Vísir - 16.12.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 16.12.1967, Blaðsíða 12
Tökum að okkur alls konar framkvcemdir bœði f tíma- og ókvœðisvinnu Mikil reynsla í sprengingum VERKTAKAR - VINNUVÉLALEIGA yMm V1SIR . Laugardagur 16. desember 1967. KSnKKYNDASAGA EFTIR A' £>■ QOTHRIE 3r. vildi snúa viö til Ohio. Nú og svo var þaö maður hennar, sem lét mikið til að leyna því aö hann var lítilmenni, og þeir voru fleiri en hann, sem gátu ekki dulið á- hyggjur sínar og ótta við hið ó- kunna framundan. Rebecca sat i forsælu við vagn- inn og notaöi grunnan disk sem blævæng, þar sem ekki var neinu hentugra til að dreifa. Þótt apríl væri ekki á enda, var ákaflega heitt í veðri. Brownie sat yfir nautgripahjörðinni ásamt Higg, náunganum sem Fairman hafði ráð ið sér til aðstoðar. „Eiginlega finnst mér ekki að við séum lögð af stað enn", sagði Evans við konu sína og hún svaraði og sveifl aði diskinum án afláts. „Ég yrði ekkl nema nokkrar klukkustundir á leiðinni heim á gamla staöinn, þótt ég færi það fótgangandi". Evans fannst það undarlegt, að hún skíldi kalla það „gamla stað- inn“. Það var svo örstutt síðan að þau höfðu kvatt býlið og bæinn, og að nýi ábúandinn hafði greitt Evans fjögur hundruð dali fyrir húsið og jarðarskikann, og hún kallaði það þegar „gamla stað- inn“. „Jæja, segir þér betur hugur um leiðangurinn?“ spuröi hann. Hún brosti. „Hvers vegna spyrðu? Ertu kannski að hugsa um að snúa við?“ „Síður en svo. Ef nokkrir í þess um leiöangri komast alla leið til Oregon, þá verðum það við, Reb- ecca...“ „Þú ert kjáni, Evans“, mælti hún blíðlega. Hann þóttist skilja hvað hún ætti við. Og henni var ekki lá- andi,þótt henni þætti það undar- legt af manni sínum að ráða slíka ferð, kominn á þennan aldur. Dick Summers kom til þeirra. Hann var klæddur stuttbrókum úr hafurstöku og grófri vaðmáls- skyrtu, Það komst enginn hjá að veita þeim manni athygli hvar sem hann fór. Mikill vexti og bar sig manna bezt, herðibreiður, silf- urhærður, rólegur í framkomu en snar f hreyfingum, ef svo bar undir. „Þetta er Ijóta öngþveitið og vitleysan", varð Evans að orði og benti út yfir tjaldaþyrpinguna og vagnaþvöguna. „Það mætti segja mér að einhver sneri viö heim aftur". Dick Summers tottaöi pípuna. „Þetta kemst f lag“, sagði hann rólega. „Þá sést strax hvemig Tadlock er til forustu fallinn?" sagði Ev- ans. „Hann verður áreiðanlega kos- inn leiðangursforingi einum rómi“. FRÁ indlandi Hin margeftirspurðu skrautborð úr tré og kopar i nýkomin ásamt mörgum fágætum munum úr tré j og málmi, silkislæðum og silfurskrauti. Japönsk skrautkerti f góöu úrvali. Meira og betra úrval en nokkru sinni fyrr af gjafavöium frá ýmsum löndum. Flytjum allar okkar vörur inn sjálfir, milliliðalaust. Berið saman verð og gæði. — Rammagerðarbúðim- ar, Rammageröin, Hafnarstræti 17 og Minjagripa- « búðin, Hafnarstræti 5. Summers kinkaði kolli. „Hann kvað vilja láta drepa alla hunda leiðangursmanna. áður en ferðin hefst, heyri ég sagt“, mælti Evans. „Gamla Rock minn vitanlega líka“. Summers tottaði pípuna. „Ég býst varla við að hann geri það að kappsmáli eins og er“, sagði hann. „Þaö gæti kostað hann at- kvæði“. „Hann heldur því fram, að hund arnir komist aldrei alla leið hvort eð er. Og að þeir geti borið Indí- ánunum njósn af leiðangrinum með gelti sínu“, sagði Rebecca. „Hundamir komast eins langt og nautgripimir fara“, sagði Dick Summers. „Og þeir vara mann ein- mitt við árásum Indíána að nætur- þeli. Það er ekki neinn hægðar- leikur að laumast að tjaldi án þess að hundamir taki eftir því og gefi það til kynna“. „Tadlock hefur ekki hugmynd um þess háttar", mælti Evans, „Ég er alls ekki viss um að hann sé vel til foringja fallinn". „Hann hafði naumast sleppt orð- inu. þegar hornaþytur yfirgnæfði öngþveitið og háreystina í kring og kallaði leiöangursmenn til kosn- inga. Þeir Evans og Summers risu á fætur og héldu inn í tjaldborg- ina. Það mátti heita að allir þátt- takendumir í förinni væru innan skamms saman komnir á kringl- óttum blettinum innan tjaldbúöa- hringsins. Karlmennirnir stóðu fremstir, tuggðu tóbakiö og spýttu í allar áttir, konur og krakkar stóðu á bak við með forvitni og eftirvæntingu í svip, Tadlock setti fundinn — steig upp á ker- aldsbotn og barði skeið við tin- disk til merkis um að hann æskti þagnar. Þegar varð nokkum veg- inn hljótt í hópnum, tók hann til máls og röddin var hvell og þving- uð. „Ég tel nokkum veginn vlst, að leiðangur okkar leggi af $tað á undan þeim öðrum, sem ráðið hafa ferð sína til Oregon. Við sleppum því við rykið eftir lest- irnar á söndunum og við sitjum aö bithaganum fyrir skepnumar, þar sem við verðum á undan öör- um til Willamette“. Fagnandi háreysti kvað við í hópnum, og Tadlock gerði málhlé, svo ag áheyrendumun gæfist tæki- færi til aö hrópa húrra fyrir orðum hans. Það gerðu og fáeinir þeirra, en þegar þau hróp vom þögnuö, kallaði einhver í sífellu: „Herra fundarstjóri... herra fundarstjóri“ Það var séra Weatherby gamli, sem ruddist gegrnnn áheyrendahóp- inn að keraldinu, sem Tadlock stóð á. Hann klæddist svarta frakk anum, þrátt fyrir hitann. „Bænin hef ur gleymzt...“ hrópaði hann sinni hásti hrjúfu röddu. „Bænin hefur gleymzt.... það má ekki glejrma bæninni... Nökkrir 1 hópnum reyndu að tefja predikarann og báðu hann fyrir alla muni að trufla ekki fund inn, aðrir virtust sakna bænarinn- ar og margar.af konunum höfðu þegar spennt greipar. Og þar eð Tadlock gerði sér grein fyrir því, að mikiil meirihluti mundi bæna- geröinni meðmæltur. tók hann erindi predikarans af mikilli ljúf- mennsku. „Mér þykir mjög fyrir þessu“, mælti hann lágt og afsak- andi. „Þetta var vítaverð gleymska. Munduð þér fáanlegur til að hafa orð fyrir okkur í bænagjörð?" Og sjálfur laut Tadlock höfði. Og séra Weatherby lyfti lófum að barmi, laut höfði og hóf langt eintal við guð almáttugan. Þótt röddin væri hás og hrjúf barst hún merkilega vítt yfir, enda þögðu nú allir nema einstaka kona snökti lágt, þegar predikarinn bað sem heitast.... bað um vernd gegn heiðnum villimönnum, viliidýrum og öðrum voöa... bag guð að sjá í gegnum fingur með leiðangurs- mönnum, sem að sjálfsögðu væru allir aumir syndarar — en þó því aðeins að í móti náðinni kæmi einnig iðrun þeirra og viröing fyrir þjónum drottins.... Evans þótti bænin löng áður en lauk. Hann laumaðist til ag virða fyrir sér þá, er næst honum stóðu og tók þá eftir því að Dick Summ ers laut ekki höfði. Gat það verið hugsaði Evans, aö þessi aldni ferðagarpur tryði ekki á guð? Vand aður maöur var hann engu að síður það vissi enginn betur en Evans. Kannski var ástæðan sú, að hann vildi ekki biðja neinn um neitt... jafnvel ekki guð. Þegar séra Weatherby hafði loks lokiö bæninni, tók Tadlock aftur til máls. Sagði aö nú lægi fyrir að segja leiðangrinum lög og reglur og kjósa honum forystu. Hefur imd- irbúningsnefndin gengið frá tillög- um sínum, spurði hann. Mack gekk fram úr hópum og kvað já við því. „Nefndin leggur eindregið til að Irvin Tadlock verði kjörinn foringi leiöangursins. Charl es Fairmann undirforingi, en Henry Shilds umsjónarmaður með búfén- aði og gildi kjör þeirra allra þriggja unz leiöangrinum lýkur", mælti hann hátt og skýrt. Brewer nokkur, einnig frá Illin- ois, lýsti sig samþykkan tilhögun- inni og McBee strauk skeggið frá munninum og kvaðst lika styðja hana. Tadlock steig niður af ker- RóSiS hitanum % Með BRAUKMANN hifastilli 6 hverjum ofni getið þér sjálf ákveð- ið hitastig hvers herbergis —* BRAUKMANN sjálfvirkan hifastilli er hægt að setja beint á ofninn eða hvar sem er á vegg í 2ja m. fjartægð frá ofni Sparið hitakostnað og aukið vel* líðan yðar BRAUKMANN er sérstaklega hent- ugur á hitaveitusvæði SIGHVATUR EINARSSON & CO SÍMI 24133 SKIPHOLT 15 Knútur Bruun hdl. Lögrriannsskrifstofa Greftisgötu 8 II. h. Sími 24940. ODÝR 0G GÓÐ Þér veljið efnin, vönduð vinna. Gufuþvottur á mótor feostar kr. 250.00 Gufuþvottur, albotnþvottur,undirvagn kr. 600.00 Ryðvöm undirvagn og botn, Tectyl kr. 900.00 Ryðvöm undirvagn og botn. Dinetrol kr. 900.00 Ryðvörn undirvagn og botn Encis fluid kr. 600.00 Ryðvöm undirvagn og botn Olíukvoðun kr. 450.00 Alryðvöm, Tectyl utan og innan kr 3500.00 Ryðvamarsfóðin Spítalastig 6 FLJÖT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA. » RYÐVÖRN A BIFREIÐINA UÖRÐUIt EIMRSSOIS HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐOR HÍtí'Iitm'CSSKRIFSTOFA „Ég vildi að ég vissi hvar þetta ætlar aö „Halló!“ enda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.