIÐ Á KEÐJUM S.V.R.-bilstjórar vilja jbó hafa keðjur tiltækar Unnið við að setja eina dæluna niður. Vinsældalistinn: Séra Bjarni enn efstur Bókasalan færist óðum í aukana þessa dagana. Það er að heyra á bóksölum að kaupendur taki ó- venju seint við sér að þessu sinni, en seinustu tveir þrír dagamir munu þó hafa verið mjög góðir söludagar í bókaverzlunum. Næstu viku nær salan hámarki á þessum vettvangi eins og raunar öll önnur höndlun. Visir heldur uppteknum hætti og birtir „vinsældalista“ bóka- sölunnar samkvæmt upplýsingum fimm verzlana. Bókin um séra Bjama virðist enn vera mest keypt og var einnig svo í vikunni sem leið. í öðru sæti vinsældalistans er Eiríkur skip- herra, en úr því kemur að þriðja sæti, listans fer að verða erfitt aö gera upp á milli- bóka. Af íslenzkum bókum munu þess- ar helzt koma til greina í næstu sæti vinsældalistans: Liklega verður róið í dag, eftir Stefán Jónsson, Landshornamenn, eftir Guðm. Daníelsson, Að Hetju- höll, eftir Þorstein Thorarensen, Misgjöröir feðranna, eftir Gísla Jónsson, í særótinu, eftir Svein Sæmundsson, Márus í Valshamri og meistari Jón, eftir Guðmund G. Hagalín, Dulræn reynsla mín eftir Elínborgu Lárusdóttur, Minningar úr Goðdölum, eftir Þormóð Sveinsson, Stúdentinn í Hvammi, Framhald á bls 10. „Reynsla SVR 10 undanfarin ár, eða síðan þeir tóku i notkun snjó- hjólbarða, sýnir að frá öryggislegu sjónarmiði er það öruggara að nota snjóhjóibarða, en keðjur“. Þannig komst borgarstjórinn, Geir Hallgrímsson, að orði í svari viö spurningu blaðamanna á fundi sem hann hélt með þeim í gær. Auk annarra umræðuefna hafði taiið borizt að þeim skoðanamis- mun forstöðumanns SVR og Bif- reiðaeftirlits ríkisins um, hvort strætisvögnum skyldi heldur ekið á keðjum, eða snjóhjólbörðum í hálku, en eins og fram hefur kom- ið f fréttum Vísis telja bifreiða- eftirlitsmenn þaö óforsvaranlegt, að strætisvagnar noti ekki keðjur í slíkri háiku og nú hefur verið að undanförnu. Borgarstjórinn kvaðst hafa átt tal við forstjóra SVR vegna þessa máls, en hann teldi fyllsta öryggis vera gætt, þótt notaðir væru snjó- hjólbarðar. Slíkt hefði reynsla SVR síðustu ár sýnt. Blaðið sneri sér til Sjóvátrygg- inga og innti Runólf Þorgeirsson deildarstjóra bifreiðadeildar þeirra, en hjá. henni eru strætis- vagnamir tryggðir, — eftir þvi, hvort tryggingarfélagið teldi nægi- j legs öryggis gætt með notkun snjó hjólbarða en ekki keðja. . j „Við höfum síður en svo þurft að kvarta yfir áhættunni vegna trygginga strætisvagnanna og því ekki séð ástæðu til að fara fram á, ag þeir væru búnir keðjum. Iðgjöld af tryggingum vagnanna hafa minnkag stöðugt hlutfallslega miðaö við aðrar tryggingar á jndan fömum árum, sem sýnir, að áhætt an við að tryggja strætisvagnana hefur minnkað. Það er miklu mikilvægara að nota snjóhjólbarða allan vetur'nn, heldur en að nota venjulega hjól- barða með það í huga að setja é þá keðjur, þegar hálku gerir. Flestír árekstrar verða einmitt, þegar hálka myndast, en þá eru þeir. sem nota snjóhjólbarða að stað aldri, við henni búnir, en hinir ekki“. 1 svipaðan streng tók forstjóri SVR, Eiríkur Ásgeirsson þegar blað ið hafði tal af honum varðandi Framhald á bls. 10. 55 sek. lítrar úr nýju holunni — Samsvarar fjórða hluta alls vatns úr Mosfellssveit Sfödegis f gær fór fram mæl- ing á vatnsmagni i borholunni i Biesugróf. Vatnsmagnið reynd ist vera 55 sekúndulítrar og hitastigið rúml. 100 stig. Til samanburöar má geta þess, að allt heitavatnsmagn, sem kemur úr Mosfellssveit er á þriðja hundrað sekúndulitrar. Blaðiö haföi samband við hitaveitustjóra, Jóhannes Zoega, og sagði hann að menn væru mjög ánægöir með árang urinn, það er að segja ef það vatnsmagn, sem kemur upp úr holunni í Blesugróf rýrir ekki vatnsmagn úr öðrum holum. Sagði hann að gengið yrði úr skugga um þetta atriöi með mæ) ingum og áframhaldandi borun um, og ef aðstæður reyndust ákjósanlegar yrði hafizt handa um að veita þessu vatni inn f kerfið. Fer Konstantín aftur til Grikklands? Leynilegar viðræður i Rómaborg milli hans og Pipinelli utanrikisráðherra — Myndir af konunginum aftur komnar upp á veggi i Grikklandi 1 gær var altalað í Rómaborg, að Konstantin konungur hefði byrjað leynilegar viðræður, og gæti það orðið undir þeim komið hvort hann sezt að erlendis sem útlagi eða hverf- ur aftur til Grikklands og sezt að nýju í hásæti sitt. Lögð var áherzla á, að hér sé um orðróm að ræða, og opin- berir grískir og ítalskir embættismenn vilji ekkert láta hafa eftir sér um þetta. Gríski ambassadorinn og Hinrik af Hessen frændi kon- ungs, sem hann fór til með fjölskyldu sína eftir komuna til Rómaborgar, eru sagðir hafa átt einhvem hlut að því að viöræður um samkomulagsum- leitanir gætu hafizt, en trúlegra þykir en hitt, að orðrómurinn hafi við taisvert að styðjast, að Panayotis Pipinelli utanrikisráð herra hemaðarlegu stjórnarinn- ar, sem var á ráðherrafundi Nato f Brussel, kom f gær til Rómar, og er sagt, að þeir hafi ræözt við f gríska sendiráöinu Konstantin konungur og hann Fréttir frá Abenu herma að aftur sé farið að hengia upp myndir af Konstantin konungi (þær voru víða teknar niður eftir gagnbyltingartiiraunina samkvæmt fyrirskipunum) og orðrómur er á kreiki einnig i Aþenu, að konungurinn munl koma heim aftur, en í höfuð- málgagni grisk-kaþólsku kirkj- unnar segir, aö hln „helga syn- oda“ hafi sent skeyti tii allra biskupa iandsins um að halda áfram að biðia fyrir konungs- fjölskyldunni við guðsþjónustur. ISVEZTIA RÆÐIR ATBURÐ- INA í GRIKKLANDI. Stjórnarblaðið Isveztia I Moskvu ræddi í gær gagnbylt- ingartilraunina í Grikklandi og tekur afstöðu gegn þeim, sem reyna að gera Konstantin kon- ung að þjóðhetju — og segir, að það hafi ekki verið neitt „auka-hlutverk“ sem hann hafi Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.