Vísir - 16.12.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 16.12.1967, Blaðsíða 16
jLaugaraagur 10. u r Islenzk kona fórst í Bandaríkjunnm íslenzk kona, Þórunn Ha;.!úóis- dóttir Lopez, 39 ára að aldri, iézt í bflslysi í Washington í Bandaríkj- unum siðastliðinn þriðjudag. Mcð henni í bifreiðinnl var móðir henn- ar og liggur hún nú á sjúkrahúsi, en ekki er talið að hún sé alvarlega slösuð. Þórunn var gift bandarísk- um manni og áttu þau fjögur börn. ivSÝ Lögreglan hefur heimild tii að fjarlægja bifreiðir, sem er Iagt svona, enda skapa þær hættu og óþægindi. 170-80 skráðir atvinnulausir á Siglufirði Jólaösin hafin fyrir alvöru — Sfóðugt bætist i hóp atvinnulausra Atvinnuástandið á Siglufirði er orðið mjög ískyggilegt. Atvinnuleysisskráningum fjölgar með hverjum degi. Sam- kvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk í gær hjá bæjarskrif- stofunni á Siglufirði eru nú milli 170 — 180 skráðir atvinnu- lausir og búizt við að sú tala eigi eftir að hækka enn. Eina atvinnuvon Siglfirðinga er sú ag eitthvað veiðist úr sjó, en gæftir hafa verið stopular I haust og línubátar sjaldnast komizt á sjó. Togarinn Hafliði kom með á annað hundrað tonn af fiski til Siglufjarðar á dögun- um og skapaöi nokkra vlnnu * frystihúsinu, en það er eini fjör kippurinn, sem komið hefur í atvinnulífið þar á staðnum um langt skeið. Siglfirðingar mega ekki ein- ungis una atvinnuleysinu heldur og samgönguerfiðleikum. Múla vegurinn hefur viljað teppast ekki síður en Skarðið ig sein asf var vegurinn ófær 1 svo- kölluðum Mánárskriðum nú á stórhríðardögunum í vikunn' Gera Siglfirðingar sér vonir um að vegurinn veröi ruddur bráð- lega. Tryggustu samgöngurnar hafa verið með Flóabátnum Drangi, en hann hefur haldið uppi ferð um einu sinni í viku slðan í haust utan tvisvar að áætlunin féil niður. Hefur þvi ómaklega verið haldiö á lofti að DáUirmn rækti ekki þessa áætlun sína f og meðal annars héma i Vfsi. og eru hiutaðeigendur beðnir af sökunar á því. Akstur bannaöur um miðbæinn i kv'óld Lagt hefur verið bann við allri bifreiðaumferð um Austur- stræti, Aðalstræti og Hafnar- stræti 1 kvöld milli kl. 20 og kl. 22. en búast má við mikilli umferð — bæði akandi og gang andi— í miðborginni, þar sem verzlanir verða opnar til kl. 22 í kvöld. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur sent frá sér sérstaka til- kynningu þessa efnis og er þar gert ráð fyrir þvi, að Laugavegi frá Snorrabraut niður í Banka- stræti verði einnig lokaö, ef umferö verður mikil þar. Gild- ir nú gjaldskylda viö stöðumæla til kl. 22 í kvöld. Það má segja, að jólaösin sé þegar hafin, því svo mjög hef- ur umferðin aukizt síöustu daga. Þrátt fyrir það hefur lítið orðið um umferöaróhöpp og Framhald á bls. 10. Þessi skemmtilegu dýr munu syngja nokkrar vísur fyrir bömin á skemmtuninni í dag. Fóstrunemar skemmta börnum í dag Nemendur Fðstruskólans i Reykjavík hafa undanfarin ár efnt a/saaaaa/wsaaaaa/ww I DAGAR TIL JÓLA til skemmtunar fyrir börn, og halda þeir skemmtun í dag í Aust- urbæjarbíói. Er skemmtun þessi einkum ætluð börnum undir skóla- aldri, 3—6 ára, og eru mörg skemmtiatriði m. a. leikþættir og söngur og einnig munu jólasveinar koma og heilsa upp á börnin. Aðgöngumiðar verða seldir á kr. 40 í barnaheimilum og leikskólum borgarinnar og f Austurbæjarbíói frá ki. 1 í dag. Jón Júlíusson leik- ari hefur leiðbeint fóstrunum við skemmtunina. Rannsóknarlögreglan verði undir yfirstjórn lögreglustjóra Tiliaga hefur nú komiö fram á Alþingi um að setja rannsóknar- lögregluna undir yfirstjóm lög- reglustjóra Reykjavíkur, en ekki sakadómara eins og verið hefur. Friðjón Þórðarson, einn þing- manna Sjálfstæðisflokksins, flytur þingsályktunartillögu þessa og seg- ir í greinargerð með tillögunni: „Af sumum mönnum er þaö talið óæskiiegt, að einn og sami dóm- arinn rannsaki og dæmi sama mál- ið, þar sem hann kunni að hafa myndaö sér ákveðna skoðun um niðurstöðu, áður en mál er full- rannsakað og tekiö til dóms.“ Þingmaðurinn tekur það fram í greinargerð sinni, að tilgangurinn sé ekki að halla á einn eða neinn með þvl að hefja máís á þessari Hafnfirðingar kveikja á jólafré fró Friðriksberg Á morgun verður kveikt á myndarlegu jólatré, sem komið hef ur verið fyrir á Thorsplani við Strandgötu í Hafnarfirði. Er þaö gjöf frá vinabæ Hafnarfjaröar, Fridriksberg f Danmörku. Dönsk kona búsett í Hafn- arfirði, frú Britte Kristjánsson tendrar ljósin. Ambassador Dana á íslandi, Birgir O. Kronman, af- hendir tréö, en bæjarstjóri Hafn- arfjarðar, Kristinn Ó. Guðmunds- son, veitir því viðtöku. Lúðrasveit Hafnarfjaröar leikur undir stjórn Hans Tloder og karlakórinn Þrestir syngur undir stjórn Herberts H. Ágústssonar. Kynnir verður Þor- geir Ibsen, skólastjóri. breyttu skipan. Þetta skipulag sé hæpiö af ýmsum ástæðum, sem þingmaðurinn tiitekur, en hafi tek- izt furöanlega vel fram til þessa, enda jafnan valizt hæfir og sam- vinnuþýðir menn í embætti lög- reglustjóra og sakadómara. Hann bendir á, hvemig á Nbrö- urlöndum og hvarvetna lögreglan lúti í heild lögreglustjóra, en ekki handhafa dómsvalds, enda muni það sannast, að almenningur átti sig ekki á þessari sérstæðu skipt- ingu á stjóm iögreglunnar, sem nú er. Allir teiji það sjálfsagt, að öll lögreglan iúti sömu stjóm. í stjórnarskránni er leitazt við að gera dómendur sem óháðasta ’öörum störfum alls staðar, sem því verður við komið, og virðist þessi tillaga Friðjóns Þórðarsonar einmitt ganga í þá sömu átt. Áður var yfirstjóm Jögreglunnar alirar í höndum lögreglustjóra en það breyttist með lögunum um dómsmálastörf frá 1939, þegar sakadómaraembættið I Reykjavík var stofnað. Telur Friðjón það hafa verið af því, aö þá voru ekki gerð- ar þær kröfur til lögreglustjóra, aö hann fullnægði skilyrðum til skipunar í héraðsdómaraembætti. Nú er þessu oröið á annan veg varið og því ekki það til fyrir- stöðu því, aö lögreglustjóri stjómi einnig rannsóknariögreglu. Suður-Afríka fær ekki brezk hergögn Fellt á stjórnarfundi að afnema bannið 1 gær var haft eftir góðum heim- ildum í London, að samþykkt hefði verið á þriggja klukkustunda stjórn arfundi, að aflétta ekki banninu á hergagnasölu til Suður-Afríku, en það var sett skömmu eftir að stjóm Wilsons tók vlð völjium. George Brown utanríkisráðherra var ekki kominn heim til að sitja fundinn og er sagður allreiður yfir hversu Wilson hefir farið úr hendi meðferð þessa máls í fjarveru hans, en Brown er talinn helztur þeirra ráðherra, sem aflétta vildu banninu. Ekki er búizt við, að Brown segi af sér vegna þessa máls. Sagt er, að þeir James Callaghan innanríkisráðherra og Denis Healy landvamaráðherra hafi frá því í byrjun vikunnar verið að velta fyrir sér hvort ekki bæri að aflétta banninu. Fyrir úrslitun- um á fundinum liggur ekkert op- inberlega, en Wilson hefir lofað greinargerð á þingi eftir helgina. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.