Vísir - 16.12.1967, Blaðsíða 4
( V
Filippus hertogi.
Það er líklegt, að Filippus her-
togi og aðrir meðlimir brezku
konungsfjölskyldunnar steinhætti
að fljúga með þyrilvængjum.
Hann hefur venjulega haft tvær
slíkar vélar í takinu, ef hann
hefur þurft að bregða sér bæjar-
leið. Nú fyrir skemmstu hrapaði
önnur þeirra, og með henni fór-
ust fjórir menn,
p4~
Einn ágætur læknir í Holly-
wood virðist hafa mikið yndi af
hestum, því að á uppboði einu
um daginn lét hann sig ekki
muna um að draga upp budduna
og greiða sem samsvarar 20.000.
000.00 — tuttugu milljón — krón
ur fyrir eitt hross.
Að vísu er hesturinn sagður
vera hinn mesti gæðagammur. og
aldrei hefur verið greitt jafn-
hátt verð fyrir þarfasta þjóninn
áður.
!#S
Tertur eru ekki
Ijónamatur
T jónið Tjago, „kjöltudýr“ hjá
reiðskólaeigandanum, Hardy
Hermansen í Danmörku, fékk af-
mælistertu, þegar haldið var upp
á eins árs afmæli þess á dögun-
um. Gjöfin var afþökkuð meö
konunglegu mikillæti. Að vísu
stakk Tjago snjáldrinu í rjóm-
ann, en að öðru leyti lét hann
eins og hann sæi ekki gjöfina.
Ljón vilja ekkert annað en hrátt
kjöt. Og það fékk hann á eftir,
svo að afmælisgleðinni var bjarg-
að.
Flardv Hermansen hefur átt
Tjago frá því hann var örlltill,
og þrátt fyrir að ljónið sé nú orð-
ið svo stórt, að börn Hermans
geta ekki leikið sér viö það, álítur
hann ennþá, að Tjago haldi áfram
að vera taminn og sauðmeinlaus.
„Það er ekki af grimmd, sem
hann er of harðleikinn við böm-
in, hann vill bara leika sér.“
Tjago er um 70 kíló á þyngd,
og borðar daglega fjögur kg. af
hráu kjöti. Hann sýnir þakklæti
sitt meö því að elta Herman-
sen undirgefinn, þegar hann fer
ferða sinna á búgarðinum í Lyng-
by.
Meðan Tjago var lítilL gekk
hann iaus í stofunum innanhúss,
en nú er hann látinn hafast við
í útihúsi. Orsökin er sú sama,
sem hefur stíað honum frá börn
unum, hann fer dálítið óvarlega
með klærnar stóru, og er gjarn
á aö rífa gólfteppin.
Faðir og c-ítir
Þegar Frank Sinatra lendir í heimiliserfiðleikum kemur dóttir
hans til að halda í höndina á honum. Frank leikur lögreglumann
í mynd, sem nú er verið að gera og heitir „The Detectives" eða
„Löggurnar“. Dóttir hans, Nancy, heimsótti hann í kvikmynda-
veriö og hér sjást þau saman - Frank í fullum herklæðum.
MONTBLAHC
HELGAFELL
Laugaveg 100
Njdlsgata 64
Stjóm
og hagræðing.
iyú, ÞEGAR ljóst er, aö breyta
þarf um alla hegðun á
vinnustööum, vegna breytts ár-
ferðis, vegna nauösynjar á aö
spara og auka afköst á öllum
sviðum, ætti þjóðin að taka
höndum saman tll aö bæta
vinnuhætti sína. Bæta þarf
stundvísi alla stórlega, en ó-
stundvlsi er stór löstur í mörg-
um fyrirtækjum, m. a. vegna
þess, aö þelr, sem stjórna,
ganga á undan i óstundvísinni
í stað þess, að forstjórar fyrir-
tækja og oplnberra stofnana,
ættu að mæta fyrstir hvem ein-
asta dag, til aö gefa starfs-
fólki sinu hið rétta fordæml.
Kjaftatarnir í síma fyrirtækja
er Ijótur vani, en alltof algengt
er, að starfsfólk alls konar fyr-
irtækja leyfi sér slíkt, m. a.
verður maður var viö aö stúlk-
ur þær, sem gæta eiga síma
hinna ýmsu fyrirtækia, sitja á
kjaftatömum tímunum saman,
og viröa þá varla viðlits, sem
koma inn og þarfnast afgreiðslu
eða upplýsinga. Yfirleitt er slíkt
vottur um lélega yfirstióm á
viðkomandi vinnustaö, þvi aö
oft sannast. að eftir höfðinu
dansa limirnir. Þar sem stjórn
er traust og örugg, er slíkt ekki
liðiö.
Mikiö hefur veriö rætt um
hagræöingu í rekstri fyrirtækja
og hafa um þau mál veriö haldn
ir fyrirlestrar og námskeið. Er-
lendir ráöunautar hafa verið á
þönum hérlendis vegna þessa
og mun ekki af veita, þvi nag-
ræöingu og stjórn fyrirtækja er
að mörgu leyti ábótavant, þó
að sem betur fer séu ótal marg-
ar undantekningar. — En þær
stofnanir og fyrirtæki, sem ekki
eru í nægilega traustum skorö-
um eru of mörg.
Þaö hefur mikla þjóðhags-
lega þýðingu, að fyrirtækjum sé
yfirleitt vel stjórnað, og nýting
vinnuaflsins sé góð, m. a. að
stundvisi sé i góðu lagi, þvi
afköstin eru vissulega undir-
staða hærra kaups óg auklnna
hlunninda.
Éinn mikill löstur er ríkjandi
meðal æðr| og lægri í hópi vinn
andi fólks, en þaö er misnotkun
á greiðslu veikindadaga ,en svo
mikil brögð eru að þessari mis-
notkun, að það væri rannsókn-
aratriði að kryfja það til mergj-
ar, og ættu stéttarfélögin aö
taka þátt í slíkri athugun. Það
er vitað mál, að margir telja
sér, aö því er virðist, „skylt“
að vera veikir tilskillnn veik-
indatíma. Ef athugaðir væru
notaðir veikindadagar, bá kæmi
vafalaust f ljós, að heilsufar
vinnandi fólks er mjög bágbor-
iö, en sem betur fer, er slíkt
ekki raunin.
Það væri mikill ávinningur,
ef, nú á erfiðum tímum, væri
hægt aö festa skorðurnar i
rekstri yfirleitt og bannig mæta
erfiðleikunum í auknum afköst-
um, þá myndi móthyrinn yfir-
leitt koma létt niður á flestum.
Þrándur í Götu.
• •■••••••••••■••■• • • •-•