Vísir - 04.01.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 04.01.1968, Blaðsíða 12
r.art VrsiK. Fhnmtudagur 4. janúar 1968 KVIKKVNDASAGA EFTIR A B QOTHKIE 3r- tjaldað á ákveöinni stundu. Að hver maður leysti af hendi sitt á- kveðna starf, umyrðalaust. Agi, skipulag hlýöni og nákvæmni það var þetta sem gilti og til þess að svo mætti verða, þurfti skeleggan og einbeittan stjórnanda. En það var einmitt þetta, sem ekki var unnt aö koma inn í höfuðiö á þess um vanþakklátu hálfbjánum. Þeir kunnu ekki að meta aga og skipu- lag. Þeir verðskulduðu ekki trausta og einbeitta forystu. Við þessar hugleiöingar rann hon um enn i skap. „ViÖ höldum af stað... Heyriö þið það? Við höld- um af stað tafarlaust!" Enginn hreyfði sig úr sporunum. Þeir stóöu þama og gláptu á hann eins og heimskan og þrjózkan upp- máluð. Loks sagöi Evans: „Þaö lít- ur eikíki út fyrir aö menn séu því almennt samþykkir. Ég held að við ættum að skjóta á ráðsfundi“. „Ráðsfundi?" „Við skulum láta ráðsfund taka ákvörðun, þar sem allt bendir til að um harla skiptar skoðanir sé aö ræða. Ég hreyfi mig ékki fyrr en ráðið hefur tekið ákvörðun“. „Ekki ég heldur“, sagði Patch. Tadlock mundi hafa bölvað i sand og ösku, ef ékki hefði verið fyrir það, aö hann treysti því, að hann réði hvemig atkvæöi féllu i ráðinu. Þeir Brewer, Mack og Fair- man mundu greiða atkvæði eins og hann vildi og standa með honum. Að vfeu var það leitt og bölvað, að nokkur töf hlaut að veröa að þessu fundarhaldi, en það var Mka jafn gott að þc fengju einu sinni eftirminnilega á baukinn. „Þá það“; sagöi hann og hló kalt upp í opiö geðiö á þeim. „Við látum kjaftháttinn draga vagna okkar til Oregon". Evans laut að hinum sjúka manni „Ekkert liggur á“, sagði Tadlock hæðnisiega. „Við komum saman á ráðsfund að Mukkutíma Iiönum. Þú beitir við hann læknislist þinni þangað tfl“. Hann fylgdist þó meö því, er Ev- ans og Dick gamli komu Martin í góða rekkju inni í tjaldi. Þeir vildu gera vel, það var ekki það. Þama skapaðist hættulegt fordæmi. — Ef meðhöndla átti sérhvem þann, sem kenndi nokkurs lasleika, rétt eins og hann lægi fyrir dauðanum, þá gat það orðiö dýrt og tafsamt spaug áður en lyki. Þegar Tadlock yfirgaf þá, spurði hann sjálfan sig, hvort hann ynni nokkuð við að tala við þá aftur áð- ur en ráðsfundur hæfist. Það mundi vekja athyglyef hann gengi á fund þeirra og verða talið veikleika- > merki. Hann sendi McBee í tjöldin meö boð um ráðsfundinn, rigsaði svo fram og aftur og barði nauta- svipunni í svörðinn á mflíji tjald- anna. Hann kom auga á Dick gamla Summers, sem stóg einn síns liös spölkom frá og horfði út yfir slétt- una. Tadlock gekk til hans. „Ég fæ ekM skilið hvað þú hefst aö, Summers", sagði hann. „O, ég er bara að kasta tölu á vísundahjaröirnar", sagði gamli maðurinn og lét hallast fram á riff- il sinn. „Ég á ekki við það. Heldur hitt, að við ættum að vera lagðir af stað fyrir góðri stundu". Summers leit til sólar. „Gætum verið komnir um þrjár mílur áleið- is“, sagði hann. „Mætti segja mér það". Þótt svipurinn væri nógu alvar- legur, þóttist Tadilock sjá glettnis- glömpum bregða fyrir i augunum. „Þetta er ekM til að henda gys að", sagði hann. „Fari þaö bölvaö“. „Satt segirðu. Og óviðeigandi að meta þjáningar Martins i mllum". „Það er ekki hægt að miða leið- angurinn við einn mann...“ „Jæja, ekki það. Undarlegt að heyra slíkt af þínum munni“. | „Hvaö áttu við?“ „Ég hélt að þú værir leiöangur- inn“. . „Þú ert leiðsögumaður, Summers. Það er öll þín vegsemd". Tadlock talaöi eins rólega og honum var unnt. „Láttu þér þaö nægja". Hann langaði mest til að reita ’karl svo tfl reiði að hann missti stjóm á sér og það svo gersamlega, aö til- efni yrdi til aö beita nautasvip- unni. Það gæti kennt þeim hinum að hafa hemfl á sér. Og Tadlock herti takið um svipuskaptiö. Summers horfði út yfir fljótið. „Skógarhólminn þama kallast Brad ysey“, sagði hann rólega. — „Þar drap sig náungi, sem Brady hét. Eða hann var myrtur. Það er all- langt síðan“. Hann festi augun á Tadlock um leið og hann sagði síðustu oröin. Þau vom köld og miskunnarlaus eins og í rándýri, sem viröir fyrir sér bráð. Tadlock rann ósjálfrátt toalt vatn milli skinns og hörunds. Nú fyrst sMldist honum að leiðsögu maðurinn gæti orðið hættulegur viðureignar ef í það færi. Ekki það, aö hann væri beinlínis hræddur, en þó varö hann því feginn, þegar karl hélt á brott. Hann var léttur í spori, göngulagið eins og þar færi Indíáni. Fari hann til fjandans, hugsaöi Tadlock. Enginn varð felldur með augnaráðinu þótt hatursfullt væri. Ekki þar fyrir — karlinn var dug- andi leiðsögumaður, afbragðs skytta og hafði auga á hverjum fingri. Gallinn var sá, að hann var of mikfll vfllimaöur tfl þess að hann gæti beygt sig undir aga og lært að meta skipulag, hugsaði Tadlock, þegar hann horföi á eftir honum. Þá vom allir ráðsmenn saman komnir. Evans, Fairman, Mack, Brewer og Daughtery. Tadlock gekk til þeirra. „Hvemig líður Martin?" spurði hann. Brewer varð fyrir svö um. — „Hann er fárveikur. Fer úr þessu, það megið þið bóka“. „Hann er hraustur fyrir, karl- inn“. „Þau sitja við rekkju hans, konan mín og séra Weatherby", sagði Ev- ans. Tadlock kinkaði kolli lítið eitt. Þetta var mikilvægur ráðsfundur fram hjá því varð ekM gengið. Tadlock taldi sig þó hafa töglin og hagldimar. Brewer, Mack og Fair- man fylgdu honum og það dugöi. Hann leit tfl sólar. „Við ættum að geta farið tíu mílur, ef við leggjum af stað strax að fundi loknum", sagði hann eflítið ögrandi. Þag varð drykklöng þögn. „Martin er með óráði", sagði Daughtery. Og hann sagði þaö þann ig aö sMlja mátti sem andmæli. Tadlock hvessti á hann augun. Undariegt hvað þessi íri gat veriö honum andsnúinn. „Hann tautar í sífeflu, guö al- máttugur og guð hjálpi mér“, sagði sá IrsM enn. „Varla verður það kaflag óráö“, hreytti Tadlock út úr sér, dálítið | meinlega. í „Af hans munni, jú“, svaraöi Daughtery. „Hann hefur ekki geng- ið um með guösnafn á vörunum, maðurinn sá“. Tadlook hafði ósjálfrátt hugboö um að eitthvaö þaö væri ag brjót- ast með þeim, sem þeir létu ekki enn uppskátt, hvað svo sem það var. Hann athugaöi svip þeirra i laumi, en varð einskis vísari. „Jæja, þá“, sagði hann eftir nokkra þögn, ÓDÝR OG GÓÐ Þér veljið efnin, vönduð vinna. Gufuþvottur á mótor kostar kr. 250.00 Gufuþvottur, albotnþvottur.undirvagn kr. 600.00 Ryðvöm undirvagn og botn, Tectyl kr. 900.00 Ryðvöm undirvagn og botn. Dinetrol kr. 900.00 Ryðvöm undirvagn og botn Encis fluid kr. 600.00 Ryðvöm undirvagn og botn Olíukvoðun kr. 450.00 Alryðvöm, Tectyl utan og innan kr 3500.00 Ryðvarnarstöðin Spitalastíg 6 FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA. RYÐVÖRN Á BIFREIÐINA „við komtunst ekki hjá aö taka á- kvöröun". Engitm gerðist til ag svara hon- um. Hann sneri sér aö aus. „Þú ert reiöubúinn að beygja þig fyrir samþykkt ráðsins?" spurði hann. „Já — en hvað um þig?“ Tadlock varð litið til þeirra hinna. I „Auðvitað", sagði hann. „Við verð- um að hafa þaö hugfast, að það sem á rfður, er að halda áfram. ^Annars verður komið fram á haust, áður en vig náum tfl Oregon". Evans neri breiöa hötouna. „Ekki neita ég því, Tadlock. En okkur hef- ur líka sótzt ferðin vel. Við stönd- um okkur vel við það að tefja í einn eða tvo daga“. „Það verða ófyrirsjáanlegar taf- ir“ „Getur fariö svo“ „Við verðum því að forðast þær eftir því sem frekast er unnt“ Evans talaði lágt og rólega „Ég fæ ekM séð, hvað er unnið við það, aö verða á undan öllum. Við erum ekki »fyrstu landnámsmennimir hvort eö er“..... Maok tók til máls. „Þú ert keppn- ismaður, Tadlock. Fæddur til að vera alls staðar I fremstu röð“. „Já, hvað sem það kostar“, bætti Brewer við. Tadlock æstist, þegar hann þótt- ist finna að þeim Mack og Brewer mundi ef til vill etoM aö treysta. „Hvar væri leiðangurinn staddur nú, hefði ekki einhver tekið sér fram um að heröa á öllum og ýta alls staðar á eftir? Hann væri ekM lagöur af stað...“ „Væri einhver okkar hættulega veikur, geri ég ráð fyrir að sá hinn sami kysi að numið væri staðar", sagði Fairman. Þer voru sem sagt aillir á móti honum, hugsaöi Tadlook, enda þótt hann tryði þvi naumast enn. Hann hafði veitt þeim forystu, skipulagt aiflt og stjómað öllu — og þetta voru launin. Eöa — yrðu þeir kannski ekki eins mófcsnúnir honum i og þeir létu, þegar til ákvöröunar kæmi? Var ekki hugsanlegt, aö þeir Fairman og Mack snerust til liðs við hann? „Við skulum sleppa öllu þrasi og greiöa atkvæði", sagöi hann. „Og ég geri ráð fyrir því, að þið Mack og Fairman greiðið at- kvæði með tifflögu mhmi". Tarzan og górfllumar era svo dáiaidciar af þessum -g ef ég æfla að flýja. þá verð ég að gera þaö strax. Sölubörn óskust Hafið samband við afgreiðsluna Hverfisgötu 55. VÍSIR IBIV&' Eldhúsið, sem allar húsmœSur dreymir um Hagkvœmni, stílfegurS og vönduÖ vinna á öllu. Skipuleggjum og gerum yöur fast verötHboö. Leitiö upplýsinga. ~nr ~r i i VjO LAUQAVESI 133 «111)111766 FVRIRRBFN RAUQARÁRSTiG 31 SfUI 23022 Heilsuvernd Næsta námskeið i tauga- og vöðvaslökun öndunaræfingum og léttum þjálfunaræfingum fyrir konur oe karia hefjasi miðvikudaginn 3 lanúar. Uppl. f sima 12240. Vignir Andrésson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.